Morgunblaðið - 14.06.2019, Blaðsíða 6
Nafn: Guðrún og Þorsteinn
Staða: Eigendur verslunarinnar Kokku á Laugavegi
Hvernig grillgræja er á heimilinu? Kolagrill frá Rösle.
Hvaða matur er bestur á grillið? Fiskur og ljóst kjöt. Bestur
finnst okkur heitreyktur fiskur af grillinu. Svo verður flest græn-
meti betra þegar það er kolagrillað. Það er til dæmis geggjað að
skera krisskross í eggaldin, bera á það ólífuolíu og grilla þar til
það er orðið mjúkt.
Grillar þú mest yfir sumartímann eða árið um kring? Á okkar
heimili er grillað allan ársins hring. Þó meira yfir sumartímann.
Ertu týpan sem „átt“ grillið og enginn annar kemst nálægt?
Það verður að segjast að Þorsteinn á grillið, hann sér um flest
sem tilheyrir næringu fjölskyldunnar.
Hvað er ómissandi í góðri grillveislu? Góðir gestir. Svo er bara
um að gera að hafa sem fjölbreyttast úrval svo allir fái það sem
þeim þykir gott.
Áttu gott grill-„tips“ handa okkur? Forðast langtímamarinerað
kjöt, það vill oft verða ansi salt. Svo er lykillinn að krydda með
reyk en það er einstaklega auðvelt á kolagrilli.
Elva Hrund Ágústsdóttir elva@mbl.is
Hjónin í Kokku -
krydda með
reyk á grillinu
Morgunblaðið/Eggert
½ rauð paprika, fræhreinsuð
½ gul paprika, fræhreinsuð
½ appelsínugul paprika, fræhreinsuð
1 gult grasker skáskorið í rúmlega 25 mm þykkar sneiðar
1 kúrbítur skáskorinn í rúmlega 25 mm þykkar sneiðar
1 stór rauður laukur, flysjaður og skorinn í sneiðar,
u.þ.b. 25 mm þykkar
2 spergilskálsstilkar, teknir í greinar
2 heilir portobello-sveppir, stilkurinn fjarlægður og skálin
hreinsuð
3 msk. extra jómfrúarólífuolía
1 tsk. kosher-salt
1 tsk. nýmalaður svartur pipar
½ bolli fetaostur frá Örnu
Hindberja-sósa á grænmetið
3 msk. extra jómfrúarólífuolíu
1 msk. hindberjaedik
¼ tsk. salt og pipar eða eftir smekk
Blandaðu grænmetinu saman í skál og dreyptu ólífu-
olíu yfir. Saltaðu og pipraðu og blandaðu vel saman.
Hitaðu grillið upp í miðlungshita og grillaðu grænmetið
í 3 mínútur á hvorri hlið þar til það er orðið gyllt en þó
enn stökkt. Taktu grænmetið af grillinu og kældu lít-
illega. Skerðu grænmetið í stóra bita og settu í skál.
Þeyttu saman hindberjaedikssósuna, helltu yfir græn-
metið. Myldu fetaost yfir og berðu fram með grilluðum
lambahryggnum.
Grillað grænmeti með fetaosts- og hindberja-dressingu
Fyrir valinu varð þetta forkunnarfagra
kolagrill og BBQ smoker.
Þetta grill er hægt að nota fyrir bæði
venjulega og óbeina grillun, reykingu
og hægeldun.
Með notkun hliðartanksins er hægt
að reykja mat og elda með amerískri
BBQ-aðferð.
Í hliðartankinn setur þú kol og við-
arspæni. í stóra hólfið setur þú matinn.
Með þessari aðferð eldar þú matinn
við lágan hita í lengri tíma og færð ein-
stakt bragð og einstaka eldun.
Með skorsteininum er hægt að
stjórna loftflæðinu í gegnum stóra hólf-
ið.
Grillbúðin –
59.900 – 209.900 krónur.
Heitasta
grillið...
6 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 2019
Ég hata að horfa á
fólk grilla.
Hver sá sem leggur
í þann leiðangur að
grilla tileinkar sér sín-
ar eigin aðferðir og
sérkenni, ekki síst eru
margir bundnir grill-
mennsku sinni miklum
tilfinningaböndum.
Það dásamlega við
grill er að það er ekki
flókið og ekki bara fyrir sérstaka áhuga-
menn, það geta allir grillað og notið
þess að láta undan hvötum frummanns-
ins til þess að elda yfir eldi.
Þó að allir geri hlutina á sinn hátt þá
eru atriði sem ég get bara ekki liðið. Til
að mynda þessi endalausa þörf sumra
að sífellt vera að fikta í kjötinu eftir að
því hefur verið komið fyrir á grillinu.
Láttu kjötið vera! (Langar mig að
öskra). Ef maður á annað borð hyggst
loka kjötinu á háum hita verður hitinn
að minnsta kosti að ná til þess áður en
farið er að trufla eldunina. Þegar önnur
hliðin er klár, þá og bara þá má snúa
stykkinu.
Kannski besta dæmið er þessi sem
skellir hamborgara á grillið og fer strax
að athuga hvort borgarinn sé ekki tilbú-
inn á annarri hliðinni. Við þetta byrjar
hann að sjálfsögðu að hrynja í sundur
og með smá heppni er hægt að komast
hjá því að helmingurinn hrynji milli
rimlanna.
Hvernig veit ég að kjötið er tilbúið ef
ég á ekki að fikta í því, gætu sumir
spurt sig. Ég spyr: Hvernig veistu að
eggið er soðið án þess að opna það?
Grillun er list og það þarf æfingu og
vilja til þess að læra að meta aðstæður
og afurð. Þá getur verið ástæða til þess
að þukla á kjötinu áður en eldun hefst
til þess að meta tíma og hita.
Taktlaust?
Hver hefur ekki lent í því að vera boðið
í grillveislu og verið svo heppinn að fá
einn vænan kolamola á diskinn sem er
hrár að innan? Já, það er þetta með að
hreyfa ekki við kjötinu og alls ekki
hreyfa við því. Tala nú ekki um þegar
maður horfir upp á það að brennarinn
er settur á hæsta stig til þess að hita
grillið, en hinum seinheppna dettur ekki
í hug að lækka hitann á grillinu.
Svona rétt að lokum verður að ræða
þetta með þrif. Myndi nokkur borða
steik af pönnu sem aldrei hefur verið
þrifin? Gerðu öllum greiða og þrífðu
grillið þitt.
Það er ekki ætlun mín með þessum
skrifum að þykjast vera fullkominn með
grilltöngina, heldur er það aðeins kjörið
tækifæri til þess að fá útrás enda er það
auðvitað algjörlega taktlaust í vitna við-
urvist að setja út á grillun annarra enda
athæfið heilagt. Það á einnig við að
grípa fram fyrir hendur þess sem grill-
ar. Að fikta í grilli annarra er eins og að
ganga í nærfötum þeirra, við fiktum
ekki nema með leyfi.
Mínar miklu skoðanir á grillun og al-
menn kurteisi veldur því að ég hata að
horfa á fólk grilla. Eru fleiri svona
furðulegir?
Mín skoðun
Gunnlaugur
Snær Ólafsson