Morgunblaðið - 09.07.2019, Side 19
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
GUÐRÚN REYNISDÓTTIR,
Mörkinni,
Suðurlandsbraut 68a,
lést laugardaginn 6. júlí. Útförin fer fram frá
Neskirkju föstudaginn 12. júlí klukkan 13.
Halldór Júlíusson
Margrét Halldórsdóttir Árni Guðmundsson
Ingibjörg Halldórsdóttir
Reynir Halldórsson
barnabörn og barnabarnabörn
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 2019
Fleiri minningargreinar
um Einar Geir
Þorsteinsson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
Útför ástkærs eiginmanns míns, föður
okkar, tengdaföður, bróður og afa,
RAGNARS STEFÁNS MAGNÚSSONAR,
Breiðvangi 22,
Hafnarfirði,
verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju
miðvikudaginn 10. júlí klukkan 15.
Guðlaug Pálsdóttir Wíum
Magnús Páll Ragnarsson Þórunn Þorleifsdóttir
Sigrún Ragnarsdóttir
Elín G. Magnúsdóttir
Þuríður Magnúsdóttir Jakob Fannar Árnason
Atli Bent Þorsteinsson
Ástkær eiginmaður, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÁRNI SVERRIR ERLINGSSON,
húsasmíðameistari og kennari,
Birkivöllum 22,
Selfossi,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í faðmi
fjölskyldunnar þriðjudaginn 2. júlí.
Útför hans fer fram frá Selfosskirkju þriðjudaginn 16. júlí
klukkan 13.30.
Sigríður Sæland
Hulda Sæland Árnadóttir Óðinn Kristjánsson
Rannveig Árnadóttir Brynjar Jón Stefánsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir mín, unnusta, systir,
mágkona og frænka,
KRISTÍN AÐALSTEINSDÓTTIR,
lést á Kaiser-sjúkrahúsinu í Los Angeles
þriðjudaginn 25. júní. Útför verður auglýst
síðar.
Aðalsteinn Dan Árnason
John Bergeson
Ragnar E. Aðalsteinsson Jónína Magnúsdóttir
Eggert B. Aðalsteinsson
Svanlaug Aðalsteinsdóttir Sigurjón Kristinsson
og systkinabörn
Elskulegur bróðir okkar, mágur og frændi,
ÁRNI SIGURÐSSON
frá Skammdal í Mýrdal,
lést á Bæjarási í Hveragerði föstudaginn
5. júlí. Útförin fer fram frá Víkurkirkju
föstudaginn 12. júlí klukkan 14.
Guðgeir Sigurðsson
Kristín Sunneva Sigurðard. Hallur Jónsson
Sigurður Garðarsson Ármann Jón Garðarsson
og fjölskyldur
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir
og amma,
FRÚ HEIÐRÚN SIGURBJÖRNSDÓTTIR,
Birkigrund 61, Kópavogi,
lést sunnudaginn 30. júní á
hjúkrunarheimilinu Grund. Útförin verður
fimmtudaginn 11. júlí klukkan 13 í Hjallakirkju.
Svanur Sveinsson
Sveinn Halldór Svansson Marianne Toftdal
Freyja Svansdóttir Nanna Sigrún Georgsdóttir
Ólafur Örn Svansson Hanna Sigr. Gunnsteinsdóttir
og barnabörn
Tungnamanna og stýrði þar söng
af mikilli röggsemi. Oftar en ekki
kom í sjónvarpsfréttum réttar-
söngur Tungnamanna með Einar
Geir í fararbroddi söngmanna.
Einar Geir var mikill fjöl-
skyldumaður og unni henni fram-
ar öllu. Hann eignaðist fjögur
börn og átti fjöldann allan af
barnabörnum og einnig barna-
barnabörn. Hann hafði mikinn
áhuga á þeim og fylgdist vel með
þeirra lífi. Hann hafði unun af
yngstu börnunum og fundu þau
það og vildu alltaf hitta afalang.
Barnabarn mitt hafði mikla ástúð
á honum, spurði oft um hann og
vildi fara og hitta hann. Ekki var
verra að fá kex hjá honum. Mér er
minnisstætt að hann hafði fyrir
því að koma með kex með sér ef
hann vissi að hann myndi hitta lít-
inn vin.
Einar Geir og Ingveldur Björg
Stefánsdóttir gengu í hjónaband
árið 1959 og var hjónaband þeirra
gæfuríkt. Þau kynntust í Biskups-
tungum en fluttu úr sveitinni og
byggðu sér framtíðarheimili í
Garðabænum. Það var á Móaflöt-
inni og hafa þau búið þar síðan.
Ber heimilið vitni um natni og
snyrtimennsku. Samband þeirra
var einstaklega náið og er missir
Ingveldar mikill. Dýrmætar eru
minningar um hinstu ferð Einars
sem var ferð stórfjölskyldunnar til
Króatíu dagana 13. júní til 24. júní
síðastliðinn en þar áttum við ynd-
islegar samveru- og gleðistundir.
Einar Geir lést einungis tveimur
dögum eftir heimkomuna. Hann
var fram á hið síðasta hress og
kátur og undi hag sínum vel með
fjölskyldunni sinni sem hann unni
svo heitt. Það er svo sárt að kveðja
en ég veit að Einar Geir mun lifa
áfram í hjarta okkar og minning-
um. Ég lærði margt af honum og
minning hans mun lifa í mínu
hjarta um ókomna tíð. Ég kveð
kæran tengdaföður minn með
virðingu og er mér þakklæti nú
efst huga fyrir að hafa kynnst
þessum góða manni. Hafðu þökk
fyrir allt. Hvíl í friði.
Þín tengdadóttir,
Ásta Sigrún Helgadóttir.
Meira: mbl.is/minningar
Hinn 27. júní síðastliðinn lést
tengdafaðir minn, Einar Geir Þor-
steinsson, á Landspítalanum.
Hann hafði lítið kennt sér meins
og var fram á síðasta dag í fullu
fjöri og glæsilegur eins og hann
var alltaf, jafnvel tignarlegur.
Einar Geir ólst upp á litlum bæ
í Tungunum, sem var þó ekkert
kotbýli, enda var faðir hans einn af
forvígismönnum bænda. Þau
Ingveldur, sem einnig er úr sömu
sveit, fluttu svo á mölina árið 1958
og bjuggu lengst af í Garðabæ.
Einar Geir var um margt leið-
togi. Hann var bæjarfulltrúi
Framsóknarflokksins, í því mikla
vígi flokksins – Garðabæ – árin
1978 til 1990, formaður Karlakórs-
ins Fóstbræðra árin 1969-1974 og
hann stjórnaði fjöldasöng í
Tungnaréttum allar götur frá and-
láti föður síns árið 1974 og þar til í
fyrra. Að auki gegndi hann ýms-
um öðrum trúnaðarstörfum, eink-
um á vettvangi kóra og Fram-
sóknarflokksins. Einar Geir var
mikill höfðingi í þessum störfum
sínum, sem og almennt, en leit
ekki stórt á sig og aldrei niður á
nokkurn mann. Þvert á móti var
hann áhugasamur um alla þá sem
hann hitti og af honum stafaði
óvenjulega mikil gleði, jákvæðni
og hlýja. Hann var svo alveg sér-
staklega blíður og áhugasamur
um börn og dýr, þannig að jafnvel
spörfuglarnir sem fengu hjá hon-
um korn á köldum vetrarmánuð-
um urðu jafnan eins og vinir hans.
Einar Geir og Ingveldur voru
alveg sérlega heppin að finna
hvort annað. Óhætt er að segja að
samband þeirra og heimilishald
hafi verið til mikillar fyrirmyndar.
Samheldnari hjón eru vandfundin
og takturinn og jafnvægið í sam-
bandi þeirra var óvenjulegt og fal-
legt. Sama má raunar segja um
fjölskylduna alla. Fjögur börn
þeirra heiðurshjóna og fjölskyldur
þeirra hafa öll verið afar hænd að
þeim og Móaflötin verið bæði at-
hvarf og jafnframt staður mikilla
veislustunda. Því til viðbótar hefur
nær allur hópurinn farið tvívegis á
undanförnum árum saman í frí til
útlanda, síðast nú í sumar þegar
við vorum tæplega 30 saman. Ein-
ar lést aðeins þremur dögum eftir
að við komum til baka úr þeirri
ferð, hvar hann hafði eins og
venjulega borið af fyrir jákvæðni,
gleði og hlýju.
Fyrstu kynni mín af Einari,
Ingveldi og fjölskyldu þeirra eru
eftirminnileg. Mér var boðið í mat
heim til þeirra hjóna, en Áslaug
bjó þar þá enn. Öðrum börnum
þeirra og tengdabörnum var líka
boðið. Í upphafi vildu allir sýna á
sér sparihliðina, bæði þau fjöl-
skyldan en ekki síst sá sem verið
var að frumsýna. Öll slík varfærni
hvarf þó undraskjótt eins og dögg
fyrir sólu og varð kvöldið nokkuð
fjörugt, eins og oft á þessu heimili.
Var þetta dæmigert fyrir það
áreynslulausa, þægilega og glað-
lega andrúmsloft sem ávallt var til
staðar í návist þeirra sómahjóna.
Minningin um einstakan mann,
sem lifði svo gæfuríku lífi og hafði
svo jákvæð áhrif á allt umhverfi
sitt, mun lifa með okkur sem hann
þekktum.
Einar Örn Ólafsson.
Hann afi hafði einstaka per-
sónutöfra, sem erfitt er að lýsa.
Hann var miðpunktur allra
mannamóta og fann hann sig gíf-
urlega vel í kringum fólk, þá sér-
staklega fjölskylduna og frænd-
fólk sitt og vini í Biskupstungum.
Afi var hvers manns hugljúfi,
og hafði hann sérstaklega gaman
af börnum. Svo dæmi sé tekið um
einstaka barngæsku afa, þá hafði
hann áttað sig á því að syni mínum
þætti tiltekin kextegund góð sem
hann átti til á Móaflötinni. Gætti
hann þess þá að alltaf væri nóg til
af kexi í skápnum ef barna- eða
barnabörnin skyldu koma í heim-
sókn og bað afi mig vinsamlegast
að kaupa ekki kextegundina á mitt
heimili, því hann vildi að sonur
minn myndi tengja kexið við „afa
lang“, sem hann og gerði. Sömu
aðferð notaði afi við skógarþrest-
ina í hverfinu, en hann lagði reglu-
lega fuglafóður fyrir framan Móa-
flötina og man ég eftir ófáum
stundum er afi flautaði í takt við
söng þrastanna, sem höfðu gert
sig heimakomna fyrir utan Móa-
flötina.
Ég er þakklátur fyrir þær
stundir sem ég hef átt með afa í
gegnum árin og þá sérstaklega
ferðirnar í sumarbústaðinn Kjarr,
jólaboðin á Móaflötinni og utan-
landsferðirnar til Mallorca, eða nú
síðast Króatíu.
Með kveðju,
Einar Geir Þorsteinsson.
Fyrirmynd var orðið sem kom
upp í hugann þegar ég lít til baka
yfir ævi Einars Geirs bróður míns.
Fimmtán ár skilja okkur að í aldri
og alla tíð hef ég litið til þessa
bróður míns sem fyrirmyndar.
Þetta er auðvitað æskumyndin
eins og hún birtist mér. Systkina-
hópurinn ásamt frændsystkinum á
Vatnsleysubæjunum var stór glað-
vær og söngvin. Ég missti auðvit-
að af leikjum og uppátækjum eldri
barnanna en mér var alltaf ljóst að
Einar var einn af þeim sem gættu
vel að því að mörk væru sett og
farið eftir þeim. Vélvæðing og þró-
un bændasamfélagsins var að taka
örum breytingum á sjötta áratugn-
um. Einar tók virkan þátt í þeirri
mótun í uppsveitum Árnessýslu.
Hann og fleiri ungir menn grófu
skurði og nótt var lögð við dag til
að fjölga gröfnum km. Vinsældir
skurðgröfustjóra voru ótvíræðar
því þeir voru boðberar nýrra tíma
með stærri túnum svo auka mætti
framleiðsluna. Kappið var stund-
um meira en forsjáin hjá bændum
og sumir þessara skurða hafa enn
ekki notið þess að umlykja grösug
tún. Var hægt að hugsa sér betri
fyrirmynd fyrir yngri bróður.
Gróðurhúsaáhrif og útblástur við
skurðgröft voru orð sem ekki voru
til í málinu á þessum tíma. Þegar
vetur lagðist að tók karl faðir okk-
ar að æfa karlakórinn og hver ann-
ar en Einar var aðaltenórinn. Enn
ein sterka fyrirmyndin. Ung-
mennafélagið og félagslífíð í sveit-
inni stóð með blóma. Hver annar
en Einar lék burðarhlutverkið eitt
árið í uppfærslu ungmennafélags-
ins í gamla fundarhúsinu á Vatns-
leysu, jafnframt því að veita félag-
inu forystu. Enn ein fyrirmyndin.
En svo kom ástin í spilið og Einar
náði í eina glæsilegustu stúlku
sveitarinnar. Þau Inga og Einar
sem fullu nafni heitir Ingveldur
Stefánsdóttir frá Syðri-Reykjum
gengu í hjónaband 1959 og vantar
aðeins nokkra mánuði í að ná sex-
tíu árunum. Ég tel ekki ofmælt að
segja að Einar hafi fæðst undir
heillastjörnu og að hann hafi verið
sannkallaður hamingjuhrólfur í líf-
inu. Hver er sinnar gæfu smiður og
Einar bar gæfu til að spila vel úr
sínum spilum allt til loka. Mann-
kostir hans, jafnlyndi, heiðarleiki
og félagslyndi nýtti hann vel með
Ingu sér við hlið. Hér ætla ég ekki
að rekja frekar æviferil Einars,
það munu að líkum aðrir gera bet-
ur. Vil þó aðeins segja að æsku-
stöðvarnar áttu alla tíð ríkan sess
huga og sál Einars og þar dvöldu
þau Inga ófáar stundir í fjölskyld-
ureitnum, Frændgarði, þegar um
hægðist. Mér er sagt að hann hafi
hvatt mjög til þess að börn þeirra
Ingu ásamt barnabörnum og mök-
um þeirra færu saman til Króatíu
núna í byrjun júní. Enn ein fyr-
irmyndin í hinum sterka fjöl-
skylduföður. Örfáum dögum eftir
heimkomu er höfðinginn allur. Við
háan aldur er ekki hægt að hugsa
sér betri sögulok og vert að þakka
almættinu fyrir vel saminn endi.
Enginn flýr dauðann, hann er okk-
ar vissu sögulok. Ég þakka Einari
fyrir handleiðslu fyrr og síðar. Við
áttum samleið í söngstarfi með
Fóstbræðrum í nær fimmtíu ár.
Þakka þér samfylgdina, kæri bróð-
ir, og megi góður Guð styrkja Ingu
og fjölskylduna við þessi snöggu
umskipti.
Viðar Þorsteinsson.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
Dauðinn er óskeikull en hverf-
ull, stundum gerir hann boð á und-
an sér en stundum kemur hann
fyrirvaralaust. Einar Geir Þor-
steinsson, móðurbróðir minn, dó
fyrirvaralítið, í faðmi fjölskyldunn-
ar 27. júní sl., þegar hann átti rúmt
ár í nírætt. Nokkrum dögum fyrir
fráfall Einars Geirs kom hann
heim úr vel heppnaðri fjölskyldu-
ferð til Króatíu með börnum,
tengdabörnum, barnabörnum og
barnabarnabörnum. Þar naut
hann lokaþáttar ævi sinnar með
þeim sem honum voru kærust í
ægifögru umhverfi Adríahafsins.
Þetta var hans „gran finale“ eins
og nafni minn, sonur Einars Geirs,
orðaði það. Allt þetta ber að
þakka, það breytir þó ekki því að
okkur sem stöndum eftir er
brugðið við brátt fráfalls manns
sem skipaði svo þýðingarmikinn
sess í lífi okkar.
Eftirvæntingin að keyra austur
í Tungur verður minni þegar Ein-
ars Geirs nýtur ekki lengur við,
litbrigði Frændgarðs í gili við
Tungufljót eru önnur án Einars
Geirs. Einar Geir stjórnaði söng í
Tungnaréttum í meir en 40 ár.
Maður kemur í manns stað, nú
hefur Brynjar á Heiði tekið við
sprotanum og fer það vel úr hendi.
Það breytir þó ekki því að tónninn
í Tungnaréttum verður öðruvísi
án Einars Geirs. Fóstbræðra-
heimilið, sem hann átti stóran þátt
í að reisa, verður tómlegra. Verk-
efnið á næstunni er að laga sig að
veröld án Einars Geirs.
Einar Geir er fæddur og alinn
upp á Vatnsleysu í Biskupstung-
um, hann var eitt níu barna Þor-
steins og Ágústu á Vatnsleysu.
Einar Geir gegndi ýmsum störf-
um um ævina, oftast stjórnunar-
stöðum. Einar Geir var formaður
Fóstbræðra um árabil. Undir
hans forystu varð viðsnúningur í
starfi Fóstbræðra í félagslegu og
listrænu tilliti. Í formannstíð hans
var félagsheimili Fóstbræðra við
Langholtsveg byggt og grunnur
lagður að listrænni velgengni
kórsins.
Eina Geir var þó fyrst og
fremst fjölskyldumaður. Hann
ræktaði fjölskyldu sína svo eftir
var tekið. Einar Geir og kona hans
Inga áttu gæfuríkt hjónaband og
barnaláni að fagna. Einar Geir var
samnefnari niðja sinna og hlúði að
fjölskylduþelinu. En Einar Geir
var einnig í forystu við ræktun
frændgarðs systkina og systkina-
barna sinna. Árlega eru haldin
fjölskyldumót og ógleymanlegar
fjölskylduferðir farnar einkum
fyrir hvatningu Einars Geirs.
Einar Geir gekk mér að sumu
leyti í föðurstað þegar pabbi dó,
vorið sem ég fermdist. Hann gerði
það með kærleika, umhyggju og
stuðningi. Einar Geir var svara-
maður minn þegar ég kvæntist
konu minni. Fyrir hans tilstilli
gekk ég í Fóstbræður liðlega tví-
tugur. Einar Geir var fyrirmynd
mín og annarra. Ljúfar minningar
um mætan mann og góðan frænda
eru huggun harmi gegn. Ég er
þakklátur fyrir að hafa notið ná-
innar samveru við Einar Geir allt
mitt líf. Hans verður saknað, hans
verður minnst. Hans verður sér-
staklega minnst með virðingu og
þakklæti 7. ágúst ár hvert á sam-
eiginlegum afmælisdegi okkar.
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum.)
Þorsteinn Guðnason.
HINSTA KVEÐJA
Elsku afi minn. Betri afa
var ekki hægt að finna, allt-
af var ég svo velkomin á
Móaflötina til ykkar og
þegar ég kom var alltaf
mikill söngur og lífsgleði
frá þér. Ég veit að þú verð-
ur alltaf hjá mér að fylgjast
með mér og hvetja mig
áfram, eins og þú gerðir
alltaf. Mun hugsa til þín á
hverjum einasta degi. Þín
fósturdóttir
Guðlaug Dóra.