Morgunblaðið - 03.07.2019, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2019
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
Verið velkomin
Útsalan er hafinSmíði á nýjum dráttarbáti fyrirFaxaflóahafnir er í fullum gangihjá skipasmíðastöðinni DamenShipyards í Hollandi. Til stendur aðafhenda bátinn í febrúar 2020.
Hinn nýi bátur, sem mun leysa
Magna af hólmi, verður 33 metra
langur og með 80 tonna togkraft.
Til samanburðar er Magni með 40
tonna togkraft.
Alls bárust 15 tilboð frá átta
skipasmíðastöðvum í smíði bátsins.
Tilboð Hollendinganna hljóðaði
upp 7.594.00 evrur, eða jafnvirði
tæplega 1.040 milljóna íslenskra
króna á gengi í nóvember sl.
Tyrkneska skipasmíðastöðin
Sanmar Shipyard Istanbul átti
lægsta boðið. Tyrkirnir voru afar
óánægðir með að þeirra tilboði var
ekki tekið. Sendu þeir kærunefnd
útboðsmála erindi og kröfðust
ógildingar á útboði Faxaflóahafna
sf. eða álits á mögulegum bótum.
Niðurstaða kærunnar liggur ekki
fyrir. Kæran hefur ekki áhrif á
framgang smíðinnar.
Faxaflóahafnir sf. eru með fjóra
dráttar- og hafnsögubáta í sinni
þjónustu. Þeir eru allir smíðaðir hjá
Damen Shipyards í Hollandi.
sisi@mbl.is
Smíði á nýjum Magna
í Hollandi er á áætlun
Ljósmynd/Hung Nguyen Nang
Smíðin Nýi Magni er smám saman að taka á sig mynd hjá Damen Shipyards.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Á annan tug landeigenda hefur á líð-
andi ári hafið þátttöku í verkefninu
Bændur græða land sem Land-
græðslan hefur haldið úti síðasta ald-
arfjórðunginn. Atbeini stofnunar-
innar felst í ráðgjöf og svo stuðningi
við áburðarkaup þátttakenda sem
eru rúmlega 600 talsins. Þeir eru þá
umráðamenn
svæða þar sem
jarðvegsrof er
viðvarandi vanda-
mál. Aðgerðir fel-
ast oft í því að
stinga niður rofa-
börð og leggja í
þau heyrudda eða
þá að borinn er
tilbúinn áburður á
staðgróður sem
þá kemst aftur á
skrið, segir Gústav Ásbjörnsson,
sviðsstjóri hjá Landgræðslunni.
Að jafnaði er hver bóndi í verkefni
þessu með um 10 hektara árlega und-
ir í landbótastarfi sínu. Samkvæmt
þumalputtareglunni þarf á slíkt
svæði tvö tonn af áburði sem þátttak-
andi kaupir sjálfur. Þá styrkir Land-
græðslan verkefnið um helming af
heildarkostnaði og leggur til fræ, sé
þess þörf.
Staðan er víða alvarleg
„Víða um land er staðan alvarleg
og brýnt að stöðva jarðvegsrof. Þetta
er til dæmis raunin á eldgosbeltinu
sem liggur þvert í gegnum landið,“
segir Gústav. „Utan þess beltis eru
þátttakendur í verkefninu flestir í
Skagafirði og Húnavatnssýslum.
Einnig eru margir á Vestfjörðum,
Vesturlandi og Austurlandi og því má
segja að þátttakendur dreifist um allt
land. Bændur þessir eru að vinna á
alls um 30 þúsund hekturum sem er
skref í rétta átt. Við teljum hins veg-
ar að aðgerða sé þörf á að minnsta
kosti 800 þúsund hekturum víða um
land. Þar getur þurft til dæmis að
jafna rofabörð, dreifa áburði, hugs-
anlega takmarka sauðfjárbeit og svo
mætti áfram telja. Verkefnið Bænd-
ur græða landið er tvímælalaust eitt
öflugasta verkfærið við endurheimt
vistkerfa á Íslandi auk þess að leggja
loftslagsmálum lið með aukinni kol-
efnisbindingu í gróðri og jarðvegi.“
Sjálfsáningin óviðráðanleg
Sú áherslubreyting hefur nú verið
gerð hjá Landgræðslunni að hætt er
að sá lúpínufræi á þeim upp-
græðslusvæðum sem stofnunin hefur
umsjón með. Jurtin hefur í áratugi
verið mikið notuð til jarðvegsbind-
ingar og þykir góður undanfari ann-
ars gróðurs, en hröð útbreiðsla blá-
blómans sem nú myndar breiður sem
eru jafnvel tugir hektara að flat-
armáli og fara stækkandi réði því að
sáningu var hætt frá og með þessu
ári.
„Fólk taldi lengi vel að lúpínan
væri gallalaus kraftaverkajurt sem
dygði öllu betur í uppgræðslu. Þetta
getur átt við að hluta, en staðreyndin
er samt sú að lúpínan er mjög vand-
meðfarin í allri notkun. Sjálfsáningin
getur líka verið mjög hröð og er allt
að því óviðráðanleg,“ segir Gústav.
Í Morgunblaðinu á sl. ári sagði
Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri
frá því að lúpínan hefði nú í raun og
veru lokið hlutverki sínu í land-
græðslustarfinu, engin stór sand-
svæði væru eftir sem hentaði að nota
hana á. Þá væri ógnvænlegt að sjá út-
breiðslu lúpínunnar inn á svæði sem
hún átti alls ekki að fara á.
Lúpína var lengi vel mikið notuð
við uppgræðslu á eldgosabeltinu sem
liggur þvert yfir landið; syðra til
dæmis á Mýrdalssandi og á Heklu-
svæðinu og nyrðra til dæmis á Mý-
vatnsöræfum og Hólasandi.
Gróðurþekjan aftur sjálfbær
„Nú teljum við rétt að stoppa og
endurskoða áherslur, lúpínan getur
verið ansi skæð,“ segir Gústav og
getur þess að nú sé landbótastarfinu
að mestu leyti sinnt af bændum og
árangurinn af því sé góður.
„Árangurinn er góður. Víða um
landið höfum við séð mikla end-
urheimt landgæða, þar sem upp-
blástur er stöðvaður og gróð-
urþekjan aftur orðin sjálfbær,“ segir
Gústav.
Bændurnir binda kolefni
Árangursríkt landgræðslustarf 600 bænda Margir í Skagafirði og Húna-
vatnssýslum Lúpínan er vandmeðfarin og sáningu hefur nú verið hætt
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Landbótastarf Hey af rúllu sett í rofabarð í viðkvæmum gróðri á uppblásturslandi í Bláskógabyggð á Suðurlandi.
Lúpína Fagurblá gróðurbreiða á Nöfunum ofan byggðar á Sauðárkróki.
Gústav
Ásbjörnsson
Egill Skalla-
grímsson verður
umfjöllunarefni
Guðna Ágústs-
sonar, fv. ráð-
herra, í fræðslu-
göngu á
Þingvöllum á
morgun, fimmtu-
dagskvöldið 4.
júlí. Fróðir menn
segja frá í göng-
um þessum, sem eru öll fimmtudags-
kvöld framan af sumri og njóta vin-
sælda. Guðni hefur sagt frá í
göngum undanfarin ár og sagt þar
meðal annars frá hetjum úr Njálu;
Skarphéðni Njálssyni og Hallgerði
Höskuldsdóttir langbrók, og svo
Gissuri jarli Þorvaldssyni sem grein-
ir frá í Sturlungu. Nú verður hins
vegar róið á önnur mið.
„Ég hlakka mikið til þess að fjalla
um Eglu, sem skráð var af Snorra
Sturlusyni sem er tvímælalaust
mesti rithöfundur sem Íslendingar
hafa nokkru sinni átt. Í upphafi
göngunnar ætla ég svo að dreifa
silfri rétt eins og Egill hugðust forð-
um – þó ekki vaki fyrir mér það
sama og Agli að úr verði blóðug
átök. Svo mun ég í göngulok segja
hvað í raun og sann varð um silfur
Egils, sem sögur herma að hafi verið
grafið í Mosfellsdalnum. Það er því
af mörgu áhugaverðu að taka í Eg-
ilssögu,“ segir Guðni sem er vel les-
inn í Íslendingasögunum og átti sæti
í Þingvallanefnd um árabil.
Fræðslugangan á Þingvöllum
annað kvöld hefst kl. 20 og verður
lagt af stað frá Hakinu og gengið að
kirkjunni. Í göngunni mun Karlakór
Kjalnesinga syngja nokkur lög.
Auk frásagnar Guðna mun Ragn-
ar Önundarson svo flytja erindi sem
ber yfirskriftina Var höfundur Eglu
platónisti? Ragnar hefur í hartnær
40 ár veitt athygli táknum, tölum og
myndmáli í Eglu sem hann rekur til
kristins höfundar með klassíska
menntun samtíðar. sbs@mbl.is
Dreifir
silfri á
Þingvöllum
Gengið með
Guðna Ágústssyni
Guðni
Ágústsson