Morgunblaðið - 23.07.2019, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 2019
Smáauglýsingar
Bækur
Hefur þú áhuga á Strandasýslu?
Vissir þú að Guðlaugur Gíslason frá
Steinstúni hefur samið fjórar bækur
þar sem sögusviðið er einkum úr
Árneshreppi?
Vestfirska forlagið
jons@snerpa.is
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Námskeið
Námskeið í Reiki Heilun
Lærðu Reiki fyrir sjálfan þig.
Reiki iðkun stuðlar að andlegri
og líkamlegri vellíðan ásamt
almennu jafnvægi í lífinu,
viðurkennt sem hluti heilbrigðis-
þjónustu erlendis.
Hólmfríður
reiki@simnet.is/spamidill.is
8673647
Bókhald
NP Þjónusta
Sé um liðveislu við
bókhaldslausnir o.fl.
Hafið samband í síma
831-8682.
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð-
viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
660 0230 og 561 1122.
Veiði
Sumarið er tíminn
S. 555 6090 • heimavik.is
Tveir góðir úr nýju netunum
Reynsla • Þekking • Gæði
Heimavík, s. 892 8655
Silunganet • Sjóbleikjunet
Flot og Sökknet
Fyrirdráttarnet
Ofurnet fyrir fiskeldisfélög
Bleikjugildrur
Netin í littlasjó tilbúin
Sendum um land allt
Tjaldvagnar
Fjallatjaldvagn til sölu
Upphækkaður með alvöru fjöðrun.
Upplitaður og snjáður en í góðu lagi.
Fortjald fylgir.
Uppl. í síma 6609970
Húsviðhald
FLÍSALAGNIR - MÚRVERK
FLOTUN - SANDSPARSL
MÁLUN - TRÉVERK
Ásamt öllu almennu viðhaldi
fasteigna
Áratuga reynsla og þekking
skilar fagmennsku og gæðum
Tímavinna eða tilboð
Strúctor
byggingaþjónusta ehf.
S. 893 6994
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar 4 Smíðar, útskurður, pappamódel með leiðb. kl. 9-16.
Opin handavinnustofa kl. 9-12. Opið hús, t.d. spil kl. 13-15. Bridge kl.
12.30. Bónusbíllinn, fer frá Árskógum 6-8 kl. 12.30. Handavinnuhópur
kl. 12-16. Opið fyrir innipútt og 18 holu útipúttvöll. Hádegismatur kl.
11.40-12.50. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Heitt á könnunni, Allir velkomnir.
s: 535 2700.
Boðinn Bridge og Kanasta kl. 13.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffi og blöðin við hringborðið
kl. 8.50. Frjálst í Listasmiðju kl. 9-16. Salatbar kl. 11.30-12.15.
Hádegismatur kl. 11.30. Gáfumannakaffi kl. 14.30. Kosning á nafni á
æfingarsvæðið stendur yfir, komdu og taktu þátt, þitt atkvæði skiptir
máli. Allir velkomnir óháð aldri. Nánari upplýsingar í síma 411 2790.
Félagsmiðstöðin Vitatorgi Tölvu- og snjallsímakennsla kl. 10.30.
Opin handverksstofa alla virka daga. Heitt á könnunni fyrir hádegi.
Hádegismatur frá kl. 11.30-12.30 alla daga vikunnar og kaffi frá kl.
14.30-15.30 alla virka daga. Verið velkomin á Vitatorg. Nánari
upplýsingar í síma 411 9450.
Garðabæ Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Bónusrúta fer frá
Jónshúsi kl. 14.45.
Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 13 handavinna, kl. 13.30 alkort.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, blöðin og
púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45
og hádegismatur kl. 11.30. Bridge í handavinnustofu kl. 13 og eftir-
miðdagskaffi kl. 14.30.
Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, morgunleikfimi kl. 9.45, upples-
tur kl. 11, hádegisverður kl. 11.30, kaffihúsaferð kl. 14, síðdegiskaffi kl.
14.30, tölvu- og snjalltækjakennsla kl. 15.30. Uppl. í s. 411 2760.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10-16. Heitt á
könnunni frá kl. 10-11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá
kl. 11.30–12.15, panta þarf matinn daginn áður. Bókabíllinn kemur kl.
13.15 og Bónusbíllinn kl. 14.40. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl.
14.30–15. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568 2586.
200 mílur
✝ VilhjálmurHannesson
fæddist 11. júlí
1936 í Efstabæ í
Skorradal. Hann
lést á Hrafnistu í
Hafnarfirði 10.
júlí 2019.
Foreldrar hans
voru Hannes Vil-
hjálmsson, bóndi í
Sarpi, f. 17. júní
1903, d. 2. októ-
ber 1971, og Hanna Ingibjörg
Lárusdóttir húsfreyja, f. 28.
maí 1909, d. 24. janúar 1999.
Vilhjálmur var sá fimmti í
röð ellefu systkina. Systkini
hans eru í aldursröð: Ragn-
hildur, f. 1926, Guðrún, f.
1929, d. 2016, Auðbjörg, f.
1930, d. 2011, Helga, f. 1933,
Hanna, f. 1939, Hjördís, f.
1942, Jónas, f. 1945, Lárus, f.
1949, Valborg, f. 1954, og
f. 1994, og Helena, f. 2002,
unnusta Heiðars er Hafdís
Davíðsdóttir, f. 1992. 3) Arn-
dís, f. 8. ágúst 1982, gift
Eggerti Jóni Magnússyni,
dóttir þeirra er Svava, f.
2011.
Fyrstu tvö æviárin átti
Vilhjálmur heima í Efstabæ í
Skorradal, en síðan flutti
fjölskyldan að Sarpi í sömu
sveit. Vilhjálmur ólst upp við
almenn sveitastörf og var í
farskóla í Skorradal.
Vilhjálmur stundaði bú-
skap með foreldrum sínum til
þrítugs og seinna gegndi
hann ýmsum öðrum störfum,
m.a. sem farmaður á milli-
landaskipi, afgreiðslumaður
hjá BYKO, vaktmaður í Olíu-
birgðastöðinni á Miðsandi og
starfsævinni lauk hann hjá
Kópavogsbæ.
Árið 1971 stofnaði Vil-
hjálmur heimili í Kópavogi
ásamt eiginkonu sinni en síð-
ar flutti fjölskyldan í Garða-
bæ.
Útför Vilhjálms fer fram
frá Garðakirkju í Garðabæ í
dag, 23. júlí 2019, kl. 13.
Guðmundur, f.
1956, d. 1961.
Hinn 29. maí
1971 kvæntist Vil-
hjálmur eftirlif-
andi eiginkonu
sinni, Guðmundu
Ólöfu Jónsdóttur,
f. 7. september
1951. Foreldrar
hennar voru Sól-
veig Laufey Eyj-
ólfsdóttir, f. 31.
október 1918, d. 28. nóv-
ember 1989, og Jón Bjarna-
son, f. 29. september 1917, d.
27. desember 1999.
Dætur Vilhjálms og Guð-
mundu eru: 1) Sólveig, f. 1.
október 1971, gift Haraldi
Emilssyni, dóttir þeirra er
Magnea, f. 1997. 2) Hanna, f.
20. júlí 1974, var gift Ara
Kristmundssyni, þau skildu.
Börn þeirra eru Heiðar Örn,
Þau voru þung sporin er ég
gekk út af Hrafnistu daginn
sem þú kvaddir okkur. Það var
sárt að kveðja en minning þín
lifir í hjörtum okkar um
ókomna tíð.
Þú varst börnum mínum góð-
ur afi og mér góður faðir.
Það var erfitt að sjá hvernig
sjúkdómurinn fór með líkama
þinn en alltaf var þó hugsunin
skýr og gátum við spjallað sam-
an um hinu ýmsu málefni.
Það eru margar minningarn-
ar sem rifjast upp þegar komið
er að kveðjustund, allar ferð-
irnar í hesthúsið, útreiðar-
túrarnir og þær stundir sem við
áttum saman, minningar sem
ekki verða teknar frá okkur.
Takk fyrir allt sem þú gerðir
fyrir okkur.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Ég kveð þig hér elsku pabbi
og þakka þér fyrir samfylgdina.
Þín dóttir,
Hanna.
Tengdafaðir minn, Vilhjálm-
ur Hannesson, er látinn.
Ég kynntist Villa fyrst vorið
2006, þegar hann var rétt tæp-
lega sjötugur. Hann var þá ný-
lega hættur að vinna, en sat
aldrei auðum höndum. Hann fór
á fætur og viðraði hundinn fyrir
allar aldir, og þegar flestir voru
á leið í vinnu voru þeir að koma
inn eftir góðan göngutúr. Hann
og hundurinn voru miklir fé-
lagar, og nutu báðir góðs af.
Hestamennskan átti jafnframt
hug hans allan og hann sinnti
hrossunum af natni, eins og
reyndar öllum skepnum.
Það var honum því mikil
raun þegar hann greindist með
Lewy body-sjúkdóminn árið
2012. Missti hann upp úr því
smátt og smátt allan mátt og
hreyfigetu, og þurfti sífellt
meiri aðstoð við daglegar at-
hafnir. Hann var þó skýr og
hafði gott minni, alveg fram á
síðustu daga var hægt að gleðja
hann með sögum af uppátækj-
um hundsins á heimilinu.
Villi var trygglyndur og þó
hann væri nægjusamur var
hann örlátur þegar þess þurfti.
Hann var ósérhlífinn og stund-
vís og alltaf tilbúinn að hjálpa
til, féll honum sjaldan verk úr
hendi. Hann var fróður, víðles-
inn og vel að sér um landsins
gagn og nauðsynjar. Hann hafði
litríkt orðfæri, var skemmtileg-
ur viðræðu og kunni ýmsan
kveðskap utanbókar.
Hann hafði dálæti á skáld-
skap Davíðs Stefánssonar, sér í
lagi ljóðinu „Kirkja finnst hér
engin“, um afdalaklerkinn sem
kom sóknarbörnum sínum heil-
um í gegnum aftakavetur með
því að fórna til þess eigin búi og
rífa kirkjuna á staðnum í eldivið
fyrir sóknarbörnin.
Síðustu árin dvaldi Villi á
Hrafnistu í Hafnarfirði, þar
sem hann þurfti mikla umönnun
vegna veikinda sinna. Heilsu
hans hrakaði hratt, og ég hugsa
að hann hafi verið hvíldinni feg-
inn þegar yfir lauk.
Ég trúarveikur tók til minna ráða.
Með talandi verkum hvatti ég til
dáða.
Ég gekk til þeirra, er gátu heyi
fargað,
og gat á þann hátt mörgum skepn-
um bjargað.
Sjálfur lét ég mikið hey af hendi.
Hungruðu fólki matbjörg nokkra
sendi.
Mitt guðsorð var að miðla feng og
forða
til fólks, sem annars væri hungur-
morða.
Einn spaðbiti var máttugri en messa.
Ég mælti í fólkið kjark, en hætti að
blessa.
Kúgildin öll ég kotungunum sendi.
Mín köllun var að láta allt af hendi.
Þau urðu forlög fáka minna og sauða
að frelsa börn með sínum eigin
dauða.
Af gaddinum hefði getað hlotist
verra.
Ég gaf það, sem ég átti – og meira,
herra.
(Davíð Stefánsson frá Fagraskógi)
Eggert Jón Magnússon.
Elsku afi.
Það er komið að kveðjustund.
Tími þinn hér með okkur er
kominn á enda en minning þín
lifir í hjarta okkar til endaloka.
Ég þakka þér fyrir allar sam-
verustundir okkar. Ég gleymi
því seint þegar við fórum í trjá-
ræktina til Birgis og traktorn-
um þar, en þá sá ég þig fyrst
keyra. Mér þótti það merkilegt
og var ég þá einungis unglings-
drengur.
Við spiluðum stöku sinnum,
en helst af öllu gaf nærvera þín
mér hugarró í heimi sem sífellt
hraðast. Ég veit að þú ert kom-
inn á góðan stað núna, laus
undan veikindunum og með
Stubb hjá þér, sólin skín og
kjötsúpa á hverju horni með
feitum bitum.
Elsku afi minn, mín helsta og
dýrmætasta minning er tann-
lausa bros þitt sem hlýjar mér
um hjartaræturnar. Við sjáumst
síðar vinur minn, þegar minn
tími kemur.
Bros þitt veitir mér hlýju.
Þinn blessaður,
Heiðar Örn.
Við hjónin kynntumst Villa
þegar við byrjuðum með hesta í
Gusti í Kópavogi þar sem við
vorum nágrannar í Faxaholtinu.
Fljótlega byrjaði vinskapur með
hjálpsemi í kringum hestana,
járningar, góð ráð og fleira.
Villi var góður járningamað-
ur. Á sjötíu og eins árs afmæl-
isdegi sínum hjálpaði hann okk-
ur að járna fjóra hesta og á
meðan sagði hann okkur alls-
konar sögur frá hestaferðinni
sem hann fór í inn í Land-
mannalaugar árinu áður en þar
var skálað í kampavíni í tilefni
sjötugsafmælisdagsins.
Það var gaman að ferðast
með Villa, hann var fróður um
sveitir og bæi sem farið var
fram hjá og gat sagt margar
sögur frá þessum stöðum. Við
urðum samferða úr Gusti inn í
Sörla þar sem margur reiðtúr-
inn var farinn um frábært
svæði. Veikindi tóku Villa alltof
snemma úr umferð frá hesta-
mennskunni, við minnumst hans
sem hjálplegs og trausts vinar.
Við vottum Guðmundu og
fjölskyldu okkar dýpstu samúð.
Sigurbjörn Arnar
(Addi) og Helga.
Vilhjálmur Hannesson frá
Sarpi í Skorradal flutti á mölina
á besta aldri en var áfram
hreinræktaður sveitamaður.
Hann og faðir okkar, Svein-
björn Jóhannesson, Bangsi á
Heiðarbæ, þekktust eitthvað
sem ungir menn en þegar báðir
voru komnir á miðjan aldur tók-
ust með þeim meiri kynni. Villi
var þá að vinna í BYKO og
pabbi átti stundum þangað er-
indi. Haustið 1979 hafði pabbi
farið með okkur systkinin að
Syðri-Brú í Grímsnesi þar sem
við völdum okkur hvert sitt fol-
aldið. Sú villtasta úr þeim hópi
hét Þruma og hana átti Helga.
Sem trippi hafði Þruma meðal
annars unnið sér það til frægð-
ar að svífa yfir bæjarlækinn og
eina girðingu í leiðinni. Fæst
benti til þess að hún yrði auð-
tamin. Henni var komið í tamn-
ingu til Villa og varð fljótt þæg-
asta hrossið á bænum.
Þegar Villi fór að vinna sem
vaktmaður í Olíubirgðastöðinni
í Hvalfirði átti hann góð frí á
milli vakta og þeir pabbi fundu
fljótt sameiginlegan flöt á að
láta þann tíma líða. Villi kom
oft í Heiðarbæ og vann með
pabba við ýmislegt, ekki síst
það er tengdist fénu. Hann
smalaði með okkur á haustin, ef
ekki á Þrumu þá á Hornfirðingi
er Funi hét og var ekki allra.
Grá meri af skosku kyni var svo
gjarnan tekin aðeins til kost-
anna í lok smalamennsku.
Mögulega hefur hún slegið tóf-
una sem Villi kom með heim á
hnakknefinu úr einni smala-
mennskunni, að minnsta kosti
var hann vopnlaus að öðru leyti
og ekki varð hún sjálfdauð.
Eitt af því sem einkenndi
samskipti Villa við skepnur var
að hann spjallaði talsvert við
þær, og þurfti ekki stór tilefni
til. Einhverju sinni voru þeir
Villi og hundurinn Lappi að
horfa á fréttirnar og síminn
hringdi. Þá sagði Villi: „Jæja
Lappi minn, þá hringir síminn.“
Margt fé þurfti að sækja í
nærsveitir og þar var Villi betri
en enginn, marka- og fjárglögg-
ur og lipur við fé. Eitt sinn
hafði Nesjabóndinn af alkunnri
gjafmildi fært föður okkar
ýmsa gosdrykki, framleidda af
Sól hf., er höfðu sumir tor-
kennileg nöfn. Þótt þessir
drykkir nytu ekki allir alþýðu-
hylli þótti þeim félögum sjálf-
sagt að nýta þá sér til svölunar
við fjárragið. Þegar þeir voru
nýlagðir af stað í eina ferðina í
Grafninginn varð þeim á að lesa
á miðann utan á einni flöskunni.
Þar stóð Rafgeymasýra. Þeim
leist ekki á blikuna, stöðvuðu
farartækið, hlupu beint niður í
Þingvallavatn og supu drjúgum
á þeim hreina og líknandi drykk
sem þar er að finna. Héldu svo
áfram för og vonuðu það besta.
Komu alheilir heim og höfðu
með tímanum mjög gaman af
öllu saman, enda höfðu báðir
lag á að taka sjálfa sig ekki of
hátíðlega.
Fjölskylda Villa er samhent
og dugleg og höfum við á Heið-
arbæ oft fengið að njóta þess.
Hanna var hér vinnukona eitt
sumarið og Arndís lét líka ung
til sín taka undir handleiðslu
föður síns. Sömuleiðis hefur
Sólveig og fjölskylda margoft
tekið til hendinni í kjúklinga-
húsinu. Þær systurnar og
Munda, ástin og kletturinn í lífi
Villa, hafa misst mikið en eftir
standa minningarnar um gegn-
heilan og góðan eiginmann og
föður. Við vottum fjölskyldunni
allri okkar innilegustu samúð
og þökkum Villa samfylgdina.
Margrét, Jóhannes,
Helga og Kolbeinn, börn
Sveinbjörns og Steinunnar
á Heiðarbæ.
Við Vilhjálmur vorum settir
sem fóðurgæslumenn í hest-
húsahverfi Gusts í Kópavogi
fyrir yfir 30 árum. Það varð að
ævarandi vináttu okkar sem
ekki bar skugga á síðan, og
varð ástæða þess að við fórum
saman í hestaferð austur í Bisk-
upstungur fyrir um 20 árum.
Ég ætla að rifja upp helstu
minnisatriði ferðarinnar. Við
lögðum af stað frá Völlum undir
Esjunni til Þingvalla, heilsuðum
upp á Bangsa (Sveinbjörn) á
Heiðarbæ. Héldum síðan að
skógarhólum og gistum þar.
Daginn eftir var riðið austur á
Hofmannaflöt og síðan út úr
Goðaskarði út á hraunið sem
þar tekur við í svonefndum Ey-
firðingavegi að Hlöðuvöllum.
Þar gistum við í skála 4x4
klúbbsins. Daginn eftir var
haldið austur úr Hellisskarði og
niður Úthlíðarhraun að Úthlíð,
þar tók Björn bóndi rausnar-
lega á móti okkur með góðu vis-
kíi.
Frá Úthlíð héldum við venju-
lega þjóðleið til Reykjavíkur
eftir frábæra ferð í sólskini all-
an tímann.
Ég vil að lokum votta eig-
inkonu Villa og dætrunum
þremur dýpstu samúð okkar
hjóna, við fráfall góðs drengs
sem alltaf gekk heill að öllum
verkum sem hann tók að sér.
Haukur og Guðrún.
Vilhjálmur
Hannesson