Morgunblaðið - 09.07.2019, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 2019
Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi
Sími 535 4300 · axis.is
Vandaðar íslenskar innréttingar
Á það skal bent að
þeir flokkar sem hafa
það á stefnuskrá sinni
að innleiða Ísland í
ESB, í gegnum smá-
skammtaaðferðina,
þrátt fyrir að þegar
hafi verið hafnað að
ganga þar inn og skoð-
anakannanir sýni svo
ekki verði á móti mælt
að meirihluti þjóð-
arinnar sé andvígur
innleiðingu, ættu ekki að vera á
þingi og ríkissaksóknari ætti að
stefna þeim fyrir landráð, þar sem
greinilegt er að þau vinna gegn
hagsmunum þjóðarinnar, sem og
meirihluta vilja landsmanna. Hvern-
ig má það vera, að RSK hjólar í allt
og alla sem í rekstri eru en lætur
útibú ríkjasambands vera átölu-
laust? Þrátt fyrir að hafa verið upp-
lýst um að hér er ekki um sendiráð
að ræða, heldur fyrir-
tæki rekið af ESB, sem
hlýtur að þurfa að gefa
upp ársreikninga og
upplýsingar um hvert
allir þeir milljarðar
fara, sem koma til
þeirra frá Brussel. Hef
það eftir nokkuð áreið-
anlegum upplýsingum
frá tengilið okkar í
Brussel, að hingað hafi
komið 24 milljarðar frá
2009. Eitt er víst að þeir
hafa keypt húsnæði og
þar starfar fjöldi fólks,
sem ætti að greiða skatta og skyldur
hér, sem og allur rekstrarkostnaður
sem og fjármagnsstreymi er þaðan
fer út, þar sem ekki er um sendiráð
að ræða. Stundar þessi stofnun
svarta atvinnustarfsemi eða mútur?
Er hér um alvarlega þátttöku í inn-
anríkismálum þjóðarinnar að ræða?
Hvernig væri að rannsókn-
arblaðamenn létu til skara skríða í
að upplýsa um þá spillingu sem
þarna viðgengst? Ætli Bjarni Ben.
geti fundið aukið fé í ríkiskassann
með því að láta undirmenn sína
ganga í þetta mál? Getur verið að
stærstu skattsvikin séu hjá slíkum
gervisendiráðum? Eitt er víst að
fjármál ESB hafa ekki verið undir-
rituð til fjölda ára. Ætli sama eigi
sér stað í svokölluðum sendiráðum
ESB? Er tími til að Íslendingar
vakni og segi nei við líberalismanum
og sjálftökufólki á þingi? Ég bara
spyr.
Er líberalistaslagsíða við-
reisnarráðherra Sjálfstæðis-
flokksins að kljúfa flokkinn?
Eftir Guðmund
Karl Þorleifsson
Guðmundur Karl
Þorleifsson
»Hvernig má það vera
að RSK hjólar í allt
og alla sem í rekstri eru
en lætur útibú ríkja-
sambands vera átölu-
laust?
Höfundur er formaður Íslensku þjóð-
fylkingarinnar.
Um miðjan nóv-
ember 2012 var öllum
forvalsgögnum skilað
inn, vegna fram-
kvæmda við Norð-
fjarðargöng sem hóf-
ust einu ári seinna.
Eftir það voru verk-
tökunum afhent út-
boðsgögn síðustu dag-
ana í janúar 2013. Í
Framkvæmdafréttum
Vegagerðarinnar var
viðurkennt að gamli Norðfjarðar-
vegurinn ofan Eskifjarðar, stæðist
aldrei nútímakröfur um umferðarör-
yggi og akstursþægindi. Ítrekað var
að þetta ætti líka við um einbreiðu
Oddsskarðsgöngin, sem liggja í allt
of mikilli hæð á snjóþungu- og ill-
viðrasömu svæði milli Eskifjarðar
og Neskaupstaðar. Þarna er vetrar-
færð erfið og þokusælt allt árið um
kring.
Stigið var fyrsta skrefið til að
styrkja öll byggðarlög fjórðungsins
með bættu vegasambandi á milli
þéttbýlisstaða. Mestu máli skiptir að
greiðar samgöngur verði tryggðar,
til að allir Austfirð-
ingar búsettir utan
Norðfjarðar geti treyst
á stóra Fjórðungs-
sjúkrahúsið í Neskaup-
stað án þess að þurfa
að keyra upp í 400
metra hæð á Fagradal.
Nýju veggöngin sem
leysa af hólmi ein-
breiðu slysagildruna í
Oddsskarðinu eru ein
forsendan fyrir því að
íbúar suðurfjarðanna
geti treyst á þetta
sjúkrahús, á Mið-
Austurlandi og sjúkraflugið þótt
meira þurfi til. Spurningin er hvort
tenging Seyðisfjarðar og Héraðs sé
best tryggð með Fjarðarheiðar-
göngum eða, þrennum göngum inn í
Mjóafjörð sem yrði tengipunktur.
Þingmenn Norðausturkjördæmis
skulu svara því, hvort þeir telji sjálf-
sagt að Seyðfirðingar skuli alltaf
keyra, upp í meira en 600 m hæð til
að treysta á Fjórðungssjúkrahúsið í
Neskaupstað. Við þetta vandamál
sleppa Norðfirðingar auðveldlega
þegar heimamenn búsettir norðan
Fagradals og á suðurfjörðunum,
bíða á Egilsstöðum og Hornafirði
eftir sjúkraflugvél frá Akureyrar-
flugvelli. Þegar báðar leiðirnar fyrir
ofan Eskifjörð og á Fagradal lok-
uðust vegna illviðris og snjóþyngsla
þvert á allar veðurspár, hefði það
valdið vandræðum fyrir Norðfirð-
inga, hefðu þeir áfram setið uppi
með flugvöll sem fær engar undan-
þágur frá hertum öryggiskröfum.
Nú fagnar greinarhöfundur þeim
lagfæringum á Norðfjarðarflugvelli,
sem tryggja íbúum Fjarðabyggðar
betra aðgengi að sjúkrafluginu.
Annars væru íbúar Mið-Austurlands
og suðurfjarðanna sviptir öllu að-
gengi að neyðarþjónustunni og
Egilsstaðaflugvelli vegna blindbyls
og snjóþyngsla á Fagradal.
Ég spyr. Hvernig geta þá starf-
andi læknar í Neskaupstað sinnt
neyðartilfellum án Mjóafjarðar-
ganga, ef sjúkraflugvél getur ekki
lent á nýja flugvellinum í Fjarða-
byggð, vegna þoku eða hliðarvinds?
Að loknum framkvæmdum við
Norðfjarðargöng skulu Mjóafjarð-
argöng strax fara inn á samgöngu-
áætlun.
Of lengi hefur verið talað fyrir
daufum eyrum margra landsbyggð-
arþingmanna, þegar áhyggjur
heimamanna falla í grýttan jarðveg
hjá ráðamönnum þjóðarinnar. Skoð-
anir og áherslur fara aldrei saman
þegar harðar deilur verða um teng-
ingu Norðfjarðar við Egilsstaða-
flugvöll. Veggöng undir fjallgarða
við þéttbýli sem færa umferðina of-
an af illviðrasömum og snjóþungum
svæðum í meira en 500 m hæð eru
nauðsynleg og verða alltaf þjóðhags-
lega hagkvæm þegar dæmið klárast
endanlega. Eftir öðrum leiðum sem
eru úreltar heldur það áfram og
stoppar hvergi. Það hefur jarð-
gangagerð á Íslandi, sem er sam-
göngubylting, sýnt og sannað.
Þessi staðreynd blasir við þegar
sagan og síðan efndirnar eru skoð-
aðar og settar í samhengi. Í skýrslu
nefndar um jarðgangaáætlun 1987,
(1) sem var samþykkt og fylgt eftir
með fjárveitingum, í vegaáætlun (2)
og langtímaáætlun (3) næstu ára,
var lagt til, að þau byggðarlög sem
tengjast um eftirtalda fjallvegi,
skyldu hafa forgang þegar hug-
myndir um gangagerð, voru kynnt-
ar. 1 Múlagöng, 2 Breiðadals- og
Botnsheiði. 3 Fjarðarheiði og Odds-
skarð.
Til Austfjarðaganga voru fjárveit-
ingar á vegaáætlun frá árinu 1989
þegar miðað var við göng, sem áttu
að rjúfa vetrareinangrun Seyðis-
fjarðar og Norðfjarðar. Vegna hafn-
araðstöðunnar fyrir Norrænu skipt-
ir miklu máli, að
undirbúningsrannsóknum á jarð-
göngum til Seyðisfjarðar ljúki hið
snarasta. Um tvennt stendur valið.
Á að bregðast við þessu vandamáli
strax, eða sjá Seyðfirðinga sem
misstu löggæsluna án nokkurs til-
efnis tapa ferjunni fyrir fullt og allt?
Hvernig bregðast þingmenn Norð-
austurkjördæmis við áhyggjum
Seyðfirðinga? Tryggjum öllum
Austfirðingum betra aðgengi að
Fjórðungssjúkrahúsinu.
Tenging Norðfjarðar við Egilsstaðaflugvöll
Eftir Guðmund
Karl Jónsson »Nýju veggöngin sem
leysa af hólmi ein-
breiðu slysagildruna í
Oddsskarðinu eru ein
forsendan fyrir því að
íbúar suðurfjarðanna
geti treyst á þetta
sjúkrahús.
Guðmundur Karl
Jónsson
Höfundur er farandverkamaður.
„Milljarðar króna sem eiga að fara í
ríkissjóð tapast á ári hverju vegna
kennitölumisnotkunar íslenskra
fyrirtækja. Um er að ræða háttsemi
sem ekkert á skylt við atvinnurekst-
ur, heldur er þetta, að sögn Sigurðar
Jenssonar, sérfræðings hjá skatt-
rannsóknarstjóra, ein birtingar-
mynd skipulagðrar brotastarfsemi.“
Svo segir í Mogganum 3. júlí.
Ekki nóg með það. Yfirmaður
hans, Bryndís Kristjánsdóttir skatt-
rannsóknarstjóri, bætir við m.a. að
„hér á landi séu erlendir glæpahópar
að hasla sér völl sem herji hugsan-
lega á þessa veikleika íslenska skatt-
kerfisins“.
Almenningur í landinu hefur lengi
varað við þessum kennitölubófum.
Þetta hefur verið rætt á götunni, á
kaffistofum, í heitu pottunum og
bara alls staðar. Nema lítið á Al-
þingi, sem ber ábyrgðina á löggjöf
okkar. Þar eru menn uppteknir við
andsvör og andsvör við þeim og
fundarstjórn forseta. Svipþyrping
sem á erfitt með að stjórna sjálfri
sér og forðast yfirleitt að hlusta á al-
menning og skýr skilaboð frá hon-
um.
Auðun vestfirski.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Hvernig væri að hlusta á al-
menning um kennitölusvindlið?
Morgunblaðið/Frikki
Svindl Kennitölumisnotkun á ekkert skylt við atvinnurekstur.
Allt um
sjávarútveg