Morgunblaðið - 17.07.2019, Page 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2019
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar 4 Opin handavinnustofa kl. 9 - 12. Opin smíðastofa kl.
9-15. Bridge kl. 12.30. Opið hús, t.d. vist og bridge kl. 13-15. Opið fyrir
innipútt og 18 holu útipúttvöll. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffisala
kl. 14.45-15.30. Heitt á könnunni, Allir velkomnir. s: 535-2700.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffi og blöðin við hringborðið
kl. 8.50. Frjálst í Listasmiðju kl. 9-16. Hádegismatur kl. 11.30 Salatbar
kl. 11.30-12.15. Miðvikufjör Jón Unnar kemur og spilar fyrir okkur.
Hugmyndasamkeppninni um nafn á nýju æfingartækin lýkur í dag
kl. 16. Gáfumannakaffi kl. 14.30. Allir velkomnir óháð aldri.
Nánari upplýsingar í síma 411-2790.
Félagsmiðstöðin Vitatorgi Postulínsmálun kl. 9. Göngutúr um
hverfið kl. 13. Heitt á könnunni fyrir hádegi. Hádegismatur frá 11.30 til
12.30 alla daga vikunnar og kaffi frá 14.30 til 15.30 alla virka daga.
Á morgun förum við í göngu- og kaffihúsaferð kl. 13. Nánari
upplýsingar í síma 411-9450. Verið hjartanlega velkomin.
Garðabæ Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10.00. Bridge í Jónshúsi
kl. 13.00.
Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 13 félagsvist.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá 8-16, blöðin og púsl
liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45 og
hádegismatur kl. 11.30. Gönguferð um hverfið kl. 13.30 og
eftirmiðdagskaffi kl. 14.30.
Korpúlfar Ganga kl. 10 í dag, gengið frá Borgum. Opið hús í dag í
Borgum frá kl. 13 til 16; félagsvist, hannyrðir, spjallhópur og gleðileg
samvera, kaffi á könnunni og kaffimeðlæti. Allir velkomnir.
Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, morgunleikfimi kl. 9.45,
viðtalstími hjúkrunarfræðings kl. 10-12, upplestur kl. 11,
hádegisverður kl. 11.30, félagsvist kl. 13.30, síðdegiskaffi kl. 14.30,
Bónusbíllinn kl. 14.40, heimildarmyndasýning kl. 16.
Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum kl. 10:30, því miður verður ekki
botsía, vatnsleikfimi í sundlaug Seltjarnarness kl. 18:30.
Ungmennaráð Seltjarnarness hlakkar til að sjá sem flesta á Nikku-
ballinu á morgun milli 15 og 17 við smábátahöfnina. Syngjum,
dönsum, tröllum og borðum.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10–16. Heitt á
könnunni frá kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá
kl. 11.30–12.15, panta þarf matinn daginn áður. Handavinnuhópur
hittist kl. 13. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30–15.30.
Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568-2586.
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Vantar þig
fagmann?
FINNA.is
Þorgeir tengdafaðir minn er
fallinn frá – hann var hvíldinni
feginn. Þegar ég hitti Þorgeir
fyrst, þá var ég búinn að þekkja
Fjólu dóttur hans í tvær vikur –
óvænt þurftum við gistingu á
Norðurlandi, þá var ekkert ann-
að en að heimsækja Brekkugöt-
una á Akureyri. Þorgeir sat í
horni sínu, í blámálaða eldhús-
inu, með kaffibolla á fallegri
undirskál. Hann spurði mig hvað
ég gerði og hver mín stefna væri
í lífinu. Hann sýndi því mikinn
áhuga og fannst greinilega mjög
jákvætt þegar ég sagðist hafa
áhuga á vísindum. Ég komst
reyndar að því nýlega að á sín-
um tíma varð Þorgeir sér úti um
efni um efnafræði til að dýpka
skilning sinn á mínu fagi. Þetta
þótti mér mjög vænt um, þarna
sýndi hann áhuga á starfi mínu
enda ræddum við mikið saman
um mál sem tengdust raun- og
heilbrigðisvísindum. Þetta er
jafnframt ágætt dæmi um fróð-
leiksþorsta Þorgeirs, metnað og
forvitni vísindamannsins.
Þorgeir
Þorgeirsson
✝ Þorgeir Þor-geirsson fædd-
ist 1. ágúst 1933.
Hann lést 20. júní
2019.
Þorgeir var jarð-
settur 12. júlí 2019.
Röng mynd birt-
ist við grein um
Þorgeir og er hún
því endurbirt. Beð-
ist er velvirðingar á
mistökunum.
Þorgeir hafði
mikinn áhuga á list,
hvort sem var
myndlist, tónlist
eða bókmenntir, og
var fróður um sögu.
Vinnuherbergið
góða, þar sem hann
gat setið tímunum
saman og grúskað,
er gott dæmi um
þennan mikla
áhuga. Þorgeir var
jafnframt góður penni og var
reglulega beðinn að yfirfara
texta, skrifa greinargerðir og
fleira. Í einu af þeim verkefnum
sem Þorgeir tók að sér tengdist
saman áhugi hans á sögu og
læknisfræði, en þar fór hann
m.a. í gegnum sjúkraskýrslur
Jónasar Hallgrímssonar til að
komast að líklegu banameini
hans.
Helsta ástríða Þorgeirs var
samt sem áður ljóðaskrif. Hann
notaði ljóð sem tjáningarform og
skrifaði fjöldann allan af ljóðum
um ævina. Á efri árum tók hann
þá ákvörðun að safna helstu ljóð-
um sínum saman og gaf alls út
fjórar ljóðabækur, sú fyrsta var
gefin út af Læknafélagi Íslands,
síðan komu út eftir hann þrjár
bækur eftir að hann settist í
helgan stein.
Mér er minnisstætt hvernig
hann sýndi tónlistarnámi barna
minna áhuga og mætti nær
undantekningarlaust ásamt
Kristjönu á hádegistónleika í
tónlistarskóla þeirra. Þorgeir
notaði m.a. lífsreynslu sína sem
efnivið í ljóðabækur sínar og eru
nokkur ljóð þar sem barnabörn-
in hafa veitt honum innblástur,
bæði úr tónlistarnámi þeirra og
hversdagsleikanum.
Eitt ljóð úr Dagsforminu þyk-
ir mér einna vænst um, sem lýs-
ir atgangi dóttur minnar við að
sparka af sér stígvélum úr fangi
mínu, þriggja ára gömul.
Stígvél
Þegar ég kom heim
voru tvö lítil stígvél á tröppunum,
ég get ekki gleymt því,
tvö lítil stígvél, hlið við hlið
rauð og blá með gulri rönd,
númer 22,
og mér varð hugsað til þess
að sú litla er vön
að sparka þeim af sér
svo sokkarnir fjúka með,
ákefðin leynir sér ekki
og glóð augnanna,
þetta og ótal margt annað
hafa tvö lítil stígvél
hlið við hlið
að segja mér.
(Þorgeir Þorgeirsson)
Þorgeir var lúmskur húmor-
isti sem gat séð spaugilegu hlið-
ina á flestu. Síðasta bókin var
ekki ljóðabók í þeim skilningi,
heldur eins konar samtalsbók
milli öldungs og æskunnar, þar
kemur húmor Þorgeirs glöggt
fram. Ég man að hann átti það
til að sitja og horfa á samskipti
barna sinna og barnabarna með
ákveðnu brosi, greinilegt var að
hann sá eitthvað sem honum
þótti afar merkilegt, en um leið
afar broslegt.
Aðstæður leiddu til þess að
við Fjóla bjuggum hjá Þorgeiri
og gátum sinnt honum áður en
hann fór á hjúkrunarheimili.
Þrátt fyrir veikindi hans var allt-
af stutt í húmorinn. Hann hélt
sinni einkennandi kurteisi og
hófsemi, vildi helst ekkert láta
hafa fyrir sér. Heiðarlegri mann
er erfitt að finna.
Minning um Þorgeir lifir í
huga okkar, blessuð sé minning
hans.
Trú
Ég trúi á
fegurð
tilveru sálar
uppljómun hugans,
samhug hárra hnatta
alvídd
(Þorgeir Þorgeirsson)
Baldur Bragi Sigurðsson.
„Afi minn er vísindamaður.“
Þessa setningu sagði ég ósjaldan
við vini mína þegar ég var lítil.
Vísindamenn voru vinsælir kar-
akterar í barnaefni á þeim tíma
og það að afi minn væri einn
slíkur var vægast sagt mjög
svalt. Ekki nóg með það, hann
krufði lík og geymdi innyflin í
krukkum!
Afi lifði svo sannarlega inni-
haldsríku og spennandi lífi. Utan
þess að vera partur af heimi vís-
indanna þá spilaði hann djass á
píanó, skrifaði ljóð og las gæða-
bækur í frítíma sínum.
Það er huggun að hugsa til
þess að afi og amma séu nú kom-
in á sama stað. Þau lifðu lífinu til
fulls og fylltu það af myndlist,
tónlist, bókmenntum, vísindum
og framandi ferðalögum.
Afi var góð fyrirmynd fyrir
mig, bæði sem barn og fullorðna
manneskju. Þó að maður velji
vísindi fram yfir list eða öfugt í
starfsferli sínum þá sannaði afi
að það er alveg hægt að finna
nægan tíma fyrir hvort tveggja.
Líkkrufningar og djass geta ver-
ið ágæt blanda!
Vigdís Bergsdóttir.
Í æviágripi um Oddnýju Línu Sigurvinsdóttur sem birt var 13.
júlí sl. féll niður ein setning sem hljóðar svo: Hún starfaði sem
geðhjúkrunarfræðingur úti í Noregi og félagsliði hér heima en
Oddný hafði einstakt lag á einstaklingum með geðræn vanda-
mál eða þroskaskerðingu af ýmsu tagi og hóf tvívegis nám því
tengt en varð frá að hverfa vegna sinna eigin veikinda.
LEIÐRÉTT
Árið var 1962 í
maímánuði sem mér
var komið fyrir í
pössun hjá móður-
fólki en saknaði
mömmu mikið og skildi ekki
hvers vegna ég mátti ekki vera
hjá henni. Það var farið með mig í
Laugardalinn á leikjanámskeið
en ég strauk þaðan og tók strikið
í átt að Gnoðarvogi 24 sem var
heilmikið ferðalag fyrir tæplega 5
ára gutta. Þegar ég kom hringdi
ég bjöllunni og ókunnug kona
Fjölnir Lúðvígsson
✝ Fjölnir Lúð-vígsson fæddist
30. maí 1962. Hann
lést 8. júlí 2019.
Fjölnir var jarð-
sunginn 15. júlí
2019.
svaraði. Að sjálf-
sögðu kallaði ég:
„Mamma, mamma!“
og var mér hleypt
upp. Mamma kallaði
í konuna: „Guð minn
góður! Biggi!“ en
sagði svo með lægri
röddu: „Komdu inn,
Biggi minn.“ Þegar
inn var komið í
myrkvað herbergið
sá ég vöggu og pínu-
lítil mannvera lá í henni. Ég stóð
þarna agndofa og horfði, þarna
vissi ég að ég myndi elska þennan
litla bróður minn alla mína ævi.
Nú ertu, elsku hjartans bróðir
minn, farinn frá okkur öllum allt-
of alltof fljótt. Þótt þú hafir vitað í
hvað stefndi varstu samt alltaf að
plana fram í lokin allskonar hluti;
sólpall við húsið, verkfæraskúr,
hænsnakofa og ýmislegt annað.
Það eru bara fáeinir dagar síðan
þú hringdir til að ræða við mig
um „koi“-fiskatjörn sem þú ætl-
aðir að hafa í garðinum, en við
bræður deildum áhuga á fiskum.
Mikill gæfumaður varstu þeg-
ar þú nældir í hana Ingibjörgu
þína og áttuð þið saman þrjú
gæfuleg börn, en úti í Ástralíu átt
þú frá fyrra sambandi einn son og
svo afastráka þar. Mikið var það
gleðilegt þegar hann Dane, sonur
þinn í Ástralíu, kom óvænt til Ís-
lands til að hitta þig þegar þú
varst orðinn veikur. Það gladdi
ykkur hjónin mikið.
Elsku bróðir minn, ég hefði
svo sannarlega viljað eiga með
þér miklu lengri tíma en ekki gat
orðið af því. Elsku Ingibjörg mín,
Dane, Rúnar Máni, Birta Líf og
Helga Lind, megi öll gæfa, styrk-
ur og ást fleyta ykkur öllum í
gegnum þessa miklu sorg.
Birgir F. Lúðvígsson,
stóri bróðir.
Elsku Fjölli, mágur minn og
vinur, er látinn eftir hatramma
baráttu við krabbamein.
Upp í hugann koma ljúfar
minningar og þakklæti.
Þau Ingibjörg systir mín voru
samstiga í lífinu þótt vegurinn
væri oft og tíðum allt annað en
beinn og breiður.
Kærleikurinn sem hjónaband
þeirra bar með sér var fallegur
og einlægur.
Ástríkur eiginmaður, pabbi,
afi með stórt hjarta hefur kvatt
og hans verður sárt saknað.
Innilegar samúðarkveðjur,
elsku Ingibjörg systir, Dane,
Rúnar Máni, Birta Líf, Helga
Lind, tengdabörn og barnabörn.
Fugl, þú einn flýgur hátt
felur þig skýið grátt.
Hávær óma harmakvein
horfir nið’rá gráan stein.
Fugl, þú einn fellir tár
fortíð kveður, nýtt er ár.
Hnitar hringi yfir breið.
Heldur þú svo þína leið?
Vængir þandir, vindur hvín
vegsemd ár og daga.
Hátt þér heilsar sól sem skín.
Hvernig er þín saga?
Fugl, þú einn flýgur lágt,
fagurt land og hafið blátt.
Sveiflan mjúk uns allt er hljótt.
Söngur inn í dimma nótt.
(Abbey Lincoln. Ísl. þýð. GR.)
Guðfinna Rúnarsdóttir.
Elsku Fjölli okkar.
Það myndaðist stórt skarð í
okkar samheldnu fjölskyldu þeg-
ar þú kvaddir.
Þín verður sárt saknað.
Í dimmum skugga af löngu liðnum
vetri
mitt ljóð til þín var árum saman grafið.
Svo ungur varstu, er hvarfstu út á
hafið
hugljúfur, glæstur, öllum drengjum
betri.
Og því varð allt svo hljótt við helfregn
þína
sem hefði klökkur gígjustrengur
brostið.
Og enn ég veit margt hjarta, harmi
lostið,
sem hugsar til þín alla daga sína.
En meðan árin þreyta hjörtu hinna,
sem horfðu eftir þér í sárum trega,
þá blómgast enn, og blómgast ævin-
lega,
þitt bjarta vor í hugum vina þinna.
Og skín ei ljúfast ævi þeirri yfir,
sem ung á morgni lífsins staðar
nemur,
og eilíflega, óháð því, sem kemur,
í æsku sinnar tignu fegurð lifir?
Sem sjálfur Drottinn mildum lófum
lyki
um lífsins perlu í gullnu augnabliki –
(Tómas Guðmundsson)
Góða ferð í sumarlandið, elsku
Fjölli.
Jörundur Kristjánsson,
Halla Hrund Birgisdóttir,
Guðmundur Eyberg Kristjánss.,
Haraldur Blöndal Kristjánsson,
Berglind Matthíasdóttir,
Hildur Guðbjörg Kristjánsd.,
Arnar Gauti Markússon,
Ingólfur Eyberg Kristjánsson,
Agnieszka Stefania.
Elsku Stína
frænka mín, nú
geng ég Skóla-
vörðustíginn án
þess að koma við
hjá þér. Þú studdir við mig þegar
ég ung stúlka var í ljósmóður-
námi. Fékk ég að gista og dvelja
hjá þér. Þú tókst alltaf vel á móti
mér, með hlýju og kærleika. Vin-
skapur okkar hefur verið sterkur
síðan.
Nú sefur jörðin
Nú sefur jörðin sumargræn.
Nú sér hún rætast hverja bæn
Kristín
Hagalínsdóttir
✝ Kristín Haga-línsdóttir
fæddist 28. desem-
ber 1933. Hún lést
1. júlí 2019.
Útförin fór fram
15. júlí 2019.
og dregur andann djúpt
og rótt
um draumabláa júlínótt.
Við ystu hafsbrún sefur
sól,
og sofið er í hverjum hól.
Í sefi blunda svanabörn
og silungur í læk og tjörn.
Á túni sefur bóndabær,
og bjarma á þil og glugga
slær.
Við móðurbrjóstin börnin fá
þá bestu gjöf, sem lífið á.
Nú dreymir allt um dýrð og frið
við dagsins þögla sálarhlið,
og allt er kyrrt um fjöll og fjörð
og friður drottins yfir jörð.
(Davíð Stefánsson frá Fagraskógi)
Ég kveð þig með söknuði og
þakklæti,
Sveina.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda
Morgunblaðinu greinar eru vin-
samlega beðnir að nota inn-
sendikerfi blaðsins. Smellt á
Morgunblaðslógóið í hægra
horninu efst og viðeigandi lið-
ur, „Senda inn minningar-
grein,“ valinn úr felliglugg-
anum. Einnig er hægt að slá
inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef út-
för er á mánudegi eða þriðju-
degi).
Þar sem pláss er takmarkað
getur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skila-
frestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu
ekki lengri en 3.000 slög. Ekki
er unnt að senda lengri grein.
Lengri greinar eru eingöngu
birtar á vefnum. Hægt er að
senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur.
Ekki er unnt að tengja við-
hengi við síðuna.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar
koma fram upplýsingar um
hvar og hvenær sá sem fjallað
er um fæddist, hvar og hvenær
hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram.
Þar mega einnig koma fram
upplýsingar um foreldra, systk-
ini, maka og börn. Ætlast er til
að þetta komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraður,
en ekki í minningargreinunum.
Undirskrift | Minningargreina-
höfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stutt-
nefni undir greinunum.
Minningargreinar