Morgunblaðið - 03.07.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.07.2019, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2019 ER BROTIÐ Á ÞÉR? Slys valda heilsutjóni og þjáningum. En það er ekki síður sárt þegar starfsorkan skerðist og áætlanir um framtíðina bregðast. Því fylgir óvissa og áhyggjur. Ef þú hefur orðið fyrir slysi þá skaltu hafa samband við Bótarétt sem fyrst. Það kostar ekkert að kanna málið. Við metum stöðu þína og skoðum síðan málin ofan í kjölinn. Þú getur látið þér batna á meðan við sækjum rétt þinn. HRINGDU Í BÓTARÉTT Í SÍMA 520 5100 OG ÞÚ FÆRÐ ÞITT. botarettur.is Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Tveir meginkostir standa eftir varðandi 1. áfanga Sundabrautar. Jarðgöng frá Kleppsbakka yfir í Gufunes og lágbrú sem þverar hafnarsvæðið við Kleppsvík, mögulega í framhaldi af Holta- vegi. Verði sú leið valin verður að gera breytingar á nýtingu Sunda- hafnar. Þetta er niðurstaða starfshóps sem Hreinn Haraldsson, fyrrver- andi vegmálastjóri, leiddi. Hóp- urinn skilaði skýrslu í gær. Hann telur að aðrir kostir, sem skoðaðir hafi verið undanfarna áratugi, komi ekki til greina. Nefnir hóp- urinn í því sambandi botngöng og hábrú yfir Kleppsvík. Þeir kostir sem hópurinn telur helst koma til greinar eru misdýr- ir. Kostnaður við jarðgöng er tal- inn verða 52 milljarðar. Miðað er við 3.800 metra löng göng með gangamunna við Laugarnes í vestri og Gufunes í austri. Helstu kostir jarðganga er að með þeim er áhrifum á hafnarstarfsemi í Sundahöfn haldið í algjöru lág- marki. Sæbraut lögð í stokk? Kostnaður við lágbrú er talinn verða 35 milljarðar. Helsti ókostur er áhrif á skipaumferð en ljóst er að undir lágbrú, hvort sem hún er 21-26 metra há eða lægri, munu flutningaskip ekki sigla. Alla upp- skipun innan hennar myndi því þurfa að leggja niður eða færa ut- ar. Það er mat skipafélaganna að vöruflutningar um Sundahöfn muni aukast stórlega á næstu ára- tugum. „Með hliðsjón af öllu ofan- greindu leggur starfshópurinn til að unnið verði að frekari undir- búningi Sundabrautar í jarð- göngum. Leitað verði leiða til að lækka kostnað við göngin, endur- skoða tengingar þeirra við hafn- arsvæðið, Sæbraut og Gufunes til að hámarka þann fjölda sem myndi aka göngin í stað annarra leiða. Jafnframt verði unnið að undirbúningi þess að leggja Sæ- braut í stokk við Vogabyggð sem að mati hópsins er eðlilegur und- anfari Sundabrautar,“ segir í skýrslu starfshópsins. Framkvæmdir við Sundabraut eru af þeirri stærðargráðu og gerð að starfshópurinn telur að arðbært gæti verið að undirbúningur henn- ar færi fram í samvinnu við einka- aðila sem samvinnuverkefni. Slíkt ferli, undirbúning og þróun út- boðsgagna á fjármögnun, hönnun, byggingu og rekstri innviða innan höfuðborgarsvæðisins til langs tíma, þyrfti að undirbúa mjög vel. Mikilvægt sé að við undirbúning- inn verði tekið tillit til áhrifa gjaldtöku og umferðarflæðis á aðr- ar samgönguframkvæmdir innan höfuðborgarsvæðisins. Sundabraut, frá Kleppsvík og síðan alla leið upp á Kjalarnes, hefur verið til umræðu allt frá árinu 1975. Vegalengd milli Kjal- arness og miðborgarinnar myndi styttast um 7-9 kílómetra, háð endanlegri legu brautarinnar. Auk þess sem vænta megi greiðari um- ferðar en nú er um núverandi Vesturlandsveg gegnum Mos- fellsbæ. Sundabraut í jarðgöng- um talin besti kostur  Lágbrú er einnig talin koma til greina  Aðrir kostir koma ekki til greina  Jarðgöng eru dýrasti kosturinn Hugmyndir um Sundabraut JARÐGÖNG Laugarnes Sundahöfn Holtagarðar Kort: Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið Gufunes LÁGBRÚ Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Ég hef nú ekki fengið neinar út- skýringar umfram það litla sem kom fram í þessari fundargerð. Þessi ákvörðun kom á óvart. Ég hefði haldið að þetta væri borðleggj- andi, eitthvað sem allir myndu græða á,“ segir Magnús Már Kristinsson veit- ingamaður. Magnús sótti um leyfi hjá Reykjavíkurborg um aðstöðu fyrir pylsuvagn við Sundhöll Reykjavíkur. Erindi Magnúsar var tekið fyrir hjá menn- ingar-, íþrótta- og tómstundaráði sem komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri „heppilegt“ að hafa pylsu- vagn við Sundhöllina og að allmörg kaffihús, veitingastaðir og skyndi- bitastaðir væru í nágrenninu. Áður hafði úthlutunarnefnd götu- og torg- sölu bent á að ekki væri aðgangur að rafmagni þar sem Magnús hafði ósk- að eftir aðstöðu. Magnús segir í samtali við Morgunblaðið að rík hefð sé fyrir veitingasölu við sundlaugar borg- arinnar og því veki þessi ákvörðun furðu. Nefnir hann í því sambandi Hagavagninn við Sundlaug Vestur- bæjar og pylsuvagninn við Laugar- dalslaugina. Vart þarf að nefna að pylsuvagnar voru reknir fyrir fram- an Sundhöllina um langt árabil en ríflega áratugur er síðan sá síðasti lagði upp laupana. Óhætt er að full- yrða að margir telja það órjúfan- legan hluta sundferðarinnar að fá sér hressingu eftir á. „Ég var að vinna í Sundhöllinni um tveggja mánaða skeið fyrir skemmstu og þá voru gestir, aðal- lega erlendir ferðamenn, sífellt að spyrja hvar þeir gætu fengið sér bita eftir sundferðina. Mér datt því í hug að þetta væri sniðugt og ákvað að gera þetta sjálfur,“ segir Magnús sem hafði fengið Ragnar Eiríksson, fyrrverandi yfirkokk af Dilli, með sér í lið og hafði hann útfært nýja pylsu sem átti að selja. „Okkur fannst fyndið að hafa michelin-kokk í íslenskum pylsuvagni. Þessar pyls- ur áttu að vera öðruvísi en þær hefð- bundnu íslensku, enda margir sem gera þær vel.“ Morgunblaðið/Hari Árið 2019 Magnús Már Kristinsson sótti um leyfi til að setja upp pylsuvagn við horn viðbyggingar Sundhallarinnar. Hann fékk synjun hjá borginni. Michelin-kokkur útbjó uppskriftina Magnús Már Kristinsson Morgunblaðið/Gísli Sigurðsson Árið 2005 Þá rak popparinn Biggi Nielsen pylsuvagn á staðnum. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Árið 2000 Margir muna eftir þess- um pylsuvagni við Sundhöllina. Endurgreiðslur Sjúkratrygginga Íslands á ferðakostnaði sjúklinga sem hafa leitað sjúkdómsmeðferð- ar á höfuðborgarsvæðinu jukust um 21,6 milljónir á árinu 2018. Anna Kolbrún Árnadóttir, þing- maður Miðflokksins, sendi heil- brigðisráðherra fyrirspurn þessa efnis. Fram kom í svari ráðherra að 449,8 milljónir hefðu verið end- urgreiddar árið 2018 en 428,2 milljónir árið 2017. Þá fengu 7.436 einstaklingar endurgreiddan ferðakostnað árið 2017 en 7.591 ár- ið 2018 Anna segir svörin endur- spegla að sér- greinalækna vanti á lands- byggðinni. „Þetta sýnir að fólk þarf að ferðast til að sækja sér þessa sérfræðiþjón- ustu. Svarið undirstrikar að það er rétt,“ segir hún. Svandís Svavarsdóttir heilbrigð- isráðherra hefur gefið út að hluti af samningsmarkmiðum ríkisins og Sjúkratrygginga Íslands við sér- greinalækna sé að þeir hafi starf- semi á fleiri svæðum en höfuð- borgarsvæðinu og tilteknum þéttbýlissvæðum. Anna segir að gangi þetta eftir ættu upphæðirnar að lækka og sömuleiðis fjöldi einstaklinga sem sækja sér þjónustuna. „Það er sjálfsagt að ná niður þessum kostnaði og minnka óþæg- indi sem fólk kann að verða fyrir vegna þessa, sem og vinnutap,“ sagði Anna. veronika@mbl.is Endurgreiðslur SÍ hækka  SÍ endurgreiddi 21,6 milljónum meira árið 2018 en 2017 Anna Kolbrún Árnadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.