Morgunblaðið - 03.07.2019, Side 15

Morgunblaðið - 03.07.2019, Side 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2019 Það er sama af hvaða sjónarhóli horft er á íslenskt sam- félag. Við getum horft á framtíðina með aug- um ungs fólks sem er að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði eða þeirra sem eru að ljúka eða hafa lokið góðri starfsævi. Við getum sett okkur í spor barna sem full tilhlökkunar setjast á skólabekk í fyrsta skipti eða foreldra þeirra sem eiga sín bestu ár eftir á vinnumarkaði. Sjónarhóllinn kann að vera mis- munandi en öllum ætti að vera ljóst hve mikilvægt það er að kyn- slóðirnar mæti sameiginlega áskorunum sem fylgja breyttri aldurssamsetningu á komandi ára- tugum. Gleðifréttirnar eru þær að Ís- lendingar verða stöðugt eldri. Lífs- líkur karla hafa aukist um níu ár síðustu 40 ár eða svo. Með- alævilengd karla var 71,6 ár árin 1971-75. Árið 2017 var meðalald- urinn 80,6 ár. Meðalævilengd kvenna hefur einnig lengst – úr 73,5 árum í 83,9. Vondu fréttirnar eru þær að frjósemi heldur áfram að minnka. Árið 2018 var frjósemi íslenskra kvenna 1,7 börn á ævi hverrar konu og hefur hún aldrei verið minni frá því að mælingar hófust árið 1853, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar. Árið 1971 eignaðist hver kona að meðaltali 2,9 börn, árið 1960 um 4,3 börn. Líkt og bent er á í frétt Hagstofunnar í apríl síðastliðnum er miðað við að frjósemi þurfi að vera um 2,1 barn til að við- halda mannfjöldanum til lengri tíma litið. Eitt það besta í heiminum Í heild er íslenska lífeyriskerfið sterkt – eitt það besta í heim- inum. Hlutfallslega fjölgar þeim stöðugt sem fá greiddan líf- eyri frá lífeyrissjóð- unum og þeim eldri borgurum sem þurfa að treysta eingöngu á greiðslu frá almanna- tryggingum fækkar. Þetta eru góðar fréttir. Samkvæmt upplýsingum Fjár- málaeftirlitsins [FME] nam lífeyr- issparnaður landsmanna 4.439 milljörðum króna í árslok 2018. Sem hlutfall af vergri landsfram- leiðslu nemur lífeyrissparnaðurinn 160% sem er hátt í alþjóðlegum samanburði. Aðeins Danmörk og Holland eru með hærra hlutfall eða 199% og 171%. Séreign- arsparnaður í vörslu lífeyrissjóð- anna nam 425 milljörðum. Séreign- arsparnaður í vörslu annarra en lífeyrissjóða nam 202 milljörðum. FME bendir á að með tilkomu svokallaðrar tilgreindrar séreignar hafi eignir séreignarsparnaðar aukist hratt og muni gera það á komandi árum. Því hefur verið haldið fram að lífeyrissjóðirnir séu fjöregg okkar Íslendinga. Okkur hefur tekist flestum þjóðum betur að búa í haginn fyrr framtíðina í stað þess að ýta vandanum yfir á komandi kynslóðir. Að þessu leyti er fyr- irhyggjan meiri hér á landi en í flestum öðrum löndum. Margar þjóðir Evrópu horfa fram á gríðarlegan vanda við að fjármagna svimandi lífeyr- isskuldbindingar og standa undir hækkandi útgjöldum vegna heil- brigðismála vegna hækkandi ald- urs. Sú hætta er raunveruleg – ekki síst í mörgum löndum Evr- ópusambandsins – að rof myndist milli kynslóða. Átök verði á milli yngri og eldri. Lífeyrisskuldbind- ingarnar eru svo þungar að við þær verður ekki staðið án þess að skerða lífskjör þeirra sem eru á vinnumarkaði (t.d. með stöðugt hærri sköttum) eða lækka veru- lega lífeyrisgreiðslur eldri borg- ara. Ég hef líkt þessari stöðu við tímasprengju. Gjá milli kynslóða Sterk staða íslensku lífeyrissjóð- anna gefur okkur tækifæri til að forðast að gjá myndist milli kyn- slóða hér á landi. En þá verðum við að horfast í augum við áskor- anir og takast á við þær. Í heild er tryggingafræðileg staða sjóðanna neikvæð – skuldbindingar eru um- fram eignir – og þar ræður mestu að lífeyrisskuldbindingar ríkis og sveitarfélaga eru ekki að fullu fjár- magnaðar. Samkvæmt upplýs- ingum FME nam útgreiddur líf- eyrir samtryggingardeilda lífeyrissjóðanna á síðasta ári 136 milljörðum og jókst um 11 millj- arða eða 8,8%. Ljóst er að lífeyr- isþegum fjölgar hratt á næstu ár- um og réttindi þeirra verða að jafnaði meiri en þeirra sem nú eru á lífeyri. Útgreiddur lífeyrir mun því aukast verulega um leið og það dregur úr aukningu iðgjalda. Á móti þessu kemur að þeim sem treysta á almannatryggingar mun fækka á komandi áratugum. Al- menna lífeyrissjóðakerfið tekur við. Í liðinni viku vakti ég athygli á að við stöndum frammi fyrir breyttri lýðfræðilegri samsetningu. Hlutfall fólks, 67 ára og eldra, hækkar úr 12% í 19% árið 2040. Þá verða eldri borgarar orðnir 76 þúsund. Tuttugu árum síðar verð- ur hlutfallið 22% og fjöldi eldri borgara 97 þúsund. Eldri borgarar verða um 114 þúsund árið 2066. Þess er ekki langt að bíða að eldri borgarar utan vinnumarkaðar verði fleiri en þeir sem eru undir tvítugu. Að óbreyttu verða æ fleiri utan vinnumarkaðar. Við sem þjóð höfum ekki efni á því – jafnvel þótt lífeyriskerfið standi sterkar hér en í flestum öðrum löndum. Samvinna kynslóðanna Ekki verður hjá því komist að stokka upp spilin. Hækka þarf eft- irlaunaaldurinn, fyrst í 70 ár í skrefum á næstu 10-12 árum og síðan í takt við hækkun lífaldurs á komandi áratugum. Ríki og sveit- arfélög verða að afnema hámarks- aldur opinberra starfsmanna. Hægt er að orða þetta með ein- földum hætti: Lengja verður starfsævi allra Íslendinga í takt við hærri lífaldur. Og til að standa undir bættum lífskjörum verður einnig að auka framleiðni vinnu- afls og fjármagns. Framleiðni vinnuafls og fjármagns verður ekki aukin með hærri sköttum, ólíkt því sem margir stjórn- málamenn halda. Hækkun eftirlaunaaldurs leysir auðvitað ekki allt. Við þurfum hugarfarsbreytingu. Ungt fólk verður að virða rétt þeirra eldri til að taka virkan þátt í vinnumark- aðinum og skynja þau verðmæti sem fólgin eru í reynslu og þekk- ingu. Að sama skapi verða þeir eldri að gefa yngra fólki svigrúm, vera opnir fyrir nýjum hug- myndum og aðferðum. Hugarfars- breytingin felst í aukinni sam- vinnu milli kynslóða. Margt eldra fólk sem er í fullu fjöri – hefur löngun og styrk til að halda áfram á vinnumarkaði. Það er efnahagsleg firra að koma í veg fyrir að það haldi áfram að vinna, hvort heldur er í fullu starfi eða hluta. „Ég vona að ég fái að ráða hve- nær ég hætti,“ sagði Bjarni Har- aldsson, kaupmaður á Sauð- árkróki, í viðtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins í tilefni af því að haldið var upp á aldarafmæli Verslunar Haraldar Júlíussonar um liðna helgi. Haraldur var faðir Bjarna sem hefur staðið vaktina í versluninni í 60 ár. Ég hef þekkt Bjarna alla mína ævi og veit að hann mun ráða sín- um örlögum sjálfur. Við eigum að gera sem flestum kleift að „ráða hvenær ég hætti“. Í því er sam- vinna kynslóðanna fólgin. Eftir Óla Björn Kárason »Ungt fólk verður að virða rétt þeirra eldri til að taka virkan þátt í vinnumarkaðin- um. Að sama skapi verða þeir eldri að gefa yngra fólki svigrúm. Óli Björn Kárason Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins. „Ég vona að ég fái að ráða hvenær ég hætti“ Hinn 16. júní sl. birtist í Morgun- blaðinu viðtal við tvo bæklunarlækna, þá Ágúst Kárason og Ragnar Jónsson. Ráða má að tilefni viðtalsins hafi verið að heyra viðhorf þeirra félaga til nýsamþykktrar stefnu heilbrigðis- ráðherra fyrir heil- brigðiskerfið fram til ársins 2030. Viðtalið tók reyndur blaðamaður við Morgunblaðið og virðist hún hafa gert sér far um að gefa lækn- unum kost á að lýsa skoðunum sínum á stefnunni, stöðunni al- mennt og aðgerðum stjórnvalda en ekki sínum eigin skoðunum eins og fréttamenn freistast stundum til. Nokkrum dögum síðar birtist grein eftir aðstoðarmann heil- brigðisráðherra, sem segir læknana hafa fengið að „ryðja úr sér hálfsannindum og sleggjudóm- um, sem ekkert hafa með heil- brigðisstefnu að gera og blaða- maður gleypir við öllu án þess að spyrja gagnrýnna spurninga“ enda sé augljóst að hvorugur læknanna „hefur lesið stefnuna né heldur hefur blaðamaðurinn und- irbúið sig fyrir viðtalið með því að kynna sér málið“. Aðstoðarmaðurinn reifar síðan innihald og hugmyndafræði heil- brigðisstefnunnar, sem að hans mati muni styrkja áhrif og ítök ráðamanna hvað varðar stjórnun og rekstrarform og stemma stigu við því sem hann kallar „vaxandi einkavæðingu á höfuðborgarsvæð- inu“, sem tekið hafi til sín fjár- muni frá opinberu heilbrigðisþjón- ustunni. Stefnan er ýtarlegt plagg og þar kemur margt fram, sem allir geta verið sammála um. Hér eru sterkar al- mannatryggingar, fjármagnaðar af skattfé fólksins í landinu. Ég þekki engan sem ekki vill veg og styrk Land- spítalans sem mest- an enda endastöð heilbrigðisþjónust- unnar í landinu og grunnþjónustan í kerfinu þarf að vera aðgengileg öllum landsmönnum, án tillits til efnahags eða búsetu. Fólkið á einnig kröfu á því að vel sé farið með fjármuni þá sem til ráðstöf- unar eru og einstrengingsleg hug- myndafræði æðstu ráðamanna má ekki koma í veg fyrir hagkvæmni og skynsemi í rekstri. Landspít- alinn á eins og kunnugt er erfitt um vik að sinna þeim verkefnum sem hann einn ræður við, biðlistar eru langir, skortur á sérhæfðu starfsfólki, skortur á nýjustu tækjum, lyfjum og svo mætti áfram telja. Að sjálfsögðu þarf spítalinn að starfrækja sérhæfða göngudeildarþjónustu til að sinna sérstökum verkefnum og rann- sóknum á utan spítala sjúklingum. Spítalinn þarf einnig að átta sig á því að hann á að líta á sig sem hluta af vel rekinni heilbrigðis- þjónustu og vera tilbúinn að vinna með öðrum þáttum kerfisins, sem geta í mörgum tilfellum sinnt verkefnum á öllum sviðum lækn- isfræðinnar jafn vel og á tíðum á mun hagkvæmari hátt en unnt er á spítalanum. Sjálfur hef ég starfað á sjúkra- húsum í hálfa öld og einnig verið í sjálfstæðum rekstri á læknastofu og ég veit að slík samvinna getur verið mjög farsæl og hagkvæm. Við lestur heilbrigðisstefnunnar fannst mér eins og verið væri að skrifa forskrift að heilbrigðiskerfi fyrir þjóð, sem væri eftirbátur annarra í heilbrigðisþjónustu en ekki fyrir þjóð, sem er í farar- broddi á flestum sviðum. Á Íslandi hefur heilbrigðisþjónustan þróazt með ævintýralegum hraða á liðn- um áratugum. Þar kemur til vax- andi velmegun þjóðarinnar, ákaf- lega vel menntað og metnaðarfullt heilbrigðisstarfsfólk, skilningur og velvilji ráðamanna og margt fleira. Það að ætla sér að skrifa heil- brigðisstefnu til næstu tíu ára og afþakka samráð við lækna og aðra virka starfsmenn, eins og nokkrir formenn Læknafélags Íslands og Læknafélag Reykjavíkur bentu á í Morgunblaðinu 26. júní sl, og senda síðan stefnuna í flýti- meðferð á Alþingi kann ekki góðri lukku að stýra. Undirritaður skrifaði grein, sem birtist í Morgunblaðinu 4. ágúst 2018. Þar var borinn saman kostn- aður við heilbrigðisþjónustu í mörgum löndum og mest stuðzt við rannsóknir frá OECD. Ísland var í góðu meðallagi meðal OECD-þjóða með um 9% af vergri landsframleiðslu. Þá voru borin saman gæði heilbrigðisþjónust- unnar í 195 aðildarlöndum Sam- einuðu þjóðanna og þar byggt á greinum, sem birtust í lækna- tímaritinu Lancet árin 2016 og 2018. Þar voru gefnar einkunnir, sem byggðar voru á ýmsum mæli- stikum heilbrigðisþjónustu. Þar fékk Ísland hæstu einkunn (97) á undan öllum þjóðum, sem við er- um svo oft borin saman við þegar ráðamenn telja sig þurfa að rétt- læta breytingar. Aðstoðarmaður heilbrigðis- ráðherra segir í grein sinni: „Í heilbrigðisstefnu er lögð áhersla á mikilvægi þess að kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu séu skilvirk, gerðar séu kröfur um aðgengi og gæði og að kaupin séu byggð á greiningu á þeirri þörf, sem fyrir liggur og greiningu á kostnaði þeirrar þjónustu sem veitt er. Það virðist helst vera þetta sem fer fyrir brjóstið á sérgreinalæknum en eins og allir vita og Ríkisend- urskoðun hefur bent á hafa þeir haft sjálfdæmi um hvaða þjónusta er veitt og af hverjum. Reikning- urinn hefur verið sendur á ríkið óháð því hvort þörf hefur verið á þjónustunni eða ekki. Þjónustan er veitt á forsendum þjónustuveit- enda en ekki eftir þörfum not- enda. Þá er greinilegt að sér- greinalæknar líta á það sem ógn við sína hagsmuni, þegar sagt er í heilbrigðisstefnu að styrkja eigi göngudeildarstarfsemi sjúkrahús- anna, ekki síst Landspítala.“ Mér finnst þetta vera ófagur texti og ekki sæmandi aðstoðar- manni ráðherra að senda kollegum sínum slíkar ávirðingar og væna þá um það atferli sem hann lýsir og ber á okkur. Hann kallar sér til fulltingis Ríkisendurskoðun þegar hann reynir að stimpla sérfræði- lækna í sjálfstæðum rekstri sem óvini kerfisins, er misnoti aðstöðu sína sér til hagsbóta. Gefið er í skyn að þeir séu ekki hluti þess, sem hann kallar hið opinbera kerfi. Staðreyndin er hins vegar sú að sjúkrahúsrekstur á Íslandi, heilsugæzlan og sjálfstæður stofu- rekstur lækna er borinn uppi af sama greiðanda, það er skattfé fólksins í landinu. Að mínu mati er því réttara að tala um að sjúkra- tryggingar fremur en ríkið kaupi þjónustu lækna, hvort sem þeir starfa á sjúkrahúsum eða utan þeirra. Undir framangreindum ávirð- ingum aðstoðarmanns ráðherra vil ég ekki sitja enda tel ég þær rangar. Sérgreinalæknar í sjálf- stæðum stofurekstri ásamt lækn- um, sem starfa í heilsugæzlunni og á sjúkrahúsum, vinna allir að sama markmiði við að halda uppi hágæða læknisþjónustu á Íslandi. Ég er ekki sammála þeirri skoðun aðstoðarmannsins að „meirihluti þjóðarinnar“ sé hlynntur þeirri áherzlu, sem hann lýsir í grein sinni. Ég lauk fyrri grein minni á að segja að samtök lækna og aðrir starfsmenn heilbrigðisþjónust- unnar væru reiðubúnir að starfa með yfirvöldum að því að bæta þjónustuna og laga hana að breyttum aðstæðum. Íslendingar væru, að mati óháðra alþjóðlegra stofnana, í fararbroddi meðal þjóða þegar kemur að gæðum þjónustunnar. Rétt væri að fara gætilega í að breyta því, sem svo vel hefur tek- izt. Nýbirt heilbrigðisstefna styrk- ir þetta álit mitt. Hugleiðingar um heilbrigðisstefnu Eftir Sigurð Björnsson »Undir ávirðingum aðstoðarmanns ráðherra vil ég ekki sitja enda tel ég þær rangar. Sérgreina- læknar í sjálfstæðum stofurekstri ásamt læknum, sem starfa í heilsugæzlunni og á sjúkrahúsum, vinna allir að sama markmiði við að halda uppi hágæða læknisþjónustu á Íslandi. Sigurður Björnsson Höfundur er læknir, sem starfar nú sjálfstætt við almennar lyflækningar og lyflækningar krabbameina.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.