Morgunblaðið - 14.06.2019, Side 12

Morgunblaðið - 14.06.2019, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 2019 Ljósmyndir/Björn Árnason Hrefna grillar Fáir komast með tærnar þar sem Hrefna Sætran hefur hælana þegar kemur að því að grilla. Hér reiðir hún fram fjórar uppskriftir sem eru hver annarri girnilegri eins og henni einni er lagið. Fyrir 4 3 stönglar rabarbari 200 g blönduð frosin ber 150 g flórsykur 180 g hafrar 120 g möndlumjöl 120 g púðursykur 1 msk. kanill 1 tsk. kardimommur 120 g smjör Aðferð: Skerið rabarbarastönglana í bita og setjið í skál ásamt berjum og flórsykri. Setjið allt þurrefnið í skál og myljið svo smjörið saman við með höndunum og blandið vel saman. Setjið ávextina í eldfast mót (má líka móta skál úr tvöföldum álpappír) Setjið svo hafrablönduna yfir ávextina og grillið þar til þetta byrjar að bubbla. Nauðsynlegt að bera fram ís eða gríska jóg- úrt með þessum desert. Rabarbaradesert Grillað ferskjusalat Fyrir 4 4 stk. ferskjur 2 stórir rauðlaukar 1 askja litlir tómatar 1 dós litlar mozzarella-kúlur Basilikulauf Salt og pipar Ólífuolía Aðferð: Skerið ferskjurnar í báta ásamt rauðlauknum. Þræðið tómatana á spjót. Penslið með olíu og kryddið með salti og pipar. Grillið á heitu grilli þar til fallegar grillrendur myndast. Setjið á disk sem þið ætlið að bera sal- atið fram í og raðið mozzarella og basil ofan á. Hellið smá ólífuolíu yfir í lokin. Fyrir 4 150 g smjör ½ stk. blaðlaukur 2 rif hvítlaukur 1 grein rósmarín 12 stk. möndlukartöflur eða einhverjar aðrar litlar kartöflur Parmesan-ostur Salt og pipar Olía Aðferð: Setjið smjörið og laukana í pott og hitið við vægan hita þar til laukarnir eru mjúkir í gegn. Saxið rósmarínið fínt niður og bætið út í smjörið. Skerið kartöflurnar í tvennt og penslið þær í sárið með olíu. Grillið á miðlungsheitu grillinu og snúið reglulega þar til kartöflurnar eru eldaðar í gegn. Kryddið smjörið til með salti og pipar og líka sjálfar kartöflurnar. Setjið kartöflurnar á disk og ausið smjörinu yfir og raspið svo par- mesan-ostinn yfir í lokin. Grillaðar kartöflur með blaðlauk og rósmarín Fyrir 4 800 g laxaflak 4 stk. baby bell ostur (má vera e-r annar harður ostur skorinn í svip- aða stærð) 8 sneiðar parmaskinka Salt og pipar Aðferð: Roðflettið og beinhreinsið laxaflakið. Skerið laxinn í 4 steikur, skerið vasa í hverja steik og kryddið laxinn að utan með salti og pipar. Takið utan af ostinum og stingið honum inn í vas- ann og vefjið tveimur parmaskinkusneiðum utan um laxinn. Grillið svo á rjúkandi heitu grilli í 4 mínútur á hvorri hlið. Ostafylltur parmaskinkuvafinn lax

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.