Morgunblaðið - 14.06.2019, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 2019 MORGUNBLAÐIÐ 9
Kryddblanda fyrir bleikju (rub)
Uppskrift er fyrir 4
1 msk. paprikuduft
1 msk. kúmmínduft
1 tsk. kóríanderduft
½ tsk. chilli-duft
1 tsk. hvít sesamfræ
1 tsk. svört sesamfræ
1 tsk. salt
Öllu blandað saman
2 bleikjuflök (roðflétt og beinhreinsuð)
Kryddið bleikjuna með kryddblöndunni og
grillið á mjög heitu grilli í ca 1 mín á hvorri
hlið.
Lárperumauk
2 stk. lárperur (þroskaðar)
safi úr 1 stk límónu
2 msk. grísk jógúrt
1 msk. ólífuolía
Öllu blandað saman í skál og maukað með
písk, smakkið til með salti
Gott að setja saxaðan kóríander (má sleppa)
1 stk ferskur maís
1 stk granatepli
2 hausar hjartasalat
1 box ferskt dill (má nota aðrar jurtir).
Grillið maísinn og skerið baunirnar af.
Hreinsið fræin úr granateplinu.
Takið salatið í sundur og skolið vel.
Setjið lárperumauk í salatlaufin ásamt
bleikju, maís og granateplafræjum.
Klárið með pilluðu dilli og smá ólífuolíu.
Grilluð bleikja í hjartasalati
með lárperumauki, grilluð-
um maís og granateplum
Jóhannes Jóhannesson reiðir hér fram dásamlega bleikju með
kryddblöndu sem er alveg upp á tíu. Bleikjan er borin fram í
hjartasalati með ómótstæðilegu lárperumauki, grilluðum maís
og að sjálfsögðu granateplum sem setja punktinn yfir i-ið.
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Maísveisla Maísstönglar eru
vinsælir á grillið enda afskaplega
bragðgóðir. Hér sker Jóhannes
maísinn af stönglinum.
Ferskur réttur
Þessi uppskrift
er bæði fersk og
einstaklega
bragðmikil.
Maítreiðslumeistarinn
Jóhannes er enginn aukvisi í
matargerð enda margverð-
launaður matreiðslumaður
og landsliðsmeðlimur.
POTTAGALDRAR
VIÐ GRILLIÐ Í SUMAR
Með sjálfbærni og mannúð að leiðarljósi • Engin aukaefni • 100% hrein krydd
Kebab
kjúklingakrydd
Villijurtir
Eðalsteik-
og grillkrydd
Best á allt
Víkingaolía
fyrir naut
og lamb Ítölsk
hvítlauksolía
Grísk kryddolía
fyrir kjúkling
og fisk Piri piri
kryddolía
Uppskrift að góðri matargerð