Morgunblaðið - 09.07.2019, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.07.2019, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 2019 Seyðisfjörður Kátir krakkar tóku sprett á Norðurgötunni á Seyðisfirði í gær. Hin litríka gata, sem liggur frá Bláu kirkjunni að miðbænum, er orðin eitt helsta kennileiti bæjarins. Eggert WASHINGTON, DC | Á meðan heimurinn hef- ur haft áhyggjur af mögulegu stríði milli Bandaríkjanna og Ír- ans hefur blóðbaðið í Sýrlandi færst í aukana á ný. Rík- isstjórn Bashars al- Assad Sýrlands- forseta hefur hert á sókn sinni gegn síðasta vígi uppreisnarmanna í Idlib-héraði, en þar búa um þrjár milljónir manna og hafa margir þeirra flúið þangað frá öðrum hér- uðum Sýrlands. Bandaríkjastjórn verður því að reyna á ný að stilla til friðar eigi að koma í veg fyrir mannúðarmartröð og endurnýjaðan flóttamannastraum frá landinu. Allar götur síðan hersveitir, sem einkum voru skipaðar Kúrdum, sigruðust á Ríki íslams með stuðn- ingi Bandaríkjanna hafa Banda- ríkjamenn reynt að skilja sig frá Sýrlandi. Donald Trump Banda- ríkjaforseti tilkynnti seint á síðasta ári að hann hygðist draga til baka allt bandarískt herlið þar, en með því hefur hann látið Rússum, Írön- um og Tyrkjum eftir að semja um framtíð landsins. Það er nú orðið ljóst að Trump lét of snemma til skarar skríða. Hin nýju átök sem blossað hafa upp í Idlib-héraði eru öflug áminning um að Sýrland er áfram púðurtunna. Um einn þriðji landsins er á valdi kúrdískra hersveita sem Tyrkland telur vera höfuðandstæðing sinn. Þökk sé stuðningi Bandaríkja- manna við Kúrda og ákvörðun Tyrkja um að kaupa flugskeyti af Rússum eru samskipti Bandaríkj- anna og Tyrklands við frostmark. Á sama tíma hafa Rússar náð fótfestu á ný í Mið-Austurlöndum með því að styðja við Assad-stjórnina, og Ír- anir hafa einnig aukið ítök sín í landinu og um leið aukið völd sín í heimshlutanum sem og líkurnar á stríði við Ísraelsmenn. Í stað þess að stinga höfðinu í sandinn þurfa Bandaríkin að taka fullan þátt í að móta framtíð Sýr- lands. Fyrsta skrefið gæti verið það að stofna stýrihóp ásamt Tyrkjum, Rússum, Evrópusambandinu og Sameinuðu þjóðunum. Sá hópur myndi hafa þrjú lykilmarkmið, og það brýnasta þeirra er að beita As- sad-stjórnina þrýstingi til þess að stöðva ofbeldið og samþykkja ríki með minni miðstýringu í skiptum fyrir alþjóðlega aðstoð við endur- uppbyggingu landsins. Sýrlensk stjórnvöld verða um leið að hætta við stórsókn sína í Idlib-héraði, og andspyrnuhóparnir þar verða að samþykkja að leggja niður vopn. Pólitíska umgjörðin fyrir frið og stöðugleika í Sýrlandi mun kalla á nýja stjórnarskrá, sem gefur hér- uðum landsins umtalsverða sjálfs- stjórn, á sama tíma og ríkisstjórnin hefur einokun á beitingu valds. Það að leyfa blöndu af vopnuðum einka- herjum að starfa áfram myndi nær örugglega leiða til lögleysu. Fyrir alþjóðasamfélagið ætti það að vera forgangsmál að tryggja þá aðstoð við uppbyggingu sem þyrfti að fylgja slíku samkomulagi. Takist það ekki að endurreisa hin stríðs- hrjáðu héruð Sýrlands og auka getu ríkisins til að veita grunnþjón- ustu verður glugginn opinn fyrir öfgahópa til að blómstra. Evrópu- sambandið ætti, með stuðningi Sameinuðu þjóðanna, að hefja ferlið með því að sjá um að koma flótta- mönnum aftur til síns heima, safna nauðsynlegum úrræðum og hefja áætlun um endurreisn eftir átökin. Annað markmið stýrihópsins ætti að vera að ná samkomulagi við helsta flokk Kúrda í Sýrlandi, Lýð- ræðislega einingarflokkinn (PYD). Í skiptum fyrir sjálfstjórn héraðsins innan sýrlenska ríkisins myndi flokkurinn binda enda á bandalag sitt við kúrdíska verkamannaflokk- inn (PKK), sem hefur staðið fyrir hryðjuverkaárásum innan Tyrk- lands í áratugi. Að því gefnu að PYD slíti tengslin við PKK ætti stýrihópurinn því næst að setja á laggirnar áætlun til að auka stöð- ugleikann í kúrdískum héruðum Sýrlands. Bandaríkjunum fyrir sitt leyti ber skylda til þess að tryggja póli- tísk réttindi Kúrda í Sýrlandi eftir að þeir leiddu baráttuna gegn Ríki íslams. En Bandaríkin verða einnig að laga samskipti sín við Tyrkland. Eina leiðin til þess að gera hvort tveggja er að stuðla að sam- komulagi milli Tyrklands og PYD. Í því skyni ættu Bandaríkjamenn að lofa því að þeir muni taka aftur til sín þau þungavopn sem þeir létu Kúrdunum í té og ýta á PYD að gefa þeim sveitarstjórnum sem þeir náðu á sitt vald í sókninni gegn Ríki íslams aftur sjálfstjórn. Bandaríkin þurfa einnig að að- stoða við að halda kúrdískum víga- mönnum frá landamærunum við Tyrkland, sem gæti gerst með því að búa til „öryggissvæði“ í norður- hluta Sýrlands – en uppástunga þess efnis er nú til athugunar hjá stjórnvöldum í Ankara og Wash- ington. Það að tyrknesk stjórnvöld hafa nýlega ákveðið að ræða aftur beint við forystu PYD er jákvætt teikn. Þriðja markmið stýrihópsins ætti að vera að draga úr, ef ekki þurrka út með öllu, áhrif Írans í Sýrlandi. Á meðan Íranar hafa herlið og bandamenn þar, að ekki sé minnst á hin miklu ítök sem Íran hefur hjá sýrlenskum stjórnvöldum, geta þeir valdið vandamálum ekki bara í Sýr- landi, heldur einnig í Írak, Líbanon og Ísrael. Bara með því að stofna nýjan stýrihóp yrðu áhrif Írans minnkuð með því að loka landið frá helsta vettvanginum sem ákvarðar framtíð landsins. Hópurinn ætti einnig að gera alla aðstoð við upp- byggingu háða því að Assad skilji sig frá Írönum. Það er rétt afstaða hjá Trump að vilja fara frá Sýrlandi. En til þess að skilja sig frá átökunum verða Bandaríkin fyrst að hefja nýja frið- arsókn á alþjóðavettvangi. Fari Trump frá Sýrlandi of snemma mun Sýrland verða skilið eftir óstöðugt og þar af leiðandi veikt fyrir endurkomu öfgamanna. Þá munu samskipti Bandaríkjanna og Tyrklands hafa orðið fyrir óbæt- anlegum skaða, Rússland mun eiga lénsmann í Mið-Austurlöndum og Íran mun fá aukinn styrk til þess að valda óskunda um allan heims- hlutann. Það yrðu kjöraðstæður fyrir nýjan ófrið sem myndi draga Bandaríkin aftur til Mið-Austur- landa með enn hærri fórnarkostn- aði. Valið er auðvelt. Eftir Charles A. Kupchan og Sinan Ülgen » Það er rétt afstaða hjá Trump að vilja fara frá Sýrlandi. En til þess að skilja sig frá átökunum verða Banda- ríkin fyrst að hefja nýja friðarsókn á alþjóða- vettvangi. Charles A. Kupchan Charles A. Kupchan er prófessor í al- þjóðasamskiptum við Georgetown- háskólann og meðlimur í Council on Foreign Relations. Hann sat í þjóð- aröryggisráði Bandaríkjanna frá 2014-2017. Sinan Ülgen er fyrrver- andi starfsmaður utanríkisþjónustu Tyrklands, forstöðumaður hugveit- unnar EDAM sem starfar í Istanbúl. Þá er hann sendikennari við Carnegie Europe. ©Project Syndicate, 2019. www.project-syndicate.org Bandaríkjanna er enn þörf í Sýrlandi Sinan Ülgen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.