Morgunblaðið - 17.07.2019, Page 25
ÍÞRÓTTIR 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2019
hafðu það notalegt
handklæðaofnum
Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidja.is - sími 577 5177
Eigum úrval af
Hvað veldur því að aðsóknin
er mun betri á leikina í úrvals-
deild karla í fótbolta á þessu
sumri en undanfarin ár?
Ýmsar ástæður hafa verið
tilgreindar. Betri fótbolti, fleiri
ungir og efnilegir leikmenn,
betra veður.
Já, þetta hefur allt saman
áhrif en stundum hefur áhugi og
aðsókn dvínað þegar liðið hefur
á sumarið og fækkað hefur í
stúkunum með haustlægðunum.
Það mun ekki gerast í ár.
Skýringin á því er einföld. KR
er á toppnum og verður í bar-
áttu um meistaratitilinn fram
á haust, að öllu óbreyttu.
Góðu gengi KR fylgir góð að-
sókn í deildinni. Það sést vel
þegar áhorfendatölur aftur í tím-
ann eru skoðaðar. Vestur-
bæingar flykkjast á völlinn þegar
þeir sjá möguleika á titli, bæði á
sína Meistaravelli og fylgja liðinu
vel í útileikina.
Þegar KR vann titilinn á ný
eftir 31 árs bið árið 1999 var sett
aðsóknarmet sem seint verður
slegið en 2.501 áhorfandi mætti
að meðaltali á leiki liðsins það
sumar.
KR fór líka yfir tvö þúsundin
að meðaltali meistaraárin 2000
og 2003. Síðast þegar KR var
með besta aðsókn í deildinni er
einmitt síðasta meistaraár KR til
þessa, 2013.
Aðsókn á heimaleiki KR hefur
aukist jafnt og þétt síðan í maí,
úr 860 í 1.099, í 1.396, í 2.280 og
síðast mættu 3.012.
Gjaldkerar þeirra félaga
sem eiga eftir að fá KR í heim-
sókn seinni hluta tímabilsins
geta farið að hlakka til að telja
upp úr kössunum!
BAKVÖRÐUR
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
FRJÁLSAR
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
„Ég er að fara út á þriðjudaginn og ég
ákvað það í samráði við þjálfarann minn að
nýta þetta mót bara í tvo stífa spretti og star-
tæfingu,“ sagði spretthlauparinn ungi Guð-
björg Jóna Bjarnadóttir í samtali við Morgun-
blaðið á Meistaramóti Íslands á
Laugardalsvelli um helgina.
Guðbjörg fagnaði öruggum sigri í 200
metra hlaupi þar sem hún kom í mark á tím-
anum 24,51 sekúnda sem er talsvert frá Ís-
landsmeti hennar í greininni sem hún setti í
júní á þessu ári þegar hún hljóp á tímanum
23,45 sekúndur á ungmennamóti MÍ á Sel-
fossi.
„Startið hjá mér gekk mjög vel og það sem
ég var að leggja áherslu á í hlaupinu var ein-
faldlega að halda mjög háu tempói allan tím-
ann. Tímarnir voru ekki góðir, miðað við mig,
og aðstæðurnar voru ekkert frábærar þannig
að það var bara mjög gott fyrir mig að fá góða
æfingu út úr þessu. Eina ástæðan fyrir því að
ég ákvað að keppa á mótinu var að komast of-
ar á stigalistann því ég vil koma mér inn á Ól-
ympíuleikana. Ég er í nokkuð góðri stöðu á
stigalistanum þannig að það er um að gera að
nýta öll tækifæri sem maður fær til þess að
koma sér ennþá of-
ar á listann.“
Líkaminn í frá-
bæru standi
Guðbjörg er í frábæru formi þessa
dagana enda hugsar hún afar vel um sig
en hún er einungis 17 ára gömul.
„Líkaminn er í mjög góðu standi eins
og staðan er í dag en ég hugsa líka mjög
vel um mig. Ég er dugleg bæði að teygja
og rúlla en auðvitað finnur maður stund-
um fyrir ákveðnum stífleika hér og þar
eins og í bakinu og mjöðmunum. Ég er
hins vegar búin að vinna vel í sjálfri
mér og vera dugleg hjá sjúkraþjálfara
þannig að mér líður mjög vel þessa
dagana.“
Guðbjörg er Evrópumeistari U18
ára en það er nóg framundan hjá
þessari öflugu hlaupakonu sem er á
leið á EM U20 sem fram fer í Borås í
Svíþjóð um næstu helgi.
„Ég fer út á EM á þriðjudaginn (í
gær) þar sem ég keppi á föstudaginn
og laugardaginn, svo er það Evrópu-
bikarinn og svo Norðurlandamótið og
þá ætti þetta að vera komið hjá mér í
ár myndi ég halda en það er nóg fram
undan í það minnsta,“ sagði Guðbjörg
Jóna í samtali við Morgunblaðið.
Íslandsmeistarinn
Guðbjörg Jóna
Bjarnadóttir er á leið
á Evrópumót U20 ára í
Borås þar sem hún keppir
í undanrásum á föstudag-
inn.
Guðbjörg Jóna farin til Svíþjóðar til
að keppa á EM Vill nýta öll tækifæri
„Ég vil koma
mér inn á
Ólympíuleikana“
Morgunblaðið/Eggert
HANDBOLTI
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Kvennalið Vals fer til Svíþjóðar,
karlalið FH til Belgíu og karlalið
Hauka til Tékklands. Það var nið-
urstaðan úr fyrsta drættinum fyrir
Evrópumótin í handknattleik 2019-
20 sem fram fór í Vínarborg í gær
en liðin leika í 1. umferð mótanna
tvær fyrstu helgarnar í september.
Selfyssingar sitja hjá í 1. umferð
EHF-bikars karla en mæta Malmö
frá Svíþjóð eða Spartak Moskva
frá Rússlandi í 2. umferð í október.
Karlalið Vals situr hjá í 2. um-
ferð Áskorendabikarsins og það
skýrist í haust hverjum það mætir
í 3. umferð sem er leikin í nóvem-
ber.
Eva er mótherji Vals
Valur er eina íslenska kvennalið-
ið í Evrópumótunum og mætir
Skuru frá Stokkhólmi í fyrstu um-
ferð EHF-bikarsins. Eva Björk
Davíðsdóttir landsliðskona gekk á
dögunum til liðs við Skuru sem
varð í öðru sæti sænsku úrvals-
deildarinnar í fyrra og tapaði ein-
víginu um meistaratitilinn.
Skuru hefur þrisvar orðið
sænskur meistari og er það félag
sem hefur spilað flesta leiki frá
upphafi í sænsku úrvalsdeildinni.
Liðið lék síðast í Evrópukeppni
fyrir þremur árum og féll þá
naumlega út í 1. umferð gegn
Slavia Prag frá Tékklandi, 44:45
samanlagt.
Sigurliðið í einvígi Vals og
Skuru mætir Zvezda Zvenigorod
frá Rússlandi í 2. umferð.
Vann bestu lið Hollands
Visé, mótherji FH, er frá 18 þús-
und manna samnefndum bæ í aust-
urhluta Belgíu, aðeins 12 kílómetra
frá Maastricht í Hollandi. Liðið
leikur í BeNe-deildinni, sameig-
inlegri úrvalsdeild Hollands og
Belgíu, og endaði þar í 2. sæti síð-
asta vetur, en tapaði svo fyrir lönd-
um sínum í Bocholt í úrslitaleik um
meistaratitilinn.
Visé hefur talsverða reynslu af
Evrópukeppni en liðið hefur
undanfarin fimm ár spilað í Áskor-
endabikarnum. Þar náði Visé sín-
um besta árangri síðasta vetur
þegar það sló út Kastrioti frá Kós-
óvó, 71:47 samanlagt, og Masheka
frá Hvíta-Rússlandi, 68:65 saman-
lagt, en steinlá síðan fyrir Neva
Pétursborg frá Rússlandi í átta liða
úrslitum, 41:19 úti og 33:26 heima.
Tímabilið 2017-18 tapaði Visé
fyrir rúmenska liðinu Potaissa
Turda, 44:24, á útivelli en vann
heimaleikinn 29:24. Valur og ÍBV
þekkja vel til Turda eftir jafna leiki
gegn því á síðustu árum.
FH-ingar eiga líklega bestu
möguleika íslensku liðanna í 1. um-
ferð og með sigri á Visé mæta þeir
Arendal frá Noregi í 2. umferð.
Plzen meistari í vor
Talant Plzen, mótherji Hauka,
hefur leikið í EHF-bikarnum
undanfarin fimm ár og liðið varð
tékkneskur meistari í vor þegar
það vann Karviná 3:2 í úrslita-
einvíginu. Liðið varð jafnframt
deildarmeistari. Plzen hefur ekki
náð langt í Evrópukeppninni og
ávallt fallið út í 2. eða 3. umferð. Í
fyrra vann það Glasgow HC frá
Skotlandi 69:24 samanlagt en tap-
aði síðan fyrir Dobrogea Constanta
frá Rúmeníu, 23:29 og 21:28 í 2.
umferð. Fyrir tveimur árum tapaði
Plzen með 26 mörkum samanlagt
gegn Kolding frá Danmörku.
Takist Haukum að sigra Plzen
mæta þeir Hapoel Ashdod frá Ísr-
ael í 2. umferð.
FH-ingar eiga líklega
mestu möguleikana
Á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ
í gær voru sex leikmenn efstu deildar
karla úrskurðaðir í eins leiks bann og
verða frá í næstu umferð.
HK-ingarnir Ásgeir Marteinsson og
Bjarni Gunnarsson verða í banni gegn
FH. Ásgeir fær leikbann vegna fjög-
urra gulra spjalda en Bjarni fékk rautt
í síðasta leik. Þeir Sigurður Arnar
Magnússon og Víðir Þorvarðarson
verða svo ekki með ÍBV gegn Fylki, en
Víðir var rekinn af velli í síðasta leik og
Sigurður fékk sitt fjórða gula spjald.
Víkingur R. verður án Erlings Agn-
arssonar gegn Val vegna brottvísunar
og Steinþór Freyr Þorsteinsson verð-
ur ekki með KA gegn ÍA af sömu sök-
um. yrkill@mbl.is
HK og ÍBV missa tvo í bann