Morgunblaðið - 03.07.2019, Page 22
22 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2019
Verið velkomin í verslun okkar
Opið virka daga kl. 8:30–17:00
Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is
fastus.is
• Mjög auðvelt og fljótlegt í notkun
• Tilbúið til matreiðslu á 3-4 mínútum
• Afkastamikið og öflugt
• Mjög góð hitastýring á kolum
• Ytra byrði hitnar ekki
• Færanlegt á meðan það er í notkun
• Auðvelt að þrífa
• Má fara í uppþvottavél
• Taska fylgir
• Mikið úrval aukahluta
STÓRSNIÐUGT GRILL
Í GARÐINN, Á PALLINN EÐA Í FERÐALAGIÐ
50 ára Steinþór er Ís-
firðingur, lærði vélstjórn
og rafvirkjun á Íslandi
og rekstrariðnfræði í
Köbenhavn teknikum
og lærði síðan véla- og
plasttæknifræði í IHK
og var í MS-námi í véla-,
orku- og umhverfisverkfræði frá DTU.
Hann rekur Vélsmiðju Ísafjarðar og versl-
unina Smiðjuna.
Maki: Arna Björk Sæmundsdóttir, f. 1973,
kennari.
Börn: Lára Sigrún, f. 2000, Sædís, f.
2003, Arnar Bragi, f. 2005, og Katrín Lísa,
f. 2012.
Foreldrar: Bragi Magnússon, f. 1936,
járnsmíðameistari, og Lára Steinþórs-
dóttir húsmóðir. Þau eru bús. á Ísafirði.
Steinþór
Bragason
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Samskipti við maka og nána vini
einkennast af hlýju og innileika þessa
dagana. Tileinkaðu þér auðmýkt og
þakklæti.
20. apríl - 20. maí
Naut Hertu upp hugann, þótt það sé
erfitt. Hver hefur sinn djöful að draga.
Það er betri tíð í kortunum.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Mundu að góðverk á ekki að
gera með það í huga að fá þau endur-
goldin. Þú færð eitthvað að gjöf.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Mundu að sókn er besta vörnin
og sigurinn er þinn ef þú heldur rétt á
spöðunum. Þú ættir að taka til fótanna
út úr sambandi sem er hvorki fugl né
fiskur.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það er stundum nauðsynlegt að
taka áhættu til þess að koma málum
fram. Reyndu að standast þá freistingu
að kaupa óþarfa.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú þarft að taka áhættu vegna
þess að þú veist ekki hvernig hlutirnir
eiga eftir að þróast. Segðu vinum þínum
frá framtíðaráætlunum þínum.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú stendur á einhvers konar tíma-
mótum og þarft því að íhuga vandlega
næstu skref. Lausnin er innan seilingar
og kemur skemmtilega á óvart.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Mundu að þeir eru margir
sem vilja leggja þér lið. Vertu opin/n fyr-
ir skoðunum annarra, betur sjá augu en
auga.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Gættu þess að gefa ekki lof-
orð sem þú getur ekki staðið við. Sýndu
samstarfsmönnum þínum þá kurteisi að
tala hreint út.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú átt auðvelt með að leysa
ágreining á milli fólks. Ekki veðja öllu á
einn hest. Einhver finnur á þér högg-
stað.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Gott ráð er að leita skjóls hjá
trúnaðarvini. Greiddu allt út í hönd sem
þú kaupir. Þú tekur tilboði fegins hendi.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú ert í þægilegu draumkenndu
ástandi og því munu dagdraumar setja
svip sinn á daginn hjá þér. Þú tekur spor
í rétta átt.
hafa lög hér á landi, frábær hóp-
ur.“ Heiðrún útskrifaðist árið 2007
með meistaragráðu og sama ár öðl-
aðist hún réttindi til málflutnings
fyrir héraðsdómi, en hafði ráðist til
starfa á LEX lögmannsstofu árið
áður. Í desember síðastliðnum
öðlaðist Heiðrún málflutningsrétt-
einni dýrustu götu borgarinnar.“
Heiðrún kom heim haustið 2002
og hóf nám í lögfræði í Háskól-
anum Reykjavík. „Ég var í fyrsta
hópnum til að nema lögfræði við
þann skóla og ég fullyrði að þar
komu líklega saman skemmti-
legustu einstaklingar sem numið
H
eiðrún Lind Mar-
teinsdóttir fæddist 3.
júlí 1979 á Akranesi
og ólst þar upp.
„Þegar ég var fjög-
urra ára fluttist fjölskyldan til
Austevoll í Noregi, þar sem for-
eldrar mínir fóru til náms. Um er
að ræða litla eyju rétt utan við
Bergen. Þar var hreint yndislegt
að alast upp – smæðin, sjórinn og
náttúran. Þar bjó ég til átta ára
aldurs og eignaðist vinkonur fyrir
lífstíð.
Þegar við fluttum aftur heim
hófust metnaðarfullar fótboltaæf-
ingar, enda því sem næst skylda að
hafa áhuga á fótbolta þegar maður
býr á Skaganum. „Samhliða fót-
boltanum var Heiðrún líka í Dans-
skóla Jóhönnu Árnadóttur, en þær
Jóhanna eru bræðradætur. Heið-
rún æfði bæði og keppti í sam-
kvæmisdönsum og Freestyle og
var í KFUM&K og skólakórnum í
Grundaskóla. „Á tímabili reyndi ég
líka fyrir mér í handbolta en sá
ferill varð ekki langlífur og það
skal alveg viðurkennast að hæfi-
leikinn var einfaldlega enginn á því
sviði. En það má eiginlega segja að
þar sem eitthvað var um að vera á
Akranesi, þá var ég mætt.“
Heiðrún hætti í fótboltanum rétt
áður en hún fluttist til Reykjavíkur
og hóf nám í Menntaskólanum í
Reykjavík. „Áhuginn á boltanum
dvínaði einfaldlega þegar spenn-
andi líf unglingsáranna brast á. Ég
hef hins vegar enn mjög gaman af
því að horfa á fótbolta. Það hefur
komið sér mjög vel eftir að ég
kynntist manninum mínum. Ef ég
ætti að slá gróflega á það þá nýtir
hann líklega um 90% heilans í að
hugsa um fótbolta. Ég er því orðin
fundarfær í flestum deildum knatt-
spyrnunnar hér heima – og jafnvel
utandeildum erlendis.
Eftir MR fluttist ég til London.
Ég ætlaði að stoppa þar stutt við,
rétt á meðan ég væri að ákveða
næstu skref á framabrautinni. Það
stóð hins vegar aðeins á þeirri
ákvörðun og ég ílengdist þar til
tveggja ára og vann sem versl-
unarstjóri í skóbúð á Sloane Street,
indi fyrir Hæstarétti. Hún hefur
einnig lokið prófi í verðbréfa-
viðskiptum.
Heiðrún var í hluthafahópi LEX
2012-2016 og vann þar aðallega við
málflutning á sviði samkeppn-
ismála, verktaka- og útboðsréttar
og félagaréttar. Heiðrún sinnti
einnig um tíma kennslustörfum við
lagadeild Háskólans á Bifröst á
sviði samkeppnisréttar, auk þess
að hafa komið að kennslu nám-
skeiðs til öflunar málflutningsrétt-
inda fyrir héraðsdómi.
Frá 2016 hefur Heiðrún verið
framkvæmdastjóri Samtaka fyrir-
tækja í sjávarútvegi. „Þetta hefur
verið ótrúlega skemmtilegt starf
frá fyrsta degi. Það er gefandi að
vinna við grundvallaratvinnuveg
þjóðarinnar og fyrir fjölskyldu-
fyrirtæki. Maður finnur að það eru
sterkar rætur í hverju fyrirtæki
sem maður hefur samskipti við,
þannig að virðingin fyrir því sem
verið að er að gera er mikil. Þetta
er hluti af lífi og sál þerra sem
starfa í sjávarútvegsfyrirtækj-
unum.“
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS – 40 ára
Fótboltaseníin Hjörvar og Heiðrún ekki á leiðinni á völlinn.
Sterkar rætur í sjávarútveginum
Eins árs afmæli Henrik Einar,
Heiðrún Lind og Kári.
Í Hæstarétti Síðasta prófmál Heiðrúnar til öflunar málflutningsréttinda fyrir
Hæstarétti. F.v.: Stefán A. Svensson, Heiðrún og Einar Karl Hallvarðsson.
30 ára Snædís fædd-
ist í Reykjavík og ólst
þar upp þar til hún
varð sex ára en flutti
þá í Stykkishólm og
býr þar. Hún er með
BS-gráðu í rekstrar-
verkfræði frá Háskól-
anum í Reykjavík. Hún er útskipunar-
stjóri hjá Marz Seafood, en þar ráða
eingöngu konur ríkjum.
Sonur: Breki Þór Kristjánsson, f. 3.7.
2016.
Foreldrar: Erla Björg Guðrúnardóttir, f.
1972, eigandi Marz Seafood, og Benedikt
Þór Guðmundsson, f. 1967, bús. í Kópa-
vogi. Stjúpfaðir Snædísar er Sigurður
Ágústsson, 1965, framkvæmdastjóri
Agustson.
Snædís Sif
Benediktsdóttir
Til hamingju með daginn
Tombóla
Eva Margrét Halldórsdóttir og Kristófer
Máni Halldórsson héldu tombólu fyrir
framan Krónuna í Garðabæ og færðu Rauða
krossinum ágóðann, alls 9.760 kr. Rauði
krossinn þakkar þeim kærlega fyrir framlag
þeirra til hjálpar- og mannúðarstarfs.