Morgunblaðið - 03.07.2019, Page 23
DÆGRADVÖL 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2019
„ÉG VIL MINNA VITNIÐ Á AÐ ÞAÐ ER
ALVÖRUMÁL AÐ FELA SANNLEIKANN
FYRIR RÉTTVÍSINNI.”
„FYRST HÉLT ÉG AÐ ÞÚ VÆRIR DAUÐUR EN
HLUSTUNARPÍPAN ER LÍKLEGA FARIN AÐ
KLIKKA.”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... þegar hrósi rignir
yfir þig.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
SKO? ÞETTA ER
EKKI ERFITT
ÞÚ ÆTTIR AÐ LIFA LÍFI
ÞÍNU EINS OG ÉG!
VEGIR GUÐS ERU
ÓRANNSAKANLEGIR!
ELDURINN BREIDDIST
ÚT OG KRÁIN BRANN
LÍKA!
VEGIR
GUÐS ERU
ÓRANNSAKAN-
LEGIR!
KLAUSTRIÐ BRANN
TIL KALDRA KOLA Í
MORGUN!
Áhugamál Heiðrúnar eru hreyf-
ing af öllu tagi og útivist. „Ég
reyni að hreyfa mig daglega og
stunda fjallgöngur. Það varð hlé á
göngunum við að eignast barn en
ég er að trekkja mig aftur í gang á
því sviði,“ segir Heiðrún að lokum,
en hún var einmitt í fjallgöngu
þegar blaðamaður ræddi við hana.
Fjölskylda
Sambýlismaður Heiðrúnar er
Hjörvar Hafliðason, f. 6.10. 1980,
fjölmiðlamaður. Foreldrar hans eru
hjónin Hafliði Þórsson, f. 10.4.
1949, fyrrverandi útgerðarmaður,
og Hulda Emilsdóttir, f. 25.2. 1948,
húsmóðir. Þau eru búsett í Kópa-
vogi.
Sonur Heiðrúnar og Hjörvars er
Kári Hjörvarsson, f. 17.2. 2018, og
stjúpsonur Heiðrúnar er Henrik
Einar Hjörvarsson, f. 25.9. 2007.
Systkini Heiðrúnar eru Kristrún
Dögg Marteinsdóttir, f. 6.2. 1973,
deildarstjóri í Grundaskóla á Akra-
nesi, og Andri Már Marteinsson, f.
15.2. 1989, forritari á Akranesi.
Foreldrar Heiðrúnar eru hjónin
Marteinn Grétar Einarsson, f. 3.8.
1953, hafnsögumaður á Akranesi,
og Guðrún Guðbjörg Sigurbjörns-
dóttir, f. 16.10. 1955, fótaaðgerða-
fræðingur á Akranesi.
Heiðrún Lind
Marteinsdóttir
Halla Guðrún Markúsdóttir
húsmóðir á Seltjarnarnesi
Guðmundur Illugason
hreppstjóri á Seltjarnarnesi
Lilja Guðmundsdóttir
húsmóðir á Akranesi
Sigurbjörn Aðalsteinn Haraldsson
verkamaður á Akranesi
Guðrún Guðbjörg Sigurbjörnsdóttir
fótaaðgerðafræðingur á Akranesi
Guðrún Björnsdóttir
húsmóðir á Reyni
Haraldur Jónsson
bóndi á Reyni í Innri-Akraneshreppi
Jón Þór
Hauksson þjálfari
kvennalandsliðsins
í fótbolta
Haukur
Sigurbjörnsson
sjómaður á
Akranesi
Gunnar Einarsson fv. skipstjóri á Akranesi
Haraldur Benediktson
alþingismaður og
bóndi á Vestri-Reyni
Benedikt Haraldsson
bóndi á Vestri-Reyni
Margrét Guðmundsdóttir forstöðukona
fæðingardeildar Landspítalans
Guðríður Guðmundsdóttir
húsmóðir á Steinsstöðum
Gunnar Lárentínus Guðmundsson
bóndi og vélstjóri á Steinsstöðum á Akranesi
Halldóra Gunnarsdóttir
húsmóðir á Akranesi
Sigurður Gunnarsson fv. garðyrkjubóndi á Akranesi
Sigurlín Gunnarsdóttir hjúkrunarforstjóri í Rvík
Ármann Gunnarsson
vélvirki á AkranesiBjarni Ármannsson fjárfestir og Everest-fari
Einar Árnason
útgerðarmaður á Akranesi
Halldóra Halldórsdóttir
húsmóðir í Sóleyjartungu
Árni Sigurðsson
skipstjóri í Sóleyjartungu á Akranesi
Úr frændgarði Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur
Marteinn Grétar Einarsson
hafnsögumaður á Akranesi
Árni Einarsson fv.
skipstjóri á Akranesi
Jóhanna
Árnadóttir
danskennari
Davíð Hjálmar í Davíðshagasegir frá því á Leir að um
helgina hafi hann dvalist í sum-
arhúsi í Garðshorni, nálægt Sel-
fossi. Þessi vísa fór í gestabókina:
Í Garðshorni er gott og fátt að ugga
er gælin sólin kyssir vanga þinn
en lúsmý bíður lágnættis við glugga
og laumast þá í svefnherbergið inn.
„Besta ráðið!“ sagði Hjálmar
Freysteinsson á heimasíðu sinni á
sunnudag:
Menn sem ýkja og margfalda
og margskonar staðleysum fram halda,
eru gagnlegir víst
ef geta þeir nýst
til að gera lúsmý að úlfalda.
Og bætti síðan við: „Allir kunna
að gera úlfalda úr venjulegri mý-
flugu en lúsmýið er trúlega erf-
iðara og ekki á allra færi.“
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
svaraði með því að segja: „Tja, ef
það er ekki á færi Mývetnings að
gera lúsmý að úlfalda þá gætum við
þurft að leita lengi, lengi, ekki
satt?“
Ingólfur Ómar Ármannsson yrk-
ir „morgunvísu“ á Boðnarmiði:
Risinn er nú dýrðardagur
dögg á grasi merlar skær,
logar himinn ljós og fagur
laufið strýkur þíður blær.
Sumarglaðir söngvar óma
sólin bliki á fjöllin slær,
gefur jörðu gullin ljóma
gleðin dátt í sinni hlær.
Guðmundur Arnfinnsson fagn-
ar sumardeginum:
Fagur dagur foldu prýðir,
fagna bæði dýr og menn.
Varmir anda vindar þýðir,
vaknar þrá til lífsins enn.
Magnús Geir Guðmundsson er
í öðrum og háleitari hugleið-
ingum:
Hugsýn mín er heldur lág,
hún ei skín við sjónarrönd.
Birta dvín svo bregður á,
brosin þín frá Vonarströnd.
Hallmundur Guðmundsson
yrkir við mynd:
Við suðurgaflinn sitja nú,
sauðurinn og tíkin.
Þeim er líkast sælan sú
að sólar eru fíkin.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Að gera lúsmý að úlfalda