Morgunblaðið - 17.07.2019, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2019
Hefur þú prófað nýju
kjúklingasteikurnar?
NÝTT OG
SPENNANDI
FRÁ HOLT
A
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Veronika S. Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
„Ég var ekki viss til að byrja með
hvaða samtök ég ætlaði að hlaupa
fyrir en þegar ég fór að kynna mér
málið fannst mér þetta félag höfða
mest til mín,“ segir Sævar Skúli
Þorleifsson, sem mun hlaupa í
Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar
Pieta-samtökunum. Hann glímdi
við vanlíðan um tvítugt og talar nú
opinskátt um það í fyrsta skipti, 34
ára.
Sævar var á leið norður í land,
þar sem foreldrar hans búa, í
desember 2006 þegar hvarflaði að
honum að svipta sig lífi. Hann segir
að á þessum tímapunkti hafi hann
verið að ganga í gegnum erfitt
tímabil. Það hafi verið eftir prófatíð
fyrstu annar hans í háskóla þar
sem hann stundaði sálfræðinám, illa
hafi gengið í prófunum og lífið ekki
í réttum skorðum.
„Það hljómar kannski kjánalega
en bíllinn fór að skrika til í hálk-
unni og það var sekúndubrot þar
sem ég hugsaði hvort ég ætti nokk-
uð að hafa fyrir því að bremsa;
hvort ég ætti ekki bara að leyfa
bílnum að fara út af og sjá til. Þetta
var ekki mjög meðvituð hugsun en
þetta var á dimmum tíma. Sem bet-
ur fer var þetta stutt augnablik og
ég tók ekki ákvörðun sem ég ætti
eftir að sjá eftir,“ segir Sævar.
Sævar hefur unnið sem atvinnu-
bílstjóri í mörg ár og lent í ýmiss
konar aðstæðum. „Þegar eitthvað
svona óvænt gerist hugsar maður
hvað maður ætti að gera til að lág-
marka skaða og svo framvegis en
akkúrat á þessum tímapunkti upp-
lifði ég ekki einu sinni þá hugsun.“
Skaðleg karlmennskuímynd
Sævar ólst upp á sveitabæ og þar
var karlmannsímyndin í föstum
skorðum. Hluti af því að vera karl-
maður var að leita sér ekki að-
stoðar vegna vanlíðunar og kvarta
ekki undan því að lífið væri ekki
eins og best yrði á kosið. „Ég held
að þetta sé hættuleg menning. Það
er skemmtilegt hvað Íslendingar
eru frjálslyndir og opnir en á sama
tíma eru gamaldags hugmyndir um
karlmennsku,“ segir Sævar.
„Allir ganga í gegnum erfiða
tíma og ég trúi því að það séu
margir, sérstaklega ungir karl-
menn, sem myndu þurfa á hjálp að
halda; hjálp sem Pieta-samtökin
gætu veitt.“
Tekur þátt í fyrsta skipti
Þetta er frumraun Sævars í
Reykjavíkurmaraþoninu, en hann
mun hlaupa 10 kílómetra. Hægt er
að heita á Sævar á vef Reykja-
víkurmaraþonsins, rmi.is, og hefur
hann þegar safnað 17 þúsund krón-
um. Sævar segir að hver króna
skipti máli, smátt og stórt.
Ein helsta ástæðan fyrir því að
Sævar ákvað að hlaupa fyrir Pieta
er aukin sjálfsvígstíðni ungra karl-
manna en auk þess er sjálfsvíg al-
gengasta dánarorsök ungra karl-
manna á Íslandi. „Þetta eru samtök
sem geta veitt forvarnir og fræðslu.
Þeir sem þurfa helst á þeim að
halda vita kannski síst af þeim; það
eru helst ungir karlmenn sem eru
ekki varnir að leita sér aðstoðar. Ef
fólki líður vel með það og finnst í
lagi að leita til þeirra þá tel ég það
mikið happ,“ segir Sævar að end-
ingu.
Morgunblaðið/Hari
Styrkur Sævar telur mikilvægt að leggja Pieta-samtökunum lið í Reykjavíkurmaraþoninu sem verður 24. ágúst.
Aukin sjálfsvígstíðni vakti
Sævar til umhugsunar
Hleypur í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir Pieta-samtökin
Glímdi við andlega vanlíðan og íhugaði að svipta sig lífi
Allar líkur eru á því að engar upplýs-
ingar verði í álagningarskrá Ríkis-
skattstjóra, RSK, um bætur einstak-
linga. Þá verða ekki birtar þar
upplýsingar um útvarpsgjald, en
upplýsingar um tekjuskatt og útsvar
verða á sínum stað.
Þetta segir Snorri Olsen ríkis-
skattstjóri í samtali við mbl.is, en í
síðustu viku birti Persónuvernd álit
sitt á spurningum ríkisskattstjóra í
tengslum við framlagningu álagn-
ingarskrár. Þá munu engar upplýs-
ingar birtast af hálfu ríkisskattstjóra
sjálfs um hæstu greiðendur, en slíkir
listar hafa verið sendir fjölmiðlum
um árabil.
Fjölmiðlar hafa um árabil áætlað
tekjur fólks með hliðsjón af álagn-
ingarskránni. Í fyrirspurn RSK var
m.a. spurt um ábyrgð RSK á slíkri
birtingu og hvaða upplýsingar gæti
talist réttmætt og málefnalegt að
birta. Snorri segir ástæðu til að
skoða þetta eftir að Persónuvernd
komst að þeirri niðurstöðu að vefsíð-
unni tekjur.is hefði verið óheimilt að
birta upplýsingar úr skattskrám
gegn gjaldi.
Engar upplýsingar um bætur
„Þetta hjálpar okkur við að ákveða
endanlega hvernig álagningarskráin
lítur út, en hún verður lögð fram 19.
ágúst,“ segir Snorri. Vanalega hefur
skráin verið lögð fram í tengslum við
álagningu og hefði átt að vera lögð
fram fyrri hluta júní en vegna áður-
greindra vafamála frestast það.
Snorri segir að ýmsar breytingar
verði á birtingu skráarinnar. Þar
verða hvorki upplýsingar um út-
varpsgjald né hvort fólk óskar eftir
tryggingu við heimilisstörf. „Síðan
eru allar líkur á að þarna verði engar
upplýsingar um bætur,“ segir hann.
„Skráin verður breytt en hún verður
þó með þær upplýsingar sem skipta
mestu fyrir þá sem hafa haft áhuga á
upplýsingum um tekjur einstak-
linga. Þarna verða upplýsingar um
tekjur og álagt útsvar.“ jbe@mbl.is
Breytingar verða á
álagningarskrá í ár
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Hugsanleg kaup erlends aðila á
Vigur í Ísafjarðardjúpi eru áhyggju-
efni,“ segir Halla Signý Kristjáns-
dóttir, þingmaður Framsóknar-
flokksins í
Norðvesturkjör-
dæmi. Þegar
eyjan var fyrst
auglýst til sölu á
síðasta ári varp-
aði Halla Signý
fram þeirri hug-
mynd að ríkið
keypti staðinn,
enda hefði hann
mikið gildi fyrir
arfleifð, menn-
ingu og sögu Vestfjarða.
Tillögu þessa segir þingmaðurinn
hafa fengið lítil viðbrögð, en málið
hafi þó verið skoðað og rætt á vett-
vangi sveitarstjóra vestra. Megi þar
þó nefna að bæjarstjórn Ísafjarðar-
bæjar skoraði í ályktun síðasta vet-
ur á umhverfis- og auðlindaráðherra
og ríkisstjórn Íslands að freista þess
að kaupa eyjuna Vigur í Ísafjarðar-
djúpi og tryggja þannig aðgengi að
henni.
„Ég veit að sveitarfélög hér á
norðanverðum Vestfjörðum hafa
skoðað hugsanleg kaup á Vigur og
eru full áhuga. En hvort þau keppi
við erlenda auðjöfra veit ég ekki,“
segir Halla Signý. „Óskastaðan væri
sú að ríkið eða sveitarfélögin hefðu
keypt Vigur, stað sem skiptir miklu
máli. Þar er jafnframt starfrækt
ferðaþjónusta og svo eru bæði vind-
myllan í eyjunni og svonefnt Vikt-
oríuhús í eigu Þjóðminjasafnsins.
Það hryggir mig því ef Vigur kemst í
eigu útlendinga, sem við vitum ekk-
ert hvaða ráðstafanir gera varðandi
aðgengi almennings á staðnum.“
Skoðist í samhengi
Fyrirhugaða sölu á Vigur segir
Halla Signý að skoða beri í sam-
hengi. Jarðakaup Bretans Jims Rat-
cliffes á norðausturhorninu til að ná
yfirráðum yfir laxveiðiám hafi vakið
marga til umhugsunar um að Íslend-
ingar séu að tapa yfirráðum yfir eig-
in landi. Gegn slíku verði að sporna
– og setja þurfi löggjöf um þetta
efni.
Erlend eign á landi
er áhyggjuefni
Hryggir ef útlendingar eignast Vigur
Halla Signý
Kristjánsdóttir
Rósa Margrét Tryggvadóttir
Þórunn Kristjánsdóttir
Ljóst er að framkvæmdaráð Pírata
mun þurfa að skipa þriðja fulltrú-
ann í trúnaðarráð flokksins aftur á
næstunni. Þetta staðfestir Róbert
Ingi Douglas, upplýsingastjóri Pír-
ata, í samtali við Morgunblaðið.
Birgitta Jónsdóttir var tilnefnd til
að sitja í ráðinu en hlaut ekki næg-
an stuðning á félagsfundi Pírata í
fyrradag. Róbert Ingi segir að ann-
ar félagsfundur muni fara fram
fljótlega þar sem aftur verða greidd
atkvæði um hvort tilnefning fram-
kvæmdaráðs verður samþykkt eða
ekki. Hann segir að enn sé ekki
ákveðið hvenær fundurinn fer fram
en það verði á næstunni.
Tilnefndi ekki sjálfa sig
Á félagsfundi Pírata í fyrradag
greiddu 13 fundarmenn atkvæði
með Birgittu eða 19,12% en 55
greiddu atkvæði gegn setu hennar
og einn sat hjá. Agnes Erna
Esterardóttir og Hrannar Jónsson
voru valin til setu í ráðinu.
Skipað er í trúnaðarráðið þannig
að framkvæmdaráð Pírata óskar
eftir tilnefningum um þrjá fulltrúa.
Í framhaldinu er haft samband við
þá og þeim boðið að gefa kost á sér
til setu. Á félagsfundi eru svo
greidd atkvæði um tilnefningarnar
og gert er ráð fyrir að þrír sitji í
trúnaðarráði.
Upptaka af fundinum var birt á
YouTube síðu Viljans í gær. Þar
sagði Birgitta að hún upplifði
„ákveðið mannorðsmorð“. „Og það
er ekki fallegt,“ sagði Birgitta eftir
að Helgi Hrafn Gunnarsson, þing-
maður Pírata, sem greiddi atkvæði
gegn setu Birgittu, fór ófögrum orð-
um um hana í ræðu sinni á fund-
inum.
Birgitta sögð búa til ósætti
Sagði hann meðal annars um
Birgittu að hún byggi til „ósætti
fremur en sætti og stærði sig af
því“ og ætti ekki erindi sem fulltrúi
flokksins í trúnaðarráði. Hvatti
hann aðra til að kjósa hana ekki af
fenginni reynslu af samstarfi með
henni.
Birgitta steig sjálf í pontu eftir að
Helgi Hrafn hafði útlistað ókosti
hennar. Sagðist hún ekki ætla að
sitja undir þessu og viðurkenndi að
hún væri slæm en ekki svona. Jafn-
framt þakkaði hún þeim sem höfðu
kjark til að tilnefna sig til starfa fyr-
ir flokkinn.
Birgitta hefur ekki viljað tjá sig
við fjölmiðla eftir fundinn.
Þurfa að skipa þriðja fulltrúann
Róbert Ingi
Douglas
Birgitta
Jónsdóttir
Birgitta sagðist upplifa mannorðsmorð á fundinum