Morgunblaðið - 03.07.2019, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 03.07.2019, Qupperneq 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2019  Hið íslenska U17 ára landslið kvenna í knattspyrnu gerði í gær magnað 3:3-jafntefli við Þýskaland í fyrsta leik á Opna Norðurlandamótinu sem leikið er í Svíþjóð. Þýskaland komst í 3:0 en endurkoma Íslands hófst á 72. mínútu þegar Hildur Lilja Ágústsdóttir minnkaði muninn. Am- anda Jacobsen Andradóttir skoraði svo á 84. mínútu og Bryndís Arna Níelsdóttir tryggði jafntefli með marki á 89. mínútu, lokatölur 3:3. Næsti leikur Íslands er á morgun gegn Noregi, sem vann 5:0-sigur gegn Danmörku í dag.  Gunnlaugur Fannar Guðmundsson hefur verið lánaður frá úrvalsdeildar- liði Víkings R. í knattspyrnu til fyrstu- deildarliðs Hauka. Gunnlaugur kom til Víkings frá Haukum og var á sínu þriðja tímabili í Fossvoginum, en hafði aðeins komið við sögu í tveimur deildarleikjum það sem af er sumri.  Úrvalsdeildarlið KA í handknattleik hefur tryggt sér þjónustu leikstjórn- andans Patreks Stefánssonar sem hefur samið við félagið til næstu tveggja ára. Patrekur kemur til fé- lagsins frá grönnunum í Þór, sem áð- ur lék undir merkjum Ak- ureyrar, og var með markahæstu leik- mönnum liðsins þegar það féll úr efstu deild í vor. Eitt ogannað HM 2019 Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is Ekki nóg með það að ríkjandi meist- aralið Bandaríkjanna mun leika til úrslita á þriðja heimsmeistara- mótinu í röð, sem er met, heldur fer liðið í úrslitaleikinn í Frakklandi á sunnudag eftir 11 sigurleiki í röð á HM. Ekkert lið hefur afrekað slíkt í sögu heimsmeistaramóts kvenna. Bandaríkin gerðu vonir Englands um fyrsta úrslitaleik þjóðarinnar að engu með 2:1-sigri í undanúrslita- viðureign þeirra í Lyon í gærkvöldi. Þess í stað mun England leika um bronsverðlaun annað mótið í röð, en liðið hefði ekki getað komist nær því að velta Bandaríkjunum af stalli fyr- ir framan rúmlega 53 þúsund áhorf- endur á vellinum í gærkvöldi. Það sem hefur verið einn helsti styrkur Bandaríkjanna er sterk byrjun og sú var heldur betur raunin í þessum leik. Christen Press kom Bandaríkjunum yfir með föstum skalla strax á 10. mínútu, en liðið hefur skorað á fyrstu 12 mínútunum í öllum sex leikjum sínum á mótinu til þessa og aldrei lent undir. Banda- ríkin hafa heldur aldrei tapað leik í sögunni á HM eftir að hafa komist yfir, eða alls í 40 leikjum. Næst var hins vegar röðin komin að tveimur markahæstu leik- mönnum mótsins. Ellen White jafn- aði fyrir England á 19. mínútu, áður en afmælisbarnið Alex Morgan kom Bandaríkjunum yfir á ný eftir rúm- an hálftíma. Þær hafa nú báðar skor- að sex mörk á mótinu. Þriðja vítaspyrnan í súginn Óhætt er að segja að dramatíkin hafi verið mikil þegar England leit- aði að sigurmarki, sem raunar tókst að því er virtist. White skoraði þá aftur eftir magnaða stungusendingu Jill Scott, en myndbandsupptökur úrskurðuðu að um rangstöðu hefði verið að ræða. Umdeildur dómur, þótt réttur hafi verið eftir endursýn- ingu, en sóknarmaðurinn fékk ekki að njóta vafans og gerir þessa tækni að enn frekara þrætuepli eins og áð- ur hefur gerst á mótinu. Pirringur þeirra ensku út í mynd- bandadómgæsluna breyttist hins vegar í gleði skömmu síðar þegar White var rænd dauðafæri fyrir opnu marki og eftir langa yfirlegu dómarans var dæmd vítaspyrna. Spyrna fyrirliðans Steph Houghton eftir stutt tilhlaup var hins vegar slök, Alyssa Naeher svo til greip boltann og gerði draum enska liðsins að engu. Þetta var fjórða víta- spyrnan sem England fær á HM í ár og um leið þriðja vítaspyrnan sem fer í súginn. Alltaf leikið um verðlaun Bandaríkin eru nú á leið í sinn fimmta úrslitaleik frá fyrsta heims- meistaramóti kvenna árið 1991, en liðið hefur aldrei komist styttra en í undanúrslit. Í kvöld kemur svo í ljós hvort mót- herjinn í úrslitaleiknum í París á sunnudag verði Svíþjóð, sem hefur einu sinni spilað til úrslita árið 2003, eða Evrópumeistarar Hollands, sem eru aðeins í annað sinn með á heims- meistaramóti eftir magnaðan upp- gang síðustu ár. Í úrslit á sögulegu skriði  Bandaríkin leika til úrslita á þriðja heimsmeistaramótinu í röð  Settu nýtt met með því að vinna 11. leikinn í röð á HM  England leikur aftur um bronsið AFP Úrslit Alex Morgan brosir breitt eftir mark sitt í gærkvöld, umvafin fagnandi liðsfélögum hjá Bandaríkjunum. Fimm íslenskar frjálsíþróttastúlkur eru á meðal þeirra tíu bestu í Evrópu á árinu í sínum aldursflokki. Elísabet Rut Rúnarsdóttir er önnur á Evrópulistanum í sleggjukasti stúlkna yngri en 18 ára en efst þegar árangur með 4 kg sleggju er skoðaður með kast upp á 62,16 metra. Erna Sóley Gunnarsdóttir er þriðja á listan- um í kúluvarpi yngri en 20 ára, en 16,13 metra kast hennar er aldursflokkamet 18-19 og 20-22 ára. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir er fjórða í 200 metra hlaupi, 20 ára og yngri, á Íslandsmeti sínu, 23,45 sek- úndum. Fyrir Íslandsmet sitt í 100 metra hlaupi frá því um helgina, 11,56 sekúndur, er hún í fimmta sæti. Tiana Ósk Whitworth, sem hljóp á 11,57 sekúndum, er í áttunda sæti. Birna Kristín Kristjánsdóttir er svo í sjöunda sæti á Evrópulistanum 18 ára og yngri í langstökki eftir að hafa stokkið 6,12 metra og sett aldurs- flokkamet 16-17 ára. yrkill@mbl.is Fimm íslenskar eru á topp 10 Elísabet Rut Rúnarsdóttir Alex Freyr Hilmarsson, leikmaður KR í knattspyrnu, verður frá næstu mánuðina vegna meiðsla. Hann sagði við Vísi í gærkvöldi að 99% líkur væru á því að krossband í hné væri slitið eftir meiðslin sem hann hlaut í toppslagnum gegn Breiða- bliki í fyrrakvöld. Alex var borinn þungt haldinn af velli og sagði við mbl.is að hann hefði heyrt smell í hnénu. Alex Freyr kom til KR frá Vík- ingi R. í vetur og var búinn að stimpla sig vel inn en KR-ingar hafa unnið sjö deildarleiki í röð. Krossband slitið hjá Alex Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Meiddur Alex Freyr Hilmarsson á sjúkrabörum í leiknum í fyrrakvöld. NÝ ÞJÓNUSTA FYRIR ÁSKRIFENDUR HLJÓÐMOGGI FYRIR FÓLK Á FERÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.