Morgunblaðið - 14.06.2019, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.06.2019, Blaðsíða 15
Vér höldum vart vatni yfir vörunum frá Nicolas Vahé sem eru sem klæðskera- sniðnar fyrir íslenska grillsumarið. Spennandi bragðtegundir einkenna þessar vönduðu sælkeravörur sem runnar eru undan rifjum hins franska meistarakokks Nicolas Vahé. Sælkeravörur fyrir grillara! Geggjaðar grillvörur Sælkeravörurnar frá Nicolas Vahé þykja afskaplega bragðgóðar og sóma sér vel í hvaða eldhúsi sem er. FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 2019 MORGUNBLAÐIÐ 15 MEXÍKÓSKUR HAMBORGARI Góðar hugmyndir að mexíkóskum réttum á gottimatinn.is Nafn: Hildur Rut Ingimarsdóttir Staða: Matarbloggari og höfundur bókarinnar Avocado Hvernig grillgræja er á heimilinu? Weber-grill. Hvaða matur er bestur á grillið? Ég elska grillaðar pizzur, þær verða svo ómótstæðilegar grillaðar. En mér finnst líka fiskur og kjúklingur allt- af gott á grillið. Grillar þú mest yfir sumartímann eða allt árið um kring? Við grillum mest yfir sumartímann. Mig langar ósjálfrátt að setja eitthvað gott á grillið þegar það er gott veður. Ertu týpan sem „á“ grillið og enginn annar kemst nálægt? Ég er alls ekki þessi týpa, þvert á móti. Sem er fyndið af því að ég elska að elda og sé nánast alveg um þá deild á heimilinu. Maðurinn minn sér um grillið. Það er hans hlutverk að grilla á meðan ég undirbý meðlætið og stýri þessu öllu. Hvað er ómissandi í góðri grillveislu? Mér finnst gott meðlæti ómissandi með grillmatnum. Áttu gott grillráð handa okkur? Ég mæli með pizzasteini fyrir grillið ef að þið ætlið að grilla pizzu. Elva Hrund Ágústsdóttir elva@mbl.is Grillaðar pizzur eru ómótstæðilegar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.