Morgunblaðið - 03.07.2019, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.07.2019, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2019 Stundum gerist það að óvenju margir kostir búa í einni og sömu manneskjunni. Þannig var það með Millu systur sem nú kveður þessa jarðvist. Hún var mér systir, móðir en fyrst og fremst góður vinur. Hún var fyrirmynd mín og kenndi mér margt á lífsleiðinni. Það voru tíu ár á milli okkar og hún kom þess vegna töluvert að uppeldinu á mér. Þegar ég var á unglingsárum datt Millu það í hug að gaman væri fyrir mig að fara í vist til Færeyja sumarlangt. Þar bjó vin- ur hennar Sverrir Patursson frá Kirkjubæ og hafði hann þá stofn- að fjölskyldu. Þessi tími var frá- bær, þroskaði mig mikið og efldi. Ári síðar útvegaði Milla mér vinnu í Skíðaskólanum í Kerlingarfjöll- um. Þar vann ég um sumarið og átti góðar minningar þaðan. Eftir að Milla fór að búa og eignast sín börn varði ég mörgum stundum hjá henni. Milla átti mjög auðvelt með að gera sjarmerandi í kringum sig, var framan af heimavinnandi hús- móðir og elskaði allt heimilisstúss. Heimilið hennar var opið öllum, til hennar leituðu margir skyldir sem óskyldir og oft voru tekin fyr- ir málefni líðandi stundar. Hún hafði sterkar skoðanir og var póli- tísk. Börnum mínum var hún frænka, amma og vinur sem þau gátu alltaf leitað til. Hún hafði ríka réttlætiskennd og skemmti- lega fordómalausa sýn á lífið. Allt var mögulegt og ekkert til sem ekki var hægt að leysa. Við fráfall mannsins síns Gutt- orms Jónssonar sýndi hún ein- stakan styrk. Á sama hátt tók hún þeim tíð- indum að hún væri greind með krabbamein með ótrúlegu æðru- leysi. Sterk og tilbúin að takast á við þau verkefni sem hennar biðu. Hún lifði lífinu lifandi til síðasta dags og í raun má segja að líf Millu systur hafi verið hið full- komna líf. Hún bjó vel að börnum sínum og var barnabörnum sínum sem og öðrum börnum gríðarlega mikilvæg. Það var gott að geta hringt í Millu ef veikindi eða einhver vandamál komu upp hjá okkur, hún var mjög fróð og ráðagóð. Milla átti marga góða vini sem hún ræktaði af einstökum kærleik og ástúð. Hún var æðrulaus, raungóð, sterk, klár og skemmtileg. Mikið eigum við eftir að sakna hennar og stórt skarð hefur myndast í okkar raðir. Hér fór ein flottasta konan í mínu lífi, en ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið að vera sam- ferða henni í gegnum lífið. Steinunn Árnadóttir. Elsku besta Milla mín, frænka og vinkona. Þín verður sárt sakn- að. Ég vil með fáum orðum þakka þér fyrir allt og allt. Við fæddumst næstum því sama daginn, einn dagur á milli, ólumst upp í mikilli nálægð því mikill samgangur var á milli heimila okkar. Árni frændi minn og mamma mín, Mauda, voru tvö af þeim systkinum sem fluttu til Akranes frá Ísafirði. Við gengum í sama skóla, fermdumst saman, fórum á sama tíma út í lífið, eignuðumst börnin á svipuðum tíma og giftum okkur á sama ári. Alltaf samgang- ur alla tíð. Nú ertu farin alltof hratt og alltof snemma. Milla var vinmörg og alltaf tilbúin fyrir alla og sérstaklega stóra systkinahópinn sinn og fjöl- skylduna. Það var alltaf gott að koma til Millu, hún hafði alltaf pláss og tíma fyrir alla. Við Helgi og fjölskyldur okkar sendum Hellu, Lalla og fjölskyld- um þeirra innilegar samúðar- kveðjur svo og systkinahópnum úr Suðurgötunni. Guð og englarnir geymi þig, elsku Milla mín. Við leiði vinar Ég vakna upp við vængjaþyt fuglanna þar sem ég stend og stari á leiðið þitt. Blómin rauð blá bleik og hvít deyja smátt og smátt sem þú Fætur mínir eru fastir við foldina þeir geta ekki gengið gegnum daginn (Höf. ók.) Þín frænka, Sigríður Gróa Kristjáns- dóttir (Sigga Gróa). Elskuleg frænka og vinkona Emilía Petrea Árnadóttir er látin eftir stutt en erfið veikindi og kom andlátið okkur vinum hennar mjög á óvart þar sem talið var að hún hefði komist yfir þá erfið- leika, eins og svo marga aðra sem hún hafði tekist á við í gegnum tíðina. Milla Peta var samstarfskona mín í 24 ár á Dvalarheimilinu Höfða og þar kynntist ég vel öll- um þeim mannkostum sem hún var búin. Hún átti einstaklega auðvelt með að umgangast íbúa heimilisins og var elskuð og dáð af þeim. Hún fór oftar en ekki óhefð- bundnar leiðir við að leysa hin erf- iðustu vandamál, og þar naut sín til hlítar heilbrigð eðlisgreind hennar. Hún var hispurslaus í tali og óþvinguð og lét ekki sinn hlut ef henni fannst á skjólstæðinga sína hallað. Hún reyndist mér vel og gaf góð ráð, þegar ég þurfti svo sann- arlega á þeim að halda; hún var einstaklega velviljuð og ráðagóð. Margir áttu athvarf hjá Millu Petu, bæði skjólstæðingarnir á Höfða, sem og aðrir sem þurftu á styrk að halda í stormi lífsins. Hún brást ekki vinum sínum, bæði á gleðistundum sem og í sorg. „Þú gekkst þína leið,- barst höfuðið hátt, og hataðir margt, sem var ljótt og smátt. Varst heil í hverju máli. Ef heimurinn einhverjum gaf ei grið, ef gastu, stóðstú honum djörf við hlið, með hjartað í björtu báli!“ (Grétar Fells) Við Jónína og fjölskylda okkar þökkum fyrir vináttu og tryggð alla tíð um leið og við vottum fjöl- skyldu hennar, ættingjum og vin- um samúðar. Ásmundur Ólafsson. Milla frænka. Ég veit hreinlega ekki hvern- ing ég á að koma orðum að því hve stórkostleg Milla frænka var. Orðin eru hreinlega ekki nógu stór til að lýsa svo stórkostlegri manneskju. En sem betur fer nutu margir þess að þekkja hana og kynnast því hve dásamleg kona hún var. Hún var mín stoð og stytta, fyrirmynd og vinur. Ég elskaði Millu á hæsta stigi ástar, slík ást er bara fyrir mömmur og svo Millu. Hún var líka viðstödd þeg- ar ég kom í heiminn. Milla lifði ótrúlega innihalds- ríku lífi. Hún var sátt við sitt, já- kvæð, kærleiksrík, nægjusöm, hugmyndarík, úrræðagóð og ótrúlega víðsýn manneskja. Hún hafði alltaf tíma og ráð fyrir þann sem leitaði eftir því. Allir voru velkomnir til hennar. Húmor hafði hún, hláturinn hennar var dásamlegur og gleðin skein úr augum hennar. Ég er auðmjúk að hafa fæðst inn í Suðurgötufjölskylduna, fjöl- skylduna sem stendur að Millu frænku. Fjölskyldan sem nú upp- lifir stóran missi. Milla var klett- urinn okkar. Ég vona að það sem Milla kenndi mér um lífið, því geti ég miðlað áfram eins og hún gerði. Ég er bátur án vinds. Þú varst vindurinn. Var þetta leiðin ég ætlaði? Hver spyr til leiðar þegar ein hefur slíkan vind! (íslensk þýðing á norsku ljóði eftir Olav H. Hauge) Takk fyrir elsku Milla mín að hafa verið minn vindur í lífinu og blásið í mitt segl. Ég sakna þín! Þín Íris. Hjartkær Milla frænka er far- in í sumarlandið. Eftir sitjum við hnípin og sökn- um hennar. Efst í huga okkar er þakklæti. Þakklæti fyrir allt sem hún gaf af sér til okkar af sínu örláta hjarta. Börnin okkar Pálma elska hana öll. Oft gaf hún okkur góð ráð varðandi uppeldi þeirra, fyrir nokkrum áratugum. Ég man það svo vel því það kom sér svo vel. Myndir og kærleiksríkar minningar ylja okkur núna. Þegar Pálmi minn var veikast- ur, síðustu árin sem hann lifði, sótti hann styrk til Millu frænku. Hún hafði lag á því að hressa og gleðja þá sem voru veikir. Pálmi dýrkaði líka hundana hennar og heimsótti þá meðan hann komst á fætur. Þegar hann var orðinn rúm- fastur kom Milla frænka daglega til hans og öll kærleiksríku sím- tölin veittu honum alltaf gleði og styrk. Við viljum tileinka Millu frænku „Óðinn um kærleikann“: Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. Kærleikurinn öfundar ekki, kærleik- urinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp. Hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin, hann reiðist ekki, er ekki langrækinn. Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni, en samgleðst sannleikanum. Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt. Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi. Innilegustu samúðarkveðjur til fjölskyldunnar. Helga, Oliver, Pálmi Sveinn, Vala og fjölskyldur. Milla frænka var einstaklega hlý og gefandi manneskja. Hún fylgdist vel með öllu sínu fólki og átti alltaf góð ráð, hvatningu og knús. Það var alltaf gott að koma til Millu, fá gott kaffi og á spari- dögum, brúna tertu. Hún hafði lag á að leysa allan vanda, eða öllu heldur, hún var með ráð til að kenna manni að leysa vandann sjálfur. Ekkert væl og ekkert ves- en. Hún hafði húmor fyrir lífinu og sá alltaf björtu hliðarnar á til- verunni. Milla var einstök kona og mikil frænka. Við kveðjum Millu með söknuði og þakklæti í huga. Kossar og knús til ykkar, elsku Hella, Lalli og fjölskyldur. Sigríður Ása (Sigga Ása) og Steinunn Birna (Steina Birna). Við kveðjum í dag hana Millu Petu – allt of snemma þótt hún hafi náð að fylla sjö og hálfan tug ára. Of snemma vegna þess að Milla var ein af því fólki sem mað- ur gekk út frá að yrði alltaf á sín- um stað þegar maður leitaði til hennar eins og svo margir gerðu. Svo kvik og lífleg, gamansöm og ræðin og aldrei spör á heilræði um lífsins list sem hún og Gutti kunnu svo vel. En þegar tíminn sem okkur er útmældur hér í mannheimi er liðinn er hann lið- inn og ekki við neinn að sakast um það. Milla tilheyrði frændgarði mín- um á Akranesi en „Akranesfólkið okkar“, eins og mamma mín kall- aði það, er afar frændrækinn og samstilltur hópur og bæði mamma og pabbi ólu mig upp við að kynnast því fólki, þótt við byggjum lengst af í Reykavík. Það eru kynni sem ég hefi notið ríkulega af og þar fór Milla fremst meðal jafningja. Það voru venjulega tveir fastir viðkomustaðir þegar við, litla fjöl- skyldan, áttum leið um Skagann eða gerðum okkur ferð þangað og það var annars vegar á Grund hjá Röggu og Jóni og hins vegar á Bjarkargrundinni hjá Millu og Gutta. Á báðum stöðum var okkur vel tekið og hlýjan og væntum- þykjan umvafði okkur um leið og við stigum yfir þröskuldinn. Hin síðari ár, eftir því sem grisjaðist úr eldri kynslóðinni, tók Milla yfir sem miðpunktur tengsla minna við Skagann og þá stöðu rækti hún sérlega vel; hringdi þegar leið of langt á milli heimsókna og spurði frétta og sagði fréttir af fólkinu okkar og ræktaði þannig tengslin. Tvisvar dvaldi ég langdvölum hjá þeim Gutta í góðu yfirlæti. Þórunni minni og dætrum okkar tók hún af þeirri nærgætni og góðsemi sem henni var eiginleg. Efst í huga mér nú við ferðalok Millu Petu, og ég veit að margir eru sama sinnis, er þakklæti fyrir allt það sem hún gaf af sér af full- komnu örlæti og óeigingirni. Hella mín, Lalli og fjölskyldan öll, ykkar missir er mikill og við hugsum til ykkar með góðar minningar að veganesti. Bjarni Lárusson.  Fleiri minningargreinar um Emilíu PetreuÁrnadótt- ur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. hún nokkra daga í Róm og viku í húsi í Toskana með Bjössa sínum og öllum afkomendum þeirra. Tengdamóðir mín var tilfinn- ingarík og það var aldrei erfitt að sjá hvernig henni leið. Hún var frekar alvörugefin að eðlisfari, og það gat þyngst í henni ef henni mislíkaði. Að sama skapi ljómaði hún þegar hún var glöð og sátt. Hún var mikil amma og lagði mikla áherslu á að gera ekki upp á milli barnabarnanna sinna. Hún átti mikinn kærleika að gefa og eru þónokkrir sem hafa gefið mér vitnisburð um það. Hún fann til með þeim sem áttu um sárt að binda, hún dæmdi engan, en umvafði með hlýjum uppörvunarorðum. Vertu sæl, kæra tengda- mamma, þær gerast ekki betri Bjarnsteinn Þórsson. Einmitt í dag er afmælisdagur Sillu vinkonu okkar, hún hefði orðið 89 ára. Ég hef oft á þessum degi sent henni eina og eina af- mælisvísu og stöku sinnum jafn- vel fleiri. Ég hef haft gaman af þessu og svei mér þá, ef minni elskulegu vinkonu hefur ekki þótt vænt um það. Nú verða af- mælisvísurnar ekki fleiri, en mig langar til að fylgja henni úr hlaði með nokkrum orðum. Vinátta okkar hjóna við þau Sillu og Bjössa hafði staðið í mörg ár og aldrei borið minnsta skugga þar á. Kristín kona mín féll frá í sept- ember á síðasta ári, en þær voru alltaf mjög góðar vinkonur. Nú þykist ég vita að þær séu búnar að hittast og hefur það eflaust orðið fagnaðarfundur. Ég minn- ist margra ferða með þeim hjón- um ásamt sameiginlegum vinum, bæði á suðrænar sólarstrendur og hér heima í sumarbústaði. Silla var afar falleg kona með ein- staklega „sjarmerandi“ bros og aldrei man ég hana öðruvísi en heilsuhrausta þangað til síðustu vikurnar eða mánuðina. Þá var hún svo óheppin að detta hvað eftir annað og beinbrotna og síð- ast örfáum dögum áður en hún dó, en þá hefur hún vísast orðið hvíldinni fegin. Að lokum langar mig að láta fylgja með vísur til Sillu sjötugrar. Manni verður um og ó hve áfram fleygir tímanum, með ólíkindum þykir þó að þú sért hætt hjá Símanum. En nú er síst á þér að sjá að sífellt hækki aldurinn, svo gjarnan viljum við því fá að vita hver er galdurinn. Hér skal treysta tryggðabönd í tilefni af deginum. Gangið lengi hönd í hönd hjón á æviveginum. En nú er því miður lokið sam- eiginlegri göngu þeirra hjóna Sillu og Bjössa. Ég votta honum og allri þeirra fjölskyldu samúð mína og minnar fjölskyldu. Guð blessi minningu Sillu. Sigurður Jónsson. Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Ástkær faðir okkar, fósturfaðir, afi og langafi, GUÐBJÖRN KRISTMANNSSON útgerðarmaður Eyrargötu 4, Suðureyri, lést á Sjúkrahúsi Ísafjarðar 25. júní. Útförin fer fram frá Suðureyrarkirkju laugardaginn 6. júlí klukkan 14. Hjördís Harðardóttir Ragnar Guðleifsson Þorsteinn H. Guðbjörnsson Guðbjörg Guðbjörnsdóttir Sigurður Þórisson Kristbjörg M. Guðbjörnsd. Steingrímur Á. Guðmundsson Lilja Guðbjörnsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Sálm. 6.3 biblian.is Líkna mér, Drottinn, því að ég er magnþrota, lækna mig, Drottinn, því að bein mín tærast af ótta. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LAUFEY GUÐBJÖRG JÓHANNESDÓTTIR, Aðalgötu 1, Reykjanesbæ, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 29. júní. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 16. júlí klukkan 13. Jóhannes M. Ingiþórsson Guðbjörg Magnea Jónsdóttir Margrét Ingiþórsdóttir Jóhann Ingi Grétarsson Ragnheiður Ása Ingiþórsd. Gunnar Einarsson Heiðar Ingiþórsson barnabörn og barnabarnabörn Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.