Morgunblaðið - 17.07.2019, Side 17

Morgunblaðið - 17.07.2019, Side 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2019 og fjölskyldna. Og ósjaldan var Ólöf þátttakandi í gleðistundum í lífi okkar og fjölskyldna okkar. Að öðrum samverustundum í Efstasundinu ólöstuðum skipa stundirnar á aðventunni sérstak- an sess í hjörtum okkar. Þá var Ólöf búin að undirbúa komu jólanna með því að skreyta heimili sitt hátt og lágt, tendra kertaljós í hverju horni og undirbúa heitt súkkulaði og aðrar veitingar. Kyrrðin og hátíðleikinn var allt- umlykjandi og að heimsókn lok- inni gengum við endurnærðar á sál og líkama út í ys og þys desem- berdaganna. Það var stór stund í lífi Ólafar, – og okkar allra, þegar hún vígðist til prestsþjónustu sextug að aldri. Um leið og hún fékk draum sinn uppfylltan um að sinna þjónustu í kirkjunni á meðal aldraðra, en hag þeirra bar hún sér ávallt mjög fyr- ir brjósti, sýndi hún okkur sem yngri vorum að flest ef ekki allt er mögulegt. Ólöf var fyrirmynd okkar í mörgu. Hún kenndi okkur svo margt. Ólöf var glæsileg kona, fáguð í framkomu og alltaf einstaklega fallega klædd. Þegar við vinkon- urnar fögnuðum með henni í Iðnó á 80 ára afmæli hennar fannst okkur orðið tímabært að heiðra hana sérstaklega í því sambandi með titlinum: Séra Glæsileg! Við undirstrikuðum það með því að sveipa hana borða eins og hverri drottningu sæmir. Þannig minn- umst við hennar. Gengin er stórbrotin og eftir- minnileg kona. Vinkona sem okk- ur þótti svo undurvænt um og mátum mikils. Af hjarta þökkum við Ólöfu okkar samfylgdina. Sonum Ólafar og fjölskyldum þeirra svo og ástvinum hennar öll- um sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum al- góðan Guð um að styrkja þau í sorg þeirra. Blessuð sé minning sr. Ólafar Ólafsdóttur. Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir og Sveinbjörg Katrín Pálsdóttir og fjölskyldur. Það var stór og fjölbreyttur hópur sem hóf nám í guðfræði haustið 1982. Þar á meðal vorum við Ólöf. Konur voru fleiri en áður hafði þekkst í hópi nýnema og á ýmsum aldri, en aldursforsetinn var Ólöf. Hún féll samt vel inn í hópinn, skemmtileg kona og lífs- glöð, full af visku og ástúð. Margt er minnisstætt frá árun- um í guðfræðideildinni, ekki síst samverur okkar stúdenta á kap- elluloftinu, kaffistofu guðfræði- nema. Margt var þar rætt eftir fyrirlestra og kennslustundir, því guðfræðin er nú þannig, að um leið og einni spurningu er svarað, þá vakna aðrar og fleiri spurning- ar. Ólöf lagði sitt til málanna, en mér er minnisstætt hvað hún hafði alltaf gott lag á að tengja guðfræð- ina við lífið sjálft. Þar bjó hún að eigin lífsreynslu, og hún þekkti bæði gleði og einnig mikla raun. Það kom ekki á óvart að sérstakt áhugasvið Ólafar varð sálgæslan og þar hafði hún miklu að miðla. Hún var alltaf jákvæð með von- gleðina í fyrirrúmi. Að loknu guðfræðináminu varð langt á milli okkar, ég flutti austur á Djúpavog að þjóna þar, en hún bjó áfram í Reykjavík og vígðist sem prestur og þjónaði á hjúkr- unarheimilinu Skjóli. Það átti vel við hana að þjóna öldruðum sem hún kom fram við af virðingu og lagði sig fram um að kynnast hverjum og einum, þekkja sögu þeirra og eiga með þeim fallegar stundir. Ólöf var hlý og traust vinkona. Alltaf þegar við hittumst var um nóg að ræða, margt að segja og mikið hlegið. Þá var gott að leita til Ólafar og þiggja hvatningu og leiðsögn. Ég er þakklát fyrir vin- áttu okkar og samveruna sem við áttum og bið góðan Guð að blessa allar minningar um hana og inni- legar samúðarkveðjur til fjöl- skyldu hennar. Sjöfn Jóhannesdóttir. ✝ Kristín RósaEinarsdóttir fæddist í Keflavík 21. júní 1927. Hún lést á sjúkrahúsinu í Keflavík 2. júlí 2019. Foreldrar hennar voru Einar Sveins- son, f. í Grindavík 14. október 1893, d. 20. ágúst 1987, og Jónína Helga Þor- björnsdóttir, f. í Hafnarfirði 29. maí 1900, d. 17. nóv. 1973. Systkini Kristínar Rósu eru: Þorbjörn (látinn), Gunnar Þor- steinn (látinn), Helga Guðrún Hulda (býr í Bandaríkjunum), Guðjón Hafsteinn Sædal (lát- inn), Oddný Ester Einarsdóttir, Ásta Erla Ósk (lést á fjórða ári), Ásta Erla Ósk og Einarína (lát- in). er uppeldisdóttir hans. 3) Bjarni, f. 16.10. 1960, maki hans er Arna Guðríður Skagfjörð Sigurðardóttir. Börn þeirra eru: a) Þórður Snær Júlíusson, maki hans er Hildur Guðjónsdóttir, börn þeirra þau Sandra Jana, Bjarni Rúnar (látinn) og Dagur Bjarni. b) Sandra. c) Sigurður Daði. Rósa fæddist í Keflavík og ólst þar upp fyrst á Kirkjuvegi 10 og síðar á Kirkjuvegi 36. Hún bjó í Keflavík mestan hluta ævi sinnar. Hún vann ýmis störf, þar með talið á Kristneshæli í Hafnar- firði með systur sinni Ester og síðar á Keflavíkurflugvelli. Hún var stóran hluta ævi sinnar hús- móðir og samhliða því vann hún annað slagið í fisverkun föður síns. Rósa tók ekki mikinn þátt í félagsstörfum en segja má að hún hafi rekið félagsheimili þar sem heimili hennar og Sigurðar stóð öllum opið. Útför hennar fer fram í Keflavíkurkirkju í dag, 17. júlí 2019, klukkan 13. Rósa giftist Sig- urði Erlendssyni hinn 9. mars 1951. Foreldrar hans voru Erlendur Jónsson, f. 1. apríl 1894, d. 7. septem- ber 1958, og Gest- ína Guðmunds- dóttir, f. 14. maí 1895, d. 7. febrúar 1978. Börn Rósu og Sigurðar eru: 1) Gestína, f. 17.12. 1950. Dóttir hennar er Sigurrós Ösp Rögn- valdsdóttir, f. 2.1. 1986. Börn hennar eru Arnór Bjarmi og Alex Birtir. 2) Kristín Rósa, f. 10.2. 1952, maki hennar er Þórður Magnússon. Sonur Rósu er Bjarki Freyr Guðmundsson, f. 6.7. 1976. Maki hans er Gunn. Börn Bjarka eru: Helena Björk, Birta, Eiður Breki og Blær, sem Í dag kveð ég mömmu í síð- asta skipti fullur af þakklæti fyr- ir allt sem hún gaf mér. Einnig í mikilli sorg og söknuði þar sem ég á ekki eftir að fá að hitta hana aftur á Melteignum fulla af gleði og væntumþykju til mín og allra sem til hennar komu. Hún kenndi mér svo margt. Réttsýni, að gera ekki upp á milli fólks, sýna öllum virðingu, berast ekki á og að vera sáttur í eigin skinni. Hún hallmælti aldrei neinum og það hallmælti henni mömmu enginn af því að það var ekki hægt. Uppvaxtarárin mín voru ald- eilis frábær. Ég var umvafinn kærleik frá mömmu þannig að alltaf leið mér vel í hreiðrinu. Hún var ekki bara mamma mín, hún var líka vinur minn og við sátum oft í stólnum hennar við sjónvarpið og töluðum saman um heima og geima og líka um hluti sem skiptu mig máli. Ráðin sem hún gaf mér voru einföld og þau voru góð, byggðu á helstu gildum hennar um heiðarleika, virðingu gagnvart þeim sem maður um- gekkst, að vera réttlátur og hlusta á aðra. Ekki vantaði létt- leikann og húmorinn í mömmu og hún og afi Einar hafa verið fyrirmynd mín í hvívetna. Ég hef oft hugsað: „Mig langar að vera eins og þau bæði þegar kemur að fasi og framkomu.“ Í uppvextinum var ég alltaf saddur og sæll því það vita allir sem komu til okkar fyrst á Kirkjuveginn og síðan á Melteig- inn að þar var alltaf veisla, bæði kökur og matur. Pönnukökur, kleinur, hjónabandssæla og hveitibrauð svo eitthvað sé nefnt, allt heimabakað og var alltaf á boðstólum. Bitaboxið þegar ég var að vinna í fiskinum á sumrin var þokkalega fullt, annálað og ég mikið öfundaður af því sem í því var. Þegar ég horfi til baka og hugsa til þess sem mamma gerði fyrir aðra og mamma og pabbi saman fyllist ég stolti af því að vera sonur hennar og þeirra. Það var allt gert til að láta öðrum líða vel og það var nú ekki málið fyrir þau þegar amma og afi fluttu til okkar og bjuggu bæði hjá okkur í sjö ár eða þangað til amma dó og afi áfram þangað til hann dó. Það var á köflum erfitt vegna veik- inda ömmu en mest var það gef- andi að fá að búa með þrem kyn- slóðum og fá að kynnast mismunandi viðhorfum og nálg- un á lífið. En lífið hennar mömmu var alls ekki alltaf dans á rósum. Sökum æðasjúkdóms sem hrjáði hana mestalla ævi fékk hún fóta- sár sem ollu miklum sársauka sem hún varð að lifa við. Oft bað hún mig þegar ég var polli að strjúka fæturna þar sem hún fann svo mikið til. Þá gerði ég mér ekki grein fyrir því hvað þetta voru miklar kvalir. Ekki var í boði mikil verkjameðferð, þannig að andvökunæturnar urðu nokkrar. Hvernig tókst henni að halda áfram af æðru- leysi og alltaf glöð og gefandi þrátt fyrir þær vítiskvalir sem hún lifði við? Fyrir mér er það óskiljanlegt og segir mér hvað þú varst mögnuð kona, mamma. Takk, mamma, fyrir allt, fyrir að gefa mér gott líf, góð gildi til að fylgja í lífinu og að hugsa svona vel um börnin mín og barnabörn. Þú barst ekki á en þú varst hetja í mínum augum og þeirra sem þig þekktu. Þinn sonur Bjarni. Kveðja til móður okkar. Mér fannst ég heyra rödd þína í gol- unni í gær, ég sneri mér við til að horfa á þig. Ylurinn frá golunni umvafði mig, þar sem ég stóð hljóðlát í stað. Ég fann snertingu þína í sólarljósinu í dag, eins og ilmurinn fyllti loftið; ég lokaði augunum fyrir faðmi þín- um og hugur minn svífur hátt. Ég sá augu þín á gluggarúðunni minni þegar ég horfði á regnið falla. Virtist sem hver regndropi sem féll, hann hljóðlega hvíslaði nafnið þitt. Fann vel fyrir þér í hjarta mínu í dag, það fannst mér fullkomið. Þú getur verið látin en ert ekki mér horfin, þú munt eilíflega vera mér hjá. Svo lengi sem sólin skín; vindurinn blæs, regndropar falla, muntu að eilífu lifa innra með mér. Það er það sem hjartað mitt veit. Kær kveðja, elsku mamma, Gestína og Rósa. Í dag kveð ég Rósu tengda- mömmu mína hinstu kveðju með sorg í hjarta og eftirsjá. Ég hef oft sagt að ég hafi unnið í tengdamömmu happdrættinu þegar ég eignaðist Rósu fyrir tengdamömmu. Hún tók mér og litla stráknum mínum opnum örmum og hefur umvafið fjöl- skylduna mína alla tíð síðan. Rósa var hjartahlý, skemmtileg og dásamleg kona, hún hafði góð- an húmor og sagði sína meiningu umbúðalaust við sína nánustu en samt á þann hátt að hún komst alltaf upp með það án þess að særa neinn. Það var alltaf svo gott að koma á Melteiginn, þar voru allir velkomnir og Rósa stóð lengi í stafni og bakaði pönnukökur, hveitibrauð og alls kyns góðgæti fyrir gestina sína af miklum myndarbrag. Rósa var glæsileg kona, há, grönn og leggjalöng með fallega rauða þykka hárið sitt. Hún var alltaf vel til höfð og fallega klædd og lagði mikla áherslu á að heim- ilið væri fallegt og snyrtilegt. Börnin og heimilið voru henn- ar líf og yndi og sinnti hún þeim af hlýju og umhyggju alla tíð. Seinna þegar barnabörnin bætt- ust við dekraði hún við þau á all- an mögulegan máta og fylgdist grannt með öllu því sem þau tóku sér fyrir hendur. Sigurrós og Sandra áttu einstakt samband við ömmu sína enda var hún ekki aðeins amma þeirra heldur líka vinkona og kona sem þær litu upp til. Ég sem tengdadóttirin eina og sanna fékk sannarlega líka minn skerf af umhyggju Rósu og okk- ar samband einkenndist af hlýju, vinsemd og virðingu alla tíð. Við grínuðumst stundum með að Rósa væri í „gæslunni“. Þegar hún gætti bús og barna á meðan ég var í prófatörnum í háskóla- náminu mínu sagði hún mér margar sögur af nágrönnunum í kringum húsið okkar sem hún hafði fylgst með allan daginn. Ég á henni Rósu svo margt að þakka, fyrir hvað hún var mér alltaf góð, börnunum mínum dásamleg amma og langömmu- börnunum líka. En mest þakka ég henni fyrir að hafa gefið mér Bjarna minn sem við elskuðum báðar ofur heitt. „Elsku stelpan mín, hvenær er þetta búið“, var það síðasta sem Rósa sagði við mig. Nú er lífinu hennar Rósu minnar lokið en við lifum áfram með hjörtun full af minningum um einstaka konu sem átti engan sinn líka. Þín tengdadóttir Arna Guðríður S. Sigurðardóttir. Fólkið sem kennir manni mest er ekki alltaf fólkið sem lætur mest fyrir sér fara. Sumt fólk getur einfaldlega stolið sviðsljós- inu án þess að reyna nokkru sinni að láta það skína á sig. Þannig var amma Rósa. Það eru ekki margir, ef ein- hverjir, sem hafa haft meiri áhrif á okkur sem stóðum henni næst en hún. Amma var fyrirmynd, kenndi okkur auðmýkt, réttsýni, heiðarleika og takmarkalausa væntumþykju. Hún var auk þess eldklár og gat verið hrikalega fyndin. Allt þetta gerði hún án þess að láta mikið fyrir sér fara. Staðal- ímyndin segir okkur að höfuð fjölskyldunnar sitji við enda borðsins þegar hún kemur sam- an. Hjá okkur litlu en nánu fjöl- skyldunni hennar fór aldrei neitt á milli mála hver var í aðalhlut- verki, þótt hún settist sjaldnast niður við borðsendann eða ann- ars staðar og snerist mestmegnis í kringum alla aðra. Amma var, og verður, sálin í þessum hópi. Sú sem hélt öllu saman. Við kom- um á Melteiginn til að hitta hana. Það verður aldrei samt að koma inn í það hús nú þegar hún er ekki til staðar. Að heyra ekki í henni. Að taka stutta rimmu á góðu nótunum um að við séum ekkert svöng og að hún þurfi ekkert að hafa fyrir okkur. Að horfa jafnvel á brot úr einhverju vondu sjónvarpsefni með henni og láta hana útskýra hvað sé að gerast. Ég á henni auðvitað mikið að þakka. Hún ákvað að verða amma mín strax og við hittumst. Það er ómetanlegt. Það er skrýt- ið, jafnvel heimtufrekt, að hugsa um það að 92 ára gömul kona hafi farið allt of snemma. En það er hins vegar þannig. Amma var svo kýrskýr í kollinum þótt lík- aminn hefði lengi verið henni til trafala að maður gerði alltaf ráð fyrir því að eiga nokkur góð ár til viðbótar með henni. Mér þykir þó afar vænt um sumar af síðustu stundunum sem við áttum saman. Fyrir nokkrum mánuðum vorum við Hildur að koma að utan og komum á Mel- teiginn að sækja bíl í geymslu, líkt og svo oft áður. Þetta var seint um kvöld, aftakaveður og það hafði gleymst að setja lykl- ana þar sem þeir áttu að sækjast. Ég bankaði því upp á og amma, sem var ein heima, kom á ljós- hraða til dyra á göngugrindinni, heimtaði að við myndum gista, sitja af okkur veðrið og hið minnsta fá okkur eitthvað að borða. Nokkrum vikum síðar átti Dagur Bjarni afmæli. Amma hafði ekki treyst sér til Reykja- víkur um nokkurn tíma vegna heilsubrests en mætti óvænt. Mikið þótti mér vænt um það og tímann sem börnin mín náðu að eyða með henni þann dag. En mest þykir mér vænt um að við fjölskyldan, og pabbi, náðum að eyða með henni heilum sólardegi í júní þegar hún fékk að fara aftur heim af spítalanum um tíma. Þá lá fyrir að hún gæti verið að fara. Við skiptumst á að sitja hjá henni og spjalla á milli þess sem hún svaf. Áður en við fórum heim reyndi hún að bera á mig fé sem endurgreiðslu fyrir bakkelsi sem ég hafði keypt. Hún var sjálfri sér lík. Gaf af sér en vildi ekki leyfa neinum að hafa neitt fyrir sér. Þannig ætla ég að muna ömmu Rósu. Þórður Snær Júlíusson. Rósa móðursystir mín kvaddi, kvaddi í þann mund er morgun- stjarnan fékk fegurð sína frá sólu. Tími náðar var kominn. Birta lífs hennar ljómar nú með- al ættingja og vina. Þannig hverfur aldrei sá sem kveður jarðlífið. Í því felst fegurðin. Hugprýði og þokki voru Rósu gefin. Hún fullnægði eigin lífi með því að elska aðra meira en sjálfa sig. Í göfuglyndi hennar og djúpri samúð var samankomið allt hið góða sem finnst í mann- eskjunni. Frammi fyrir henni verða nú vængir útbreiddir í paradís og Ave Maria sungin henni til heiðurs. Henni sé þökk fyrir allt. Kristrún Guðmundsdóttir. Elsku Rósa „stóra“, þú hefur kvatt þennan heim, en þrátt fyrir það ertu svo ljóslifandi fyrir okk- ur. Við höfum verið svo heppin að hafa verið nágrannar í rúm- lega 16 ár. Það hefur alltaf verið svo notalegt að vita til þess að þú varst nánast alltaf heima og ef eitthvað var, þá vissi maður af þessu öryggi. Þú varst svo hlý, góð og þakklát. Það litla sem við gerðum fyrir þig, fengum við svo sannarlega endurgoldið með fal- legum orðum og kveðjum. Við eigum eftir að sakna þess að sjá þér ekki bregða fyrir í eldhús- glugganum og rölta út með rusl- ið, en við yljum okkur við minn- inguna og geymum þig í hjörtum okkar í staðinn. Okkur þótti mik- ið vænt um þig og við söknum þín mikið. Við vonum svo sann- arlega að núna getir þú hlaupið um létt á fæti og notið góðra stunda með þeim sem á undan fóru. Hvíl þú í friði, elsku Rósa okkar. Með kærri kveðju, Bergþór, Kristjana (Kiddý) og Sunna Líf. Kristín Rósa Einarsdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku langamma Rósa. Ég sakna þín rosalega mikið. Það er skrýtið að þú sért ekki lengur til. Þegar ég fer heim til þín þá er allt miklu skrýtnara því þú ert ekki þar. Þú varst besta langamma í heimi. Takk fyrir að hafa alltaf verið svona góð við mig. Sandra Jana Skagfjörð Þórðardóttir. Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, AÐALSTEINN DAVÍÐSSON kennari, lést sunnudaginn 14. júlí á hjúkrunarheimilinu Hömrum í Mosfellsbæ. Minningarathöfn verður haldin í Kópavogskirkju föstudaginn 19. júlí klukkan 13. Bergljót Gyða Helgadóttir Davíð Aðalsteinsson Pamela Schultz Helgi Aðalsteinsson Joohee Hong Þorsteinn Aðalsteinsson Randi W. Stebbins og barnabörn Ástkær móðir, tengdamóðir, amma, dóttir, systir og frænka, GUÐRÚN HLÍN JÓNSDÓTTIR, Stigahlíð 34, lést á líknardeild Landspítalans sunnudaginn 14. júlí. Útför hennar fer fram frá Langholtskirkju mánudaginn 22. júlí klukkan 15. Steinunn Anna Haraldsdóttir Hallur Árnason Áróra, Árni Hrafn, Ársól Ella Elín Heiðdal Jón Baldvinsson Signý Jóhannsdóttir Helena Jónsdóttir, Baldvin Jónsson Gerður Jónsdóttir, Gísli Jónsson Katrín Guðmundsdóttir og fjölskyldur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.