Morgunblaðið - 23.07.2019, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.07.2019, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 2019 Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is ,,Háin sem er seinni vöxtur grass- ins sprettur vel en það var svolítill kyrkingur í grasinu í vor vegna þurrka. Það er heilmikil spretta á seinni slættinum og mér sýnist allt líta mjög vel út þar sem ég fer um,“ segir Jóna Þórunn Ragn- arsdóttir, ráðunautur hjá Rann- sóknarmiðstöð landbúnaðarins, RML, og bóndi á Bitrustöðum á Skeiðum á Suðurlandi. Jóna Þór- unn segir bændur byrjaða á seinni slætti og það mætti svo sem stytta upp svo hægt verði slá og þurrka hána betur. Jóna Þórunn segir að 18-20 stiga hiti hafi verið á hverj- um degi og rekja, þannig að grasið hafi þotið upp. Hún segir að bænd- ur vonist til þess að sleppa við þriðja slátt. Það fari illa með túnin ef hreinsað sé seint af þeim. Þá fari þau mjög snögg undir veturinn og séu ekki búin að safna sér forða aftur í rótina til að lifa veturinn af. Það sé heldur ekki gott að skilja eftir mjög mikið á túnunum, það komi fram beint í fyrsta slætti á næsta ári, með sinu og þess háttar. Guðrún Sigríður Tryggvadóttir, formaður Bændasamtaka Íslands og bóndi í Svartárkoti í Bárðardal í S-Þingeyjarsýslu, segir slátt hafa gengið mismunandi eftir land- svæðum. Sumarið hafi verið kafla- skipt. Á Norðausturlandi hafi verið frekar blautt á meðan rigningar- leysi hamli sprettu í öðrum lands- hlutum. Guðrún segir að bændur í Skagafirði séu á fullu í slætti. Björn Birkisson, formaður Bún- aðarsambands Vestfjarða, segir slátt hafa gengið ágætlega en spretta hafi verið léleg vegna þurrka. ,,Mér heyrist á bændum að all- flestir séu búnir með fyrsta slátt og það hafi gengið vel,“ segir Björn sem telur bændur eiga nægar fyrn- ingar, þ.e.a.s. hey frá fyrra ári. Guðfinna Árnadóttir, ráðunautur á Egilsstöðum, segir að fyrir aust- an sé búin að vera rigning, þoka og súld. Fanney Lárusdóttir, ráðu- nautur á Kirkjubæjarklaustri, seg- ir að þar sé beðið eftir því að slá seinni slátt en fyrri sláttur í júní hafi gengið ágætlega. Sigurgeir Hreinsson, framkvæmdastjóri Bún- aðarsambands Eyjafjarðar, segir magn í fyrra slætti minna vegna þurrka en vonast hafi verið til og nú þegar sprettan sé næg í seinni slætti vanti smá þurrkatíð. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Blíða Bændur við Hrútafjörð nýta góða veðrið og slá þegar færi gefst. Spretta er víða næg fyrir annan slátt. Víða góð spretta en beðið eftir þurrki til að heyja  Háin sprettur vel en kyrkingur var í grasinu í vor  Flestir bændur bíða veðurs fyrir seinni slátt sumarsins Guðni Einarsson gudni@mbl.is Fremur en að söfn ásælist kirkjugripi til að tryggja varðveislu þeirra ættu ráðamenn að beita sér fyrir því að kirkjan fái þá fjármuni sem henni ber. Þannig geti hún bætt eld- og þjófavarnir í kirkjum til að tryggja öryggi þeirra og dýrmætra kirkjugripa sem þar eiga heima. Þetta sagði Óskar Magnússon, formaður Breiðabólstaðarsóknar í Fljótshlíð. Tilefnið var grein Þórs Magnússonar, fyrrverandi þjóðminjavarðar, í Morg- unblaðinu 16. júlí. Þar sagði hann að bruninn mikli í Notre Dame í París hefði vakið menn til umhugsunar um hvernig brunavörnum og öryggi kirkna væri hátt- að hér á landi. Í kirkjunum væru mikil dýr- mæti varðveitt. Ekki væri alls staðar hugað nógu vel að varðveislu þessa hluta þjóðararfs- ins. Hætt væri við að margir gripir gætu verið í hættu og lent í greipum þeirra sem vildu komast yfir þá í hagnaðarskyni. Óskar sagði að ekki hefði verið mikil um- ræða um kirkjugripi og varðveislu þeirra inn- an kirkjunnar. „Við höfum stundum rætt það hvort kirkjur eigi almennt að vera læstar eða opnar og við hvaða aðstæður þær ættu þá að vera opnar.“ Hann taldi að það væri nokkuð ríkt í sóknum landsins að vilja halda sínum gripum. Á því hefði borið um langt árabil að safnamenn og söfn hefðu ásælst kirkjugripi og viljað hafa þá í sinni vörslu. „Við teljum þetta vera hluta af okkar kirkju og okkar söfnuði. Við erum því al- mennt mótfallin að afhenda kirkjugripi. Breiðabólstaðarkirkja sá á eftir merkilegum gripum í Þjóðminjasafnið án þess að veitt væri formlegt samþykki fyrir því á sínum tíma. Þetta gerðist í tíð Matthíasar Þórðarsonar þjóðminjavarðar og því orðið langt síðan. Við erum á varðbergi gagnvart allri safna- umhyggju og þurfum ekkert sérstaklega á henni að halda,“ sagði Óskar. Gripirnir sem um ræðir eru danskar lágmyndir úr marmara sem voru á minningarmerki um Tómas Sæmunds- son í Breiðabólstaðarkirkjugarði. Í staðinn fékk kirkjan messingplötur sem úr lak spansk- græna og eyðilagði þennan merka stein. „Við höfum spurst fyrir um lágmyndirnar og þær ekki fundist. Líklega eru þær fundnar nú en þær hafa ekki verið til sýnis,“ sagði Óskar. Einn mesti dýrgripur landsins Mikil verðmæti, tilfinningaleg og efnisleg, eru fólgin í mörgum kirkjugripum. „Það er alltaf hægt að halda því fram að það megi varðveita betur og það má sjálfsagt gera líka á Þjóðminjasafninu, á öðrum söfnum eða í Notre Dame, svo maður nefni eitthvað nýlegt,“ sagði Óskar. Hann kvaðst ekki vita hvort sveitakirkjur væru verr settar en aðrar kirkjur. Þær stæðu oft heima í hlaði þar sem presturinn byggi og gott eftirlit væri með þeim. Sums staðar eru sveitakirkjur læstar en annars staðar opnar. Óskar sagði að Breiðabólstaðarkirkja ætti einn mesta kirkjudýrgrip landsins. Það er kal- eikur frá 13. öld gerður með sérstöku hand- verki. „Hann er að sjálfsögðu tryggilega varð- veittur. Við viljum ekki láta hann í safn vegna þess að þetta er einn mesti helgigripur sem kirkjan okkar á. Allir sem fermst hafa í Breiðabólstaðarkirkju í árhundruð hafa bergt á víni úr þessum bikar,“ sagði Óskar. „Auðvit- að skynjum við þá ábyrgð sem á okkur hvílir en við viljum ekki láta kaleikinn frá okkur.“ Talið er að lækningamáttur fylgi bikarnum fyrir konur sem gengur illa að verða barnshaf- andi. Þær hafa fengið að bergja á víni úr hon- um. Kaleikurinn er nú í láni á sýningu í Þjóð- minjasafninu í tilefni af útgáfu síðustu binda ritraðarinnar Kirkjur Íslands. Um lánið var gerður strangur samningur og tryggt í bak og fyrir að Breiðabólstaðarkirkja fengi kaleikinn sinn til baka. Óskar sagði að ásælni safna væri ekki bund- in við Ísland. British Museum reyndi fyrir mörgum árum að fá kaleikinn til varðveislu og bauðst til að láta gera nákvæma eftirlíkingu af honum til að hafa í kirkjunni. Þessu var að sjálfsögðu hafnað. Hann benti á að sóknirnar væru sjálfstæðar einingar. Þjóðkirkjan gæti ekki afsalað einu né neinu fyrir hönd sóknarkirkna. Hver sókn héldi utan um sitt og sinnti sínu. Haldnar væru nákvæmar skrár um kirkjumuni og við vísi- tasíur væri farið yfir þær með biskupi í heim- sókn hans. Hafa ásælst dýrmæta kirkjugripi  Sóknarnefndarformaður vill að kirkjum sé gert kleift að verja eigur sínar með nútíma vörnum Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Breiðabólstaðarkirkja Á kaleik frá 13. öld. Óskar Magnússon Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Algengt er að lögreglustjórar véfengi starfshæfnivottorð starfsmanna sem snúa aftur vegna veikinda og fái trún- aðarlækna til að endurmeta starfs- hæfni þeirra. Þetta segir Snorri Magnússon, for- maður Lands- sambands lög- reglumanna. Hann segir að fjöldi mála af þessu tagi lendi á borði Landssam- bands lögreglu- manna og kveðst oft þurfa að berj- ast fyrir endur- komu manna í vinnu eftir veikindi vegna þess að lögreglustjórar hafi verið að draga í efa starfsvottorð sem gefin eru út af læknum. Hann stað- festir að eitt slíkt mál sé í vinnslu hjá lögfræðingum Landssambands lög- reglumanna eins og er. Að sögn Snorra þurfa ríkisstarfs- menn sem hafa verið frá starfi vegna veikinda í ákveðinn tíma að sanna starfshæfni sína með vottorði frá lækni en forstöðumaður hefur rétt á að kalla eftir áliti trúnaðarlæknis sem komist oft að annarri niðurstöðu en sérfræðilæknir. Það mál sem nú er í vinnslu hjá lögfræðingum landssambandsins varðar lögreglumann sem leitaði réttar síns vegna slíkrar niðurstöðu. Hafði maðurinn verið frá starfi vegna slyss sem hann varð fyrir við lög- reglustörf. Snorri segir enn nöturlegra að stjórnendur skuli grípa til svona ráða í slíkum tilvikum. Hann staðfestir að landssambandið hafi mörgum sinn- um þurft að láta kalla til dómkvaddan matsmann, þriðja lækninn, til að yf- irfara gögn í málum sem slíkum og lítur á þetta sem vandamál. Hann segist þó vera bjartsýnn varðandi fyrrnefnt mál og staðfestir að landssambandið hafi unnið öll mál af þessu tagi hingað til. Algengt að vott- orð séu véfengd  Þurfa að leita réttar síns eftir veikindi Snorri Magnússon PON Pétur O. Nikulásson ehf. Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is skotbómulyftara AG línan frá Manitou býður meðal annars upp á nýtt ökumannshús með góðu aðgengi og útsýni. HANNAÐUR TIL AÐ VINNA VERKIN NÝ KYNSLÓÐ • DSB stjórntakkar • JSM stýripinni í fjaðrandi armi • Stýrð stjórnun og hraði á öllum glussahreyfingum • Virk dempun á bómu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.