Morgunblaðið - 17.07.2019, Qupperneq 12
12 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2019
Þurrkgrindur
Innan- og utandyra
Opið
virk
a
dag
a frá
9-18
lau
frá 1
0-16
Laugavegi 29 | sími 552 4320 | verslun@brynja.is | brynja.is
60 cm x 3,6 lm, ber 10 kg
Verð kr. 5.740
80 cm x 6,7 lm, ber 20 kg
Verð kr. 9.850
100 cm x 8,5 lm, ber 20 kg
Verð kr. 10.980
3 stærðir
Vefverslun brynja.is Fagmennska í 100 ár
París. AFP. | Dauðsföllum sem
tengjast alnæmi fækkaði í 770.000 á
síðasta ári og þau voru um 33%
færri en árið 2010, að sögn embætt-
ismanna Sameinuðu þjóðanna í
gær. Þeir vöruðu þó við því að til-
raunir til að uppræta sjúkdóminn
hefðu tafist vegna fjárskorts.
Talið er að 37,9 milljónir manna
séu með HIV-veiruna sem veldur
alnæmi og 23,3 milljónir þeirra hafa
aðgang að einhvers konar fjöllyfja-
meðferð við sjúkdómnum, að því er
fram kemur í ársskýrslu UNAIDS,
alnæmisvarnastofnunar Sameinuðu
þjóðanna.
Fækkaði mjög í Afríku
Dauðsföllum sem tengjast al-
næmi fækkaði í 770.000 í fyrra úr
800.000 frá árinu áður. Þau voru 1,2
milljónir árið 2010 og þeim hefur
því fækkað um rúman þriðjung síð-
an þá.
Sjúkdómurinn er skæðastur í
Afríku en dauðsföllunum þar hefur
fækkað mjög á síðustu tíu árum.
Þeim hefur hins vegar fjölgað um
5% í Austur-Evrópu og um 9% í
Mið-Austurlöndum og Norður-Afr-
íku. Nýjum smittilfellum fjölgaði
um 29% í Austur-Evrópu og 10% í
Mið-Austurlöndum og Norður-Afr-
íku á milli ára.
35 milljónir manna dóu
Gunilla Carlsson, framkvæmda-
stjóri UNAIDS, sagði að brýnt
væri að ráðamenn létu baráttuna
gegn alnæmi meira til sín taka en
áður. „Hægt er að uppræta alnæmi
ef við einbeitum okkur að fólkinu
en ekki sjúkdómnum … og lítum á
það sem lið í baráttunni fyrir mann-
réttindum að ná til fólksins sem
verður mest fyrir barðinu á HIV-
veirunni,“ sagði hún.
Talið er að alls hafi nær 80 millj-
ónir manna smitast af HIV-veirunni
og 35 milljónir manna dáið úr sjúk-
dómnum frá byrjun níunda ára-
tugarins. Embættismenn UNAIDS
segja að rúmur helmingur nýsmit-
aðra komi úr helstu áhættuhópun-
um. Þeir eru fíkniefnaneytendur
sem nota sprautur, hommar, trans-
fólk, fólk sem stundar vændi og
fangar, að sögn stofnunarinnar.
Hún segir að í rúmum helmingi
landa heims hafi minna en 50%
þeirra sem eru í þessum áhættu-
hópum fengið nauðsynlega for-
varnaþjónustu.
Markmiðin náðust ekki
Embættismenn UNAIDS segja
að árlegur fjöldi nýsmitaðra hafi
aðeins minnkað um 16% frá 2010 en
stefnt hafi verið að því að hann
minnkaði um 75% ekki síðar en á
næsta ári.
Stefnt hafði verið að því að nýju
smittilfellin meðal barna yrðu ekki
fleiri en 40.000 á ári en það mark-
mið náðist ekki. Í skýrslunni kemur
fram að rúmlega 160.000 börn
greindust með HIV-veiruna á síð-
asta ári, um 41% færri en árið 2010.
Dauðsföllunum
fækkaði um 33%
770.000 manns dóu úr alnæmissjúkdómnum á síðasta ári
Mismikill aðgangur að meðferð við alnæmi
Heimild: UNAIDS, tölur fyrir árið 2018
37,9 milljónir manna í heiminum eru með HIV-veiruna og 23,3 milljónir þeirra hafa aðgang að lækningarmeðferð
20,6 67%
Austur-/
sunnanverð
Afríka
54%5,9
Asíu- og Kyrrahafslönd
5,0 52%
Vestur-/Mið-
Afríka
1,9 63%
Rómanska Ameríka
0,34
55%
Karíbahafseyjar
0,24
33%
Mið-Austurlönd
og Norður-Afríka
1,7
38%
Austur-Evrópa
og Mið-Asía
2,2 milljónir með HIV
77% hafa aðgang að meðferð
Vestur- og Mið-Evrópa
og Norður-Ameríka
Ósló. AFP. | Lögreglan í Noregi hef-
ur handtekið umdeildan íslamskan
klerk, múlla Krekar, eftir að hann
var dæmdur í fangelsi á Ítalíu fyrir
aðild að samsæri hryðjuverka-
manna, að sögn norsku öryggislög-
reglunnar PST í gær.
Krekar, réttu nafni Najumuddin
Ahmad Faraj, er 63 ára og hefur
dvalið í Noregi sem flóttamaður frá
árinu 1991. Yfirvöld á Ítalíu saka
hann um að fara fyrir Rawti Shax,
kúrdískri hreyfingu sem talin er
tengjast Ríki íslams, samtökum
íslamista. Dómstóll í Bolzano á
Norður-Ítalíu dæmdi múlla Krekar í
tólf ára fangelsi á mánudaginn var
fyrir aðild að samsæri hryðjuverka-
manna. Fimm aðrir voru einnig
dæmdir í fangelsi í málinu.
„PST, með aðstoð lögreglunnar í
Ósló, handtók múlla Krekar á mánu-
dagskvöld í samræmi við alþjóðlega
leitarheimild og handtökuheimild frá
Ítalíu,“ sagði norska öryggislögregl-
an á Twitter. Krekar á að koma fyrir
dómara í dag vegna beiðni lögregl-
unnar um að hann verði úrskurðaður
í gæsluvarðhald.
„Hann er ekki í neinum tengslum
við Ríki íslams,“ sagði lögmaður
Krekars, Brynjar Meling, eftir
dómsuppkvaðninguna á Ítalíu. „Eina
markmið hans er að fara aftur til
Kúrdistans í Írak til að geta haslað
sér völl í stjórnmálunum þar, stofnað
stjórnmálaflokk sem frjáls maður.“
Krekar hefur verið álitinn ógn við
þjóðaröryggi og er á listum Samein-
uðu þjóðanna og Bandaríkjanna yfir
meinta hryðjuverkamenn. Hann hef-
ur átt yfir höfði sér brottvísun úr
landi frá árinu 2003 en norsk lög hafa
hindrað hana vegna þess að hugsan-
legt er að hann verði dæmdur til
dauða í Írak verði hann sendur þang-
að.
Yfirvöld á Ítalíu afturkölluðu
beiðni um að Krekar yrði framseldur
þangað árið 2016. Hann var í nokkur
ár í fangelsi í Noregi fyrir að hvetja
til ofbeldis en var látinn laus í
nóvember 2016 eftir að framsals-
beiðni Ítalíu var afturkölluð.
Múlla Krekar
handtekinn
Dæmdur í tólf ára fangelsi á Ítalíu
AFP
Íslamisti Múlla Krekar hefur verið
dæmdur fyrir hryðjuverkasamsæri.
Ursula von der Leyen, varnarmálaráðherra Þýska-
lands, var kjörin forseti framkvæmdastjórnar Evrópu-
sambandsins, fyrst kvenna, með naumum meirihluta í
leynilegri atkvæðagreiðslu á Evrópuþinginu í gær.
Hún tekur við embættinu 1. nóvember af Jean-Claude
Juncker. Leyen þurfti að fá minnst 374 atkvæði til að
ná kjöri eftir að leiðtogaráð ESB tilnefndi hana í emb-
ættið og svo fór að hún fékk 383 atkvæði gegn 327.
Leyen er sextug, fæddist í Brussel, á sjö börn og var
kvensjúkdómalæknir áður en hún haslaði sér völl í
stjórnmálunum. Hún er kristilegur demókrati og hefur
m.a. lofað að beita sér fyrir því að Evrópusambandið
gegni auknu hlutverki í baráttunni gegn fátækt.
VERÐUR FORSETI FRAMKVÆMDASTJÓRNAR ESB, FYRST KVENNA
Leyen kjörin með naumum meirihluta
Ursula von der
Leyen
Talningarmenn mæla hnúðsvan og
unga hans á árlegri svanatalningu
á ánni Thames, nálægt Lundúnum.
Athöfnin er rakin til tólftu aldar
þegar algengt var að konungsfólk
borðaði svani og drottning Eng-
lands sló eign sinni á alla hnúðsvani
í ám og vötnum landsins. Talningin
fer fram þriðju vikuna í júlí ár
hvert og eru þá svanir veiddir,
merktir og látnir lausir undir stjórn
sérlegs fulltrúa drottningar sem
gegnir því hlutverki að telja svans-
unga og sjá til þess að svönum
fækki ekki. Einnig er leitað að
merkjum um meiðsli eða sjúkdóma
á svönunum til að kanna ástand
stofnsins. Hnúðsvönum hefur lítið
fækkað í ánni frá miðri nítjándu
öld, að sögn talningarmannanna.
Árleg svanatalning á ánni Thames
AFP
Ástand hnúðsvana-
stofnsins kannað