Morgunblaðið - 17.07.2019, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2019
spyrnu. Ég bara skildi ekki
hvernig hægt var að sitja við
skjáinn alla laugardaga og horfa
á enska boltann. Þetta voru
Bjössa heilagar stundir og betra
að vera ekkert að trufla þá
næðisstund.
Bjössi hafði afar skemmtilega
kímnigáfu. Foreldrar mínir
sögðu þá sögu að einhverju sinni
þegar þau voru öll fjögur úti að
skemmta sér og settust inn á
Loftleiðabarinn, þá hefði Bjössi
gengið milli manna á barnum og
spurt hvort þeir væru í knatt-
spyrnufélaginu Val. Svarið var
náttúrlega oftar nei en já og
hann vísaði því fólki umsvifalaust
út af barnum. Auðvitað endaði
þetta á að þau sátu ein að
barnum.
Ég kveð góðan mann með
virðingu og væntumþykju í huga.
Fjölskyldunni allri votta ég mína
dýpstu samúð.
Vera Ósk Valgarðsdóttir.
Góður félagsmaður orðaði það
svo á sínum tíma: Valur er ekk-
ert annað en ég, þú og allir hinir.
Og þannig er það með Val eins
og önnur íþróttafélög að einstak-
lingarnir móta félögin og gengi
þeirra. Nú kveðja Valsmenn einn
sinna allra bestu manna þegar
Friðjón Björn Friðjónsson hefur
lokið sinni jarðarvist. Friðjón
bókstaflega fæddist inn í félagið
sem sonur Friðjóns Guðbjörns-
sonar sem var ötull í starfi fyrir
félagið og í áratugi sá um fjár-
hagshliðina á Valsblaðinu sem
komið hefur út nærri linnulaust
frá 1939. Friðjóni voru snemma
falin trúnaðarstörf innan Vals,
ekki sízt þar sem laut að fjár-
málum, enda afar traustur og
staðfastur og var af þeirri teg-
und manna sem ávinna sér virð-
ingu þeirra sem þeir umgangast.
Það var sóst eftir Friðjóni og eft-
ir að langvarandi stjórnarsetu
lauk hjá Val sat Friðjón í langan
tíma sem gjaldkeri KSÍ og
seinna í sama verkefni hjá
Íþrótta- og Ólympíusambandi Ís-
lands. Honum var sýnt þakklæti
með fjölda heiðursveitinga, nú
síðast með fálkaorðunni 2014.
Alltaf lét hann málefni Vals sig
miklu varða og var duglegur að
sækja leiki, atburði og fundi í
Fulltrúaráðinu jafnvel eftir að
heilsunni hafði hrakað og naut þá
styrkrar aðstoðar sona sinna
Birgis og Friðjóns sem var for-
maður knattspyrnudeildar um
tíma. Í öllum sínum störfum fyrir
Val naut hann stuðnings eigin-
konu sinnar Svönu Runólfsdótt-
ur sem ávallt sýndi félaginu vin-
arhug. Mér er minnisstætt
símtal frá Friðjóni fyrir örfáum
árum eftir leik meistaraflokks
karla í Val sem var heldur slak-
ur. Segðu mér, Halldór, kunna
þessir drengir ekki lagið; næsta
mann hvar er hann, og áfram
heldur textinn, það er líf og fjör í
leikjum okkar, Valsmenn. Frið-
jóni fannst leikmönnum hafa tek-
ist afar illa í þessum leik og vildi
að ég gengi í það að kenna leik-
mönnum þennan góða texta sem
enn er í fullu gildi meira en hálfri
öld síðar. Þó að Friðjón væri
traustur sem klettur sá hann hið
spaugilega og brosti bara þegar
við vorum í boði hjá sendiherra
Íslands í Brussel í tengslum við
tvo leiki í Evrópukeppni gegn
Anderlecht. Spurningin snerist
um það hvort við leikmennirnir
mættum þiggja bjór tveimur
dögum fyrir seinni leikinn og ég
spurði Friðjón um leyfi fyrir
okkar hönd og hann samþykkti
einn bjór á mann til að skála fyr-
ir sendiherranum. Það er
skemmst frá því að segja að eitt-
hvað klikkaði talningin og við
fórum syngjandi frá sendiherr-
anum en stóðum okkur flott í
leiknum gegn hinu frábæra liði
Anderlecht. Það var afar
ánægjulegt þegar Gísli, bróðir
Friðjóns, gaf félaginu endur-
gerðan „járnfuglinn“ sem gerður
var á sínum tíma af Sigurjóni
Ólafssyni enda varla fært að end-
uropna Fjósið, félagsheimili
Vals, án fuglsins sem horfið hafði
einhverjum árum áður. Það var
síðan falleg stund við enduropn-
un Fjóssins á síðasta ári þegar
Friðjón og fjölskylda færði félag-
inu innbundin í skinnband öll
Valsblöðin frá 1939, sannarlega
vitnisburður um ræktarsemi
þessarar góðu fjölskyldu við sitt
gamla félag.
Samúðarkveðjur eru hér
færðar fjölskyldu og vinum.
Halldór Einarsson,
f.h. Fulltrúaráðs
Vals.
Kveðja frá Knattspyrnu-
sambandi Íslands
Knattspyrnuhreyfingin kveð-
ur í dag mikinn heiðursmann og
góðan félaga. Friðjón B Frið-
jónsson var um langt skeið, eða
árin 1971-1984, gjaldkeri KSÍ.
Áður hafði hann sinnt trúnaðar-
störfum hjá knattspyrnufélaginu
Val um árabil eftir að hafa leikið
með yngri flokkum félagsins.
Hann var einnig gjaldkeri ÍSÍ í
áratug.
Fyrir þessi störf sín hlaut
Friðjón silfur-, gullmerki og
heiðurskrossa, sem endurspegl-
aði hans óeigingjarna starf fyrir
íþróttahreyfinguna í áratugi.
Friðjón var í miklum metum
þeirra sem með honum störfuðu.
Hann var einstaklega fórnfús og
samviskusamur í sínum störfum
og taldi það ekki eftir sér að
sinna viðamiklu bókhaldi KSÍ á
kvöldin og um helgar í skrif-
stofuherberginu á heimili sínu í
Fossvoginum. Þessu kynntist ég
sem strákur þegar ég heimsótti
minn góða vin Birgi, son Frið-
jóns.
Knattspyrnuhreyfingin hefur
verið rík að eiga svona menn að
eins og Friðjón.
Það var ómetanlegt að vita af
bókhaldinu í þeim traustu hönd-
um Friðjóns öll þessi ár. Friðjón
hafði aldrei þörf á því að hampa
sínum fjölmörgu verkum fyrir
KSÍ, Val og ÍSÍ heldur lét hann
verkin tala. Ég fann það einnig
sjálfur, sem fjölskylduvinur,
hvað Friðjón var einstaklega
traustur og góður maður sem
hugsaði alla tíð vel um fjölskyldu
sína. Það vissu allir að Friðjón
var maður sem hægt var að reiða
sig á.
Eftir að Friðjón veiktist fyrir
nokkkrum árum hélt hann
tengslum við fótboltann og var
ötull að mæta á völlinn, bæði á
landsleiki og á Hlíðarenda á
Valsleiki. Það var ljúft að sjá þá
feðga mæta á völlinn saman og
syni hans passa upp á að pabbi
þeirra gæti mætt sem oftast
þrátt fyrir heilsubrest. Þetta hef-
ur gefið þeim dýrmætar stundir
saman.
Nú er komið að kveðjustundu
hjá Friðjóni. Mig langar til þess
að þakka honum fyrir hönd
knattspyrnuhreyfingarinnar
hans frábæra og fórnfúsa starf í
gegnum árin. Ég vil líka þakka
honum samfylgdina og þá hlýju
og stuðning sem hann sýndi mér
alla tíð. Það var alltaf gott að
hitta á fjölskylduna í Geitlandinu
í þá daga sem nú og ykkar miss-
ir, kæra fjölskylda, er mikill.
En eftir stendur falleg minn-
ing þess mæta manns Friðjóns
B. Friðjónssonar sem gaf svo
mikið og hugsaði vel um sitt fólk
alla tíð. Sorgin í dag endurspegl-
ar það góða líf sem Friðjón lifði
með fjölskyldu og vinum.
Ég sendi Svönu eiginkonu
Friðjóns og börnum þeirra Láru,
Birgi og Friðjóni ásamt tengda-
börnum, barnabörnum og öðrum
ástvinum mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Blessuð sé minning Friðjóns
B. Friðjónssonar.
Guðni Bergsson,
formaður KSÍ.
Íþróttahreyfingin kveður nú
Friðjón B. Friðjónsson, heiðurs-
félaga ÍSÍ.
Friðjón var gjaldkeri fram-
kvæmdastjórnar ÍSÍ frá árinu
1986 til 2004 en áður sinnti hann
leiðtogastörfum fyrir Knatt-
spyrnufélagið Val og Knatt-
spyrnusamband Íslands. Friðjón
var sæmdur Gullmerki ÍSÍ árið
1982 og Heiðurskrossi ÍSÍ árið
1996, fyrir frábær störf í þágu
íþróttahreyfingarinnar og var
svo kjörinn heiðursfélagi ÍSÍ,
sem er æðsta viðurkenning
íþróttahreyfingarinnar, á 67.
íþróttaþingi ÍSÍ árið 2004.
Friðjón sinnti fjölmörgum
ábyrgðarstörfum fyrir íþrótta-
hreyfinguna í gegnum árin og
sinnti þeim öllum af mikilli sam-
viskusemi og alúð. Það felst mikil
ábyrgð og vinna í starfi gjald-
kera ÍSÍ og vinnustundirnar sem
Friðjón vann í sjálfboðaliðastarfi
fyrir sambandið þau átján ár
sem hann gegndi því embætti
eru óteljandi. Hann var rólegur
og ljúfur maður og enginn asi
eða læti í kringum hann. Friðjón
kom reglubundið við á skrifstofu
ÍSÍ um hádegisbilið, þegar hann
sat í stjórn ÍSÍ, og kom þá gjarn-
an flautandi inn ganginn þannig
að allir viðstaddir vissu að hann
væri mættur á svæðið. Hann
sýndi ÍSÍ alla tíð mikla tryggð og
mætti á alla viðburði á vegum
sambandsins þegar hann hafði
heilsu til. Alltaf urðu fagnaðar-
fundir þegar Friðjón kom á stað-
inn enda átti hann marga vini í
höfuðstöðvunum í Laugardal.
Svana, eiginkona hans, og fjöl-
skyldan öll var óþreytandi að að-
stoða hann við að mæta á knatt-
spyrnuleiki og á viðburði ÍSÍ
eftir að heilsan var farin að gefa
sig. Þannig náði hann að fylgjast
áfram með starfinu og hitta fé-
laga sína úr hreyfingunni.
Það er með söknuði sem við
kveðjum góðan vin og félaga og
þökkum áratuga samleið og
ómetanlegt framlag til íþrótta-
starfs á Íslandi.
Stjórn og starfsfólk ÍSÍ sendir
fjölskyldu Friðjóns og aðstand-
endum öllum innilegar samúðar-
kveðjur.
Minning hans mun lifa.
Lárus L. Blöndal,
forseti ÍSÍ.
Einn af helstu höfðingjum
Knattspyrnufélagsins Vals er
fallinn frá. Saga Friðjóns B.
Friðjónssonar og Vals hefur ver-
ið samtvinnuð áratugum saman
en hann ólst upp á Grettisgötu,
eins og fjölmargir aðrir Vals-
menn, og tilheyrði hjartahlýrri
og traustri Valsfjölskyldu. Frið-
jón var einstakur liðsmaður í fé-
laginu en sem keppnismaður fór
hann með 2. flokki til Þýskalands
árið 1954. Sú ferð var rómuð. Í
kjölfar þess gegndi hann ýmsum
trúnaðarstörfum fyrir Val, síðar
KSÍ og ÍSÍ, og var eftirsóttur
sem slíkur enda nákvæmari,
heiðarlegri og traustari einstak-
lingur vandfundinn.
Friðjón var í fyrsta ungling-
aráði Vals árið 1958, sat í að-
alstjórn fyrir deildaskiptinguna
og síðar í um fimm ár í stjórn
knattspyrnudeildar. Hann var
einn þeirra sem gáfu Valsblaðinu
líf þegar það var að lognast út af
og fjármagnaði það upp á eigin
spýtur. Þá sat hann í fulltrúaráði
Vals allt til dauðadags.
Friðjón vann alla tíð hjá Vél-
smiðjunni Héðni og gamall sam-
starfsfélagi hans þar og hjá Val
sagði að honum væri best lýst
með þremur orðum: Traustur,
tryggur og trúr sínu félagi.
Þrátt fyrir veikindin naut
Friðjón þess augljóslega að
koma á Hlíðarenda og var þar
reglulegur gestur allt þar til yfir
lauk. Persónulega þótti mér
ánægjulegt að sjá hversu mik-
illar virðingar hann naut.
Glampinn í augum hans sagði
allt sem segja þurfti um það að
fá að anda að sér Valsandrúms-
loftinu á heimavelli í góðra vina
hópi. Það sem Friðjón stóð fyrir
alla ævi er það sem Knatt-
spyrnufélagið Valur vill ævin-
lega standa fyrir.
Við Valsmenn stöndum í
þakkarskuld við Friðjón fyrir
þann kærleik sem hann sýndi fé-
laginu, tryggðina og traustið, og
andi hans mun svífa yfir Hlíð-
arenda.
Við í Val vottum fjölskyldu
Friðjóns og vinum samúð okkar
og þökkum fyrir ferðalagið.
F.h. Knattspyrnufélagsins
Vals,
Þorgrímur Þráinsson.
Hugurinn reikar rúmlega 30
ár aftur í tímann. Ég, nýráðinn
til ÍSÍ, hitti þar fyrir Friðjón
gjaldkera sambandsins. Hann
var alvarlegur, brúnaþungur og
fámáll. Mér var nokkuð brugðið
ef satt skal segja og ekki alveg
viss um hvernig okkar samstarf
yrði eftir þessi fyrstu kynni. Þær
áhyggjur hurfu fljótt því að við
smullum saman og úr varð ein-
stök samvinna og vinátta sem
hefur varað æ síðan. Glöggur,
fjölfróður, heiðarlegur, traustur,
áreiðanlegur og einstaklega
skemmtilegur þegar hann vildi
það við hafa. Allt eru þetta lýs-
ingar á Friðjóni vini mínum sem
við kveðjum í dag.
Friðjón var öflugasti sjálf-
boðaliði í íþróttahreyfingunni
sem ég hef kynnst. Hann var
alltaf valinn til að stýra og bera
ábyrgð á fjármunum sem segir
mikið um mannkosti hans.
Gjaldkeri KSÍ í 13 ár og gjald-
keri ÍSÍ í 18 ár, sat í stjórnum
Íslenskra getrauna og Íslenskr-
ar getspár fyrir samtökin í ára-
raðir. Allt í sjálfboðavinnu. Á
þessum tíma voru ekki margir
starfsmenn sem störfuðu á skrif-
stofum sambandanna. Friðjón
tók því bókhald sambandanna
með sér heim til sín og merkti
fylgiskjöl fyrir bókarann, reikn-
aði út lottóið o.s.frv. Allt á stofu-
borðinu í Geitlandi. Fyrir frábær
störf sín fékk Friðjón æðstu við-
urkenningar íþróttahreyfingar-
innar og hina íslensku fálkaorðu.
Fáir menn hafa haft jafn mikil
og mótandi áhrif á mig og Frið-
jón á lífsleiðinni. Hann var góður
vinur, leiðbeindi og kenndi. Ég
er þakklátur fyrir að hafa fengið
að ferðast með og kynnast þess-
um góða dreng.
Friðjón var mikill fjölskyldu-
maður og stoltur af sínu fólki.
Við Vala sendum Svönu, Láru,
Bigga, Friðjóni og þeirra fjöl-
skyldum innilegar samúðar-
kveðjur. Minning hans lifir.
Stefán Snær Konráðsson.
Gústaf Óskars-
son kennari og
einn af okkar bestu
og virkustu fé-
lögum í Félagi
eldri borgara í
Hveragerði er látinn. Þegar við
Ragnheiður kona mín fluttum
hingað austur í Hveragerði fyr-
ir fjórtán árum gengum við
strax í þetta ágæta félag. Krist-
björg Markúsdóttir kona Gúst-
afs og frænka konu minnar var
þá formaður þess. Ég man
ennþá hvað allir tóku vel á móti
okkur og vildu allt fyrir okkur
gera. Það kom brátt í ljós að
við höfðum svipuð áhugamál,
en það voru söngur og bók-
menntir. Það leið ekki á löngu
þar til Gústaf fékk mig til að
mæta á söngæfingu hjá Hvera-
fuglum og við höfum síðan
sungið saman í tenórnum alla
tíð þar til nýlega að hann varð
að hætta vegna heilsuleysis.
Gústaf var mjög músíkalskur
maður og tónmenntaður, hafði
sungið lengi í mörgum kórum
og var því okkar fyrirmynd í
öllu sem söngnum tilheyrði. Við
sungum víða í bæjunum á Suð-
urlandi og víðar og einu sinni
fórum við til Færeyja sællar
minningar og sungum þá í
Friðrikskirkjunni og gerðum
víðreist um eyjarnar.
En það var meira en söng-
urinn sem sameinaði okkur.
Fljótlega var stofnaður nýr
bókmenntahópur hjá félaginu
og við Ragna vorum fengin til
að sjá um hann fyrstu árin. Þar
mættu þau hjón bæði og hafa
Gústaf Óskarsson
✝ Gústaf Ósk-arsson fæddist
3. júlí 1933. Hann
lést 2. júlí 2019.
Útför hans fór
fram 12. júlí 2019.
tekið virkan þátt í
störfum hans alla
tíð síðan. Það fór
ekki fram hjá nein-
um að þarna kom
Gústaf mjög sterk-
ur inn. Hann lagði
sig fram við að
lesa upp úr bókum
sem hann hafði dá-
læti á og einkum
las hann vel upp
ljóð. Það var sér-
staklega eitt ljóð sem hann las
upp með slíkum hætti að það lá
við að tárin rynnu niður kinn-
arnar. Það var ljóðið Karl faðir
minn eftir föður minn Jóhann-
es úr Kötlum. Engan mann hef
ég heyrt lesa það af meiri inn-
lifun.
Gústaf átti ættir að rekja til
Færeyja, þess ágæta lands, en
faðir hans Óskar Jensen prent-
ari var sonur færeysks sjó-
manns á Ísafirði, Jens Friðriks
Jensens. Óskar varð meira en
102 ára gamall og varð því með
elstu prenturum landsins.
Bróðir Gústafs er líka prentari
og listelskur maður, en hann
heitir Ómar Óskarsson, hinn
þekkti blaðaljósmyndari Morg-
unblaðsins, og hefur sérhæft
sig í að taka myndir af fuglum.
Þeim sem vilja vita meira um
Gústaf er bent á að fara inn á
vefsíðuna en þar er hann á
tímalínu listamanna í Hvera-
gerði. Einnig er hann á vefsíð-
unni í þættinum Ljóðið mitt og
fjallar hann þar lítillega um
ljóðið Karl faðir minn og
skáldið.
Gústaf var jarðsunginn frá
Hveragerðiskirkju 12. júlí sl.
og við Ragna þökkum honum
fyrir samfylgdina og sendum
Kristbjörgu og allri fjölskyld-
unni innilegar samúðarkveðjur.
Svanur Jóhannesson.
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Elsku mamma mín og besti vinur,
JÓFRÍÐUR BJÖRNSDÓTTIR,
Snorrabraut 56 b,
Reykjavík,
lést mánudaginn 8. júlí.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
F.h. fjölskyldunnar,
Inga Rún Kristinsdóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SÓLVEIG ÞRÁNDARDÓTTIR,
Mararbraut 5, Húsavík,
lést mánudaginn 8. júlí. Útförin hefur farið
fram í kyrrþey að hennar eigin ósk.
Sérstakar þakkir eru færðar til starfsfólks HSN, Húsavík, fyrir
einstaka alúð og umhyggju.
Ása Kristín Jónsdóttir Einar Sighvatsson
Þórný Jónsdóttir Helgi Jóhannesson
Þorgrímur Fr. Jónsson
Ásdís Brynja Jónsdóttir Arnar Sigurðsson
barnabörn og barnabarnabörn
Maðurinn minn og besti vinur,
INGVAR SIGMUNDSSON,
lést 29. júní á Heilbrigðisstofnun
Vesturlands Akranesi.
Jarðað var í kyrrþey 11. júlí frá kapellu HVE.
Þökkum veitta aðstoð.
Steinunn Kolbeinsdóttir
Ásta og Allan
Helga og Einar
Kolbrún
Sigmundur Ingvar og Fríða
og fjölskyldur