Morgunblaðið - 14.06.2019, Side 8

Morgunblaðið - 14.06.2019, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 2019 Í slenskir mygluostar eru sívinsælir á veislu- borðum landsmanna en það vita það kannski ekki allir að þeir passa líka full- komlega á grillið! Hvort sem þú setur þinn uppáhaldsost á hamborgarann, grilluðu ostapizzuna nú eða nýtur þess að grilla hann einan sér, má með sanni segja að úr verði al- gjört sælgæti sem verður erfitt að standast. Það besta við grillaðan mat – fyrir utan dásam- legt bragðið – er líka hversu einföld eldunar- aðferðin er og því er upplagt að leyfa hug- myndafluginu að njóta sín og prófa sig áfram með forrétti, aðalrétti og eftirrétti. Við deilum hér með ykkur þremur brakandi ferskum og spennandi uppskriftum frá uppskriftasíðunni Gott í matinn en þar er hægt að finna fleiri girnilegar grilluppskriftir fyrir sumarið. Grillaðir ostar gleðja landann Sumarið er komið og þá gleðjast ekki bara blessuð börnin heldur grillarar lands- ins sömuleiðis. Vissir þú að það er ekki sama úr hvernig bjórglasi er drukkið? Að dómi spekúlant- anna hefur hver bjórtegund sín sérkenni sem byggjast á bæði bruggaðferðinni og hráefninu sem notað er. Að því sögðu er nú hægt að fá bjórglasasmökkunarsett sem ætti að æra óstöðuga bjóráhugamenn því hvað er betra en að drekka bjór úr réttu glasi. Settið inniheldur fjögur glös frá Spiegelau og eru þau að sjálfsögðu úr kristal. Pro Gastro 3.900 krónur. Heitustu bjórglösin … 2 blómkálshausar 2 msk. ólífuolía 2 sítrónur, rífið börkinn og kreistið saf- ann 2 hvítlauksgeirar, fínt maukaðir 1 tsk. hunang – notið agave til að vera vegan 2 tsk. sjávarsalt ¼ tsk. piparflögur ¼ bolli steinselja, söxuð ¼ bolli valhnetur, ristaðar og saxaðar Sítrónubátar, til að bera fram með Snyrtið blómkálið og skerið hvorn haus í u.þ.b. tveggja sentímetra þykkar sneiðar. Í litla skál skal blanda saman ólífuolíu, sítrónuberki, sítrónu- safa, hvítlauk og hunangi. Hitið grillið á miðlungshita. Penslið aðra hliðina á blómkálssteikunum með hunangsblöndunni og sáldrið salti yfir. Leggið þá hlið niður á grillið. Penslið hina hliðina og saltið. Lokið grillinu og grillið í 5-6 mín- útur. Snúið þá steikunum og grillið í aðrar 5 mínútur eða þar til blómkálið er orðið mjúkt undir tönn. Takið af grillinu og sáldrið piparflögum, stein- selju og valhnetum yfir. Berið fram heitt með sítrónubátunum. Blómkálssteik með hunangi og hnetum Það er fátt betra á grillið en ferskt grænmeti. Grænmeti er almennt mjög meðfærilegt og oft þarf ekki annað en að pensla það með olíu og salta örlítið með sjávarsalti. Blómkálssteikur eru að verða sífellt vinsælli og hér erum við með eina dásamlega uppskrift sem vert er að prófa. Grillaður Dala Höfðingi með jarðarberja- og pekanhnetu salsa Smáréttur fyrir 4-6 2 stk. Dala Höfðingi 1 lítill bakki jarðarber 1 dl ristaðar og saxaðar pekanhnetur 1 góð handfylli ferskt basil 1 msk. balsamikedik 1 msk. hunang Svartur nýmalaður pipar Aðferð: Skerið jarðarberin smátt ásamt ba- sil og setjið í skál. Bætið rest af hráefnum út í og hrærið aðeins saman. Smakkið til með svörtum pipar og e.t.v. hunangi ef þarf. Setj- ið til hliðar. Hitið grill við meðalhita. Leggið ostinn beint á grillið eða á bút af álpappír. Lokið grillinu og grillið ostinn í u.þ.b 5 mín- útur á hvorri hlið eða þar til hann er mjúkur í gegn. Færið ostinn varlega yfir á lítið fat, toppið með jarðarberja salsa og berið fram strax með ristuðu baguette eða kexi. Grilluð ostapizza með chilismjöri og apríkósum Fyrir einn eða sem smáréttur fyrir tvo. 1 kúla tilbúið pizzadeig 1 Dala Kastali, skorinn í litla bita 3 dl rifinn Óðals Búri 2 ferskar apríkósur, skornar í sneiðar (líka gott að nota t.d. ferskjur eða nektarínur) Góð handfylli ferskt basil og/eða klettasalat Aðferð: Fletjið pizza- deigið út þannig að pizzan sé dálítið þykk (svipuð og naanbrauð). Penslið með chilismjöri báðum megin. Hitið grill við meðalhita og leggið pizzadeigið beint á grillið. Þegar þið sjáið loftbólur myndast á yfir- borðinu snúið þá við. Dreifið báðum ostum vel yfir pizzuna og lokið grill- inu þar til osturinn er bráðnaður og pizzubotn- inn alveg bakaður í gegn. Toppið með apríkósum og fersku basil eða klettasal- ati og berið fram strax. Chilismjör 50 g smjör 2 tsk. chilimauk eða 1 sax- aður ferskur chilipipar (minna ef þið viljið ekki sterkt smjör) 1 hvítlauksrif, smátt saxað 2 msk. fersk steinselja Smá sjávarsalt Aðferð: Setjið allt saman í pott og hrærið þar til smjörið er bráðnað. Mexíkó ostafylltir hamborgarar á grillið Dugar í sex borgara 1 kg nautahakk 1 egg 1 dl brauðrasp ½ dl rjómi frá Gott í matinn 1 Mexíkóostur, rifinn 1½ tsk. sjávarsalt 1 tsk. nýmalaður pipar 6 sneiðar Óðals Cheddar Aðferð: Hrærið öllu innihaldinu í hamborg- ara saman án þess að vinna hakkið of mikið. Mótið sex hamborgarabuff úr hakkblöndunni. Kryddið hamborgarann að utan með salti og pipar. Grillið svo við meðal- til háan hita þar til eldaðir í gegn. Um það bil 10-15 mínútur. Leggið þá ostinn yfir, lokið grillinu í u.þ.b. tvær mínútur eða þar til osturinn er alveg bráðnaður. Takið af grillinu og setjið borg- arana saman. Heimatilbúin hamborgarasósa 1 dós 18% sýrður rjómi frá Gott í matinn 4 msk. Grísk jógúrt frá Gott í matinn 1 tsk. sítrónusafi 1 msk. chillimauk (t.d Sambal oelek) 1 msk. tómatsósa 1 msk. sætt sinnep Nokkrar súrar gúrkur, smátt saxaðar Salt og pipar eftir smekk Aðferð: Hrærið öllu innihaldinu saman og smakkið til með salti og pipar. Meðlæti Hamborgarabrauð Grænt salat Tómatasneiðar Rauðlaukssneiðar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.