Morgunblaðið - 17.07.2019, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 17.07.2019, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2019 FORNUBÚÐUM 12, 220 HAFNARFJÖRÐUR | S: 555 0800 | SIGN@SIGN.IS Fréttablaðið, sem er orðiðgrímulausara stuðningsblað Evrópusambandsaðildar Íslands eftir eignarhalds- breytingar, fagnaði á sinn hátt í gær tíu ára afmæli aðildar- umsóknarinnar. Fram kom að haft hefði verið „sam- band við bæði Jó- hönnu og Össur en hvorugt þeirra vildi ræða þessi tímamót“. Það kemur ekki á óvart enda varð umsóknin hvorugu þeirra til framdráttar.    En Fréttablaðið fann Jón Stein-dór Valdimarsson, þingmann Viðreisnar, og leitaði álits hans. Ekki stóð á svari: „Þó að ferlið hafi verið stöðvað þá verður að líta svo á að Ísland sé enn þá með umsókn inni. Það ætti að vera hægt að endurræsa það án þess að fara í gegnum allt upphafsferlið Evrópu- sambands megin.“    Og Fréttablaðið spurði hvort að-stæður í dag væru betri eða verri til inngöngu. Jón Steindór svaraði: „„Röksemdirnar eru sterk- ari í dag. Staðan í heimsmálunum er þannig að við ættum að skipa okkur í flokk með þeim þjóðum sem við viljum tilheyra.“    Þetta er fráleit uppstilling áESB-aðild en kemur ekki á óvart. Allar gerviröksemdir verða áfram nýttar til að reyna að koma Íslandi inn í þetta verðandi sam- bandsríki.    Svör þingmannsins eru þó gagn-leg því að þau minna á nauðsyn þess að draga umsóknina til baka fyrst það misheppnaðist í fyrra skiptið. Engin ástæða er til að leyfa ESB-flokkunum að misnota aðstöðu sína komist þeir aftur til áhrifa. Jón Steindór Valdimarsson Áminning um aðildarumsókn STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Mikil tímamót urðu í dómstólasög- unni 10. júlí sl. þegar fyrsta ákæran ásamt gögnum frá héraðssaksókn- ara fór til Héraðsdóms Reykjavíkur í gegnum rafræna gátt. Þetta skref markar tímamót í raf- rænum samskiptum í dómskerfinu en dómstólasýslan stefnir að því að allir héraðsdómstólarnir verði komnir með rafræn samskipti við héraðssaksóknara, lögreglu og verj- endur innan fárra mánaða, segir í frétt á heimasíðu dómstólasýsl- unnar. Haustið 2017 var hleypt af stað til- raunaverkefninu „rafrænn dómari“ með héraðssaksóknara en það fól í sér að hann afhenti mál á pdf-formi til Héraðsdóms Reykjavíkur á minn- islyklum ásamt frumriti málsgagna. Síðan afhenti dómurinn verjendum minnislykla með gögnum mála, en gríðarlegt pappírsmagn sparaðist með þessu. Á þessum tíma var ekki komin örugg leið til að senda gögn rafrænt milli aðila en dómsmálaráðuneytið setti síðan fjármuni í gerð rafrænnar gáttar fyrir réttarvörslukerfið, sem nú er tilbúin. Það var Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari sem sendi fyrsta rafræna sakamálið og Símon Sigvaldason, dómstjóri Hér- aðsdóms Reykjavíkur, tók á móti því í tölvu sinni. Nú skapast tækifæri til að feta næstu skref, sem verður m.a. að lög- menn í einkamálum og ágreinings- málum munu senda dóminum gögn með sama hætti og að tekið verði við áfrýjun mála, segir á vef dómstóla- sýslunnar. sisi@mbl.is Rafræn gátt fyrir dómsskjöl opnuð Tímamót Fyrstu rafrænu dóms- skjölin ferðast hér á milli tölva. Fyrri hluti júlímánaðar hefur verið hlýr og rakur en sólarlítill miðað við fyrri hluta sumars. Sólskinsstundir hafa mælst 90,8 í Reykjavík fyrstu 15 daga júlí, rétt ofan meðallags, samkvæmt saman- tekt Trausta Jónssonar veðurfræð- ings. Þetta er þó hátíð miðað við sömu daga sumarið 2018. Þá mæld- ust aðeins 18 sólskinsstundir í Reykjavík. Þrír síðustu dagarnir til og með 15. júlí voru algjörlega sólarlausir í Reykjavík og síðustu sex daga hafa aðeins mælst 0,8 sólskinsstundir. Þetta eru mikil umskipti frá því sem var dagana næst þar á undan, segir Trausti. Þá skein sólin skært sunn- an- og suðvestanlands. Þegar hálfur júlí er að baki reyn- ist meðalhiti hans í Reykjavík 12,1 stig, +1,7 stigum ofan meðallags sömu daga árin 1961-1990, +0,6 stig- um ofan meðallags. Á Akureyri er meðalhiti fyrri hluta júlí nú 10,9 stig, +0,6 stigum ofan meðallags áranna 1961-1990. Aðfaranótt 15. júlí var sérlega hlý, meðallágmarkshiti á landinu hærri en 10 stig. Nóttin var sú hlýjasta sem vitað er um í júlí á fjölmörgum sjálfvirku stöðvanna, þar á meðal allmörgum sem athugað hafa í 20 ár eða lengur, meðal annars í Reykja- vík og nágrenni. Loft var einnig óvenjurakt, dagg- armark hefur víða verið hátt og júlí- met slegin á fáeinum stöðvum. Þar á meðal á Hvanneyri, Gufuskálum og í Súðavík og Ásbyrgi, en á öllum þess- um stöðvum hefur verið athugað í meira en 20 ár. Úrkoma í júlí hefur mælst 24,2 millimetrar í Reykjavík og er það í meðallagi, en 28,4 mm á Akureyri, vel ofan meðallags. Júlí í fyrra var enn blautari. Þá mældust 38,8 mm í Reykjavík. sisi@mbl.is Methlýindi mældust aðfaranótt hins 15.  Sólin fór í felur en hefur þó skinið mun meira en í júlí 2018 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Högg slegið Meira hefur rignt á kylfinga í júlí en fyrri hluta sumars.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.