Morgunblaðið - 09.07.2019, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.07.2019, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 2019  Belgíski knattspyrnumaðurinn Youri Tielemans varð í gær dýrasti leikmaðurinn í sögu enska félagsins Leicester City sem keypti hann af Mónakó fyrir 40 milljónir punda. Thie- lemans, sem hefur leikið 23 landsleiki fyrir Belgíu, spilaði sem lánsmaður með Leicester síðustu mánuðina á síð- asta tímabili.  Stúlkurnar í U17 ára landsliðinu í knattspyrnu fóru taplausar í gegnum Norðurlandamótið sem lauk í Svíþjóð í gær en máttu þó sætta sig við fjórða sætið. Þær gerðu jafntefli, 2:2, við Svía í leiknum um bronsið en biðu lægri hlut í vítaspyrnukeppni. Amanda Jacobsen Andradóttir og Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir skoruðu mörkin í leiknum og Cecilía Rán Rúnarsdóttir varði vítaspyrnu í fyrri hálfleiknum.  Eyjamenn, sem sitja á botni úrvals- deildar karla í knattspyrnu, hafa feng- ið miðjumanninn Sindra Björnsson lánaðan frá Val. Fot- bolti.net greindi frá þessu í gær. Sindri, sem er 24 ára gam- all og á að baki 44 leiki með Val og Leikni R. í efstu deild, hefur aðeins leikið einn leik í deildinni með Hlíðar- endalið- inu í sumar og verður ekki lengi í Eyjum því hann fer til náms í Banda- ríkjunum um miðjan ágúst. Eitt ogannað Í KAPLAKRIKA Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Glæsilegt mark færeyska landsliðs- mannsins Brands Olsens batt enda á versta kafla karlaliðs FH í fótbolta í efstu deild í sautján ár. Hann tryggði Hafnarfjarðarliðinu nauman en langþráðan 1:0 sigur á Víkingi í Kaplakrika í gærkvöld, með skoti beint úr aukaspyrnu á 78. mínútu og þar með vann FH sinn fyrsta leik frá 20. maí, í sjö vikur, og fyrsta sig- urinn í sex leikjum. Það þarf að fara aftur til haustsins 2002 til að finna slíkan kafla hjá FH-ingum sem hafa verið í algjörlega nýrri stöðu í neðri helmingi deildarinnar síðustu vik- urnar. „Þetta var ekki fallegt en það skiptir engu máli!“ sagði FH-ingur við mig eftir leikinn og það er ná- kvæmlega málið. FH-ingar þurftu að knýja fram sigur með öllum ráð- um til að dragast ekki frekar niður í fallbaráttu, og til þess að geta gert sér vonir um að klifra upp í efri hluta deildarinnar og jafnvel í baráttu um Evrópusæti. Það er talsvert langt þangað enn fyrir FH-inga en þeir sýndu þó í gærkvöld, sérstaklega eftir mark Brands, að þeir eru til- búnir að slást fyrir sigrunum sem eru nú orðnir fjórir í fyrstu ellefu leikjunum. Þeir vörðust með kjafti og klóm eftir mark Brands, Ólafur H. Kristjánsson fjölgaði í vörninni, og náðu að standast þunga pressu á lokakaflanum. Víkingar tefldu Kára Árnasyni fram í fyrsta skipti og hann hafði þau áhrif á varnarleik liðsins að það virtist aldrei sérstaklega líklegt til að fá á sig mark. FH skapaði sér varla færi í opnum leik. Kári og Sölvi voru með allt á hreinu, og á meðan voru Guðmundur Kristjánsson og Pétur Viðarsson reyndar í svipuðum hlutverkum hinum megin. Þeir síð- arnefndu höfðu meira að gera eins og leikurinn þróaðist. Víkingar voru mun hættulegri þegar kom að marktækifærum í annars tilþrifalitlum leik hvað sókn- arleik varðar. Kwame Quee fékk tvö bestu færi leiksins, Daði Freyr Arnarsson, hinn ungi markvörður FH, varði glæsilega frá honum í fyrri hálfleik og Quee skaut yfir úr góðu færi eftir fallega sókn Víkinga í þeim síðari. Með ósigrinum sigu Víkingar nið- ur í fallsæti deildarinnar. Þar eiga þeir þó engan veginn heima, miðað við heildarframmistöðu liðsins í leiknum. En þeir þurfa að skora. Gullmoli Brands lauk versta kaflanum í 17 ár  FH-ingar sendu Víkinga niður í fallsæti með 1:0 sigri í Kaplakrika Morgunblaðið/Árni Sæberg Annríki Miðverðirnir Pétur Viðarsson og Guðmundur Kristjánsson höfðu mikið að gera í vörn FH. 1:0 Brandur Olsen 78. I Gul spjöldGuðmundur Kristjánsson, Brynjar Á. Guðmundsson, Davíð Þór Viðarsson og Atli Guðnason (FH), Arnar Gunnlaugsson (Víkingi) Dómari: Egill A. Sigurþórsson, 5. Áhorfendur: 1.380. FH – VÍKINGUR R. 1:0 M Daði Freyr Arnarsson (FH) Pétur Viðarsson (FH) Guðmundur Kristjánsson (FH) Brandur Olsen (FH) Sölvi Geir Ottesen (Víkingi) Kári Árnason (Víkingi) Erlingur Agnarsson (Víkingi) Guðmundur Andri Tryggvas. (Vík) Júlíus Magnússon (Víkingi) Svíinn Ola Lindgren, sem ráðinn var landsliðsþjálfari Finna í hand- knattleik á dögunum, mun ekki að- eins einbeita sér að því en hann hef- ur einnig verið kynntur til leiks sem nýr þjálfari egypska félags- liðsins Al Ahly og skrifað þar undir eins árs samning. Lindgren lét óvænt af störfum hjá Íslendingaliðinu Kristianstad í janúar eftir sjö ára veru, en á þeim tíma varð liðið meðal annars sænsk- ur meistari fjórum sinnum. Hann stýrði einnig sænska landsliðinu á árunum 2008-2016 og vann silfur á Ólympíuleikunum í London árið 2012. Áður stýrði hann meðal ann- ars þýska stórliðinu Rhein-Neckar Löwen og sem leikmaður var hann hluti af afar sigursælu landsliði Svía rétt fyrir aldamót. Lindgren mun nú flytjast búferl- um til Kaíró þar sem honum er ætl- að sem þjálfari að leiða enn frekar framþróun handboltans hjá Al Ahly. Um er að ræða sigursælasta félag Egyptalands sem nú er ríkjandi bikarmeistari og hefur unnið meistaratitilinn 23 sinnum, en Al Ahly hefur verið í sérflokki þar í landi ásamt ríkjandi meist- urum Zamalek. Lindgren sagðist við undirskrift- ina hlakka til að innleiða skandin- avíska handboltahugsun hjá félag- inu með því að byggja á sterkum varnarleik og hraðaupphlaupum. Egyptar hafa lengi verið ein sterkasta handboltaþjóð Afríku og sjö leikmenn Al Ahly voru í lands- liðinu á heimsmeistaramótinu í jan- úar þar sem Egyptar spiluðu um sjöunda sætið. Þá eru Egyptar gest- gjafar næsta heimsmeistaramóts árið 2021. yrkill@mbl.is Stýrir Finnum og þjálfar í Egyptalandi Ljósmynd/Al Ahly Egyptaland Ola Lindgren með treyju Al Ahly við undirskrift.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.