Morgunblaðið - 09.07.2019, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.07.2019, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 2019 Sími 555 2992 og 698 7999 • Við hárlosi • Mýkir liðina • Betri næringar- upptaka Náttúruolía sem hundar elska Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta. Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við mælum með Dog Nikita hundaolíu. Páll Ingi Haraldsson EldurÍs hundar Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda • Gott við exemi • Betri og sterkari fætur SVIÐSLJÓS Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Við stefnum á að ljúka þessari skoð- un á allra næstu vikum og í kjölfarið verður gefin út ítarleg skýrsla um stöðuna eða formleg tillaga um sölu á bönkunum. Við settum upp tíma- plan, sem gert var í samráði við fjármálaráðu- neytið, og er sú vinna á áætlun. Þess er nú beðið að allar upplýs- ingar komi í hús þannig að hægt sé að klára skoð- unina,“ segir Lár- us L. Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins. Vísar hann í máli sínu til söluferlis Landsbanka og Íslandsbanka. Líkt og fram kom í umfjöllun Morgunblaðsins um helgina hefur þess verið beðið að tillaga um sölu bankanna berist frá Bankasýslu rík- isins. Að sögn Bjarna Benediktsson- ar fjármálaráðherra verður ekki haf- ist handa við sölu á bönkunum fyrr en slík tillaga er komin inn á borð stjórnvalda. Nú er ljóst að skammt er þar til Bankasýsla ríkisins kynnir niður- stöðu sína, hvort heldur sem slík til- laga felur í sér sölu á bönkunum eða áframhaldandi ríkisrekstur. Lárus segir að ef af sölu bankanna verður sé mikilvægt að sátt ríki um málið. Þá verði réttar forsendur að vera til staðar. „Að mínu mati þarf að vera sátt um sölu bankanna og menn vita alveg að þetta er viðkvæmt mál. Vinnan við hvítbókina fór einmitt af stað ekki síst til þess að kafa vel ofan í málin og velta við öllum steinum. Nú eru menn að skoða þær forsend- ur sem talið er að þurfi að vera til staðar til að hægt sé að fara í sölu á bönkunum. Það eru ákveðin box sem þarf að haka í, t.d. kanna markaðs- forsendur, stöðu bankanna og ákveða hvort þetta sé rétti tíminn. Þá hafa stjórnvöld undirbúið laga- breytingar á grundvelli tillagna hvít- bókarinnar en mikilvægt er að þær komi fram fyrir sölu,“ segir Lárus. Betri tími nú en árið 2016 Í viðtali við Bjarna Benediktsson sem birtist í Morgunblaðinu um helgina kemur fram að svo virðist sem áhugi á ríkisbönkunum sé ekki mikill. Þá séu engar líkur á því að takast muni að selja annan hvorn bankanna í heilu lagi. Spurður hvort hann hafi áhyggjur af því að ekki finnist kaupendur að bönkunum kveður Lárus nei við. „Við viljum bíða með að tjá okkur um það fyrr en við kynnum niður- stöðu okkar. Við sjáum það þó út frá sölunni á Arion banka að það eru kaupendur til staðar. Stóra spurn- ingin er hins vegar á hvaða verði menn eru tilbúnir til að kaupa þá,“ segir Lárus sem kveðst sannfærður um að nú sé betri tími til sölu á bönknum en fyrir þremur árum. „Við erum klárlega ekki á verri stað núna en árið 2016 enda tel ég að verðið sem fást mun fyrir þá í dag sé ekki lægra en þá. Að mínu mati eru bankarnir tilbúnari til sölu núna þannig að við erum ekki búin að missa af neinu í þessum efnum held- ur þvert á móti.“ Hægt að ljúka sölu á næsta ári Verði tillaga Bankasýslu ríkisins þess efnis að hefja eigi söluferli bankanna má ráðgera að hægt verði að ljúka slíku ferli á næsta ári. Að sögn Lárusar miðast vinna Banka- sýslunnar við það að hægt verði að ljúka söluferli bankanna á kjörtíma- bilinu. „Ég tel að unnt verði að klára sölu á hlut í bönkunum á þessu kjörtíma- bili. Það verður síðan að koma í ljós hver niðurstaða okkar verður. Ef hún verður sú að hefja söluferli þá þarf samþykki ráðherra. Það er framkvæmanlegt að hefja söluferli á bönkunum á þessu ári og tímalína okkar miðar við að hægt verði að framkvæma tillögu um sölu á bönk- unum, ef til hennar kemur, þannig að söluferlinu ljúki á næsta ári,“ segir Lárus og bætir við að það fari eftir vilja ríkisstjórnarinnar hversu stór hluti bankanna verður seldur. „Í hvítbókinni kemur fram að það væri gott fyrir markaðinn hér á landi ef það tækist að selja Íslandsbanka í heilu lagi. Eins og staðan er í dag er þó mjög ólíklegt að það takist. Hversu stór hluti bankanna, ef ein- hver, verður seldur fer eftir hinum pólitíska vilja,“ segir Lárus. Söluferli geti lokið á næsta ári Morgunblaðið/Ómar Bankar Mögulegt er að ríkisbankarnir tveir skipti um eigendur á næstunni.  Ríkisbankarnir verði hugsanlega komnir í hendur nýrra aðila innan tveggja ára  Bankarnir betri söluvara nú en fyrir þremur árum  Niðurstöðu Bankasýslu ríkisins að vænta á allra næstu vikum Lárus L. Blöndal Mikil umskipti hafa orðið í vænt- ingum stjórnenda í íslensku at- vinnulífi, samkvæmt niðurstöðum nýrrar Stjórnendakönnunar MMR. Tæp 63% stjórnenda telja nú að ís- lenska hagkerfið muni dragast saman á næstu tólf mánuðum, sem er mikil breyting frá því sem verið hefur, en innan við 12% stjórnenda voru þessarar skoðunar í febrúar 2017 þegar könnunin var síðast gerð. Af öðrum helstu niðurstöðum þá kemur fram að þeim stjórnendum sem telja að samdráttur verði í veltu fjölgar mikið, en 32% eru á þeirri skoðun, samanborið við 11% í febrúar 2017. Þá telja 35% stjórn- enda að eftirspurn minnki, 42% telja að arðsemi dragist saman og 17% eiga von á að draga úr mark- aðsstarfi. Þá leiðir könnunin í ljós að 31% stjórnenda sér fram á fækk- un starfsfólks í fyrirtækjum sínum. Síðast þegar könnunin var gerð var það hlutfall 8%. Ólafur Þór Gylfason, fram- kvæmdastjóri MMR, segir í samtali við Morgunblaðið að um mjög dramatískan viðsnúning sé að ræða. „Þetta eru meiri sveiflur en við höfum séð áður. Menn eru greinilega áhyggjufullir og sjá þetta í veltutölum sínum. Það er undirliggjandi ótti við að hlutirnir séu hér á niðurleið.“ Ólafur bendir einnig á að það sé sama hvaða starfsgrein sé skoðuð, svörin séu alls staðar á sömu lund. 63% stjórnenda sjá fram á samdrátt  Dramatísk umskipti frá síðustu könnun MMR  Menn áhyggjufullir Morgunblaðið/Ómar Stjórnendur Sjá fram á erfiða tíma. 9. júlí 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 125.52 126.12 125.82 Sterlingspund 157.43 158.19 157.81 Kanadadalur 96.01 96.57 96.29 Dönsk króna 18.932 19.042 18.987 Norsk króna 14.673 14.759 14.716 Sænsk króna 13.396 13.474 13.435 Svissn. franki 127.1 127.82 127.46 Japanskt jen 1.1611 1.1679 1.1645 SDR 173.61 174.65 174.13 Evra 141.3 142.1 141.7 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 172.6655 Hrávöruverð Gull 1414.4 ($/únsa) Ál 1779.0 ($/tonn) LME Hráolía 63.27 ($/fatið) Brent Í fyrradag bárust fréttir af því að þýski bankinn Deutsche Bank stefndi að því að segja upp allt að tuttugu þúsund manns. Mikil endurskipulagn- ing er fram undan hjá stærsta banka Þýskalands, en alls starfa um 100 þúsund manns hjá honum. „Þetta segir manni það að þörf fyrir mannafla er alltaf að verða minni í bankastarfsemi. Tækniþróunin hefur gert það að verkum að nú þarf færri hendur til að vinna sömu störf,“ segir Lárus Blöndal. Verðlagning hlutabréfa Deutsche Bank sem hlutfall af eigin fé hans er nú 0,24 og hefur verið á mikilli niðurleið síðustu ár. Væri sama hlutfall heimfært á íslensku ríkisbankana tvo, Landsbanka og Íslandsbanka, myndi heildarverðmæti þeirra vera í kringum 100 milljarðar króna. Endurskipulagning í kortunum DEUTSCHE BANK SEGIR UPP ALLT AÐ TUTTUGU ÞÚSUND MANNS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.