Morgunblaðið - 03.07.2019, Síða 25
ÍÞRÓTTIR 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2019
HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI
Hágæða
vinnuföt
í miklu úrvali
Sérmerkjum fyrir fyrirtæki
Verkfæri og festingar
Mikið úrval af öryggisvörum
Nú fástS s vinnuföt í
Íslensku frjálsíþróttafélögin
halda áfram að skila upp afar
efnilegu íþróttafólki eins og
sýndi sig glögglega um helgina.
Tvær stelpur, 17 og 18 ára,
hlupu hraðar en nokkur íslensk
kona hefur gert þegar þær
slógu Íslandsmetið í 100 metra
hlaupi. Það verður forvitnilegt
að sjá hvað þær Guðbjörg Jóna
Bjarnadóttir og Tiana Ósk Whit-
worth gera á Evrópumóti 19 ára
og yngri í Svíþjóð síðar í þess-
um mánuði.
Um helgina bætti Dagbjartur
Daði Jónsson líka aldurs-
flokkamet sitt í spjótkasti og
Birna Kristín Kristjánsdóttir ald-
ursflokkamet sitt í langstökki.
Dagbjartur er á leið á EM 22 ára
og yngri en Birna með þeim
Tiönu og Guðbjörgu á EM U20.
Það er hins vegar risastórt
stökk á milli þess að vera efni-
legur unglingur og að vera
keppandi sem á heima á ÓL og
HM fullorðinna. Stærra en
margir gera sér grein fyrir. Von-
andi tekst einhverjum þeirra of-
antöldu, og fleirum, að taka það
stökk svo vel sé. Það er orðið
langt síðan Ísland átti frjáls-
íþróttafólk sem keppt gat um
verðlaun á þeim mótum. Ásdís
Hjálmsdóttir hefur staðið
fremst í flokki um alllangt
skeið, ásamt helst Anítu Hin-
riksdóttur, og Ásdís gerði vel í
að ná 11. sæti á HM fyrir tveim-
ur árum. Vonandi verða þær
báðar með í Doha í Katar í lok
september.
Íslenskir frjálsíþróttakarlar
hafa ekki náð lágmarki fyrir HM
eða Ólympíuleika síðan Óðinn
Björn Þorsteinsson vann sér
sæti í kúluvarpi á ÓL í London
2012. Sleggjukastarinn Hilmar
Örn Jónsson fékk að fara á HM
2017 vegna þess að Ísland átti
rétt á sæti fyrir einn karl. Hann
gæti vel náð í farseðil til Doha
enda ekki langt frá lágmarkinu.
BAKVÖRÐUR
Sindri Sverrisson
sindris@mbl.is
FÓTBOLTI
Sindri Sverrisson
sindris@mbl.is
Eitthvað verður undan að láta á
Hlíðarenda í kvöld þegar Valur og
Breiðablik mætast í leik sem gæti
skipt sköpum í baráttunni um Ís-
landsmeistaratitil kvenna í fótbolta í
ár. Bæði lið eru með fullkominn ár-
angur í Pepsi Max-deildinni hingað
til í sumar, hafa unnið alla sjö leiki
sína og slitið sig gjörsamlega frá
öðrum liðum.
Á vissan hátt mætti segja að um
sé að ræða fyrri úrslitaleik liðanna,
svona miðað við framgöngu þeirra í
deildinni. Þau hafa hins vegar bæði
sýnt að þau séu mannleg. Valur tap-
aði síðasta leik sínum, bikarleik
gegn Þór/KA á laugardaginn, og
Blikakonur, sem féllu út úr bik-
arnum með tapi gegn Fylki, voru
stálheppnar að landa 2:1-sigri gegn
HK/Víkingi í síðasta leik sínum.
Þrjár hafa verið meiddar
Ekki er annað vitað en að liðin
geti stillt upp sínum bestu byrj-
unarliðum í kvöld. Berglind Björg
Þorvaldsdóttir missti af síðasta leik
eftir að hafa meiðst í mjöðm í lands-
leik gegn Finnum 17. júní, en vonir
standa til þess að hún geti leitt sókn-
arlínu Breiðabliks. Ásgerður Stef-
anía Baldursdóttir lék aðeins fyrri
hálfleik með Val gegn Þór/KA vegna
hásinaeymsla en verður með í kvöld,
en meiri óvissa er um Hallberu Guð-
nýju Gísladóttur sem sat á vara-
mannabekknum á Akureyri vegna
meiðsla í læri.
Í leiknum í kvöld má samt sem áð-
ur ætla að sex þeirra sem byrjuðu
síðasta landsleik Íslands, 2:0-
sigurinn gegn Finnum, verði á
Origo-vellinum. Leikurinn ætti í
raun að verða það næsta sem hægt
er að komast því að sjá HM-gæði á
Íslandi í ár, nú þegar heimsmeist-
aramótið er að ná hámarki, og hálf-
gerð synd að leiktíminn stangist á
við undanúrslitaleik Hollands og
Svíþjóðar. Hafa má í huga að ís-
lenska landsliðið var einum sigri frá
því að komast á HM.
Fjórtán í síðasta landsliðshóp
Af þeim 23 leikmönnum sem Jón
Þór Hauksson landsliðsþjálfari valdi
í Finnlandsförina í júní, í síðustu
leikina áður en undankeppni EM
hefst í lok ágúst, voru heilir 14 leik-
menn úr röðum Vals og Breiðabliks,
sjö úr hvoru liði. Hér að neðan má
sjá líkleg byrjunarlið í kvöld og
leikjafjölda þeirra leikmanna með A-
landsliðinu og yngri landsliðum. All-
ir leikmennirnir hafa klæðst ís-
lensku landsliðstreyjunni og aðeins
fjórir eiga ekki að baki A-landsleik. Í
liði Vals eru fjórar landsliðskonur
með yfir 100 A-landsleiki á fer-
ilskránni.
Valur: (4-4-2) Mark: Sandra Sig-
urðardóttir (23 A, 15 U). Vörn: Elísa
Viðarsdóttir (36 A, 8 U), Guðný
Árnadóttir (4 A, 40 U), Lillý Rut
Hlynsdóttir (34 U), Hallbera Guðný
Gísladóttir (105 A, 18 U). Miðja: Hlín
Eiríksdóttir (8 A, 45 U), Dóra María
Lárusdóttir (114 A, 46 U), Ásgerður
S. Baldursdóttir (10 A), Fanndís
Friðriksdóttir (102 A, 32 U). Sókn:
Margrét Lára Viðarsdóttir (121 A,
43 U), Elín Metta Jensen (42 A, 35
U).
Breiðablik: (4-3-3) Mark: Sonný
Lára Þráinsdóttir (7 A, 1 U). Vörn:
Ásta Eir Árnadóttir (7 A, 25 U),
Kristín Dís Árnadóttir (29 U), Heið-
dís Lillýjardóttir (19 U), Áslaug
Munda Gunnlaugsdóttir (2 A, 24 U).
Miðja: Hildur Antonsdóttir (40 U),
Selma Sól Magnúsdóttir (14 A, 26
U), Alexandra Jóhannsdóttir (3 A,
45 U). Sókn: Karólína Lea Vil-
hjálmsdóttir (1 A, 40 U), Berglind
Björg Þorvaldsdóttir (41 A, 38 U),
Agla María Albertsdóttir (25 A, 27
U).
HM-bragur á topp-
slagnum á Hlíðarenda
Sex úr byrjunarliði Íslands væntanlega með í uppgjöri Vals og Breiðabliks
Morgunblaðið/Hari
Langefst Valur og Breiðablik eru með 21 stig eftir sjö umferðir, átta stigum á undan næsta liði fyrir leikinn í kvöld.
Tveir leikmenn úr Pepsi Max-deild karla í knattspyrnu
voru í gær úrskurðaðir í leikbann á reglubundnum fundi
aga- og úrskurðarnefndar KSÍ. Þetta eru þeir Arnar
Sveinn Geirsson, leikmaður Breiðabliks, og Stefán Teit-
ur Þórðarson, leikmaður ÍA. Báðir fá þeir eins leiks bann
vegna fjögurra gulra spjalda.
Stefán Teitur missir af leik ÍA og Fylkis á laugardag
en Arnar Sveinn verður fjarri góðu gamni þegar Blikar
taka á móti grönnum sínum í HK á sunnudaginn. Eftir
brotthvarf Jonathans Hendrickx til Belgíu í lok síðasta
mánaðar er hinn tvítugi Davíð Ingvarsson eini bakvörð-
urinn sem hefur spilað deildarleik í sumar sem verður til
taks hjá Blikum í leiknum. Hinn 17 ára gamli Karl Friðleifur Gunnarsson er
einnig bakvörður, en hann hefur spilað 15 mínútur í efstu deild á ferlinum
þegar hann kom inn á sem varamaður í einum leik í fyrra.
Þá var 1. deildar lið Fram sektað um 20 þúsund krónur vegna framgöngu
liðsins gegn Þrótti R. á dögunum. Framarar fengu þá átta refsistig, þar af
tvö rauð spjöld – meðal annars á Jón Þór Sveinsson þjálfara. yrkill@mbl.is
Missir af Kópavogsslagnum
Arnar Sveinn
Geirsson
Skylmingakappinn ungi Daníel Þór Líndal Sigurðsson
vann til gullverðlauna á Fimmþjóðaleikum unglinga í
skylmingum í Dublin um helgina. Á mótinu keppir
skylmingafólk frá Englandi, Írlandi, Wales, Skotlandi og
Norður-Írlandi en Daníel, sem er 17 ára og á íslenska
foreldra, er einmitt búsettur í Belfast á Norður-Írlandi.
Daníel hefur æft skylmingar með stungusverði frá 11
ára aldri en hann sigraði í einstaklingskeppni á laugar-
daginn og varð svo í 2. sæti með norðurírska liðinu í liða-
keppninni á sunnudag. Þetta var síðasta mót keppnis-
tímabilsins en Daníel hafði áður náð 2. sæti á breska
unglingameistaramótinu í maí. Hann stefnir á að fara í
æfingabúðir í Danmörku og Tékklandi í ágúst áður en nýtt keppnistímabil
hefst þar sem hann ætlar sér að keppa á alþjóðlegu heimsbikarmótaröðinni
í haust. Daníel, sem er með tvöfaldan ríkisborgararétt, keppir fyrir Ísland
á alþjóðlegum mótum en getur einnig keppt á breskum innanlandsmótum.
Daníel fékk gull í Dublin
Daníel Þór Líndal
Sigurðsson