Morgunblaðið - 03.07.2019, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2019
Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi
Sími 535 4300 · axis.is
Vandaðar íslenskar innréttingar
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Stjórnvöld í Peking fordæmdu í gær
óeirðirnar í Hong Kong í fyrradag
þar sem hópur mótmælenda braut
sér leið inn í þinghús borgarinnar og
vann spellvirki á þingsalnum. Kröfð-
ust kínversk stjórnvöld þess að yfir-
völd í Hong Kong drægju þá sem
hefðu staðið að hinum „alvarlegu
glæpum“ til ábyrgðar.
Þá fordæmdu talsmenn stjórn-
valda einnig ummæli Donalds
Trumps Bandaríkjaforseta, sem
sagði að mótmælendur væru að
„leita að lýðræðinu“ en að sumar rík-
isstjórnir vildu ekkert með slíkt hafa.
Mun ekki stíga til hliðar
Carrie Lam, héraðsstjóri Hong
Kong, fordæmdi aðgerðir mótmæl-
enda í gær. Sagði hún áhlaupið á
þinghúsið hafa verið „öfgafulla beit-
ingu ofbeldis“ og skemmdarverkin
sem unnin voru á þingsalnum hefðu
valdið sér miklum sárindum. Lam
hafði áður gefið til kynna að hún
hygðist ekki segja af sér þrátt fyrir
óstöðugleika síðustu vikna. Þá hefur
framgangi umdeilds frumvarps um
framsalsmál, sem var kveikjan að
mótmælunum, einungis verið frestað
tímabundið.
Þingfundum frestað til hausts
Þinghús Hong Kong var lokað í
gær og var unnið að því að lagfæra
þau spjöll sem unnin voru á þingsaln-
um. Þingmaðurinn Eddie Chu, sem
styður lýðræðisumbætur, sagði
AFP-fréttastofunni að sér hefði ver-
ið meinaður aðgangur að skrifstofu
sinni í þinghúsinu þar sem lögreglan
segði allt húsið vera vettvang glæpa-
rannsóknar. Þá hefur öllu þinghaldi
verið frestað fram í október.
Jeremy Hunt, utanríkisráðherra
Bretlands, varaði Kínverja við því í
gær að rjúfa skilmála samkomulags-
ins sem Bretar gerðu við Kínverja
um afhendingu Hong Kong og sagði
að því myndu fylgja „alvarlegar af-
leiðingar“. Hunt fór þó ekki nánar út
í það hverjar þær afleiðingar yrðu
eða í hverju þær myndu felast.
Kínverjar heimta rannsókn
Carrie Lam fordæmir „öfgafulla beitingu ofbeldis“ af hálfu mótmælenda
AFP
Mótmæli Ungur Hong Kong-búi gengur hér framhjá miðum sem mótmæl-
endur skildu eftir sig á veggjum stjórnarráðs borgarinnar í fyrradag.
Þingmenn breska Brexit-flokksins á Evrópu-
þinginu sneru baki sínu að ræðustólnum meðan
þjóðsöngur Evrópusambandsins, Óðurinn til
gleðinnar, var spilaður við setningu þingsins í
gær. Nigel Farage, leiðtogi flokksins, hét því að
þingmenn sínir yrðu farnir í síðasta lagi 31.
október næstkomandi, þegar Bretar eiga að yfir-
gefa sambandið, en í millitíðinni myndu þeir
sýna af sér „gleðiríka mótspyrnu“.
AFP
Sneru baki við „þjóðsöng“ Evrópu
Leiðtogaráð Evr-
ópusambandsins
náði sam-
komulagi í gær
um það hvaða
einstaklingar
ættu að fá helstu
embætti sam-
bandsins frá og
með 1. nóvember
næstkomandi eft-
ir löng fundahöld.
Náðu leiðtogarnir saman um að
Ursula von der Leyen, varnar-
málaráðherra Þýskalands, yrði út-
nefnd sem eftirmaður Jean-Claudes
Junckers í forsæti framkvæmda-
stjórnarinnar og að Christine Lag-
arde, framkvæmdastjóri Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins, yrði seðla-
bankastjóri Evrópu. Lagarde sagði
að útnefningin væri sér mikill heið-
ur, en hún var áður fjármála-
ráðherra Frakklands.
Fyrri tillaga Frakka og Þjóðverja,
sem lögð var fram um helgina, um að
hollenski jafnaðarmaðurinn Jan
Timmermans tæki við af Juncker,
mætti mikilli mótstöðu meðal ann-
arra leiðtoga sambandsins og varð
endanlega ljóst í gær að engin sátt
gæti náðst um hann.
Þá var Charles Michel, forsætis-
ráðherra Belgíu, útnefndur sem
væntanlegur eftirmaður Donalds
Tusks í forsæti leiðtogaráðsins, en
Evrópuþingið mun eiga síðasta orðið
í því hvort tillögur leiðtoganna ná
fram að ganga.
Sátt um von
der Leyen
og Lagarde
Ursula
von der Leyen
Charles Michel
tekur við af Tusk
Varnarmálaráðuneyti Rússlands
tilkynnti í gær að fjórtán rúss-
neskir sjóliðar hefðu látist í elds-
voða á mánudaginn um borð í kaf-
báti á vegum sjóhersins.
Kafbáturinn var að sögn ráðuneyt-
isins að sinna rannsóknum á land-
grunni Rússlands þegar eldurinn
kom upp og létust sjóliðarnir fjórt-
án af reykeitrun. Kafbáturinn er nú
kominn í höfn á Kólaskaga og er
rannsókn þegar hafin á tildrögum
slyssins. Hafði rússneska blaðið
Novaya Gazeta eftir heimildar-
mönnum sínum að eldurinn hefði
verið um borð í kjarnorkuknúnum
kafbáti af gerðinni AS-12 og að all-
ir hinir látnu hefðu verið sjóliðsfor-
ingjar.
14 sjóliðar látnir í
eldsvoða í kafbáti
RÚSSLAND
Stjórnvöld í Óman höfnuðu því í gær
að þau hefðu samþykkt að taka upp
stjórnmálasamband við Ísrael, en
Yossi Cohen, yfirmaður ísraelsku
leyniþjónustunnar Mossad, gaf til
kynna á mánudaginn að ríkin tvö
væru að koma á fót „formlegum sam-
skiptum“ og að í því fælust tækifæri
til bættra samskipta við önnur araba-
ríki. Þá sagði Cohen að Ísraelar væru
að opna sendiskrifstofu í Óman.
Í yfirlýsingu ómanska utanríkis-
ráðuneytisins sagði að ríkið væri
hlynnt því að liðka fyrir samskiptum
milli allra viðeigandi aðila til þess að
koma á friði fyrir botni Miðjarðar-
hafs, sem byggðist á sjálfstæðu ríki
Palestínumanna.
Ríkin tvö tóku upp viðskiptasam-
band á tíunda áratugnum, en Óman
sleit því árið 2000 í kjölfar uppreisn-
ar Palestínumanna sama ár. Benja-
mín Netanyahu, forsætisráðherra
Ísraels, fundaði svo óvænt með Qabo-
os, soldáni af Óman, í október síðast-
liðnum.
Þvertaka fyrir
samband við Ísrael
ÓMAN