Morgunblaðið - 17.07.2019, Side 26

Morgunblaðið - 17.07.2019, Side 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2019 Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik – ÍBV....................................... 9:2 KR – HK/Víkingur ................................... 4:2 Staðan: Valur 10 9 1 0 36:7 28 Breiðablik 10 9 1 0 36:9 28 Þór/KA 10 5 2 3 19:16 17 Selfoss 10 5 1 4 12:13 16 KR 10 3 1 6 12:20 10 Stjarnan 10 3 1 6 5:17 10 Keflavík 9 3 0 6 16:17 9 ÍBV 9 3 0 6 15:21 9 Fylkir 9 2 1 6 7:23 7 HK/Víkingur 9 2 0 7 7:22 6 Inkasso-deild karla Þór – Njarðvík ......................................... 2:1 Rick ten Voorde 6., 46. – Jóhann Helgi Hannesson (sjálfsmark) 11. Keflavík – Magni ..................................... 0:3 Kristinn Þór Rósbergsson 27., Lars Óli Jessen 35., Áki Sölvason (víti) 81. Fjölnir – Fram.......................................... 3:1 Guðmundur Karl Guðmundsson 33., 90., Jóhann Árni Gunnarsson 51. – Helgi Guð- jónsson (víti) 78. Víkingur Ó. – Haukar ............................. 2:0 Miha Vidmar 13., Sallieu Tarawallie 45. Leiknir R. – Afturelding......................... 3:2 Sólon Breki Leifsson 25., Stefán Árni Geirsson 54., Sævar Atli Magnússon 80. – Alexander Aron Davorsson (víti) 43., Andri Freyr Jónasson 66. Rautt spjald: Arnór Gauti Jónsson (Aftureldingu) 70. Þróttur R. – Grótta.................................. 0:1 Óliver Dagur Thorlacius (víti) 61. Staðan: Fjölnir 12 8 2 2 24:11 26 Grótta 12 7 3 2 25:16 24 Þór 12 7 2 3 21:12 23 Víkingur Ó. 12 6 2 4 13:9 20 Fram 12 6 2 4 18:18 20 Leiknir R. 12 6 0 6 20:21 18 Keflavík 12 4 4 4 16:15 16 Þróttur R. 12 4 2 6 24:17 14 Haukar 12 2 5 5 16:20 11 Njarðvík 12 3 1 8 13:22 10 Afturelding 12 3 1 8 15:27 10 Magni 12 2 4 6 14:31 10 Meistaradeild Evrópu 1. umferð, seinni leikir: HB Þórshöfn – HJK Helsinki ......... 2:2 (2:5)  Brynjar Hlöðversson lék síðustu 13 mín- úturnar fyrir HB. Heimir Guðjónsson þjálfar liðið. Shkëndija – Nömme Kalju.............. 1:2 (2:2) Saburtalo – Sheriff Tiraspol........... 1:3 (4:3) Valletta – Dudelange ...................... 1:1 (3:3) Rauða stjarnan – Suduva................ 2:1 (2:1) Fernonikeli – The New Saints ....... 0:1 (2:3) Evrópudeild UEFA 1. umferð, seinni leikir: Banants – Cukaricki Belgrad ........ 0:5 (0:8) KÍ Klaksvík – Riteriai ..................... 0:0 (1:1) OFK Titograd – CSKA Sofia.......... 0:0 (0:4)  Samanlögð úrslit í svigum og feitletruðu liðin komin áfram. Taplið í Meistaradeild fara yfir í 2. umferð Evrópudeildar. KNATTSPYRNA FÓTBOLTI Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is Það er alveg ljóst að fylgjast þarf grannt með 1. deild karla í knatt- spyrnu, Inkasso-deildinni, því það þarf nánast ekkert að gerast svo allt fari á hvolf miðað við það jafnræði sem er bæði í baráttunni í efri hlut- anum og í botnbaráttunni. Lífshættan á botninum jókst raunar til muna eftir 12. umferðina sem leikin var í heilu lagi í gærkvöldi þegar botnlið Magna frá Grenivík gerði sér lítið fyrir og skellti Keflvík- ingum suður með sjó, 3:0. Þetta var aðeins annar sigur liðsins í sumar og hann þýðir að þrjú neðstu liðin, Afturelding og Njarðvík til viðbótar við Grenvíkinga, eru öll jöfn með 10 stig og Haukar eru aðeins einu stigi þar fyrir ofan. Það sem gerði sigur Magna enn sætari var einmitt það að öll liðin í kring töpuðu sínum leikjum. Aftur- elding tapaði fyrir Leikni R. 3:2, Njarðvík tapaði fyrir Þór 2:1 og Haukar töpuðu fyrir Víkingi Ólafs- vík 2:0. Öll fjögur neðstu liðin spiluðu á útivöllum en Magnamenn voru þeir einu sem héldu glaðbeittir heim, með lengsta ferðalagið fyrir höndum. Senuþjófarnir á Nesinu Háspennan er ekki síður mikil á toppnum þó að Fjölnir og Grótta haldi áfram að skara fram úr. Fjöln- ir vann 3:1-sigur á Fram og heldur tveggja stiga forskoti á toppnum. Fjölnismenn ætla sér beint upp á ný og eru án taps í síðustu fimm leikj- um sínum. Grótta heldur hins vegar áfram að stela senunni og eftir 1:0-sigur á úti- velli gegn Þrótti R. hefur liðið leikið átta leiki í röð án taps, en síðast tap- aði liðið í maí. Þá hefur Gróttuliðið skorað flest mörk allra í deildinni; 25 í 12 leikjum. Í leikjum umferðar- innar í gærkvöldi stillti Grótta jafn- framt upp yngsta byrjunarliðinu af öllum tólf liðunum, 21,5 ára meðal- aldur, sem er langt frá því að vera að gerast í fyrsta sinn í sumar og hefur þjálfarinn Óskar Hrafn Þorvaldsson vakið verðskuldaða athygli fyrir framgöngu Seltirninga í sumar. Ekki má þó heldur afskrifa Þórs- ara í toppbaráttunni, en þeir eru stigi frá Gróttu. Sérstaklega fyrst nýi lánsmaðurinn Rick ten Voorde tók markaskóna með sér frá Víkingi R. og skoraði bæði mörkin í 2:1- sigrinum á Njarðvík í gær. Alvaro Montejo er svo að snúa aftur eftir meiðsli eftir að hafa farið mikinn í fyrstu leikjum sumarsins og er óhætt að segja að sóknarlína Þórs- ara verði ein sú besta, ef ekki sú allra besta, í deildinni. Aðeins munar svo fjórum stigum á liðunum í 4.-7. sæti, Víkingi Ó., Fram, Leikni R. og Keflavík, og það er því engin lygi að hlutirnir geta verið ansi fljótir að breytast með hverjum óvæntum úrslitum seinni hluta tímabilsins. Háspenna ríkir um alla deild  Magnamenn alsælir aftur norður Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Fjölnissigur Arnór Breki Ásþórsson sækir að Alex Frey Elíssyni í Fram. „Það er mikill efniviður í liðinu og æfingaaðstæður eru til fyrir- myndar,“ sagði Arnar Gunnarsson, sem í gær var ráðinn þjálfari þýska handknattleiksliðsins HSG Krefeld. Hann mun stýra nýliðunum í B- deildinni þar í landi á næsta tíma- bili, en síðast þjálfaði hann karlalið Fjölnis hér á landi. „Arnar er gríðarlega metnaðar- fullur og lifir fyrir handboltann. Það er það sem við vildum finna hjá nýjum þjálfara,“ er haft eftir fram- kvæmdastjóra félagsins á heima- síðu þess. yrkill@mbl.is Metnaður Arnars vakti athygli Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Þýskaland Arnar Gunnarsson mun þjálfa nýliða í þýsku B-deildinni. Allar líkur eru á því að Viðar Örn Kjartansson, landsliðsmaður í knattspyrnu, muni leika í rúss- nesku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Ekki þó með Rostov þar sem hann er samningsbundinn, heldur eru viðræður langt komnar við Rubin Kazan um kaup á Viðari. Umboðsmaðurinn Ólafur Garð- arsson staðfesti við mbl.is í gær að nánast sé fullvíst að Viðar fari til Kazan og líklega verði gengið frá síðustu lausu endunum í dag. Viðar var á láni hjá Hammarby í Svíþjóð frá í vor og fram á sumar. Kynna Viðar Örn til leiks í dag? Morgunblaðið/Eggert Rússland Viðar Örn Kjartansson er að færa sig um set í landinu. Íslandsmeistarar Vals eiga afar erf- iðan leik fyrir höndum í Slóveníu í kvöld þegar liðið mætir Maribor í síðari leik liðanna í 1. umferð for- keppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Maribor vann fyrri leikinn á Valsvellinum 3:0 í síðustu viku og þurfa Valsmenn því að skora þrjú mörk, hið minnsta, til þess að eiga einhvern möguleika á að komast áfram. Í 27 útileikjum í Evrópukeppni í sögu sinni hefur Valur aðeins einu sinni skorað þrjú mörk í leik, en það var árið 1967. yrkill@mbl.is Valur þarf einstakan leik Morgunblaðið/Hari Slóvenía Patrick Pedersen hér í kröppum dansi í fyrri leiknum. Strákarnir í 21-árs landsliðinu í handknattleik lentu í óvæntum vandræðum með Síle í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu á Spáni í gærmorgun. Þeir sigruðu 26:19 eftir að hafa lent þremur mörkum undir snemma en staðan var 10:10 í hálfleik. Jakob Martin Ásgeirsson gerði 5 mörk, Orri Freyr Þorkelsson 4, Bjarni Ófeigur Valdimarsson 4, Gabriel Martinez Róbertsson 3, Darri Aronsson 2, Örn Vésteinsson Österberg 2, Sigþór Gunnar Jóns- son 2, Elliði Snær Viðarsson 1, Haf- þór Már Vignisson 1, Sveinn José Rivera 1 og Viktor Gísli Hall- grímsson markvörður 1. Danir unnu Norðmenn 32:31 í æsispennandi leik í sama riðli en Þjóðverjar burstuðu Argentínu, 43:25. Ísland mætir Argentínu í annarri umferð riðlakeppninnar í dag og þar á eftir Norðmönnum á föstudaginn. Fjögur efstu liðin í hverjum riðli komast í sextán liða úrslit keppninnar. Öll úrslit á mótinu eru á bls. 27. vs@mbl.is Lentu í basli með Sílebúa í fyrsta leiknum á HM Opið virka daga 10.00-18.15, laugardaga 11.00-14.00 | Gnoðarvogi 44, 104 Reykjavík | Sími 588 8686 Nýr stór humar Glæný stórlúða Glæný smálúða Stór humar Túnfiskur Klausturbleikja Humarsúpa

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.