Morgunblaðið - 03.07.2019, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 03.07.2019, Qupperneq 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2019 ✝ Herdís MaríaJóhannsdóttir fæddist 26. október 1925 í Reykjavík. Hún lést á Hrafn- istu í Hafnarfirði 11. júní 2019. Foreldrar Maríu voru Mathilde Vic- toria Kristjánsson Gröndahl húsmóðir og Jóhann Franklín Kristjánsson, arki- tekt og byggingameistari. Jó- hann og Mathilde eignuðust sjö börn en systkin Maríu voru Liv, Vilhjálmur, Hákon, Tryggvi, Svavar og Margrét. María giftist Herði G. Al- bertssyni lögfræðingi í október 1951, þau skildu. María og Hörður eignuðust fjórar dætur, þær eru: 1) Guðný, maki Guðjón Ármann Jónsson. Börn Guð- nýjar eru: a) Guðmundur Sævar Birgisson, maki Sigríður Þórð- ardóttir, börn þeirra eru Sæunn Rut, sambýlismaður Pete Rob- inson, og Viktor, b) Erla Björk Birgisdóttir, sambýlismaður Ás- mundur H. Steindórsson, börn í Reykjavík og ólst upp í for- eldrahúsum uns hún giftist Herði og bjuggu þau síðast í Litlagerði 4 en þar bjó María áfram eftir að leiðir þeirra skildi. Síðari ár ævinnar bjó María í Hraunbrún 29 en þar bjó hún í eigin íbúð í húsi yngstu dótturinnar. María var norsk í móðurætt- ina og stundaði nám í norskum húsmæðraskóla. Hún var glæsi- leg kona, fyrirmyndargestgjafi, flink í matreiðslu og bakstri og hélt dýrindisveislur fyrir fjöl- skyldu og vini lengst af ævinni. Hún var mikil hannyrðakona og prjónaði fyrir afkomendur sína margar fallegar flíkur. María starfaði um árabil sem ritari hjá Teiknistofu landbún- aðarins/Búnaðarbanka Íslands. Skin og skúrir verða á lífs- braut allra og stærsta áfallið á ævi Maríu var sorglegur missir dóttur hennar Matthildar Vikt- oríu, en hún lést á sviplegan hátt í Viðeyjarslysinu ásamt sam- býlismanni sínum Friðriki Ás- geiri hinn 10. september 2005. María var heilsuveil í lokin og flutti á Hrafnistu í Hafnarfirði í janúar 2019. Hún lætur eftir sig þrjár dætur, 12 barnabörn og 12 langömmubörn. Útför Maríu fer fram frá Víði- staðakirkju í Hafnarfirði í dag, 3. júlí 2019, klukkan 15. þeirra eru Agnes Líf, Birgir Steinn og Eva María. c) María Ósk Birg- isdóttir, maki Sig- urður Örn Hall- grímsson, börn þeirra eru Guðný Lilja og Pétur Helgi. 2) Matt- hildur Viktoría, nú látin, börn hennar eru Vigfús Daði Vigfússon og Arnar Freyr Vig- fússon, dóttir hans er Matt- hildur Lea. 3) Guðrún Auður, börn hennar eru: a) Rakel Björg Ragnarsdóttir, b) Sigurður Helgi og c) Andrea Ósk Sigurð- arbörn. Börn Rakelar eru Ásdís Birta, Aníta Sóley, Natalía Rós og Ragnar Hákon. 4) Erla Ruth, börn hennar eru: a) Elfar Elí Schweitz Jakobsson, sambýlis- kona Tara S. Birgisdóttir, b) Ív- ar Elí Schweitz Jakobsson, sam- býliskona Vaka Vigfúsdóttir, c) Alex Elí Schweitz Jakobsson og d) Ísold Ylfa Schweitz Jakobs- dóttir. María fæddist á Fjólugötu 25 Móðir, amma og langamma. Hún móðir mín kvaddi þennan heim þann sama dag og hún gaf mér líf í hjónarúmi ömmu og afa á Fjólugötu 25 en þar fæddist hún líka sjálf 25 árum áður. Þessi dagur er dagurinn okkar mömmu, dagur til að heilsa og dagur til að kveðja. Móðir mín kvaddi á sólbjört- um sumardegi umvafin elsku af- komenda sinna. Hún var kveðju- stundinni fegin og hlakkaði til að hitta Maddý systur þarna hinum megin þar sem fuglarnir syngja sína lofgjörð og grasið er ætíð grænt og blómin teygja sig mót sólu á heiðbláum himni þar sem allt er svo fallegt og gott. Móðir mín var glæsileg kona sem bar höfuðið hátt og var í eðli sínu stolt. Hún var fáguð í framkomu, örlát og hugsaði vel um sína. Hún var gestrisin og góður gestgjafi sem hélt dýr- indis veislur fyrir ættingja og vini, veislurnar voru margar og alltaf flottar. Mamma bakaði bestu brauðtertur í heimi og var snillingur í allri matargerð, veisluborðin voru hlaðin góðgæti sem gladdi bæði augu og bragð- lauka. Hún hafði gaman af að ferðast og fór víða á sinni löngu ævi. Mamma var bókmennta- sinnuð og ótal voru ferðir henn- ar á bókasöfnin til að finna sér áhugavert lesefni. Hún hafði góða tungumálakunnáttu og fylgdist vel með daglegum frétt- um fjölmiðla hérlendis og er- lendis næstum fram að hinsta degi. Áhugamálin voru mörg, hún hafði unun af að prjóna og leysa krossgátur en hún las ekki bara bækur því dönsku og norsku vikublöðin voru ómiss- andi og þar fann hún líka þessar fínu uppskriftir til að prjóna eft- ir. Minningar um mömmu eru óteljandi, rauðhærð, grannvaxin og gullfalleg á gangi með okkur systur eftir Laufásveginum á hælaháum skóm á leið í Lauf- ásborg með Maddý þá 3 ára gamla. Já, mamma var líka skvísa og vakti athygli hvar sem hún var. Í þá daga bjuggum við á Smáragötu 5 meðan pabbi var í háskólanum. Hún sinnti sínu hlutverki vel, hitaði alltaf fyrir mig hunangsmjólk á vetrar- morgnum til að „verma kropp- inn“ eins og hún sagði, áður en ég fór út í kuldann á leið í skól- ann og hún hrærði fyrir okkur systur „eggjadósis“ þegar við vorum veikar eins og amma gerði fyrir hana að norskum sið. Ég áttaði mig á því síðar að mamma notaði ýmis norsk gælu- orð við okkur systurnar á yngri árum, sem ég taldi þá að væru íslensk. Mamma var í siglingu með Gullfossi þegar ég ól son minn Sævar hennar fyrsta barnabarn, hún varð himinlifandi við frétt- irnar, loksins kominn strákur. Þegar hún kom heim aftur hafði hún keypt og fyllt stóra ferða- tösku af bláum drengjafatnaði. Þegar mamma passaði dætur mínar eitt sinn fengu þær báðar hlaupabólu meðan ég var er- lendis en voru aldeilis ánægðar hjá ömmu sinni sem dekraði við þær að venju. Á þrítugsafmæli sonar míns sem var við nám í Svíþjóð lét mamma sig ekki heldur vanta. Hún átti sér þá ósk að heimsækja eldri dóttur mína sem býr í Noregi, og son- ardóttur mína sem býr í Eng- landi, en var því miður ekki ferðafær síðustu árin og þótti það miður. Móðir mín var hjá okkur á jóladag í fyrra, þá var eins og hvíslað að mér að þetta væru síðustu jólin hennar hér. Lífið er kannski bara eitt dýrmætt augnablik en minningin lifir um eilífð alla. Ég veit að þú ert hvíldinni fegin elsku mamma, Guð geymi þig og ég bið að heilsa Maddý. Guðný Harðardóttir. Amma mín. Elsku langamma, nú ertu komin til hennar Maddýjar frænku. Gefðu henni knús frá mér og ég bið innilega að heilsa, ég sakna hennar. Amma mín, þú varst alltaf svo yndisleg og góð, ég man þegar þú bjóst á Hraunbrún og við þurftum alltaf að labba niður steinastigann þegar ég og mamma komum í heimsókn. Líka hvað þú varst alltaf svo dugleg og góð við mig að prjóna allskonar föt á mig, þá helst ull- arsokka því ég gekk þá alltaf í gegn og alltaf þurfti að bæta þá upp. Ég á enn þá húfu sem ég geymi í skúffunni minni sem þú prjónaðir handa mér þegar ég var lítil, elsku amma, sem ég mun alltaf geyma. Þegar ég var á mínu öðru ári í Háskólanum fékk ég verkefni sem snerist um að taka viðtal við eldri borgara og fékk ég að taka viðtal við þig. Ég á það verkefni enn þá og er gaman er að lesa það, við áttum svo gæða- stund, elsku amma, þegar ég kom til þín og spjallaði við þig. Við töluðum um lífið og þá lífið þitt amma, hvað þú gerðir þegar þú varst yngri og hver voru þín áhugamál. Það var svo ótrúlega gaman að heyra þína sögu amma, ég mun alltaf halda upp á þessa stund. Ég man svo vel eftir svefn- herberginu þínu á Hraunbrún, mér fannst það svo glæsilegt enda herbergi fyrir glæsilega konu, allt sem þú átti svo fínt og flott. Nú geturðu hvílt þig, elsku amma, ég elska þig. Þín Guðný Lilja. Elsku mamma, við kveðjum þig með sorg í hjarta. Þetta fal- lega ljóð, Móðurmildi, eftir Kjartan Hreinsson lýsir vel gæsku þinni og ást. Hún fæddi þig, og fyrsta brosið þú fannst við hennar kærleiksbál. Ef hennar faðmlag fékkst þú kosið þá fegurð skein af þinni sál. Þín móðir alla ást vill gefa, hún eflir þig við dagsins brún, að kvöldi hverja sorg vill sefa og syndir fyrirgefur hún. Er falla tár um fölar kinnar og feigð og dauði sækja að þá þráir mildi móður þinnar að mæta þér á nýjum stað. Við vitum að Maddý systir hefur tekið vel á móti þér. Hvíl í friði, elsku mamma, þínar dætur Auður (Auja) og Erla Ruth. Látin er í töluverðri elli tengdamóðir mín Herdís María Jóhannsdóttir. Þegar ég kynnt- ist henni var hún farin að nálg- ast áttrætt og bar þess ýmis merki þó að ávallt væri tíguleg og öll skynjun og meðvitund fyr- ir líðandi stundu mjög góð og lengst af fram í andlátið, sem aldrei verður ofþakkað, auðnist mönnum langlífi. María var af sterkum ættum, norsk í móðurætt, dótturdóttir úrsmiðs konungs og í föðurætt dóttir bóndasonar af Litlu Há- mundarstöðum, Árskógsströnd, en hann braust til mennta sem þá var ekki sjálfgefið og varð þekktur arkitekt, uppfinninga- maður og byggingameistari hér á landi. Þó að samgangur okkar og kynni væru aldrei mikil áttum við gott samband og ég fann alla tíð velvilja hennar í minn garð og að ég held ánægju með til- komu mína í fjölskylduna. Strax við fyrstu kynni var auðséð á ýmsu að María bar þess merki, bæði sjálf og af hí- býlum sínum, þó að minni væru en lengst af munu hafa verið, að hún hafði yfir sér reisn og fág- un. Af myndum og frásögnum hafði hún verið mjög glæsileg kona og bar þess um flest merki til hinstu stundar. Ánægjulegt var að sjá og upplifa fjölskyldusambandið sem í kringum hana var þá ekki síst tengslin við barnabörnin og síð- an barnabarnabörnin hvar hún hafði mikinn og sérstakan sess sem amma Maja. Fljótlega eftir kynni okkar varð hið hörmulega Viðeyjarslys þar sem næstelsta dóttir henn- ar, Matthildur, og sambýlismað- ur hennar létust. Matthildur vegna ófyrirgefanlegrar hátt- semi skipstjórans eftir slysið. Atburður sem setti gríðarlegt mark sitt á fjölskylduna alla. Einhvern veginn fannst mér María aldrei bera sitt barr eftir það og lífsviljinn dofna. Ég kveð Maríu með þakklæti og bið henni velfarnaðar á ókunnum slóðum eilífðarinnar. Guðjón Ármann Jónsson. Elsku amma. Ég man allar veislurnar, fermingarveislur okkar systkin- anna, öll jólaboðin, humar og hamborgarhrygg. Ég man Litla- gerði 4. Við systkinin að renna okkur á rassinum niður tröpp- urnar, fíkjukex, fallegi garður- inn, lyktin í bílskúrnum. Ég man endalaus ævintýrin í „skóginum“ við hliðina á Bústaðakirkju. Ég man Kron, Cometinn og hita- veitustokkana. Ég man eftir ömmu segja: „gullið mitt, það er bannað að hlaupa með hlaupa- bólu“ og endalaus ömmuknús. Þú hefur verið stór partur af mínu lífi og minningarnar eru endalausar. Sofðu rótt, elsku amma. Við elskum þig og söknum þín. Erla Björk, Ásmundur, Agnes Líf, Birgir Steinn og Eva María. Elsku amma Maja, nú ert þú komin til æðri heima, til Sum- arlandsins. Ég veit að þú ert hvíldinni fegin og ég veit að þú færð að hitta allt þitt fólk sem þú hefur saknað. Ég sit hér og horfi á myndina sem þú gafst mér fyrir nokkrum árum, myndina af Maríu mey með Jesúbarnið, mér þykir svo vænt um þessa mynd, hún minn- ir mig alltaf á þig. Myndin hékk uppi á vegg í herberginu þínu í Litlagerði, ég gat endalaust horft á hana sem barn og alltaf þegar ég var að gista hjá þér, og ég fékk að sofa í þínu rúmi, þá horfði ég á þessa mynd. Það er svo mikil ró yfir henni og mun ég alltaf varðveita hana. Mínar helstu minningar um þig eru frá minni barnæsku þeg- ar þú bjóst í Litlagerðinu, öll jólaboðin, veislurnar, gistinæt- urnar og ég tala nú ekki um þegar við nutum þess að vera í garðinum, hvort sem verið var að vinna í honum, sóla sig eða leika sér. Þú varst alltaf svo glæsileg, mættir alltaf með stæl og þér fannst svo gaman að vera með fólkinu þínu. Þú komst síðast til mín í ferminguna hans Péturs okkar, þú varst svo glöð og þér fannst svo gaman. Elsku amma Maja, ég er svo stolt og þakklát að bera nafnið þitt, einhvern tímann verð ég líka amma Maja, eins og þú. Við sjáumst seinna. Þín María (Maja). Við kveðjum núna yndislega konu hana Herdísi Maríu Jó- hannsdóttur og við þá stund var gott að hugsa til baka yfir öll þau ár sem ég var svo heppin að þekkja hana. Hún var óvenju- glæsileg kona, hún var með þykkt rautt hár og hugsaði vel um hvert smáatriði í klæðaburði sem og heimkynnum sínum. En það sem var samt allra best við hana var hversu hjartahlý hún var og hversu mikilvæg fjöl- skyldan var henni. Mér er minn- isstætt þegar ég kynntist ömmu Maju, hún þá á Rauðalæknum í glæsilegri íbúð sem var fallega innréttuð. Amma Maja var með íburðarmikinn smekk í innan- stokksmunum og átti stóra gull- lampa, stóra plusssófa og síðast en ekki síst þá gekk hún sjálf helst í gullskóm. Hún var þarna með jólaboð á jóladag með fjöl- skyldunni sem var fastur liður hjá henni í fjölda ára og var greinilega í essinu sínu með dætur sínar og barnabörn í kringum sig. Við áttum eftir að eiga ófáar stundirnar heima hjá henni á næstu árum þar sem hún kallaði fjölskylduna saman og ekki spillti það fyrir að hún var með feiknagóðan bílskúr sem við fengum að nota óspart til bílaviðgerða eða það er að segja dóttursonurinn lagaði bíl- inn og ég sat á meðan hjá henni með dóttursonardótturina. Á þessum árum notaði hún hand- lagnina sína og framleiddi húfur, peysur og sokka á yngsta barna- barnið og nýja barnabarnabarn- ið og nutum við mjög svo góðs af. Hún átti eftir að halda áfram að vera ræktarsöm við alla fjöl- skylduna sína og kom tvívegis til okkar til Svíþjóðar þegar við vorum þar í námi og áttum við þá yndislegar stundir með henni. Hún notaði auðvitað tím- ann í Svíþjóð til að heimsækja líka bróður sinn hann Vilhjálm sem bjó í Jönköping ekki langt frá okkur. Hún var ekki mjög heilsu- hraust líkamlega undir það sein- asta og heyrði mjög illa sem gerði henni erfitt fyrir í sam- skiptum en fram á síðasta dag var hún mjög skýr í hugsun og fylgdist vel með. Síðustu árin var hún svo heppin að búa hjá yngstu dóttur sinni og börnum hennar og var yndislegt að sjá hvað þau hugsuðu vel um hana og hvað henni leið vel í faðmi fjölskyldunnar. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Elsku amma Maja, hvíl í friði þín Sía, Sævar, Sæunn og Viktor. Elsku amma. Við söknum þín mikið og sendum þér kveðju með þessu ljóði Kristjáns Hreinssonar Er þér til heiðurs kveiki ég á kerti með kærleika ég man hin liðnu ár og finn að oft þinn hugur hjartað snerti, þá hrynja niður kinnar gleðitár. Ég stari inn í ljóssins blíða loga, sem lýsir mína sál og hjarta mitt þar sé ég mynd af þér í björtum boga og brosið færist yfir andlit þitt. Ég skynja yl og mátt frá mínum stjaka því myndin þín í kertaljósi er. Á meðan einhver von hér fær að vaka þá verður ekki hægt að gleyma þér. Ástarkveðja frá barnabörnum Elfar Elí, Ívar Elí, Sigurður Helgi, Andrea Ósk, Alex Elí og Ísold Ylfa. Maja, systir mín, var afskap- lega góðhjörtuð og gjafmild kona, mátti ekkert aumt sjá og vildi sífellt vera að gefa öðrum. Hún var líka myndarleg og vandvirk. Allt sem hún gerði var vel gert, hvort sem það var mat- ur eða prjónaföt. Hún var góð stóra systir. Til dæmis mátti ég vera með þegar hún var með vinkonum sínum á íþróttanám- skeiði á Álafossi í einn mánuð. Ég var þá átta ára, en þær allar 4-6 árum eldri en ég. Ég naut þess að vera yngst og reyndi að vera ekki minni en þær, það er gott að hafa eitthvað til að keppa að. Einstaka sinnum fékk ég meira að segja lánaðan dúkkuvagninn hennar til að fara í gönguferð með dúkkurnar mín- ar. Maja og maðurinn hennar eignuðust fjórar dætur. Þegar sú yngsta var tveggja ára eign- aðist ég mína fyrstu dóttur. Það passaði að taka við fötum frá börnum Maju, sem kom sér af- skaplega vel. Fá falleg tilbúin föt á barnið sitt án þess að hafa nokkuð fyrir því. Stundum, þegar hún fékk eitthvað nýtt, vildi hún endilega gefa mér það, en það vildi ég auðvitað ekki. Þegar við gáfum eitthvað saman fór það stundum út fyrir minn fjárhag. En samt gekk þetta vel. Þegar mig vantaði pössun fyrir barn var hún líka tilbúin að bæta því við sín fjögur. Ég var lengi litla systir því ég var mikið með Maju og fleiri stúlkum á hennar aldri á sum- arhóteli í Noregi, ég þá 16 ára og Maja 20. Maja átti fjórar yndislegar dætur, en var fyrir þeirri sorg að missa eina þeirra, sem þá var fullorðin. Mörg ár bjó Maja í sama húsi og yngsta dóttir hennar. Þar fór vel um hana og vildi hún helst alltaf vera heima. Síðustu mán- uðina var hún á Hrafnistu í Hafnarfirði, þar fékk hún líka góða umönnun. Þó að við værum ólíkar að mörgu leyti kom okkur yfirleitt vel saman. Við áttum fimm eldri systkini og góða trúaða foreldra. Ég þakka fyrir að hafa átt svo góða og kærleiksríka systur. Í Guðs friði, Guðrún Margrét (Gréta litla systir). Í dag kveðjum við yndislega konu Herdísi Maríu. María bjó í mörg ár í Litlagerði 4 ásamt stelpunum sínum fjórum. Ég var svo heppinn að alast upp fyrst ár ævi minnar í Litlagerði 2 og kynntist ég Maríu og stelpunum hennar vel. Næstyngsta dóttir hennar Auður eða Auja Didda eins og ég kalla hana alltaf hef- ur verið vinkona mín í 58 ár og hef ég þekkt og fylgst með Mar- íu þann tíma. María var glæsileg kona og mikill fagurkeri alla tíð. Heimili hennar var alltaf glæsi- legt og listrænt og einstaklega fallegt. Hún var góð og örlát kona sem mátti ekkert aumt sjá. María var vinamörg og hafði gaman af að gleðjast í góðra vina hópi og enginn var betri gestgjafi en hún. Að alast upp í húsinu við hliðina á Litlagerði 4 og fá að njóta alls þess sem þar var í boði var ævintýri líkast. María tók okkur krökkunum í hverfinu alltaf vel og voru allir velkomnir, enginn kvóti á því hvað margir máttu vera inni eða að leika út í garði. María hafði mikinn áhuga á bílum og átti hún alltaf flotta og kraftmikla bíla. Hún var viljug að leyfa okkur vinkonunum að fara á rúntinn á flottu bílunum sínum, alltaf sjálfsagt að fá bílinn lán- aðan og finnst mér það lýsa því svo vel hvað hún vildi allt fyrir stelpurnar sínar gera og naut ég góðs af. Ég hef orðið þeirra gæfu aðnjótandi að hitta Maríu af og til í gegnum árin og þá að- allega hjá Auði og hafa þær stundir verið mér afar kærar. Mér hefur alltaf fundist hún eiga svolítið í mér og vona ég að ég hafi átt svolítið í henni. María átti sínar gleði- og sorgarstundir eins og allir en alltaf bar hún sig vel og var stolt kona fram á síð- asta dag. Kæru systur, ég sendi ykkur og fjölskyldum ykkar innilegar samúðarkveðjur. Kæra María takk fyrir allt. Þórdís Þórisdóttir. Herdís María Jóhannsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.