Morgunblaðið - 03.07.2019, Síða 32
Söngkonan og lagahöfundurinn
MIMRA, en það er listamannsnafn
Maríu Magnúsdóttur, kemur tvisvar
fram á hinni árlegu jaðarlistahátíð
Reykjavík Fringe Festival sem
stendur yfir þessa dagana. Í kvöld
kl. 19 verður hún með tónleika í
R6013 í Ingólfsstræti 20 og síð-
an kemur hún fram á Dillon á
föstudagskvöldið kemur kl. 22.
MIMRA treður tvisvar
upp á Reykjavík Fringe
MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 184. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 670 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
Ríkjandi heimsmeistarar Bandaríkj-
anna leika til úrslita á HM kvenna í
Frakklandi eftir dramatískan 2:1-
sigur á Englandi í undanúrslitum í
gærkvöldi. Mark var meðal annars
dæmt af Englandi auk þess sem lið-
ið klúðraði vítaspyrnu seint í leikn-
um, en enska liðið þarf að sætta sig
við að leika um bronsið annað
heimsmeistaramótið í röð. »27
Heimsmeistararnir
leika til úrslita á HM
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Fylkir er með fimmtán
uppalda leikmenn
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Fyrir rúmum áratug opnaði Almar
Þór Þorgrímsson bakari eigið bakarí
í Hveragerði, Almar bakari, og
skömmu fyrir mánaðamót bætti
hann við öðru samnefndu bakaríi í
nýrri byggingu gegnt Bónus austast
á Selfossi. „Mér var boðið húsnæðið
og ég trúi því að þetta sé framtíðar-
staðsetning verslunar á staðnum,“
segir hann.
Almar ólst upp í Reykjavík en út-
skrifaðist sem bakari í Danmörku
1998 og fór síðan á flakk, eins og
hann orðar það. „Ég kynntist kon-
unni þegar ég vann á Hótel Loftleið-
um, hún er frá Hveragerði og mér
finnst Hveragerði með fallegri bæj-
um á Íslandi,“ segir hann um flutn-
inginn austur fyrir fjall. „Þegar ég
frétti af lausu húsnæði við þjóðveg-
inn sá ég fyrir mér að það væri kjör-
inn staður fyrir bakarí, því ferða-
mönnum ætti bara eftir að fjölga,“
heldur hann áfram spámannslega.
Hugmynd Almars um vinsælt
bakarí varð að veruleika, ferða-
mönnum hefur fjölgað til muna og
viðskiptin staðið undir væntingum
og meira en það. „Þetta hefur geng-
ið alveg glimrandi vel og segja má
að spádómur minn hafi meira en
ræst.“
Mikið úrval og gott hráefni
Hjónin Almar og Ólöf Ingibergs-
dóttir byrjuðu saman með rekst-
urinn og unnu myrkranna á milli.
„Hún var kasólétt og ég var eini
bakarinn fyrstu mánuðina en við
vorum sex starfsmenn þegar mest
var,“ rifjar hann upp. Bakaríin eru
opnuð ekki seinna en sjö á morgn-
ana og er opið til sex á kvöldin.
„Þetta var stanslaus vinna nær allan
sólarhringinn og ég sofnaði gjarnan
fyrir framan sjónvarpið um leið og
ég kom heim. Nú er ég með hátt í 50
manns í vinnu, tvo bakara á hvorum
stað, og fer sjálfur á milli, en vinnan
er alltaf jafn skemmtileg.“
Mikill uppgangur er á Selfossi og
Almar segir að hann og Gylfi Gísla-
son, framkvæmdastjóri verktaka-
fyrirtækisins Jáverks ehf., hafi und-
anfarin fjögur ár rætt um að hann
opnaði bakarí í nýju húsi á Selfossi.
„Í febrúar sem leið var ákveðið að
reisa húsið, okkur var boðið að koma
inn og tilboðið var of gott til að segja
nei.“
Ýmsir viðburðir eins og besta pip-
arkökuhúsið í Hveragerði og holl-
ustukökukeppni hafa tengst bakar-
íinu. „Við höfum oft staðið fyrir
ýmsum keppnum til þess að lífga
upp á tilveruna, því lífið er þannig að
við eigum að geta skipt um skoðun
reglulega og breytt til. Við nennum
ekki að lifa í kassa heldur viljum lifa
lífinu lifandi. Það er of stutt til þess
að vera njörvaður niður.“
Almar segir að frá byrjun hafi
hann lagt áherslu á að vera með
mikið úrval úr besta fáanlega hrá-
efni. „Ég hef alla tíð reynt að blanda
nýjungum saman við þetta gamla og
góða. Kleinuhringirnir okkar, sem
eru sambland af íslenskum snúðum
og amerískum kleinuhringjum, eru
eitt skemmtilegasta dæmið, hálfgert
vörumerki.“
Morgunblaðið/Sigmundur Sigurgeirsson
Á Selfossi Hjónin Almar Þór Þorgrímsson og Ólöf Ingibergsdóttir við nýja bakaríið austast í bænum.
Opinn fyrir nýjungum
Almar bakari bæði í Hveragerði og á Selfossi Tilboð
um nýtt húsnæði austast í bænum of gott til að hafna því
Fylkir hefur teflt fram fimmtán
uppöldum leikmönnum í úrvals-
deild karla í fótbolta á yfirstand-
andi keppnistímabili og Breiðablik
á fleiri leikmenn í öðrum liðum en
sínu eigin. Völsungur á Húsavík hef-
ur alið upp fleiri af núverandi leik-
mönnum deildarinnar en þrjú af
þeim félögum sem spila í deildinni.
Farið er ítarlega yfir
uppruna leikmann-
anna á íþróttasíðum
blaðsins í
dag. »26