Morgunblaðið - 17.07.2019, Blaðsíða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2019
Það má segja að
einmunatíð hafi verið hjá
okkur á undanförnum
árum. Flest hefur gengið
okkur í haginn og tíminn
nýttur í að styrkja stoð-
irnar. Vegna þeirrar
stefnu sem fylgt hefur
verið á undanförnum ár-
um erum við vel í stakk
búin til að takast á við
tímabundna erfiðleika
sem við blasa nú.
Stoðir samfélagsins eru sterkar, en
það högg sem við tökumst nú á við er
áminning um hversu mikilvægt er að
fjölga stoðunum, nýta tækifærin til
frekari verðmætasköpunar. Nú er rétti
tíminn til að örva fjárfestingu í mikil-
vægum innviðum sem munu skapa
frekari möguleika í atvinnulífi, styrkja
byggðir landsins og efla hagvöxt á
næstu árum.
Tækifærin liggja víða. Fjárfestingar
í laxeldi skipta verulegu og vaxandi
máli fyrir þjóðarbúið, að ekki sé talað
um þau landsvæði sem finna fyrir
mestu áhrifunum. Fiskeldi er ný stoð í
verðmætasköpun okkar og vægi þess á
eftir að vaxa mikið á næstu árum.
Spölur lauk farsælu verkefni sínu
nýverið og eru nú Hvalfjarðargöngin
eign þjóðarinnar. Það er löngu tíma-
bært að stíga fleiri stór skref í sam-
göngumálum. Við eigum að nýta
reynsluna af verkefni Spalar og hrinda
í framkvæmd landsátaki í samgöngu-
málum á grundvelli gjaldtöku. Arðbær-
ari framkvæmdir eru vandfundnar og
gjaldtökuleiðin gerir okkur kleift að
stíga stærri og betri skref en nokkru
sinni áður. Efnahagsleg áhrif á þjóð-
arbúið væru mjög mikil til skemmri og
lengri tíma. Og er þá ávinningurinn af
færri umferðarslysum ótalinn.
Mikil umræða hefur átt sér stað um
orkuauðlindir þjóðarinnar á undan-
förnum misserum. Minna hefur farið
fyrir umræðu um hvernig við ætlum
okkur að nýta þær auðlindir sem í
sjálfu sér eru lítils virði, nema til komi
skynsamleg nýting. Við þær efnahags-
legu aðstæður sem nú blasa við er mik-
ilvægt að Landsvirkjun fari án tafar í
frekari framkvæmdir. Hvammsvirkjun
í neðri Þjórsá er svo til fullhönnuð og
búin að fara í gegnum lögformlegt ferli.
Pólitískt, efnahagslega
og vegna verkefnastöðu
jarðvinnuverktaka og
byggingafyrirtækja væri
hagkvæmt að fara af stað
með þessar fram-
kvæmdir í haust.
Jafnframt verður að
ráðast í stórátak í upp-
byggingu á dreifikerfi
raforku, en stöðugur
ágreiningur um línulagn-
ir og skortur á framtíðar-
sýn í uppbyggingu
raforkukerfisins hefur haft skaðleg
áhrif og atvinnutækifæri tapast víða
um land vegna þess. Einfaldlega vegna
þess að það er ekki hægt að koma raf-
orku þangað. Samhliða aukinni
raforkuframleiðslu og uppbyggingu
dreifikerfis verður að huga að nýjum
millistórum kaupendum að raforku
sem víðast um landið. Uppbygging
gagnavera á að vera næsta græna stór-
iðja okkar og um leið átak í að styrkja
byggðirnar víða um land. Nauðsynlegt
er að leggja nýjan sæstreng til gagna-
flutninga sem fyrst, helst á næsta ári.
Um leið munu mörg tækifæri skapast á
þessum vettvangi.
Við ræðum gjarnan um að þjóðin sé
rík af orkulindum. Í því ljósi er fárán-
legt að umræða dagsins skuli hverfast
um það að stutt sé í að við þurfum að
kljást við raforkuskort, eins og for-
stjóri Landsnets hefur vakið eftir-
minnilega athygli á. Það er augljóst að
hér verður að koma til skýr framtíð-
arsýn og í stað þess að ræða hvernig á
að koma í veg fyrir orkuskort innan
fárra ára, þurfum við að bregðast við
og svara af krafti vaxandi eftirspurn
eftir raforku. Raforkan er ein af grunn-
stoðum þjóðfélagsins og lykillinn að
verðmætasköpun til skemmri og lengri
framtíðar og batnandi lífskjörum þjóð-
arinnar.
Nú er tíminn til að hugsa stórt í arð-
bærum fjárfestingum og hefjast þegar
handa. Við eigum að sækja fram: Sókn
er besta vörnin.
Eftir Jón Gunnarsson
» Við eigum að
sækja fram: Sókn
er besta vörnin.
Jón Gunnarsson
Höfundur er þingmaður.
Sókn er besta vörnin
Í sjálfu sér er ákvörðunin til-
tölulega einföld. Meirihluti Alþing-
is getur sameinast um að afhenda
öllum Íslendingum eignarhluti í
tveimur bönkum, sem þeir eiga en
ríkissjóður heldur á í umboði
þeirra. Með því yrði ýtt undir þátt-
töku almennings á hlutabréfa-
markaði og margir fengju tækifæri
til að stíga fyrstu skrefin í átt að
því að gerast kapítalistar.
Auðvitað má búast við andstöðu
á þingi og víðar við að launafólk fái
afhentan eignarhlut í fyrirtækjum sem það á
sameiginlega. Þeir eru enn til sem trúa því í ein-
lægni að samfélaginu vegni best ef flest (öll!) at-
vinnutæki eru á höndum ríkisins. Ríkishyggjan
getur aldrei samþykkt hugmyndir um vald-
dreifingu og auðstjórn almennings.
En það gæti orðið áhugavert að fylgjast með
hverjir setjast á bekk með úrtölumönnum og
gerast talsmenn stjórnlyndis með því að leggja
steina í götu þess að einstaklingar eignist milli-
liðalaust hlut í bönkunum. Að skjóta styrkari
stoðum undir fjárhagslegt sjálfstæði einstak-
linga og fjölskyldna þeirra og gera Íslendinga
að kapítalistum, er eitur sem enn seytlar um
æðar margra, sem eru sannfærðir um að sér-
eignarstefnan eigi rætur í hugsunarhætti smá-
borgarans.
Fjárstjórn fjöldans
Almannavæðing fjármálakerfisins, líkt og hér
er lagt til, er hluti af frelsisbaráttu Sjálfstæðis-
flokksins í 90 ár. Barátta fyrir að gera launafólk
að eignafólki, – tryggja því fjárhagslegt sjálf-
stæði og frelsi til athafna. Eyjólfur Konráð
Jónsson – Eykon – talaði um auðstjórn almenn-
ings eða fjárstjórn fjöldans. Hans draumur var
að almenningur yrði virkur þátttakandi í at-
vinnulífinu og að til yrðu öflug al-
menningshlutafélög með þús-
undir eigenda. Með þessu yrði
þjóðarauðnum dreift til sem
„allra flestra borgara landsins, að
auðlegð þjóðfélagsins safnist
hvorki saman á hendur fárra ein-
staklinga né heldur ríkis og op-
inberra aðila“. Með öðrum
orðum: Valdinu sem fylgir yfir-
ráðum yfir fjármagni er dreift á
meðal allra landsmanna.
Draumurinn er að allir eigi hlut-
deild í þjóðarauðnum, „en séu
ekki einungis leiguliðar eða
starfsmenn ríkisins“.
Það var einlæg sannfæring Eykons, líkt og
allra forystu- og hugsjónamanna Sjálfstæðis-
flokksins fyrr og síðar, að nauðsynlegt væri að
örva sem „allra flesta til þess að gerast sjálf-
stæðir atvinnurekendur, hvort heldur þeir taka
sér fyrir hendur að reka trillubát eða iðjuver“.
Ekki fyrir fáa útvalda
Davíð Oddsson mótaði þessa hugsjón sjálf-
stæðismanna í nokkrum meitluðum orðum á
Viðskiptaþingi Verslunarráðs í febrúar 2004:
„Tilgangur baráttu okkar fyrir einstaklings-
frelsinu var aldrei sá að frelsið yrði fyrir fáa út-
valda. Of mikil samþjöppun í efnahagslífinu er í
mínum huga óæskileg og lítt dulbúin frelsis-
skerðing.“
Líkt og Davíð minnti á fyrir liðlega 15 árum
kostaði það mikil pólitísk átök að ná samstöðu
um nauðsyn þess að ríkið hætti að leika aðal-
hlutverkið í íslensku atvinnulífi. Hann óttaðist
hins vegar að stuðningur við þá stefnu myndi
fjara út „ef þess er ekki gætt að jafnvægi ríki á
markaðinum og ekki gíni of fáir yfir of miklu“.
Grunnstef sjálfstæðisstefnunnar er frelsið –
frelsi til orðs og athafna, sem er hreyfiafl allra
framfara og bættra lífskjara. Frelsið virkjar
hugvit og útsjónarsemi einstaklinganna. Á Við-
skiptaþingi undirstrikaði Davíð Oddsson að
frelsi eins mætti aldrei verða annars böl og því
væri nauðsynlegt að í gildi væru skýrar reglur
sem tryggðu, eins vel og kostur væri, sanngirni
og heiðarleika í samskiptum manna. Þær reglur
yrðu því að tryggja „að viðskiptafrelsið sé sem
mest, að sem flestir fái tækifæri til að keppa og
þjóðin fái notið sem ríkulegastra ávaxta af at-
vinnustarfseminni“.
Hlutdeild í virðisauka
Ég hef áður haldið því fram að eðlilegt sé og
sanngjarnt að almenningur fái að njóta með
beinum hætti þess virðisauka sem hefur mynd-
ast innan veggja bankanna frá endurreisn
þeirra. Til þess er engin leið betri en að ríkið af-
hendi hverjum og einum hlutabréf í bönkunum.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðis-
flokksins, varpaði fram þessari hugmynd í ræðu
á landsfundi 2015. Frá þeim tíma hefur staðan
styrkst. Uppgjör þrotabúa gömlu bankanna
tókst einstaklega vel, stöðugleikaframlög og sala
á hlut ríkisins í Arion banka hefur aukið svig-
rúmið til að láta almenning njóta ávaxtanna með
beinum hætti.
Það er í takt við grunntón Sjálfstæðisflokksins
að senda landsmönnum beinan hlut í bönkunum.
En fleira skiptir þar máli. Dreift eignarhald –
auðstjórn almennings og valddreifing – mun
ekki aðeins auka aðhald að mikilvægum stofn-
unum samfélagsins heldur einnig styrkja tiltrú
og eyða tortryggni í garð fjármálakerfisins.
„Fjármálakerfið á að vera traust og þjóna
samfélaginu á hagkvæman og sanngjarnan
hátt,“ segir í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Katrínar Jakobsdóttur. Þar er bent á að eignar-
hald ríkisins á fjármálafyrirtækjum sé það um-
fangsmesta í Evrópu og „vill ríkisstjórnin leita
leiða til að draga úr því“. Stjórnarflokkarnir eru
hins vegar ásáttir um að ríkissjóður verði „leið-
andi fjárfestir í að minnsta kosti einni kerfislega
mikilvægri fjármálastofnun“. Hér er um eðli-
lega og sanngjarna málamiðlun þriggja ólíkra
stjórnmálaflokka að ræða. Landsfundur Sjálf-
stæðisflokksins vill ganga lengra og hefur árétt-
að að engin þörf sé á „eignarhaldi ríkisins á fjár-
málafyrirtækjum til lengri tíma litið“. Í þessu
samhengi er vert að hafa í huga að umsvif rík-
isins á fjármálamarkaði hér á landi eiga sér
enga hliðstæðu í vestrænum ríkjum.
Í lok mars nam eigið fé Landsbanka og Ís-
landsbanka um 420 milljörðum króna. Verð-
mæti bankanna kann að vera eitthvað lægra, en
um það veit enginn fyrr en á reynir. Þessum
fjármunum er betur varið í að treysta innviði
samfélagsins, í samgöngumannvirki, orku-
vinnslu og -dreifingu, fjarskipti, skóla, bygg-
ingar og tæki fyrir heilbrigðisþjónustu og
íþróttahús. Fjárfesting í traustum innviðum,
sem eru forsenda hagsældar og bættra lífs-
kjara, er arðbærari en að festa fjármuni í
áhættusömum rekstri fjármálafyrirtækja.
Mismunandi áherslur stjórnarflokkanna og
ólík viðhorf til hlutverks ríkisins á fjármála-
markaði kemur ekki í veg fyrir að tekin sé
ákvörðun um valddreifingu – að afhenda lands-
mönnum eignarhlut í bönkunum tveimur sem
eru í eigu ríkisins. Um leið er fallist á sann-
gjarna kröfu um að almenningur, sem tók þátt í
endurreisn fjármálakerfisins, fái eitthvað í sinn
hlut – 10-20% á næstu fjórum til fimm árum,
samhliða því sem skipulega er dregið úr eigna-
haldi ríkisins á fjármálamarkaði.
Eftir Óla Björn Kárason
Óli Björn Kárason
Höfundur er alþingismaður
fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Gerum alla að kapítalistum – að eignafólki
» Það er í takt við grunntón
Sjálfstæðisflokksins að
senda landsmönnum hlut í
bönkunum.
Ég verð að segja þetta enn einu
sinni: Það er nauðsynlegt að hafist
verði handa við skipulega sölu bújarða í
eigu ríkisins. Þetta hefur öllum sem til
þekkja verið lengi ljóst. Um leið er mik-
ilvægt að mótuð sé almenn heildstæð
stefna um eignarhald jarða hér á landi
og ná sáttum um hvaða kröfur eðlilegt
er að gera til eigenda þeirra.
Ábúðarkerfið og leigukerfið er
gamalgróið og var lengst af í höndum
landbúnaðarráðuneytisins, en var fært
til fjármálaráðuneytisins fyrir all-
mörgum árum.
Það tók tíma sinn en nú er loksins búið að setja eig-
endastefnu ríkisins um jarðir. Hún er ítarleg og í henni
er m.a. að finna stefnumörkun um meðferð ríkisjarða.
Ekki aðeins bújarða. Sú stefna er staðfest að ríkið efli
og styrki byggð og búsetu við sölu og meðferð bújarða.
Efla á landbúnað og sækja fram til blómlegri byggða.
Með stefnunni er sérstakur viðauki sem fjallar sér-
staklega um ábúðarjarðir, þ.e. jarðir sem eru í rekstri
og eru mikilvægar fyrir áframhaldandi búrekstur.
Aldrei skal því haldið fram að einfalt verk sé að
fylgja slíkri stefnu eftir. En eigendastefnan staðfestir
það markmið að stuðla eigi að aukinni byggðafestu. Í
umræðu um jarðir og eignarhald hefur ríkið því mark-
að skýra stefnu. Stefnu sem ber með sér að ekki á
nokkurn hátt er ætlunin að verða til þess að veikja
byggð og búsetu í sveitum.
Það er ástæða til að draga þetta fram því í fréttum
eru oft viðraðar áhyggjur fólks af jarðasöfnun inn-
lendra og/eða erlendra auðmanna. Ríkið hefur engan
hug á að selja jarðir sínar til að styðja þá þróun. En
spyrja má á móti – hvaða stefnu hafa núverandi eig-
endur jarða?
Þarf frekari reglur um eignarhald jarða?
Umræðan um eignarhald hefur verið mjög lífleg frá
breytingu jarðalaga 2004. Þá var m.a. fellt á brott
ákvæði um forkaupsrétt sveitarfélaga. Réttur sem var
til að gefa samfélögum færi á að hafa áhrif á þróun
byggðar.
Sveitarfélög fara með skipulagsvaldið og hafa marg-
vísleg úrræði til að hafa raunveruleg áhrif á þróun
byggðar og eignarhalds á jörðum. Hvers vegna er ekki
umræða um að sveitarfélögin beiti þeim? Úrræði sem
m.a. felast í valdi til skattlagningar og skilgreiningar á
þjónustu við fasteignaeigendur.
Oft er vísað til danskra lagaákvæða um búsetu-
skyldu á jörðum. Það þarf ekki að vera rangt að beita
henni hér á landi í einhverjum mæli. En spyrja má líka
hvort sveitarfélög hafi þegar heimildir þannig að þau
geti með afgerandi hætti haft áhrif á meðferð og nýt-
ingu bújarða eða hvort eigi mögulega að styrkja þær.
Um þetta atriði verður að fara fram umræða. Það á
ekki að vera sjálfsagt og eðlilegt að leggja niður ábúð
og nýtingu bújarða. Til þess standa miklu
ríkari hagsmunir en einkahagsmunir jarð-
eigandans.
Er kæruleysi gagnvart skyldum
og hlutverki jarðeigenda?
Þeirri spurningu svara ég játandi. Í mín-
um huga er spurning um eignarhald –
hvort sem það er í höndum innlendra eða
erlendra aðila – ekki meginatriði ef jarðir
eru setnar og nýttar. Miklu meira máli
skiptir hvernig eigendur halda á þessum
eignum sínum og nýta þær. Í lögum um
fjölbýlishús eru margvísleg íþyngjandi
ákvæði og skyldur fasteignaeigenda. Ég vil
miklu frekar að við endurskoðun jarðalaga verði
skerpt á skyldum jarðeigenda. Það er alvörumál að
eiga bújörð. Meðferð hennar og nýting hefur afgerandi
áhrif á möguleika þeirra sem búa í nágrenni þeirra og
þar með samfélagið sem þær tilheyra
Samþjöppun á eignarhaldi hlunnindajarða
Ásamt fleiri þingmönnum lagði ég fram frumvarp
um breytingar á ákvæðum laga um veiðifélög. Þeim er
ætlað að verja og vernda jarðeigendur fyrir að lenda í
þeirri stöðu að verða ofurliði bornir af aðilum sem
kaupa hlunnindajarðir og ná meirihluta atkvæða í
veiðifélögum, oft í þeim eina tilgangi.
Auðvitað má halda því fram að slíkt ákvæði skerði
eignarrétt. Það er engin að þræta fyrir það. En gleym-
um ekki að megintilgangur laga um veiðifélög hefur
alltaf verið að standa vörð um byggð og búsetu. Um
þetta má m.a. lesa í nýlegum hæstaréttardómi. Hefur
það kannski gleymst? Því miður virðist sem margir
veiðiréttareigendur hafi fjarlægst meginmarkmið lag-
anna eða aldrei skilið þær óskráðu skyldur sem þeir
hafa undirgengist.
En hver er eigendastefna bændanna sjálfra?
Langflestir bændur velja að selja jarðir sínar til
áframhaldandi búsetu og rekstrar – sé þess nokkur
kostur. En gleymum heldur ekki að skattkerfið hefur
haft eyðandi áhrif á byggð undanfarin ár. Því er nauð-
synlegt að endurskoða skattalega meðferð á söluverði
jarða. Um það hefur og verið lagt fram einfalt og skil-
virkt frumvarp. Það má jafnvel halda því fram að skatt-
lagning á söluverðmæti jarða hvetji til sölu úr búsetu
og nýtingu.
Verkefnið um eignarhald jarða og búsetu á þeim er
margþætt og verður að ræða heildstætt með hagsmuni
sem flestra að leiðarljósi.
En öll þessi umræða verður þó aldrei slitin úr sam-
bandi við afkomu og samkeppnishæfni landbúnaðar.
Jarðir og eignarhald þeirra
Eftir Harald Benediktsson
» Verkefnið um eignarhald jarða
og búsetu á þeim er margþætt.
Haraldur Benediktsson
Höfundur er 1. þingmaður NV-kjördæmis.