Morgunblaðið - 03.07.2019, Page 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2019
Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is
Amerísk heimilistæki
rafvorur.isRAFVÖRUR ehf
Þvottavélar
og þurrkarar
sem taka
10-17 kg
Það er um 80% ódýrara að
skipta um tímareim miðað við
þann kostnað og óþægindi
sem verða ef hún slitnar
Hver er staðan á tíma-
reiminni í bílnum þínum?
Hringdu og pantaðu
tíma í síma
577 1313
TANGARHÖFÐA 13
577 1313 - kistufell.com
BIFREIÐAVERKSTÆÐIÐ
Jazzhátíð Reykja-
víkur verður hald-
in í þrítugasta sinn
í haust, dagana 4.
til 8. september.
Á hátíðinni
verður í senn boðið
upp á innlendar
framvarðarsveitir
í faginu, nokkur
samstarfsverkefni
innlendra og erlendra flytjenda, sem
og „erlend atriði sem farið hafa víða
og vakið athygli og hrifningu úti í
hinum stóra heimi“, svo vitnað sé í
tilkynningu. Sem dæmi um áhuga-
verða flytjendur má nefna ensk-
skandinavíska tríóið Phronesis, tríó
breska saxófónleikarans Tori Free-
stone og tvö samstarfsverkefni ís-
lenskra og erlendra listamanna.
Annars vegar samstarf Jóels Páls-
sonar, sænska bassaleikarans Tor-
björns Zetterbergs og portúgalska
trompetleikarans Susönu Santos
Silva og hins vegar samstarf Scotts
McLemores og breska trompetleik-
arans Lauru Jurd.
Íslenskir listamenn verða annars
áberandi með sveitum sínum. Karl
Olgeirsson mætir til að mynda til
leiks með fríðu föruneyti og leikur
lög af plötunni Mitt bláa hjarta. Þá
kemur gítarleikarinn Mikael Máni
Ásmundsson fram ásamt tríói sínu,
sem skipað er auk hans þeim Skúla
Sverrissyni og Magnúsi Trygvasyni
Eliassen. Leika þeir lög af fyrstu
plötu Mikaels, Bobby.
Dagskrá hátíðarinnar má sjá á
reykjavikjazz.is en miðasala er hafin
á vefnum tix.is.
Dagskrá
Jazzhátíðar í
haust kynnt
Jóel Pálsson
við í það að bæta inn í einhverjum
sem okkur þótti fallegt og langaði að
flytja saman og hentaði konseptinu
okkur þrem. Við erum þrjú og að
syngja þrjú saman og erum með ein-
falda uppstillingu, bara bassa, gítar
og þrjá söngvara,“ segir Sigríður.
Lagavalið endurspegli þau þrjú,
stemninguna og íslenska sumarið.
Sigríður segir að þeim þyki vera
rauður þráður á plötunni. „Það sem
við höfum sett fram á þessum sum-
arferðum okkar,“ segir hún um þráð-
inn.
Kálfar á Búrfelli
Og vissulega er mikil sumarstemn-
ing yfir plötunni, bæði tónlist og
myndefni en plötuumslagið þrýðir
ljósmynd eftir Sigurð af þremur kálf-
um á túni og hvítum þvotti á snúru.
Sigríður segir Sigurð hafa lært ljós-
myndun á Ítalíu og að hann hafi tekið
allar myndirnar sem prýða plötuna,
að utan sem innan. „Þetta eru þrír
kálfar á Búrfelli í Miðfirði,“ segir hún
um fyrirsæturnar.
Framundan er tónleikaferðalag og
segir Sigríður að vegna aðstæðna
muni þau ekki fara í hringferð heldur
fara þrisvar sinnum í ferðalag, taka
þrjá leggi um ólík svæði landsins.
„Okkur finnst þetta alltaf skemmti-
legt, að pakka í einn bíl, setja hattana
á okkur, kveikja á útvarpinu og keyra
af stað.“
Ljósmynd/Ásgeir Guðmundsson
GÓSS Nafn sveitarinnar er myndað úr upphafsstöfum meðlima, þeirra Guðmundar Óskars, Sigurðar og Sigríðar.
Sá flóttamannastraumur semhefur verið áberandi aðundanförnu mun að öllumlíkindum aukast ef eitthvað
er á næstu árum og áratugum. Því
má búast við að ýmsir menningar-
heimar mætist og við það geta orðið
harðir árekstrar. Kvikmyndin Synir
Danmerkur (Danmarks sønner), lýs-
ir slíkum árekstri, árekstri danskrar
menningar og þeirrar arabísku.
Þetta er fyrsta kvikmynd hins 32 ára
leikstjóra og handritshöfundar Ulaa
Salim í fullri lengd.
Í verkinu vinnur Salim með þá
þróun sem orðið hefur í dönskum
stjórnmálum að þjóðernissinnar láti
á sér kræla og flokkar sem áður
þóttu nokkuð umburðarlyndir gagn-
vart innflytjendum hafi nú snúið við
blaðinu til þess að auka fylgi sitt.
Kvikmyndin hefst á því að fram-
bjóðandi þjóðernisflokksins, Martin
Nordahl, kemur fram á sjónarsviðið
í kjölfar hryðjuverkaárásar í Kaup-
mannahöfn og heillar dönsku þjóð-
ina með loforðum um hreina, danska
þjóð. Fylgi hans er óhugnanlega
mikið og stefnir allt í að hann beri
sigur úr býtum í komandi þingkosn-
ingum.
Rasmus Bjerg stendur sig vel í
hlutverki stjórnmálamannsins Nor-
dahl. Þó er erfitt að átta sig á því
hvers vegna danska þjóðin heillast
af þessum manni sem boðar hatur í
stórum stíl. Og þó, rasismi hefur
aukist á Vesturlöndum með vaxandi
straumi innflytjenda og því líklega
aðeins tímaspursmál hvenær sjóði
upp úr. Hægriöfgahópurinn Synir
Danmerkur heillast af orðræðu og
boðskap Nordahls og dregur mynd-
in nafn sitt af þeim hópi. Hinn
danski almenningur sem styður
Nordahl er að öðru leyti ósýnilegur
en gegnir þó lykilhlutverki í mynd-
inni og má segja að ádeila myndar-
innar beinist einna helst að dönskum
kjósendum.
Að Bjerg undanskildum eru burð-
arhlutverk myndarinnar í höndum
Dana af erlendu bergi brotnum. Í
samfélagi innflytjenda kraumar
óánægja og hræðsla við afleiðingar
þess að Nordahl leiði ríkisstjórn
Danmerkur og þjóðina í heild. Hinn
19 ára Zakaria (Mohammed Ismail
Mohammed) ákveður því að slást í
hóp með mönnum sem hyggjast
grípa til aðgerða og kynnist þar
hinni aðalpersónu myndarinnar, Ali
(Zaki Youssef). Afleiðingarnar verða
hins vegar ekki eins og lagt var upp
með og við tekur spennandi atburða-
rás þar sem margt kemur á óvart.
Myndin er kölluð pólitískur tryllir
og er það réttnefni, söguþráðurinn
heldur manni í heljargreipum og
maður getur aðeins verið viss um
eitt; að það stefnir í óefni. Eftir því
sem lengra líður á myndina verður
andrúmsloftið meira kæfandi með
hverri mínútunni. Drungi umfjöll-
unarefnisins er dreginn fram með
drungalegri lýsingu en þó birtir að-
eins til þegar sýnt er frá fallegum
fjölskyldustundum. Þær undirstrika
hve mikið er í húfi fyrir aðal-
persónur myndarinnar sem gerir
myndina enn erfiðari áhorfs.
Eitt af því fáa sem dregur úr
ágæti þessarar myndar er að kven-
hlutverkin eru afar fátækleg. Kon-
urnar sem sjást hafa einungis það
hlutverk að vera eiginkonur og
mæður karlmannanna sem myndin
fjallar um. Eini tilgangur kvenper-
sónanna virðist vera að sýna karl-
mennina sem feður, eiginmenn og
syni sem gerir þá mannlega og vek-
ur samúð áhorfenda með þeim.
Það vissulega fellur að titli mynd-
arinnar, Synir Danmerkur, að karl-
menn séu í forgrunni og því kannski
viljaverk. Þetta er kvikmynd sem
fjallar um baráttu karla um völd og
virðingu en það er engu að síður
merkilegt að í danska nútíma- eða
framtíðarsamfélaginu sem er lýst í
myndinni fái konur svo lítið pláss.
Ein skýring gæti verið að leikstjór-
anum þætti þetta lýsandi fyrir þá
hlutverkaskiptingu sem ríkir í sam-
félögum innflytjendanna sem mynd-
in sýnir frá en það er þó ekki nægi-
legt til þess að skýra það að hvergi
bregði fyrir sterkri kvenpersónu
sem hefur annað hlutverk en að
styðja við karlmennina, elda ofan í
þá og ala upp börn þeirra.
Leikstjórinn Ulaa Salim er fædd-
ur og uppalinn í Danmörku en báðir
foreldrar hans eru íraskir innflytj-
endur og því þekkir hann það að öll-
um líkindum vel að vera á mörkum
tveggja menningarheima eins og
persónur myndarinnar. Salim virðist
vera rétti maðurinn til þess að tak-
ast á við þetta mikilvæga málefni og
útkoman er eftir því. Með tvítyngda
leikara með sér í liði tekst Salim að
skapa trúverðugan heim innflytj-
enda þar sem arabíska tungan fær
mikið pláss. Aðalpersónurnar eru
strákar sem hafa alist upp í Dan-
mörku, tala dönsku sín á milli en
arabísku við foreldra sína. Tungu-
málin fléttast fallega saman í sam-
skiptum drengja á mörkum tveggja
heima. Þeir upplifa kynþáttahatrið
vaxa í dönsku samfélagi og fyllast
reiði og hræðslu.
Kvikmyndin varpar fram spurn-
ingum um hverjir séu raunverulega
Danir, hvort danskir drengir af
arabískum uppruna fái að tilheyra
samfélaginu sem þeir hafa alist upp
í. Hverjir eru synir Danmerkur?
Eru það meðlimir hægriöfgahópa
eða múslímskir innflytjendur?
Salim virðist takast ætlunarverk
sitt með ágætum; að vekja áhorf-
endur til umhugsunar um ástandið
sem er rakið að skapist ef allt fer á
versta veg í þeirri heimsmynd sem
blasir við okkur. Leikstjórinn dreg-
ur upp grimmilega framtíðarsýn
sem er þörf áminning til okkar
Vesturlandabúa um mikilvægi þess
að sýna umburðarlyndi og náunga-
kærleik nú sem aldrei fyrr.
Frambjóðandi Rasmus Bjerg í hlutverki hins vinsæla frambjóðanda Martins
Nordahls sem boðar útlendingahatur og hugmyndir um hreina danska þjóð.
Hverjir eru synir Danmerkur?
Bíó Paradís
Synir Danmerkur bbbbn
Leikstjóri og handritshöfundur: Ulaa
Salim. Aðalleikarar: Mohammed Ismail
Mohammed, Zaki Youssef, Imad Abul-
Foul, Rasmus Bjerg.
Danmörk, 2019. 120 mín.
RAGNHEIÐUR
BIRGISDÓTTIR
KVIKMYNDIR