Morgunblaðið - 14.06.2019, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.06.2019, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 2019 Góð steik þarf alvöru krydd Útgefandi Árvakur Umsjón Þóra Sigurðardóttir Blaðamenn Elva Hrund Ágústsdóttir elva@mbl.is Þóra Sigurðardóttir thora@mbl.is Auglýsingar Jón Kristinn Jónsson jonkr@mbl.is Katrín Theódórsdóttir kata@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Forsíðumyndina tók Björn Árnason Þ að er eitthvað algjörlega stórkostlegt í gangi þessi dægrin. Fólk brosir út að eyrum og býður hvert öðru góðan daginn eins og alvöru fólk. Þunglyndisskýið sem hefur hvílt yfir höfuð- borgarsvæðinu er loksins á burt og við blasir veröldin í öllum sínum regnbogans litum. Íslendingar minna hvað helst á frændur sína Svía þessi dægrin. Rjóðir og vel brenndir í framan og hárið er að meðaltali búið að lýsast um tvo litatóna. Fæstir áttu von á þessu. Héldu að sólarglætan sem sást fyrst í maí væri dæg- urfluga og því höfum við legið marflöt síðan þá. Vinir mínir komu í heimsókn frá útlöndum og höfðu á orði að Íslendingar minntu helst á sæljón þar sem þeir sátu allir sem einn með andlitið í átt til sólar. Það er líka grilltíð og maður lifandi hvað það er gaman. Það eru bókstaflega allir grillandi allt sem á grindina kemst og tilþrifin eru svakaleg. Í þessu grillblaði er ótrú- legur fjöldi frábærra uppskrifta frá fólki sem kann að grilla. Það ættu því allir að finna eitthvað við sitt hæfi hvort sem þeir aðhyllast kjöt, fisk eða grænmeti. Að því sögðu óska ég ykkur góðra grillstunda í sumar og vona að þið njótið vel. Þóra Kolbrá Sigurðardóttir Umsjónarmaður Matarvefs mbl.is Ljósmynd/Íris Dögg Einarsdóttir Nú er gaman! Eru að okkar mati nýju Kai-hnífarnir sem kallast Shoso. Kai-hnífarnir eru flestum kunnir hér á landi en Shoso-línan er öllu ódýrari en gengur og gerist og því viðráð- anlegra að fjárfesta í ein- um slíkum gríp sem er sannkölluð eilífðareign. Pro Gastro 7.900-13.900 krónur. Heitustu hnífarnir... Nafn: Halla María Svansdóttir Staða: Eigandi veitingastaðarins Hjá Höllu í Grindavík og í Leifsstöð Hvernig grillgræja er á heimilinu? Við erum með Weber-grill á heimilinu og er það úti allt árið um kring. Hvaða matur er bestur á grillið? Mér finnst allt gott - það er aftur á móti misjafnt hvað meðlimir heimilisins vilja. Við erum duglegri að grilla kjöt en fisk, en mér finnst fiskurinn alltaf ótrúlega góður á grillið og myndi ég velja hann oftar ef hann væri að- eins vinsælli á heimilinu. Grillar þú mest yfir sumartímann eða allt árið um kring? Við grillum meira á sumrin, sérstaklega þessa dagana þegar veðrið er svona gott, en við grillum allt árið. Til að mynda höfum við grillað síðustu tvenn áramót heima hjá okkur fyrir stórfjölskylduna þrátt fyrir mikinn kulda. Ertu týpan sem „á“ grillið og enginn annar kemst nálægt? Nei, alls ekki. Við erum dugleg að fá vinahópinn í mat og þá er enginn heil- agur grillmeistari, heldur leggja allir sitt af mörkum og fá að spreyta sig á teininum. Hvað er ómissandi í góðri grillveislu? Held að maðurinn minn myndi klárlega segja einn kaldur á kantinum, en það klikkar víst seint að hafa gott vín með góðum mat. Ég var mikið fyrir að hafa gott salat með matnum og auð- vitað sósu, en núna er nýjasta æðið að vera með góða ólífuolíu og ferskan parmesan með kjötinu, ásamt grilluðu grænmeti – mér finnst það hrikalega gott og góð tilbreyting. Í raun er ekkert eitt sem er ómissandi, en ætli ég verði ekki að nefna að ein köld hvít- vínsflaska og góða skapið sé nauðsyn í góðri grillveislu. Áttu gott grillráð handa okkur? Einfalt er allt- af best svo mér finnst mikilvægt að velja gott, hágæða hráefni og leyfa því að njóta sín. Elva Hrund Ágústsdóttir elva@mbl.is Einfalt er best - gott hvítvín og góða skapið nauðsynlegt Grillráð Höllu Halla María segir að einfalt sé alltaf best og svo finnist henni mikilvægt að velja gott hráefni og leyfa því að njóta sín.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.