Morgunblaðið - 17.07.2019, Síða 18

Morgunblaðið - 17.07.2019, Síða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2019 ✝ Friðjón BjörnFriðjónsson, fv. fjármálastjóri í Vél- smiðjunni Héðni, fæddist í Reykjavík 4. september 1936. Hann lést 10. júlí 2019. Foreldrar hans voru Friðjón Guð- björnsson vélstjóri, f. 23. október 1905, d. 29. mars 1982, og Gunnvör Stefanía Gísladóttir húsmóðir, f. 13. júní 1910, d. 5. maí 2004. Friðjón ólst upp á Grettisgötu 63, þar til hann stofnaði eigið heimili. Systkini Friðjóns eru: 1) Jens- ína Sigríður (Stella), f. 3. mars 1931, d. 8. mars 2000. 2) Jón Svavar, f. 1. nóvember 1944, kvæntur Margréti Kristjáns- dóttur. 3) Gísli Jens, f. 26. apríl 1947, kvæntur Hafdísi Alexand- ersdóttur. 4) Jórunn, f. 17. mars 1951, var gift Thor Thors, d. 16. október 2018. Friðjón kvæntist 14. apríl 1960 Guðbjörgu Svanfríði Run- ólfsdóttur (Svönu), f. 6. mars jón Reynir framkvæmdastjóri, f. 18. apríl 1970. Hann er kvæntur Elizabeth B. Lay doktorsnema, f. 23. júlí 1976. Dætur þeirra eru a) Karitas Telma, f. 3. septem- ber 2003. b) Helena Marín, f. 25. október 2006. Friðjón Björn hóf störf hjá Vélsmiðjunni Héðni eftir út- skrift frá Verslunarskóla Ís- lands árið 1954. Hann starfaði þar alla sína starfævi, lengst af sem fjármálastjóri. Friðjóni gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Val og íþróttahreyfinguna frá unga aldri. Hann var gjald- keri knattspyrnudeildar Vals, gjaldkeri aðalstjórnar Vals, í fulltrúaráði Vals ásamt fleiri störfum. Árið 1970 varð hann gjaldkeri KSÍ, en hann sinnti því hlutverki til 1984. Einnig var Friðjón gjaldkeri ÍSÍ frá 1986 til 2004. Friðjón gegndi mörgum öðrum trúnaðarstörfum fyrir íþróttahreyfinguna, hann sat m.a. í stjórn Íslenskra getrauna, Íslenskrar getspár, Knatt- spyrnuráði Reykjavíkur og Íþróttanefnd ríkisins. Friðjón hlaut margar viðurkenningar fyrir störf sín að íþróttamálum, en þar má nefna gullmerki Vals, gullmerki KSÍ, heiðurskross ÍSÍ og fálkaorðuna. Útför Friðjóns fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 17. júlí 2019, klukkan 13. 1940. Foreldrar hennar voru hjónin Runólfur Kjart- ansson kaupmaður, f. 30. nóvember 1889, d. 23. apríl 1961, og Lára Guð- mundsdóttir hús- móðir, f. 31. októ- ber 1896, d. 10. janúar 1968. Börn þeirra eru 1) Lára Gunnvör hjúkrun- arfræðingur, f. 23. júlí 1960. Hún er gift Atla Gunnari Eyj- ólfssyni hjartaskurðlækni, f. 12. ágúst 1953. Börn þeirra eru a) Margrét Lára, f. 13. júní 1985, b) Björn Ásgeir, f. 12. október 1987, og c) Gunnar Freyr, f. 12. apríl 1993. 2) Birgir Örn fram- kvæmdastjóri, f. 19. febrúar 1964. Hann er kvæntur Huldu Jónsdóttur fjármálastjóra, f. 8. desember 1962. Dætur þeirra eru a) Anna María, f. 21. júní 1991, sambýlismaður hennar er Stefán Þórsson, f. 26. október 1991, sonur þeirra er Birgir Þór, f. 15. janúar 2019. b) Svana Björg, f. 15. mars 1999. 3) Frið- Pabbi var góður og traustur maður. Aldrei man ég eftir því í uppvextinum að honum og mömmu hafi orðið sundurorða, hann elskaði mömmu og bar hana á gullstól. Ég hef lært ýmislegt af pabba í gegnum árin, en það mikilvægasta sem hann kenndi mér var að bera virðingu fyrir fólki og koma fram við fólk af virðingu. Pabbi var maður sem var ekki að trana sér fram eða stæra sig af því sem hann gerði, heldur vann hann sín verk hljótt og örugglega. Hann byrj- aði mjög ungur að sinna trún- aðarstörfum fyrir Val og var treyst fyrir mörgum verkefnum þrátt fyrir ungan aldur. Pabbi var mikill Valsari og mátti ekki missa af fótboltaleik hjá Val eða landsliðinu síðustu ár, ef heilsan leyfði. Það gaf honum mikið að við bræður færum með hann á leikina og honum fannst ómetan- legt að hitta alla gömlu Valsar- ana og spjalla við þá. Hann átti það til að tuða á leikjum yfir spilamennsku Valsaranna. „Hvaða rugl er það að senda boltann til baka, markið er í hina áttina,“ heyrðist oft í honum. En þetta gaf honum mikið og er ég þakklátur fyrir að hafa átt þenn- an tíma með honum síðustu ár. Pabbi var gjaldkeri KSÍ frá 1970 til 1984. Á fyrstu árunum var enginn launaður starfsmaður á skrifstofu KSÍ, þannig að öll vinnan var í sjálfboðavinnu manna eins og pabba. Ég man eftir því þegar ég fór með honum á landsleiki á yngri árum að vera settur í að dreifa leikskrám, fara síðan upp í heiðursstúku og horfa á leikinn. Pabbi kom yfirleitt ekki fyrr en í seinni hálfleik, því hann sat á skrifstofu vallarvarð- ar og gerði upp miðasöluna. Síð- ustu daga hef ég verið að heyra ýmislegt sem ég vissi ekki en lýs- ir pabba vel. Sem gjaldkeri ÍSÍ beitti hann sér sérstaklega í að greiða götu minni sérsamband- anna. Hef ég heyrt að hann hafi reynst Íþróttasambandi fatlaðra mjög vel þegar það var stofnað, eins og einn forvígismaður þess orðaði það „hann var betri en enginn“. Pabbi var mikill barnakarl og elskaði að leika við barnabörnin. Hann skreið um gólfin og lék við þau, og voru mamma og hann alltaf til í að passa. Einu sinni var hringt í okkur Huldu og spurt hvort við þyrftum ekki að fara út að skemmta okkur fljótlega, því þeim fannst of langur tími liðinn síðan stelpurnar höfðu gist. Takk fyrir allar góðu minning- arnar, pabbi, ég veit þú verður með okkur í anda á öllum Vals- leikjunum. Birgir. Það er skrítin tilfinning að setja orð á blað til að minnast föður síns og nafna. Hvernig kemur maður orðum að því sem er inngróið í mann frá fyrstu stundu? Pabbi var ekki margmáll og ég veit að ég reyndi stundum á þolinmæði hans, við vorum ekki líkir að lundarfari. En ég veit líka að milli okkar var eitt- hvað djúpt og gott, væntum- þykja, ást föður á barni, sonar til föður. Þegar ég hugsa til pabba í æsku minni er þar maður sem vann óhemjumikið, aðallega að verkefnum sem hann fékk ekki greitt fyrir að sinna en hafði ástríðu fyrir. Hann á skrifstof- unni sinni heima í Geitlandi með færslubækur KSÍ að færa bók- haldið og stemma af. Niður af slætti á reiknivél og útprentun borðans. Hann að horfa ekki á landsleiki til enda því það þurfti að taka saman innkomuna. Maður sem setti verkefnið alltaf í fyrsta sæti. Það eru svo ótal aðr- ar minningar, um gleði og sorg, ferðir og heimaveru, hrós og skammir og bara venjulegt, stöð- ugt, traust heimilislíf í Reykja- vík. Þá fannst mér að þannig hlyti lífið að vera um það bil alls staðar og hjá öllum. En vissi ekki að þessi hógværi kraftur, vand- virkni og ákveðni sem bjó í pabba var ekki endilega einkenni allra feðra. Það var ekki fyrr en ég sjálfur komst á fullorðinsár sem ég áttaði mig til fulls á því hve traustur, akkúrat og einstak- ur hann var. Enn seinna áttaði ég mig líka á því að hann var mýkri og í raun viðkvæmari en sú mynd sem ég átti af honum þegar ég var að alast upp. Hann var flóknari en myndin sem barnið bjó til af honum og ung- lingurinn viðhélt. Ég skynjaði það djúpt hve dýrmætt það var honum þegar við Liz, Karitas og Helena fluttum heim og í næstu götu við pabba og mömmu. Hvað hann elskaði það mikið að vera í kringum stelpurnar og hafa þær nærri sér. Ég held að það hafi verið dýrmætasta gjöf sem ég gat gefið honum um ævina, að koma heim og vera svona nærri þannig að hann gat verið stærri hluti af lífi stelpnanna. Ást hans á þeim var takmarkalaus. Pabbi elskaði en sagði það ekki endi- lega oft. Hann fór sparlega með orðin og því höfðu þau vigt. Eftir heilsubrestinn fyrir sjö árum breyttist lífið. Lífsgæðum hans hrakaði mjög og við tók nýtt tímabil, ljósi punkturinn í því var að við feðgarnir fórum þá saman á leiki Vals og Íslands. Það gaf honum mikið að fara á völlinn og hitta gamla félaga og það gaf mér, og Bigga bróður ábyggilega líka, mikið að vera með honum á þeim stundum. Valur var honum mikilvægur og hann lagði til dæmis mikið á sig að safna öllum Valsblöðum sem komið höfðu út. Þau voru svo bundin inn og í fyrra gáfu hann, bræður og syst- ir og fjölskyldur félaginu þau til minningar um föður þeirra og afa sem var órjúfanlegur hluti útgáfu Valsblaðsins í rúm fjöru- tíu ár. Þannig vildi hann tryggja að sagan varðveittist sem og minning afa. Hann bað aldrei um viðurkenningu en var óhemju stoltur þegar hún kom. Fálka- orðan var honum þannig mikils virði sem viðurkenning fyrir ára- tuga sjálfboðastörf fyrir íþrótta- hreyfinguna. Ósérhlífinn, hljóður, vandvirkur og hógvær, þannig var pabbi. Friðjón Reynir. Elsku afi Bjössi er fallinn frá. Heilsu hans hafði farið hrakandi smátt og smátt síðastliðin ár en þó var heldur hraður aðdragandi að andláti afa míns miðvikudags- morguninn 10. júlí. Við foreldrar mínir og systir náðum í tæka tíð að fara til ömmu á líknardeildina og vera hjá honum síðustu stund- ir hans. Fyrir það er ég mjög þakklát. Afi minn var hlýr og yndisleg- ur afi. Hann var ekki maður margra orða nema þegar kom að fótboltatali, en það var alltaf stutt í grínið og fimmaura- brandara. Ég skynjaði alltaf hvað afi var stoltur af mér og okkur öllum barnabörnunum og það var dýrmætt að finna það svona sterkt frá honum. Ég á margar góðar minningar úr barnæsku minni með ömmu og afa. Uppáhaldið mitt var að fá að fara í næturpössun til þeirra og sund í afalaug daginn eftir. Ég komst ekki að því fyrr en á fullorðinsárum að afalaug er víst Sundlaug Seltjarnarness. Eftir sund í afalaug fengum við okkur oft ís og einnig var fastur liður á laugardögum að laumast með afa inn í búr þar sem hann teygði sig í fjólubláu nammikörfuna og ég fékk að velja mér laugardags- nammi. Mér fannst líka rosalega gaman að fá að skoða mig um á skrifstofunni hans afa, gramsa í skúffunum og leika mér með reiknivélina hans, stækkunargler og bréfaklemmur í einhvers kon- ar töfrandi segulmögnuðu boxi. Þau voru aðeins öðruvísi leik- föngin á skrifstofunni hans afa. Ég deildi því miður ekki eins miklum fótboltaáhuga með afa og pabbi og systir mín en það var alltaf gaman að hlusta á þau ræða gengi Valsmanna eða Man- chester United og afi var sáttur við að ég hefði valið mér United- mann sem lífsförunaut. Fyrir hálfu ári kom sonur okkar, Birg- ir Þór, í heiminn, fyrsta langafa- barn afa Bjössa. Ég er mjög þakklát fyrir að afi hafi aðeins náð að kynnast Birgi Þór en á sama tíma sorgmædd yfir því að hann hafi ekki fengið lengri tíma til að sjá hann vaxa úr grasi. Elsku besti afi minn, ég mun sakna þín alveg ógurlega mikið. Ég mun sýna Birgi Þór mynd- irnar af ykkur og segja honum frá flotta langafa sínum. Ég ætla að kveðja þig hér með sömu kveðju og við sögðum alltaf und- anfarin ár en nú vantar þig til að segja á móti mér: „I love you, I love you too, I love you three, I love you four, I love you more.“ Anna María Birgisdóttir. Þrátt fyrir að við höfum búið alla okkar ævi í útlöndum hefur afi alltaf verið stór hluti af lífi okkar, alltaf nálægur frá því að við fæddumst og hefur síðan fylgt okkur inn í fullorðinsárin. Það hefur þýtt að við höfum ávallt haft trausta höfn að koma til á Íslandi. Við höfum getað komið heim og vitað að á móti okkur yrði alltaf tekið með ástúð og kærleika á heimili afa og ömmu. Við litum upp til hans vegna þess að hann kenndi okkur að meta það sem er mikilvægt í líf- inu. Gjafmildi, réttlæti og að meðhöndla hvert annað og aðra með virðingu. Að fjölskyldan sé það mikilvægasta sem við eigum. Hann kenndi okkur líka að skrifa. Hann sá til þess að við gætum bæði lesið og skrifað á ís- lensku, sem er mikilvægt fyrir börn sem búa í útlöndum. Stundum var hann sá eini sem gat huggað okkur þegar við vor- um leið. Góðmennska hans í okk- ar garð var einstök. Við hlökkuðum alltaf mest til þess að vera hjá afa og ömmu þegar við komum til Íslands og tilhlökkunin var ekki minni þeg- ar þau komu í heimsókn til okkar í Svíþjóð. Vögguvísurnar og barnalögin sem hann söng fyrir okkur mörg hundruð sinnum þegar við vorum að fara að sofa eru vísur sem við eigum eftir að syngja fyrir okkar börn í fram- tíðinni. Það hafa verið hápunktar lífsins að hafa fengið þessar stundir með afa og ömmu. Það væri bara hálf sagan sögð að kalla afa okkar besta afa í heimi, en þannig var það bara. Hann var bestur. Við erum sannarlega glöð yfir því að hafa átt okkar afa Bjössa, og finnum nú fyrir djúpri sorg þegar hann er horfinn. Við mun- um alltaf sakna hans. Margrét Lára, Björn Ásgeir og Gunnar Freyr. Elsku afi Bjössi er látinn. Ég á margar góðar minningar um hann, en þær sem standa upp úr eru ferðir okkar á Hlíðarenda að horfa á fótboltaleiki, enda var það sameiginlegt áhugamál okk- ar. Við fórum á eins marga Vals- leiki og við gátum, það er að segja ef heilsan leyfði. Honum fannst skemmtilegast að fara með mér á leiki Vals-Víkings og gerði hann mikið grín að mér ef Valur vann, þar sem ég er Vík- ingur. Hann var virkilega ánægður þegar ég fór að æfa fótbolta og á að hafa sagt að „loksins væri ein- hver í fjölskyldunni sem horfir ekki bara á fótbolta en getur einnig eitthvað“. Hann hefði frekar viljað að ég hefði æft hjá Val en sætti sig við að ég væri í Víkingi. Afi var alltaf gjafmildur, hvort sem það var að lauma til manns litlum smarties-pökkum þegar maður kom í heimsókn eða gefa manni gjaldeyri áður en farið var til útlanda. Ég á svo margar góðar minn- ingar um afa Bjössa sem gera mig klökka núna, en munu síðar láta mig brosa. Með sömu orðum og þú kvaddir mig svo oft með, kveð ég þig núna, elsku af: Áfram Valur. Þín Svana Björg. Afi okkar var umhyggjusam- ur, góður og skemmtilegur. Stundum stríddi hann okkur pínulítið, alltaf góðlega. Hann passaði upp á að eiga það sem okkur fannst best þegar við kom- um í heimsókn, hvort sem það var í stutt stopp eða til að gista. Við munum sakna þess að hitta hann og vera með honum á Norðurbrú og við munum við sakna ísbíltúranna. Það var líka gott þegar við bjuggum í Garða- bæ og gátum alltaf hlaupið yfir til afa og ömmu. Við vitum að hann elskaði okkur og við elsk- uðum hann. Það var gott að eiga hann að, að eiga hann sem afa. Við munum alltaf sakna hans. Karitas og Helena Friðjónsdætur. Góður vinur minn er látinn. Friðjón Björn Friðjónsson (kall- aður Bjössi af fjölskyldu og vin- um) lést sl. miðvikudag eftir erfið veikindi. Við nokkrir skólafélag- ar úr Versló stofnuðum spila- klúbb áður en við útskrifuðumst. Bjössi gekk fljótlega til liðs við okkur þótt hann væri lítið eitt eldri en við hinir. Allir höfðum við áhuga á bridsíþróttinni og sömdum nokkur afbrigði til þess að bæta spilamennskuna. Við spiluðum til skiptis á heimilum hver annars. Það leiddi til ævilangrar vináttu ekki aðeins milli okkar strákanna heldur líka milli fjölskyldna okkar. Við vor- um þakklátir eiginkonum okkar fyrir frábærar veitingar öll þessi nær 60 ár, eða þar til Bjössi veiktist alvarlega. Allir áttum við börn og það var einkar ánægju- legt að fylgjast með þeim vaxa úr grasi og fullorðnast og eignast börn og barnabörn. Allir vorum við í góðri vinnu og Bjössa voru falin ábyrgðarmikil störf og var fjármálastjóri Vélsmiðjunnar Héðins um árabil. Þótt þrír af spilafélögunum kæmu af sama vinnustað og ég úr annarri átt var ekki rætt um vandamál sem ég átti stundum við að glíma vegna starfa minna. Fyrir það var ég ævinlega þakklátur. Bjössi stundaði knattspyrnu á sínum yngri árum og náði góðum árangri. Hann var var mikill Valsari og velgengni félagsins á knattspyrnuvellinum skipti hann miklu máli enda valdist hann fljótlega til forystustarfa fyrir fé- lagið. Í Valsheimilinu áttum við margar ánægjustundir því sumir okkar spiluðum þar badminton okkur til ánægju og heilsubótar. Það jók á gleðina þegar Úlfar augnlæknir bættist í hópinn, vegna forfalla einhvers okkar, og dæmdi alla vafabolta inni hjá sér en alla bolta úti hjá þeim sem spiluðu gegn honum. Fyrr á ár- um áttum við þrír félagar sam- eiginlegt áhugamál; að spila golf. Það veitti okkur margar ánægju- stundir og þar sýndi Bjössi mikla hæfileika. Það átti fyrir Bjössa að liggja að starfa mikið fyrir íþrótta- hreyfinguna. Hann sat í stjórn- um KSÍ og Íþróttasambands Ís- lands um langa hríð og naut þar mikils trausts. Hann var gjald- keri beggja sambandanna enda vandfundinn áreiðanlegri maður til að annast fjármál svo fjöl- margra sambanda en Bjössi. Það kom því ekki á óvart að hann skyldi sæmdur hinni ís- lensku fálkaorðu fyrir störf sín í þágu íþróttahreyfingarinnar. Bjössi var mikill gæfumaður í einkalífinu. Hans ágæta eigin- kona, Svana Runólfsdóttir, er mikil sómakona og tókst vel að ala upp þrjú börn sem öll eru hin vænlegustu og hefur farnast vel í lífinu. Mjög hefur reynt á Svönu í þeim erfiðu veikindum sem Bjössi hefur þurft að ganga í gegnum frá því að hann varð fyr- ir því að fá heilablæðingu. Fyrir ást hennar og umhyggju erum við vinir þeirra ævinlega þakk- látir. Blessuð sé minnig Bjössa og færi ég Svönu og börnum þeirra og barnabörnum hugheilar sam- úðarkveðjur. Kristján Ragnarsson. Bjössi var ekki maður margra orða. Hljóður, íhugull, kíminn sem elskaði fjölskylduna sína meira en allt. Ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að dvelja á heimili þeirra Svönu frænku á menntaskólaár- um mínum. Það voru góð ár. Með okkur myndaðist góð og náin vinátta. Traustari mann en Bjössa var vart að finna og gott að leita til hans. Þessi ár sem ég var hjá þeim í Geitlandinu var Bjössi sívinnandi. Hann starfaði fyrir KSÍ í hjáverkum og ég minnist þess þegar ég var í próf- lestri niðri í herbergi og hann í bókhaldsvinnu fyrir KSÍ uppi að heyra tikkið í reiknivélinni ber- ast niður til mín. Langt fram á nótt og ég ákvað að lesa á meðan tikkið heyrðist. Læddist öðru hvoru upp til að segja hæ og snáfaði svo niður aftur til að læra meira. Í Geitlandinu kynntist ég fyrst ótrúlegum áhuga á enskri knatt- Friðjón Björn Friðjónsson Sálm. 16.11 biblian.is Kunnan gerðir þú mér veg lífsins, gleðignótt er fyrir augliti þínu, yndi í hægri hendi þinni að eilífu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.