Morgunblaðið - 23.07.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.07.2019, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 2019 Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666 ., '*-�-��,�rKu�, KIEL/ - OG FRYSTITJEKI Iðnaðareiningar í miklu úrvali Tókst að afstýra hörmulegu slysi  Snör handtök urðu til þess að togarinn Orlik sökk ekki í Njarðvík  Táningum var bjargað úr skipinu Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Fjórir táningar á aldrinum 13-15 ára voru inni í rússneska togaranum Or- lik í Njarðvíkurhöfn í fyrrinótt þegar litlu munaði að hann sykki, en snör viðbrögð urðu til þess að þeim var komið út úr skipinu. Þá tókst að koma í veg fyrir að skipið sykki. Skipið verður fært úr höfninni á næstu vikum og flutt í Skipasmíða- stöð Njarðvíkur til niðurrifs, en það er í eigu Hringrásar. Togarinn hefur verið við höfnina í um fimm ár og einu sinni áður hefur það hent að koma hefur þurft í veg fyrir að það sykki. Halldór Karl Her- mannsson, hafnarstjóri í Reykjanes- höfn, sagði í samtali við mbl.is í gær- kvöldi að táningarnir hefðu líklegast verið að forvitnast eins og krakka sé oft siður. Hann vildi ekki hugsa til þess ef illa hefði farið. Rétt mat hafnaryfirvalda Snörum handtökum Sigurðar Stefánssonar hjá Köfunarþjónustu Sigurðar er að þakka að skipið sökk ekki í gær að því er fram kom í frétt Víkurfrétta. Fyrirtækið hafði eftirlit með skipinu og þegar aðstæður voru kannaðar um borð í síðustu viku var allt með felldu. Þegar skipið tók að sökkva var kallaður til mannskapur og mengunarvarnabúnaður fenginn frá Faxaflóahöfnum. Dælum var komið fyrir í skipinu og um klukkan tvö í fyrrinótt hóf dælingin að skila árangri. Sigurður hjá köfunarþjónustunni hefur áður þurft að bjarga skipinu, en svipað atvik kom upp fyrir tveim- ur árum. Þá stóð til að rífa skipið, en ekki varð af því. Leyfi til þess fékkst á föstudag að afloknum neyðarfundi með Umhverfisstofnun, en stofnunin þurfti að gefa leyfi til niðurrifs togar- ans í ljósi stærðar hans sem er 1.800 brúttótonn. Halldór Karl sagði í samtali við mbl.is að það hefði reynst ágætis staðfesting á mati hafnaryfirvalda þegar skipið tók að leka. „Við tókum eftir því fyrir um tíu dögum að ryð- göt voru í gömlu sjólínunni og gerð- um strax ráð fyrir að þetta væri ekki eini staðurinn,“ sagði hann. Hefði skipið sokkið hefði orðið talsvert tjón, en kostnaður við að ná sokknu skipi úr höfninni getur hæg- lega náð 200 milljónum króna. Hall- dór vísaði til þess að aðgerðir við að losa sanddæluskipið Perlu úr Reykjavíkurhöfn kostuðu á bilinu 150-200 milljónir króna, en Orlik er þó mun stærra skip. Ljósmynd/Hilmar Bragi Orlik Ljósmyndin er úr safni. Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Íslenskum ríkisborgurum sem búa í Reykjavíkurborg fækkaði um u.þ.b. þúsund á árunum 2016 til 2019, að því er fram kemur í tölum Hagstofu Íslands um mannfjölda á fyrsta árs- fjórðungi þessara ára. Á sama tíma fjölgaði erlendum ríkisborgurum í borginni um u.þ.b. 7.600. Reykjavík er eina sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu þar sem ís- lenskum íbúum fækkaði á þessu ára- bili, en íslenskum ríkisborgurum fjölgaði lítillega í hverju hinna sveit- arfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Fjölgað um 18 þúsund frá 2016 Á landsvísu fjölgaði íslenskum rík- isborgurum um 6.470, úr 306.640 í 313.110 á árunum 2016-2019. Er- lendum ríkisborgurum fjölgaði aftur á móti um 18.010, úr 27.660 í 45.670. Á heildina litið hefur íbúum í Reykjavík fjölgað mest frá árinu 2016, eða um 6.660, en næstmest fjölgun hefur orðið í Kópavogi, um 2.590. Hlutfall erlendra ríkisborgara í borginni árið 2016 var 9,4%, en var fyrr á þessu ári 14,9%. Þannig hefur hlutfall íslenskra ríkisborgara farið úr 90,6% í 85,1%. Þetta er fjölgun sem nemur 5,4 prósentustigum, en á landinu öllu fjölgaði erlendum ríkis- borgurum um 4,5 prósentustig. Hlutfall erlendra ríkisborgara á landinu öllu er 12,7%, en var 8,3% ár- ið 2016. Hlutfallslega búa fæstir er- lendir ríkisborgarar í Garðabæ, 4,5%, en þar á eftir kemur Seltjarn- arnesbær með 7,7%. Í Hafnarfirði, Kópavogi og Mosfellsbæ er þessi tala á bilinu 7,8-11%, flestir erlendir ríkisborgarar búa í Hafnarfirði og fæstir í Mosfellsbæ. Fer fækkandi í Reykjavík  Einungis þar fækkar Íslendingum á höfuðborgarsvæðinu Morgunblaðið/Hari Reykjavík Íbúum borgarinnar hef- ur fjölgað um 6.660 frá árinu 2016. Siðanefnd Al- þingis hefur lokið umfjöllun sinni um Klausturs- málið og sent forsætisnefnd þingsins álits- gerð. Fá þeir sex þingmenn sem málið varðar frest út þessa viku til að bregð- ast við álitinu og mun forsæt- isnefnd líklega ljúka málinu í næstu viku. Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna, stað- festi þetta í samtali við mbl.is í gærkvöldi. Steinunn Þóra er önnur tveggja sérstakra varaforseta Alþingis vegna Klaustursmálsins. Hún og Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, óskuðu á sín- um tíma eftir áliti siðanefndar um hvort gildissvið siðareglna Alþingis ætti við um þær samræður sem teknar voru upp á barnum Klaustri steinsnar frá þinghúsinu. Var það mat meirihluta ráðgefandi siða- nefndar að ummæli og hegðun þingmannanna sex sem náðist á upptöku féllu undir gildissvið siða- reglnanna. Var málinu þá vísað til siðanefndar til efnislegrar umfjöll- unar og er þeirri vinnu nú lokið. Málið snýst um niðrandi ummæli sem þingmenn Flokks fólksins og Miðflokksins létu falla um ýmsa samstarfsmenn sína á umræddum bar 20. nóvember í fyrra. Beðið viðbragða þingmanna Klaustur Staðurinn varð umtalaður.  Siðanefnd hefur lokið Klaustursmálinu Heldur fjölgaði í Grundarfirði í gær þegar þrjú skemmtiferðaskip heimsóttu bæinn. Aldrei áður hafa jafn mörg skemmtiferðaskip komið til Grundarfjarðar á einum og sama deginum. Skipin þrjú eru Sapphire Princess, Star Breeze og Astoria, en samanlagt fluttu þau um 3.780 farþega. Fyrir vikið fylltist bærinn, þar sem íbúafjöldi er tæplega 900 manns, af gestum. Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri sagði í samtali við mbl.is í gær að Sapphire Princess væri stærsta skipið sem kemur til Grundarfjarðar í sumar, en með því komu 3.000 farþegar. Hún sagði að vel hefði gengið að taka á móti farþeg- unum í landi enda hefðu bæjarbúar langa reynslu af því. Fjórfaldur íbúafjöldi heimsótti bæinn Morgunblaðið/Anna Lilja Þórisdóttir Þrjú skemmtiferðaskip lögðust að bryggju í Grundarfirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.