Morgunblaðið - 17.07.2019, Side 10

Morgunblaðið - 17.07.2019, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2019 Progastro | Ögurhvarfi 2, Kópavogi | Sími 540 3550 progastro.is | Opið alla virka daga kl. 9–17. JAPANSKIR HNÍFAR Allt fyrir eldhúsið Hágæða hnífar og töskur Allir velkomnir Einstaklingar og fyrirtæki Vefverslunokkarprogastro.iser alltaf opin! Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) dæmdi í gær íslenska ríkið brotlegt á 6. gr. mannréttindasátt- mála Evrópu um rétt manna til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Annars vegar var um að ræða mál Júlíusar Þórs Sigurþórssonar, fyrrverandi starfsmanns Húsa- smiðjunnar, og hins vegar mál Styrmis Þórs Bragasonar, fyrrver- andi forstjóra MP banka, gegn ís- lenska ríkinu. Í máli Styrmis Þórs var talið að réttur hans hefði verið brotinn þeg- ar Hæstiréttur dæmdi hann í eins árs fangelsi í tengslum við svonefnt Exeter-mál. Þegar það var gert, í október 2013, var Hæstiréttur að snúa nokkurra mánaða gömlum dómi héraðsdóms í málinu, sem hafði sýknað Styrmi. Í kæru Styrm- is til MDE segir hann Hæstarétt hafa komist að sinni niðurstöðu um fangelsisdóm með því að endurmeta vitnisburð vitna í héraðsdómi, en vitnin komu ekki fyrir Hæstarétt. MDE taldi Hæstarétt einnig hafa brotið á Júlíusi, sem dæmdur var í níu mánaða fangelsi árið 2016 fyrir hlutdeild sína í refsiverðu verðsam- ráði í störfum sínum á árunum 2010 til 2011. Komst MDE að svipaðri niðurstöðu og í máli Styrmis þar sem talið var að hann hefði ekki fengið að njóta réttlátrar málsmeð- ferðar þar sem Hæstiréttur sneri við dómi héraðsdóms og hefði byggt á munnlegum vitnisburði fyrir hér- aðsdómi, án þess að hafa hlýtt á vitnisburðinn fyrir Hæstarétti. Endurupptaka til skoðunar „Það er ánægja með niðurstöð- una,“ segir Ragnar H. Hall, lögmað- ur Styrmis Þórs. „Ég hef aldrei ver- ið sáttur við þessa sakfellingu í Hæstarétti því hún byggðist á rök- semdum sem höfðu ekki verið til umfjöllunar í málinu,“ segir Ragnar. Hann gerir ráð fyrir að Styrmir vilji fá málið endurupptekið og sak- fellinguna niðurfellda en það mál verður þá sótt fyrir innlendum dóm- stólum að fenginni þessari niður- stöðu. Ragnar segir þennan dóm MDE hliðstæðan Vegas-málinu svo- nefnda, þar sem aðili var dæmdur saklaus í héraðsdómi, sakfelldur í Hæsta-rétti, fékk dóm í MDE um að málsmeðferðin hefði ekki verið réttlát þar, fékk málið svo endur- upptekið á Íslandi og var að end- ingu sýknaður í Hæstarétti. „Auðvitað fögnum við þessari niðurstöðu,“ segir Bragi Björnsson, lögmaður Júlíusar. Hann segir að í ljósi niðurstöðunnar verði framhald- ið skoðað, meðal annars hvort farið verði fram á endurupptöku málsins fyrir íslenskum dómstólum. Sakamálalög þurfa að breytast Bragi segir að íhuga þurfi breyt- ingar á sakamálalögum eftir niður- stöðu MDE. „Þessi niðurstaða kall- ar á endurskoðun á málsmeðferð fyrir Hæstarétti,“ segir Bragi og bætir við að þetta snúist um að Hæstiréttur hafi ekki gefið sak- borningum tækifæri á að tjá sig um sakarefnið. Dómur Hæstaréttar féll áður en breytingar voru gerðar á íslenska réttarkerfinu með tilkomu Lands- réttar. Kom þar til sögunnar áfrýj- unarréttur þar sem skýrslur voru meðal annars teknar aftur af sak- borningum. Bragi segir að þrátt fyrir nýtt dómstig telji hann eðlilegt að löggjafinn íhugi hvort nauðsyn- legt sé að skerpa enn frekar á ákvæðum laga um milliliðalausa sönnunarfærslu þannig að sakborn- ingar geti komið fyrir Hæstarétt líka. Brotið á réttlátri málsmeðferð í tvígang  Mannréttindadómstóll Evrópu dæmir íslenska ríkið brotlegt Morgunblaðið/Sigurgeir S. Exeter-málið Styrmir gengur inn í Héraðsdóm Reykjavíkur árið 2011. Hann var sýknaður í héraðsdómi en síðar sakfelldur í Hæstarétti. Ragnar H. Hall Bragi Björnsson Í frumvarpi félagsmálaráðherra til laga er lagt til að tvær stofnanir; Íbúðalánasjóður og Mannvirkja- stofnun, verði lagðar niður og nýrri stofnun, Húsnæðis- og mannvirkja- stofnun, verði falið að annast fram- kvæmd húsnæðis- og mannvirkja- mála. Í greinargerð um frumvarpið í samráðsgátt stjórnvalda kemur fram að markmiðið með sameining- unni sé að efla stjórnsýslu, stefnu- mótun og framkvæmd húsnæðis- og mannvirkjamála með tillögur átaks- hóps um húsnæðismál að leiðarljósi, hagræða í rekstri hins opinbera og auka samstarf við sveitarfélög og aðra hagsmunaaðila. Með heildaryfirsýn Með sameiningu stofnananna tveggja verði til ný stofnun með heildaryfirsýn yfir málaflokk hús- næðismála sem sé til þess fallin að auka skilvirkni og hagkvæmni í allri stjórnsýslu húsnæðis- og mann- virkjamála. Fram kemur í samráðsgáttinni að frumvarpið byggist á niðurstöðu tveggja starfshópa sem voru settir á stofn af félags- og barnamálaráð- herra. „Annarsvegar starfshóps sem var skipaður til að leita leiða til að draga úr áhættu ríkisins vegna auk- inna uppgreiðslna hjá Íbúðalána- sjóði og hinsvegar starfshóps sem var skipaður til að kanna fýsileika sameiningar Íbúðalánasjóðs og Mannvirkjastofnunar til þess að efla stjórnsýslu á sviði húsnæðismála í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar,“ segir orðrétt í grein- argerðinni. agnes@mbl.is ÍLS og Mannvirkja- stofnun sameinuð  Ætlað að efla stjórnsýslu og hagræða í rekstri Morgunblaðið/Árni Sæberg ÍLS Íbúðalánasjóður og Mannvirkja- stofnun verða ein stofnun. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Mógilsá, rannsóknasvið Skógræktar- innar (skogur.is), óskar eftir að fá upplýsingar um ástand skóga og trjáa. Upplýsingar um óværu á trjám eru vel þegnar og eins upplýsingar um skemmdir af völdum þurrka eða annarra áfalla. Ábendingar má senda Brynju Hrafnkelsdóttur, sérfræðingi á Mógilsá (brynja@skogur.is). Edda Sigurdís Oddsdóttir, sviðs- stjóri rannsóknasviðs á Mógilsá, sagði að auk þess að fá upplýsingar frá almenningi fylgdust þau með samfélagsmiðlum og fengju ábend- ingar frá skógræktarfólki víða um land. Skaðvaldar sem aðgangsharðastir eru á vorin og fyrri hluta sumars hafa nú þegar unnið sitt verk. Það á t.d. við um birkikembuna sem hefur verið að breiðast út um landið. Edda sagði að birkikemba væri lítið fiðrildi sem verpti í birkilauf á vorin. Lirfan klekst út í laufinu og étur það inn- anfrá. Hún er nú farin úr trjánum þannig að ný laufblöð eru græn og falleg, en þau sem lirfur átu eru hol og brún. Víða sér mikið á birkitrjám. „Birkikemba virðist vera í blúss- andi uppsiglingu, sérstaklega á suð- vesturhorninu,“ sagði Edda. „Hún er að breiðast út. Við höfum frétt af henni á nýjum stöðum, til dæmis á Vestfjörðum.“ Annar nýlegur skað- valdur er bjöllutegundin asparglytta sem börn kalla gullbjöllu og herjar á víðitegundir og ösp. Óvenju lítið hef- ur sést af henni í sumar og lítið verið kvartað undan henni. Talið er að kuldakast í maí með frostnóttum hafi haft áhrif á asparglyttuna. Birkiþéla er vesputegund sem hag- ar sér svipað og birkikemban. Birki- þéla verpir í birkilauf seinni part sumars þegar birkið er rétt að ná sér eftir birkikembuna. Talið er að birki- þéla hafi minni útbreiðslu en birki- kemba. Hún er á suðvesturhorninu, á Suðurlandi og Norðurlandi og virðist vera að breiðast út. Austurland hefur til þessa verið laust bæði við birkikembu og birki- þélu. Þar getur birki hins vegar farið illa af maðki, það er lirfum fiðrilda eins og tígulvefara og haustfeta. Edda sagði að þau væru einnig á verði gagnvart hættunni á rótar- sjúkdómum sem gætu borist hingað og reynst skeinuhættir trjágróðri. Skordýrin eru mikilvæg fæða sumra fuglategunda. Edda nefndi til dæmis að ef heyrðist í glókolli í skógi væri næsta víst að þar væri sitkalús að finna. Lífríkið væri óðum að breytast með hlýnandi loftslagi. Morgunblaðið/Ómar Skemmdir Hér má sjá illa útleikið birki eftir birkikembu sem verpir eggj- um í birkilauf. Lirfa birkikembu klekst þar út og étur laufblöðin innan frá. Skemmdir og óværa í trjám  Skógræktin óskar eftir upplýsingum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.