Morgunblaðið - 14.06.2019, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.06.2019, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 2019 Er þessi svunta sem hver einasti grillari ætti að eiga. Svuntan er til í fjölda lita og bæði fyrir dömur og herra. Slitsterk, fögur og til þess fallin að framreiða framúrskarandi mat. Pro Gastro 10.900 krónur. Heitasti aukahluturinn... Grilluð bleikja Bleikjan hreinsuð og þurrkuð vel. Sítrónu nuddað á fiskihliðina og svo er hún krydduð með salti og sítrónupipar. Grillið verður að vera hreint og mjög heitt. Mér finnst best að setja olíu í tusku og renna aðeins yfir grillið, þá eru minni líkur á því að bleikjan festist á. Grill- að á roðhliðinni í um það bil 90 sekúndur og ör- stutt á fiskihliðinni. Tíminn fer auðvitað eftir því hvaða hiti næst og helst á grillinu. Kartaflan Heil bökunarkartafla tekin og soðin í 15 mín- útur með rósmaríngrein í vatninu, þá er hún skorin í þykka sneið, sett vel af salti og smá smjör og grilluð þar til mjúk í gegn. Grillaður aspas Mér finnst best að setja aspasinn í sjóðandi vatn í 2 mínútur og kæla svo hratt niður. Síðan er hann grillaður á heitu grilli og kryddaður með salti. Grilluð plóma Skorin í tvennt, steinninn tekinn út og hún smurð með olíu, sítrónu og salti. Grilluð á hvorri hlið í sirka 1 mínútu. Pestó jógúrtsósa 300 gr grísk jógúrt 300 gr basil pestó Einfaldlega hrært saman. Epla- og bláberjabaka Böku-deigið 2½ bolli hveiti 225 g smjör, ískalt 1 msk. sykur 1 tsk. salt 4-8 msk. ískalt vatn Hveiti, sykur og salt sett í matvinnsluvél og blandað saman, þá er ísköldu smjörinu bætt út í og „pulse“ takkinn notaður ef hann er á vél- inni. Eða kveikt og slökkt á vélinni til skiptis þar til deigið er orðið eins og gróf mylsna. Þá er vatninu bætt út í, einni msk í einu. Þar til deigið er orðið þannig að það rétt helst saman. Ekki vinna deigið of mikið. Þá er það kælt í klukkutíma áður en það er flatt út og skellt í bökufat sem má fara á grillið. Fylling 3 stk. pink lady epli 650 g blönduð frosin ber 150 g sykur Berjunum er leyft að þiðna. Síðan eru eplin flysjuð og skorin smátt, sett á pönnu með sykrinum og eldað þangað tll þau fara aðeins að karamellast, þá er berjunum bætt saman við (þarna er algjört möst að geyma smá af safanum sem kom af berjunum, hann notast seinna). Síðan er fyllingin sett ofan á böku- deigið, kantarnir á deiginu brotnir yfir og her- legheitunum skellt á grillið. Það er mjög misjafn tími sem fer í að grilla bökuna eftir grillum og hita á grillinu. Best er að hafa bökuna ekki á beinum hita, heldur hafa hana fyrir miðju og hafa hita á brennurunum til hliðar, og hafa grillið lokað. Bakan ætti að taka 30-40 mínútur. Mascarpone-krem 250 g mascarpone-ostur 100 g flórsykur 1 msk. safinn af frosnu berjunum Allt hrært saman þar til það er mjúkt og kekkjalaust. Ríó - Grillblaðið Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Bleikjan klikkar aldrei Hér erum við með tvær úrvalsuppskriftir úr smiðju Anítu Aspar Ingólfsdóttur á RÍÓ Reykjavík. Bleikja er sívinsæl á grillið enda sérlega meðfærileg og bragðgóð. Eftirrétturinn ætti svo engan að svíkja enda alvöru baka sem bragð er af. Nafn: Jóhannes Ásbjörnsson Staða: Eigandi Hamborgarafabrikkunnar Hvernig grillgræja er á heimilinu? Nýlegt Weber-gasgrill. Hvaða matur er bestur á grillið? Ég er mikið fyrir nautakjöt og hamborgara eins og gefur að skilja. Hef ekki verið nógu dug- legur að grilla fisk, en það stendur til bóta. Grillar þú mest yfir sumartímann eða allt árið um kring? Ég er 360° grillari. Grilla nánast í hvaða veðri sem er. Ertu týpan sem „á“ grillið og enginn annar kemst nálægt? Já, ég held ég myndi segja það. Það er samt enginn annar að reyna að komast að, þannig að grill- verkin eru alfarið á mínum herðum. Hvað er ómissandi í góðri grillveislu? Góður félagsskapur er grunnurinn. Svo er gott að hafa góðan tíma til undirbúnings og njóta þess að útbúa matinn. Áttu gott grillráð handa okkur? Besta ráðið er að hafa grillið hreint. Þrífa það vel á milli máltíða. Annars lendir maður í vand- ræðum með brennandi fitu og hitastjórn- unin verður flóknari. Elva Hrund Ágústsdóttir elva@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Er 360° grillari allan ársins hring Á fallegum sumardegi er nauðsyn- legt að drekka nógan vökva og þá má gera vel við sig. Þessi drykkur er sáraeinfaldur en áhrifamikill og skil- ar tilætluðum árangri. Þið ráðið hvort þið notið DetoxLove eða DetoxGinger duftið en það fer sjálf- sagt eftir því hverju þið sækist eftir. Væn lófafylli af bláberjum Lítil lófafylli af jarðarberjum 1 kíví, flysjað og skorið í bita 1 bréf Detox Love eða Ginger Love-duft 200 ml hvítvín ef vill, kalt Setjið allt í blandara og þeytið saman. DetoxLove og GingerLove duftið er hægt að fá meðal annars í Hagkaup en það er frá Belgíu og varð heimsfrægt fyrir algjöra slysni og er elskað og dáð um heim allan. Berjaþeytingur sem gerir allt betra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.