Morgunblaðið - 03.07.2019, Page 18

Morgunblaðið - 03.07.2019, Page 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2019 ✝ Emilía PetreaÁrnadóttir fæddist á Akranesi 6. október 1943. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Vesturlands 7. júní 2019. Foreldrar hennar voru Árni Halldór Árnason, vélstjóri, f. 1915, d. 1991, og kona hans Steinunn Þórðardóttir frá Grund, Akra- nesi, f. 1915, d. 2005. Fóstur- foreldrar Emilíu voru Lárus Bjarni Árnason, málarameist- ari, f. 1910, d. 1986, og kona hans Helena Halldórsdóttir, f. 1916, d. 2012. Systkini Emilíu eru Bjarni, f. 1939, Sigríður, f. 1941, d. 2010, Þórður, f. 1942, og Lárus Bjarna, f. 1966, málarameistara. Helena á drengina Axel Mána og Gutt- orm Jón með Gísla Baldri Hen- ryssyni. Kona Lárusar er Hild- ur Jónína Þórisdóttir, þroskaþjálfi og eiga þau Þóri Hlyn, Halldór Kristin, Bárð Bjarka, Aðalstein og Emilíu Margréti. Emilía Petrea lauk gagnfræðaprófi á Akranesi og starfaði lengi sem for- stöðukona dagdeildar Dval- arheimilisins Höfða. Ásamt fleirum var Emilía ein af stofnendum Skagaleikflokksins og tók virkan þátt í því starfi. Þá var hún um árabil öflug í skátastarfi í bænum. Emilía og Guttormur hófu búskap á Mel- teigi 7, en byggðu síðan hús á Bjarkargrund 20 Akranesi þar sem þau bjuggu allan sinn bú- skap. Heimilið á Bjarkargrund var rómað fyrir gestrisni og stóð ávallt öllum opið. Útförin fer fram frá Akra- neskirkju í dag, 3. júlí 2019, klukkan 13. Ingibjörg, f. 1945, Sigrún, f. 1946, Árni Sigurður, f. 1949, d. 2000, Ól- ína Elín, f. 1950, Guðmundur, f. og d. 1952, Steinunn, f. 1954, og Guð- mundur, f. 1956. Þann 29. desember 1962 gekk Emilía að eiga Guttorm Jónsson, hús- gagnasmið og myndlist- armann, f. 1942, d. 2014. For- eldrar hans voru Jón Björnsson, málarameistari og Greta Björnsson, listmálari. Emilía Petrea og Guttormur eiga börnin Helenu, f. 1963, myndlistarkonu og lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands, Ég hjóla og hjóla, hvass vind- urinn virðist koma úr öllum átt- um, hugurinn er líka á fleygiferð, sé krabbameinið ólga í mömmu, allt gerist svo hratt. Átta stund- um síðar hjóla ég heim, allt er kyrrt, einstök sumarnótt og sólin leikur við Snæfellsjökul. Mamma er búin að leysa landfestar, komin í Sumarlandið til pabba. Eitt augnablik stendur tíminn í stað, ekkert verður sem fyrr. Eftir greininguna í desember tók við lyfjameðferð og síðan brjóstnám. Mamma gerði allt rétt, fylgdi öllum fyrirmælum, varð aldrei veik, með bjartsýnina að vopni, en við vissum að teg- undin var illvíg og ólíkindatól. Allt leit vel út og sumarið beið, en bak- slagið kom og fór á leifturhraða. Það var reyndar í mömmu anda sem var aldrei að tvínóna við hlut- ina og fór hratt um. Mamma eða Milla Peta, eins og hún var oftast kölluð, var fjórða í röð tíu barna ömmu Steinu og afa Árna á Suðurgötu 16 Akranesi. Hún var einnig alin upp hjá fóst- urforeldrunum, ömmu Helenu og afa Lárusi. Má segja að hún hafi tekið það besta frá báðum for- eldrum, djúpstæða elsku á mönn- um og dýrum en líka hæfileika til að lyfta hugsuninni upp og sjá hlutina í stóru samhengi með djörfung og dug. Sambúð mömmu og pabba stækkaði þau bæði, með gagnkvæmu svigrúmi. Hún gaf pabba hvatningu og frelsi til listsköpunar og sumar- vinnu í Kerlingarfjöllum, en á hinn bóginn var pabbi alfa og ómega í verklegri uppbyggingu heimilisins og hélt sinni stóísku ró, þó heimilið væri eins og fé- lagsmiðstöð. Samvera við fólk, lestur góðra bóka, prjónaskapur og danska sjónvarpið var kjarni tilverunnar. Sú gjöf sem mamma gaf með tilvist sinni er svo stór að henni verða ekki gerð skil í einni minn- ingargrein. Svo algjörlega sverð mitt og skjöldur í tilverunni, ávallt tilbúin að leggja lið, styðja, hvetja, stappa í mann stálinu, efla trúna á að allt færi vel. Áhrif hennar á uppeldi sona minna eru með öllu ómetanleg. Kannski var hún mesti jóginn án þess að hafa farið í einn jógatíma eða indjána- höfðingi án þess að hafa komið á indjánaslóðir. Að minnsta kosti var mamma algjörlega búin að greina kjarna tilverunnar, hjóm og tildur snertu hana ekki. Henn- ar orka fór í að gefa af sér ást, kærleik, húmor og umhyggju til fjölskyldu og stórs vinahóps. For- dómalaus og þakklát. Ást hennar á börnum, hvaðan sem þau komu og hvernig sem þau voru, var mögnuð, þannig eiga margir sína ömmu Millu og góðar minningar. Við skyndilegt andlát pabba fyrir fimm árum sýndi mamma ótrúlegan styrk, takast á við breytt kjör, bjarga sér í að laga hluti og halda áfram að hlúa að fólki og rækta vini sína. En við stóðum líka saman, ég gat hjálpað til, gefið til baka, Gutti minn hefur búið hjá mömmu í veikindunum og staðið eins og klettur við hlið ömmu. Það er góð tilfinning og mikil sátt sem fylgir því að hafa verið til staðar. Mamma var stór kona, snerti líf svo ótal margra. Hún dvaldi ekki í eigin vorkunn- semi heldur flutti orkuna yfir í þakklæti. Á dánarbeðinum sagði ég við mömmu: „Þú ert ekki að fara frá okkur núna, þú lofar því.“ Hún strauk enni mitt blíðlega, sendi mér fingurkoss og sagði: „Það fer eftir því hversu góð tilboð eru á ferðum þarna yfir.“ Þetta hefur greinilega verið gott tilboð, mamma, kærkomið að hitta pabba og fara með hundinn Kófi í fanginu. Elsku mamma mín, takk fyrir allt, nú tek ég við kyndlinum. Þín elskandi dóttir, Helena (Hella). Þessi orð sem ég fékk að heyra í símann að nú væri farið að stytt- ast í að amma færi að fara og stuttu seinna að amma væri dáin, voru erfið að meðtaka. Öll sorgin og söknuðurinn. En á sama tíma gat ég ekki annað gert en sam- glaðst henni að fá að fara, því við töluðum bæði um það að það værir ekkert líf að þurfa að liggja uppi á spítala og geta ekkert gert. Amma Milla hjálpaði mér í gegnum svo margt alveg frá barnæsku og til síðasta dags. Síðustu 2 ár í lífi mínu hafa verið frábær fyrir það eitt að fá að búa hjá henni á Bjarkó. Ég gat hjálp- að henni og hún kenndi mér að keyra, allt um heimilisstörf og að verða að fullorðnum einstaklingi. Amma Milla æsti sig aldrei þrátt fyrir að vinnustofan og bílskúr- inn væru eins og það hefði orðið kjarnorkusprenging og bílaplan- ið fullt af druslum. En amma sá það ekki, hún stóð með mér í því sem ég vildi læra og sagðist oft vera stolt af því að ég hefði farið í iðnmenntun, eins og afi Gutti. Amma elskaði Elvis Presley og hafði alltaf „ It is now or never“ sem hringitón í símanum. Núna þegar þú ert farin á betri stað þá er eitt markmið sem stendur fast eftir í minni mínu og það er að fá bleikan Porsche. Takk fyrir allt, elsku amma. Þinn Guttormur Jón. Þann 7. júní kom loks að deg- inum sem ég hef hugsað um og kviðið fyrir undanfarin ár. Síð- astliðin 5 ár, eða síðan afi dó, hef ég hugsað um hvað skyldi gerast þegar ég myndi missa ömmu. Mína stærstu fyrirmynd og sterkustu stoð. Það er kannski erfitt að átta sig á því hversu mikil áhrif amma, ein mann- eskja, hafði á mig en ég get hreinlega ekki lýst því. Alveg frá því ég var ungbarn var ég mikið hjá ömmu og afa. Alltaf voru þau bæði til staðar. Það er eiginlega ótrúlegt að sama hvað maður spurði um var ekkert mál að að- stoða eftir fremsta megni. Ég man að þegar afi dó ákvað ég að reyna eins og ég gat að passa upp á ömmu. Ég skrifaði meira að segja í minningargreinina hans afa: „Ég mun passa upp á ömmu fyrir þig.“ Ég byrjaði að hringja daglega bara til að spjalla og kom í heimsóknir með það að leiðar- ljósi að reyna að láta henni líða betur eftir missinn. Það sem gerðist var í raun alveg öfugt við það sem ég hélt. Amma passaði meira upp á mig en ég hana. Daglegu símtölin voru held ég miklu meira fyrir mig, að létta á hjartanu heldur en fyrir hana, þótt hún myndi segja annað ef þú myndir spyrja. Það var amma sem stóð mér næst á mínum erf- iðustu tímum eftir að afi dó. Hún hvatti mig að flytja til Danmerk- ur, þótt það væri á sínum tíma skyndiákvörðun. Hún kenndi mér að með auðmýkt, æðruleysi og ákveðni getur allt gerst. Og núna þarf ég að gera það án daglegra samskipta við hana. Ég veit ekki hvernig næstu dagar eða ár verða án ömmu. Að geta ekki komið inn á Bjarkó, sest niður með kaffi og bara talað, án fordóma eða gagn- rýni. Ég veit að þrátt fyrir að þetta sé erfiður tími og mér finn- ist þetta mjög ósanngjarnt, þá er ég líka innst inni ánægður. Ég er ánægður með að hafa fengið að alast upp á Bjarkó. Ég er ánægð- ur að hafa verið svona mikið með ömmu og fengið að kynnast henn- ar sýn á lífið, sem allir vita að var einstök. Hvort sem það voru börn, bæjarvillingar eða banka- stjórar þá talaði amma eins við alla, algjörlega laus við dóm- hörku. Ég er ánægður að hafa fengið að kynna aðra fyrir ömmu, því heimurinn er miklu betri með fleirum eins og hún var. Ég er einnig ánægður að hún hafi fengið að fara eins og hún fór. Ég veit að þetta er það sem hún vildi, hratt og algjörlega í hennar stíl. Ég er einnig ánægður að vita að einn daginn mun ég heyra aftur: „Guð gefi þér góðan dag“ er ég hitti hana og afa aftur. Þangað til þá mun ég lifa lífinu eins og hún kenndi mér. Þinn Axel Máni. Elsku hjartans amma mín. Ég get með sanni sagt að þú hafir alltaf verið ein af uppáhaldsman- neskjunum sem ég hef kynnst. Mig tekur það því gríðarlega sárt að þurfa að sitja og reyna að setja í orð hversu mikilvæg þú varst mér. Ég hef alltaf, frá fyrstu bernskuminningum litið svaka- lega upp til þín og afa, hvort sem það var jákvæð sýn ykkar á lífið eða þá erfiðleika sem við öll göng- um í gegnum. Dugnaður ykkar í einu og öllu eða sá einstaki eig- inleika að hafa gaman af lífinu og skapa góðar minningar úr hverri dauðri stundu. Það hefur alltaf skinið í gegn hversu mikið þú elskaðir barnabörnin þín og höf- um við fengið að njóta þess að koma á Bjarkargrund hvenær sem okkur lysti. Þar fengum við að leika okkur í þeim ævintýra- heimi sem þetta hús er og seinna meir til þess að leysa lífsgátuna yfir kaffibolla. Elsku amma Milla, takk fyrir þinn þátt í því að gera mig að þeim manni sem ég er í dag og all- ar okkar minningar saman, þín er gríðarlega sárt saknað. Hvíldu í friði, ég elska þig. Þinn Bárður. Í dag minnumst við elskulegr- ar systur okkar, Millu, sem kvaddi þennan heim eftir bráð veikindi. Við vorum stór systkinahópur og hún var númer fjögur í röðinni. Milla var í eðli sínu leiðtogi og kom það snemma í ljós. Hún var okkar fyrirliði, var öllum góð og átti auðvelt með að láta ást sína í ljós. Við vorum alla tíð mjög sam- rýndur systkinahópur og alin upp við mikla ástúð og samkennd. Milla fór ung í lýðháskóla til Dan- merkur. Margt þar heillaði hana og mótaði viðhorf hennar. Hún eignaðist þar góða vini til lífstíðar. Kunnátta Millu í dönsku kom okkur og börnum okkar afar vel og aðstoðaði hún mörg okkar í baráttu við dönskuna. Það var gæfa Millu þegar hún kynntist eiginmanni sínum Gutt- ormi Jónsyni eða Gutta. Þau voru einstaklega samheldin hjón og byggðu heimili sitt af fegurð og hlýju. Börn þeirra og barnabörn fengu einstaklega hlýtt og gott uppeldi. Börn okkar og barnabörn nutu góðvildar Millu, hún var einstak- lega umhyggjusöm, natin og úr- ræðagóð. Hún ræktaði sambandið við af- komendur okkar, hérlendis sem erlendis, af eldmóði og hafði brennandi áhuga á lífi þeirra og öllu sem þau tóku sér fyrir hend- ur. Í eigingirni okkar hefðum við sannarlega viljað hafa hana leng- ur hjá okkur, en við þessi óvæntu endalok þökkum við fyrir að hún þurfti ekki að takast á við þessi veikindi lengur. Við höfum mikið að þakka fyrir og minnast. Von- andi berum við gæfu til að halda gildum hennar á lofti. Blessuð sé minning góðrar systur. Fyrir hönd systkinanna, Bjarni Ó. Árnason. Emilía Petrea Árnadóttir ✝ SigurlaugBjörnsdóttir fæddist í Hafn- arfirði 3. júlí 1930. Hún lést á Vífils- stöðum 24. júní 2019. Foreldrar henn- ar voru Guðfinna Sigurðardóttir hús- freyja, frá Ási í Garðahreppi, f. 2.11. 1892, d. 28.1. 1978, og Björn Árnason, bif- reiðastjóri í Hafnarfirði, f. 2.5. 1889, d. 14.7. 1979. Sigurlaug var fjórða í röð fimm systkina. Elst var Sig- urlaug Sigríður, f. 19.1. 1920, d. 13.12. 1922, önnur var óskírt stúlkubarn, f. 11.7. 1921, d. 11.7. 1921, og þriðja Guðlaug skrifstofumaður, f. 28.12. 1925, steinn Þórsson tölvunar- fræðingur. Börn þeirra eru Björn, f. 1992, Anna, f. 1997, og Árni, f. 1999. Sigurlaug gekk í Barnaskóla Hafnarfjarðar. Eftir skóla- göngu sinnti hún ýmsum störf- um en árið 1954 var hún skipuð talsímakona og starfaði hún á Símstöðinni í Hafnarfirði þar til hún fór á eftirlaun. Hún tók þátt kórastarfi í fjölda ára, að- allega með söngsveitinni Fíl- harmóníu en einnig með Pólý- fónkórnum. Eftir að hún fór á eftirlaun sinnti hún sjálfboða- liðastarfi hjá ABC-barnahjálp í fjölmörg ár og styrkti börn til mennta frá stofnun samtak- anna. Sigurlaug var virk í kristilegu kvennahreyfingunni Aglow og sat um tíma í stjórn. Hún ferðaðist reglulega með eldri símamönnum og var auk þess í félagsskap sundhópsins Vatnaliljanna í Garðabæ. Sigurlaug verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 3. júlí 2019, og hefst athöfnin klukkan 13. d. 25.1. 2017. Bróð- ir Sigurlaugar er Sigurður óp- erusöngvari, f. 19.3. 1932. Eiginmaður Sig- urlaugar er Björn Pálsson ljósmynd- ari, f. 19.6. 1933 á Ísafirði. Þau gengu í hjónaband 1.10. 1960. Foreldrar Björns voru Ásta Ingveldur Eyja Kristjánsdóttir húsfreyja og Páll Hannesson skipstjóri. Börn Sigurlaugar og Björns: 1) Páll, sagnfræðingur, f. 1961, maki Ingibjörg Sigurðardóttir, bókmennta- fræðingur. Börn þeirra eru Sig- urbjörn Ari og Sigurlaug Saga, f. 2014. 2) Guðfinna, sjúkra- þjálfari, f. 1964, maki Bjarn- „Komdu sæll, kæri tengdason- ur“ heilsaði tengdamóðir mín mér oft á hátíðarstundum, eða þegar eitthvað mikið stóð til. „Þeir gerast ekki betri“ var svo gjarnan hnýtt aftan við. Ennþá man ég þegar mér var fyrst boðið í mat í Víðilundinum, Bjössi úti á verönd við grillið og Silla búin að leggja á borð af mikilli natni. Tengdasonurinn tilvonandi var frekar taugaóstyrkur til að byrja með, en hlýlegt og afslappað við- mót Sillu sló fljótt á það. Ég fann mig strax velkominn í fjölskyld- una og myndaðist fljótt á milli okkar mikið og traust kærleiks- samband. Mér varð það fljótt ljóst að „heima er best“ þegar Silla átti í hlut. Þótt hún hefði gaman af því að ferðast, bæði inn- an og utan, leið henni alltaf best heima í Víðilundinum, húsinu sem þau höfðu byggt, og búið í tæplega hálfa öld. Tengda- mamma var mjög listræn og mik- il hannyrðakona og vandaði hverja flík sem hún gerði. Að velja saman liti í flík er ekki létt- vægt verk, og það kom fyrir að hún boðaði dóttur sína á neyðar- fund til að ákveða liti í teppi eða peysu. Kristin trú og tónlist skipuðu stóran sess í hennar hjarta. Hún var virk í kórastarfi, og þá sér- staklega með Fílharmóníunni. Hún var þátttakandi í kristilegu trúarstarfi alla sína tíð, fyrst með KFUK og síðar í Guðrúnarsöfn- uðinum í Hafnarfirði, Veginum fríkirkju og kvennahreyfingunni Aglow. Eftir að hún fór á eftir- laun starfaði hún sem sjálfboða- liði hjá ABC barnahjálp um ára- bil. Síðustu árin sótti hún samkomur í Hörgshlíðarsöfnuð- inum og þar sótti hún sína síðustu samkomu á nýliðnum hvíta- sunnudegi. Silla hafði yndi af klassískri tónlist og sótti tónleika reglulega alla sína ævi. Mikil var gleði hennar þegar barnabörnin henn- ar eitt af öðru hófu nám í hljóð- færaleik og byrjuðu að syngja í kórum. Hún mætti á flesta tón- leika sem þau komu fram á. Síð- ustu tónleikarnir sem hún fór á voru einmitt framhaldsprófstón- leikar Björns, elsta barnabarns- ins, í apríl síðastliðnum. Hún lifði vel á þeirri upplifun. Bestu stundir tengdamömmu voru þegar öll fjölskyldan var saman, hvort sem var í heimboð- um eða á ferðalögum. Fjölskyld- an fór þrjár utanlandsferðir sam- an, til Spánar og Ítalíu á sjötíu og fimm ára afmæli þeirra hjóna og svo gullbrúðkaupsferð til Kaup- mannahafnar, þar sem við sáum uppfærslu á Nabucco í óperu- húsinu. Ítalíuferðin 2008 var hennar uppáhaldsferð, en þar átti Sigurlaug Björnsdóttir Elskulegur eiginmaður minn faðir okkar, afi og langafi, JENS INGI MAGNÚSSON bifreiðarstjóri, Merkigerði 10, Akranesi, lést á Landspítalanum í Fossvogi hinn 25. júní. Útförin fer fram föstudaginn 5. júlí klukkan 13 frá Akraneskirkju. Þeim sem vilja minnast hans er bent á AA-samtökin á Akranesi. Anna Hannesdóttir Unnar Eyjólfur Jensson Anna Rós Jensdóttir Guðjón Ingi Jensson Garðar Kristinn Jensson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, sonur og afi, SIGURJÓN ÞORGRÍMSSON bifreiðarstjóri, lést fimmtudaginn 27. júní á sjúkrahúsinu í Stavanger. Útför hans fer fram frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 6. júlí klukkan 11. Aðalbjörg Friðbjarnardóttir Stefán Jarl Martin Árný Helgadóttir Erla Sigurjónsdóttir Þorvaldur I. Björnsson Helga Sigurjónsdóttir Bjarki Þór Kristinsson Henrý Örn Magnússon Helga Bryndís Björnsdóttir Guðlaug Sigríður Magnúsd. Toralv Moe og barnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.