Morgunblaðið - 03.07.2019, Side 16
16 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2019
Á þessum degi fyrir hundrað
árum fæddist í Bolungarvík Ás-
geir Jakobsson, sjómaður og rit-
höfundur. Það er við hæfi að
minnast Ásgeirs á þessum degi í
Morgunblaðinu því að hann setti
lengi svip sinn á blaðið og Les-
bók þess með skrifum sínum um
sjávarútvegsmál, málefni sjó-
manna og stjórnmál.
Ég minnist þess að hafa séð
Ásgeir fyrst á ritstjórn blaðsins
þar sem ég vann á námsárum
mínum. Mér þótti maðurinn
myndarlegur á velli og útlit hans
vakti síðar með mér þá spurn-
ingu hvort Baskar kynnu að hafa
skotist inn í ættir Vestfirðinga
þótt dult færi. Ásgeiri fylgdi
jafnan hressilegur gustur og
kímni svo sem fram kom í greina-
skrifum hans, skörpum og tæpi-
tungulausum, byggðum á víð-
tækri þekkingu og 14 ára reynslu
af sjósókn og fiskveiðum. Hann
var tvímælalaust einn af þeim
pennum sem gáfu Morgun-
blaðinu breidd og héldu við stöðu
þess sem eftirlætisdagblaðs
flestra landsmanna.
Bolvíkingurinn Ásgeir var
snemma tápmikill og fjörugur en
æskuárin voru þó mörkuð af
þungri sorg og harðri lífsbaráttu.
Hann var aðeins fjögurra ára að
aldri þegar hann sá á eftir föður
sínum, Jakobi Elíasi Bárðarsyni,
formanni og útvegsbónda, í hafið.
Tólf ára að aldri missti hann síð-
an móður sína, Dórótheu Helgu
Jónsdóttur, úr veikindum. Mun-
aðarlaus pilturinn átti fárra ann-
arra kosta völ en að sækja björg
sína í hafið og það gerði hann
ótrauður frá fimmtán ára aldri
1934. Næstu árin sótti hann sjó-
inn á vélbátum en einn vetur á
þessum kreppuárum fyrir stríð
var hann við nám í Héraðsskól-
anum á Laugarvatni. Þar hreifst
hann af kommúnisma eins og títt
var um unga menn á þeim árum,
einkum fyrir áhrif frá bókum
Halldórs Kiljan Laxness. Annan
vetur gekk hann í Kennaraskóla
Íslands í Reykjavík.
Um það leyti sem heimsstyrj-
öld hófst 1939 var Ásgeir í landi
og starfaði um hríð sem verka-
maður í Reykjavík. Í sjómann-
inum hafði kviknað löngun til rit-
starfa og skáldskapar og hann
hafði, eins og Jón Óskar skáld
nefndi síðar í minningum sínum,
slegist í hóp róttækra ungskálda.
Þeir vinirnir hann og Jón áttu
það sameiginlegt að snúa síðar
baki við kommúnismanum en
fara annars hvor sína leið í
stjórnmálum, Ásgeir til hægri.
En í uppgjöri beggja við komm-
únismann gætti þess sjónarmiðs
að lærifeðurnir hefðu leitt þá af-
vega, þeir hefðu í raun vitað eða
átt að vita að fyrirheitna landið
sem þeir boðuðu væri tálsýn,
reist á uppspuna um allsnægta-
ríkið í austri.
Þótt sálufélagið við ungskáldin
hafi eflaust verið uppörvandi fyr-
ir Ásgeir togaði sjórinn í Vest-
firðinginn og honum leiddist
vinnan á mölinni. Kafbátafloti
Ásgeir Jakobsson – Aldarminning
Adolfs Hitlers hafði þá hafið
mannskæðar árásir á íslensk
skip en engu að síður munstraði
Ásgeir sig á togara og sigldi allt
til stríðsloka, vel þokkaður af
skipsfélögum sínum. Þessum
kafla í sjóferðasögu sinni, þegar
gömlu ryðdallarnir íslensku
færðu Bretum björg í bú með
kafbátana þýsku undir sér,
sprengjuflugvélar vokandi yfir
sér og tundurdufl marandi í haf-
skorpunni, lýsti Ásgeir í skáld-
sögu sinni Grími trollaraskáldi.
Þetta er fjörleg saga „um þríein-
an mann: skáld, dára og haus-
ara“. Eitthvað minnir það á höf-
undinn.
Sama dag og menn fögnuðu
styrjaldarlokum í Evrópu 1945
var ,,trollaraskáldið“ á barmi ör-
væntingar. Það velti því fyrir sér
hvort ekki ætti að láta ölduna
geyma „það skáld, sem brenndi
kvæði sín, þann rithöfund, sem
enga skrifaði bókina og þann
togaramann, sem alltaf yrði
hausari“. En hausarinn herti upp
hugann, fór í Stýrimannaskólann
og sýndi þar frábæran náms-
árangur þótt ýmislegt glepti
hann frá skólabókunum. Síðan
tók við stýrimannsferill Ásgeirs
sem varð styttri en hann ætlaði.
Örlögin gripu í taumana, hann
fótbrotnaði þegar hann var
staddur norður á Akureyri,
kynni tókust með honum og bók-
sala á staðnum, Friðriku Frið-
riksdóttur (1904-1951), og úr
varð hjónaband. Saman áttu þau
soninn Ásgeir, þýðanda og próf-
arkalesara.
Aðeins um þremur árum eftir
að Ásgeir settist að á Akureyri
andaðist Friðrika. Ásgeir hélt
hins vegar áfram rekstri Bóka-
búðar Rikku og kvæntist Berg-
rósu Jóhannesdóttur verslunar-
stjóra (1927-1996). Þau
eignuðust fjögur börn, Elsu Kar-
ólínu lífeindafræðing, Jóhannes
hæstaréttarlögmann, Bergrósu
menntaskólakennara og Jakob,
rithöfund og bókaútgefanda.
Eitt sinn spurði ég gamlan
norðanstúdent og starfsfélaga í
Háskóla Íslands, Svein Skorra
Höskuldsson, hvernig sjóarinn
hefði staðið sig við bóksölu.
Skorri svaraði eitthvað á þessa
leið: Bókabúð Rikku var ekki
bara búð, hún var menningar-
miðstöð og þar var alltaf hægt að
ganga að heimsbókmenntunum
vísum. Bóksalinn var svo brenn-
andi í andanum að hann sat oft-
ast sjálfur niðursokkinn í nýj-
ustu erlendu bækurnar þegar
maður rakst þarna inn.
Þegar frá leið þyngdist búð-
arreksturinn og 1964 flutti Ás-
geir með fjölskyldu sinni til
Reykjavíkur. Fjármálakröggur
hans urðu nú óvænt til þess að
hann gat loks gefið sig að rit-
störfum fullur eldmóðs kominn á
fimmtugsaldur. Hann var um
skeið næturvörður í fyrirtækjum
og notaði vinnutímann til að
skrifa og þýða bækur. Á þrjátíu
ára tímabili, 1967-1996, sendi Ás-
geir frá sér rösklega tuttugu rit
– ævisögur, fræðirit og skáldsög-
ur, auk nokkurra þýðinga og ótal
blaðagreina. Nær allar bækur
hans tengdust sjómennsku og
sjávarútvegi og spönnuðu í heild
sögu sjósóknar og útgerðar í
landinu frá upphafi fram til loka-
skeiðs 20. aldar. Vönduðustu
ævisögur hans eru tvímælalaust
á meðal bestu ævisagna frá of-
anverðri öldinni. Þar á meðal eru
Einars saga Guðfinnssonar,
Tryggva saga Ófeigssonar, Ein-
ars saga Þorgilssonar, Bíldudals-
kóngurinn – Péturs saga Thor-
steinssonar, Óskars saga Hall-
dórssonar – Íslandsbersa. Þetta
eru ekki aðeins ævisögur í
þröngri merkingu, heldur jafn-
framt atvinnulífs- og aldarfars-
sögur.
Styrkur þessara verka felst
meðal annars í afstöðu höfund-
arins til söguhetjanna. Hann mat
þær mikils án þess þó að gerast
mærðarlegur og ógagnrýninn á
allar athafnir þeirra. Ásgeir naut
hér uppruna síns og lífsreynslu.
Hann var sprottinn úr sama um-
hverfi og söguhetjurnar sem
brotist höfðu úr fátækt og basli
æskuáranna með takmarkalaus-
um dugnaði og útsjónarsemi.
Hann virti framtak þeirra,
þekkti þann feiknarkraft sem
getur búið í einstaklingum og
skildi hve mikilvægt það var fyr-
ir samfélagið að gefa slíkum
mönnum eðlilegt svigrúm til at-
hafna.
Í öllum skrifum Ásgeirs bjó
frumkraftur. Frásögn hans var
jafnan hröð og hispurslaus og
málfarið kjarngott. Sumir halda
að vestfirskur sagnamaður eins
og Ásgeir hafi áreynslulaust get-
að mælt fram sögur sínar af
munni fram en svo var ekki. Á
bak við ótrúleg afköst hans, lif-
andi og lipran texta lá þrotlaus
og reglubundin vinna.
Sjálfur kynntist ég Ásgeiri
eftir að ég sneri heim frá námi
erlendis 1978. Ég leitaði þá fljót-
lega til hans um upplýsingar um
sjómennsku og veiðar eins og
fleiri starfsbræður við bókaritun
og kom aldrei að tómum kofun-
um. Við urðum fljótt mestu mát-
ar og alltaf lauk maður samræð-
um við hann hressari í bragði.
Ásgeir hafði nefnilega þann
ágæta hæfileika að sjá skoplegar
hliðar á flestum málum. Mér er
sem ég heyri enn prakkaralegan
hlátur hans þegar við höfðum lit-
ið saman yfir sviðið.
Líf Ásgeirs var enginn dans á
rósum. En þrátt fyrir ýmiss kon-
ar mótbyr bognaði hann aldrei,
heldur hélt reisn sinni og glað-
værð óskertri til hinstu stundar,
16. janúar 1996. Úr þessum
heimi hvarf hann sáttur við Guð
og menn og var sárt saknað af
vandamönnum og vinum. Eftir
stendur minning um hjartahlýj-
an og skarpgreindan ástríðu-
mann sem vann drjúgt dagsverk
á sviði sagnfræði þótt aldrei
kenndi hann sig við þá fræði-
grein.
Þór Whitehead,
prófessor emeritus
í sagnfræði.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Ásgeir Jakobsson rithöfundur við ritvélina árið 1979.
Hreinn og beinn,
ætli það lýsi ekki mín-
um gamla vini vel, kom
alltaf til dyranna eins
og hann var klæddur.
Ég var svo heppin að byrja að
vinna í Stálvík 16 ára gamall, þar
kynntist ég bæði Sigurjóni og
Sigurjón Rósants Stefánsson
✝ Sigurjón RósantsStefánsson fædd-
ist 30. ágúst 1946.
Hann lést 20. júní
2019.
Útförin fór fram 28.
júní 2019.
Maddý. Og þann-
ig er það í mínum
huga, Sigurjón
og Maddý, sam-
heldin hjón sem
reyndust okkur
Sigrúnu sannir
vinir.
Hjón sem voru
okkur góðar fyr-
irmyndir, dug-
leg, sanngjörn,
glaðleg og um-
fram allt hrein og bein í allri
framkomu.
Sannarlega var Sigurjón gæfu-
maður í einkalífinu, auk þess að
vera vel giftur var barnalánið hjá
þeim hjónum mikið. Það kom allt-
af sérstakur blær í röddina þegar
börnin, tengdabörnin og ekki síst
barnabörnin bárust í tal.
Nokkur aldursmunur var á
okkur Sigurjóni en aldrei fann ég
til þess, Sigurjón kom eins fram
við alla. Hann hafði mikil áhrif á
mig sem ungan mann, lagði
áherslu á að það var allt í lagi að
vera ekki sammála.
Mikilvægi þess að ræða og
þess vegna þvarga aðeins um
málin, það var bara gaman,
hlusta á hvað sagt var og meta
síðan með og á móti.
Allir ættu rétt á að velja sér
sína leið í lífinu, en enginn ætti
rétt á að ganga á rétt annarra.
Þegar við Sigrún fluttum upp á
Skaga breyttust samskiptin
óneitanlega, síminn var meira
notaður og þau gátu orðið nokkuð
löng sum símtölin, sérlega eftir
að Sigrún veiktist.
Þau kvöld sem ég átti þessi
símtöl við Sigurjón hjálpuðu mér
mikið og verða mér alltaf verð-
mæt.
Maddý, börnum, tengdabörn-
um og barnabörnum sendi ég
samúðarkveðjur
Gamli vinur, hvíl í friði.
Sveinn Jóns.
Minningar
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
GÍSLI JÓNSSON
viðskiptafræðingur,
lést á líknardeildinni í Kópavogi
laugardaginn 22. júní.
Útför fór fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Anna Guðrún Guðnadóttir Sigurjón Ólafsson
Jón Gíslason
Hulda Gísladóttir
og barnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
RAGNHEIÐUR STURLUDÓTTIR,
lést hinn 28. júní á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Útförin fer fram föstudaginn 5. júlí
klukkan 13 frá Grafarvogskirkju.
Þórunn Þorláksdóttir Þorgeir Jónsson
Herborg Þorláksdóttir
Guðsteinn Þorláksson Lindsey Miller-Tate
Ólafur Magnússon
Ragnheiður Magnúsdóttir
barnabörn og langömmubörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og besti vinur,
ATLI FREYR GUÐMUNDSSON,
fyrrverandi skrifstofustjóri
í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu,
lést laugardaginn 15. júní.
Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Þökkum auðsýnda samúð.
Þorgerður Jónsdóttir
Svava María Atladóttir
Guðmundur Páll Atlason
Sigríður Arna Sigurðardóttir
tengdabörn og barnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
KRISTÍN HAGALÍNSDÓTTIR
húsmóðir,
Skólavörðustíg 26,
lést á líknardeild Landspítalans
mánudaginn 1. júlí.
Jarðarförin auglýst síðar.
Guðrún Haraldsdóttir
Einar Ólafur Haraldsson Helga Hrönn Elíasdóttir
Ómar Ingi Magnússon Guðrún Kristín Einarsdóttir
Eydís Björk Einarsdóttir Karen María Einarsdóttir
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
SVEINN MAGNÚSSON,
Markholti 8, Mosfellsbæ,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
laugardaginn 22. júní.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Gunnhildur Valtýsdóttir
Valdís Svava Sveinsdóttir Þorgeir Þorgeirsson
Svanhvít Sveinsdóttir Ásmundur Vilhelmsson
barnabörn og langafabarn
Ástkær eiginmaður minn,
HAFSTEINN STEINSSON
rennismiður
frá Hrauni á Skaga,
síðast til heimilis á
Suðurlandsbraut 58,
lést á Landspítalanum Fossvogi þriðjudaginn 25. júní.
Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 5. júlí
klukkan 13.
Kristín Þórdís Davíðsdóttir