Morgunblaðið - 17.07.2019, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.07.2019, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2019 Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Amerísk heimilistæki rafvorur.isRAFVÖRUR ehf Þvottavélar og þurrkarar sem taka 10-17 kg Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Ég er ekki 17 ára lengur og ef ég fæ ekki fjármagn til þess að þjálfa annan í starfið er ég hrædd um að ævistarfið glatist og Ísland verði ekki lengur í toppsæti þegar kemur að öryggi barna,“ segir Herdís Storgaard, framkvæmdastjóri Miðstöðvar slysa- varna barna. Sjóvá og IKEA útvega fé til rekstrar Miðstöðvar slysavarna barna en Herdís vinnur öll störf fyrir miðstöðina í sjálfboðavinnu. „Sem betur fer líta aðrar þjóðir til þess góða starfs sem unnið hefur ver- ið á Íslandi varðandi slysavarnir barna og ég fæ launuð verkefni hjá erlendum aðilum og get því unnið að forvörnum og haldið ókeypis nám- skeið fyrir foreldra ungra barna,“ segir Herdís, sem er vongóð um sam- starf við pólska sendiráðið um nám- skeiðahald fyrir unga pólska for- eldra. Slysum fækkaði mikið „Ég hóf störf 1991 í samstarfi við Slysvarnafélag Íslands eftir að barnalækni sem starfað hafði í Sví- þjóð blöskraði fjöldi slysa á börnum á Íslandi. Starfið var síðar sett undir heilbrigðisráðuneytið og þar hitti ég fulltrúa úr öllum ráðuneytum mánað- arlega þar sem farið var yfir slys á börnum og slysahættur. Árangurinn sem náðist með þessu starfi var mjög mikill; slysum á börnum fækkaði til muna og við urðum besta þjóð í heimi þegar kom að öryggi barna í bílum. Eftir að ég hætti sem opinber starfsmaður var fjármagnið flutt yfir til landlæknis en mér vitanlega sinnir enginn sérstakur starfsmaður slysa- vörnum barna í dag. Svo virðist sem yfirvöld líti svo á að nóg sé að gert. En það er ekki nóg; við megum aldrei sofna á verðinum þegar slysavarnir barna eru annars vegar,“ segir Her- dís, sem reynt hefur að ná tali af fé- lagsmálaráðherra. Það hafi ekki gengið en hún hafi átt samtal við að- stoðarmenn hans þar sem henni fannst lítill skilningur vera. Henni hafi nánast verið sagt að fara út að leika sér. Hún segir heilbrigðisráð- herra hafa sýnt örlítið meiri skilning en meira þurfi til. Meðal þess sem áunnist hefur í slysavörnum barna, að mati Herdís- ar, er að drukknanir heyri nánast sögunni til og árvekni foreldra og umsjónarmanna barna hafi aukist. Óttast að slysavarnir barna muni leggjast af  Áhugaleysi hjá stjórnvöldum á slysavörnum barna ,,Fólk panikerar oft þegar hlutur sem stendur fastur í munni barns lokar fyr- ir öndunarveg- inn og veður með fingurinn ofan á kok á þeim í stað þess að hvolfa barninu og taka hlutinn varlega út ef hann er laus. Ef hlutur er fastur þarf að beita skyndihjálp með því að banka á milli herða- blaða barnsins eða nota Heim- lich-takið,“ segir Herdís Stor- gaard, verkefnastjóri hjá Miðstöð slysavarna barna, en hún vakti athygli á fésbókarsíð- unni Árvekni – Slysavarnir barna á fjölgun tilvika þar sem tappi eða lok hafa lokað öndunarvegi barns. „Ég hef fengið talsvert af ábendingum frá foreldrum og heilbrigðisstarfsmönnum vegna tappa og loka af ýmsum drykkjarvörum en síðustu tvö ár hafa fimm tilvik verið tilkynnt þar sem tappi hindraði öndun hjá barni. Fram að þeim tíma frá 1991 bárust níu slíkar tilkynn- ingar,“ segir Herdís sem telur hugsanlegt að um fleiri tilvik sé að ræða, bæði óskráð og næst- um-því-slysin. Hún segir að börn geti gleypt tappa allt að 3,2 cm að ummáli og varar sérstaklega við að börn sem sitja í bakvís- andi bílstólum handleiki drykkjarvörur með tappa. Fleiri börn sem gleypa tappa SLYSAVARNIR BARNA Herdís Storgaard Dr. Þorsteinn Ingi Sig- fússon, prófessor og forstjóri Nýsköpunar- miðstöðvar Íslands, varð bráðkvaddur að- faranótt 15. júlí, 65 ára að aldri. Hann fæddist í Vest- mannaeyjum 4. júní 1954, sonur hjónanna Sigfúsar J. Johnsen, kennara og félags- málastjóra, og Krist- ínar S. Þorsteins- dóttur, húsfreyju og bankastarfsmanns. Að loknu stúdentsprófi frá MH 1973 nam Þorsteinn Ingi eðlisfræði og stærðfræði við Kaupmannahafn- arháskóla 1973-78 og lauk doktors- prófi frá Cambridge-háskóla á Eng- landi 1982. Þar hlaut hann verð- launastyrk Clerk-Maxwell og var kjörinn „Research Fellow“ við Darwin College 1981. Þorsteinn Ingi fékk stöðu sem fræðimaður við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands (HÍ) 1983 og var prófessor í eðlisfræði við HÍ frá 1989. Hann var stjórn- arformaður Raunvís- indastofnunar 1986-90, formaður rannsóknar- ráðs 1996-99 og for- maður tækniráðs Rannís 2008-2013. Þorsteinn vann að tengingu fræðasamfélagsins við at- vinnulífið og tók þátt í stofnun margra sprotafyrirtækja, t.d. Vaka- fiskeldiskerfa, Al-álvinnslu og Ís- lenskrar NýOrku. Hann var einnig formaður framkvæmdanefndar al- þjóðavetnissamtakanna (IPHE). Þorsteinn Ingi var ráðinn forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands við stofnun hennar 2007. Hann var sæmdur riddarakrossi fálkaorðunnar 2004 og hlaut rúss- nesku alheimsorkuverðlaunin, Glob- al Energy Prize, 2007 fyrir framlag sitt til vetnismála. Í framhaldi af því stýrði hann stóru rannsóknarverk- efni við Tomsk-háskóla. Eftir Þorstein Inga liggur fjöldi ritrýndra vísindagreina auk annarra skrifa. Afmælisritið „Þekkingin beisluð – nýsköpunarbók“ kom út í tilefni af sextugsafmæli hans árið 2014. Eftirlifandi eiginkona Þorsteins Inga er Bergþóra Karen Ketils- dóttir, forstöðumaður. Þau eign- uðust þrjú börn; Davíð Þór, lækni, f. 1980, Dagrúnu Ingu, lækni, f. 1988, og Þorkel Viktor, tölvunarfræðing, f. 1992. Barnabörnin eru þrjú. Andlát Þorsteinn Ingi Sigfússon Húsin á Hlíðarenda í Vatnsmýri rísa hratt um þessar mundir. Verk- takar og vinnuvélar í tugatali eru að störfum en samkvæmt deili- skipulagi er gert ráð fyrir um 600 íbúðum á svæðinu. Í mörgum hús- um er reiknað með atvinnuhúsnæði á jarðhæð í götuhæð. Einnig hyggj- ast Valsmenn byggja þar knatthús og fjölnota íþróttamannvirki. Svæðið er í mikilli nálægð við Reykjavíkurflugvöll, eins og mynd- in hér til hliðar ber með sér, og gömlu neyðarbrautina þar sem einkaþotum er nú lagt. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hlíðarendi ofan í þotunum Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Ekkert barn liggur inni á Barna- spítala Hringsins af völdum E.coli- smits og engin ný tilfelli komu fram í gær, að því er fram kom á heima- síðu landlæknis. Sýni úr níu ein- staklingum voru rannsökuð í gær og greindist enginn með sýkinguna. Alls hafa 19 börn greinst frá því að faraldurinn hófst og enn er beðið frekari staðfestingar á greiningu hjá barni í Bandaríkjunum þar sem grunur leikur á um alvarlega E. coli-sýkingu. Búist er við að farald- urinn sé að renna sitt skeið en næsta vika mun að líkindum skera úr um það. Gestir meðvitaðri Þorgrímur Guðbjartsson, eigandi Erpsstaða í Dölum, hefur ekki orðið var við fækkun ferðamanna en á bænum er bæði skepnuhald og ís- framleiðsla. Hann segir gesti með- vitaðri um að fara gætilega í sam- búð skepna og matvæla. Þorgrímur segir fólk duglegra að þvo sér um hendur og spritta sig eftir að E. coli- smitið kom upp í Efstadal II. Á Erpsstöðum hafi upplýsingum um hvar hægt væri að þvo sér og spritta verið komið skýrar á framfæri. Guðrún Egilsdóttir, einn eigenda Holtsels í Eyjafirði, hefur ekki orðið vör við fækkun gesta vegna umræðu um E. coli-smit en eftir smitið í Efstadal II hafi verið settur upp standur með spritti og fólk sé nú sem áður hvatt til þess að þvo sér um hendur áður og eftir að það snertir dýr. Björgvin Jóhannesson, einn eig- enda Efstadals II, segir að gestum í mat og gistingu hafi ekki fækkað en eðlilega komi færri þangað að kaupa ís í ljósi liðinna atburða. Ís sem nú sé seldur á staðnum sé aðkeyptur og kálfastíunni, sem bakterían fannst í, hafi verið lokað og verði ekki opnuð aftur. Morgunblaðið/Hari Efstidalur E.coli-smitið hefur eðlilega haft sín áhrif á íssöluna. Ekkert barn inni- liggjandi lengur  E. coli-faraldurinn að renna sitt skeið  Ferðamönnum ekki fækkað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.