Morgunblaðið - 23.07.2019, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.07.2019, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 2019 Annir Byggingarkranarnir í Reykjavík strita daginn út og inn og húsunum fjölgar. Arnþór Birkisson Í umræðunni um orkupakka þrjú í þinginu í vor kepptist núverandi ríkisstjórn við að koma fram með þá fullyrðingu að orkupakki þrjú skipti litlu sem engu máli fyrir þjóðina í von um að landsmenn myndu bíta á agn- ið. Það gekk ekki, niðurstöður skoðanakannana og umræður í samfélaginu sýndu að þjóðin hafnaði innleiðingu orkupakka þrjú. Það allra nýjasta er að þingmaður Sjálfstæðisflokksins heitir því að ríkisstjórnir fram- tíðarinnar muni setja sæstreng í ráðgefandi þjóðaratkvæða- greiðslu. Hvort niðurstöðunni úr þeirri atkvæðagreiðslu verð- ur framfylgt eða ekki fylgir ekki sögunni, þó eigum við Ís- lendingar að hoppa hæð okkar af hamingju yfir þessari fínu smjörklípu sem á að bæta allt það sem er athugavert við orkupakkann. Þá skipti engu máli hækkandi orkuverð komi hér sæstrengur, eða hvort við verðum þvinguð til að skipta Lands- virkjun upp og hvort við verðum neydd til að virkja meira til þess að geta sent hreina orku úr landi. Í reglugerð nr. 2009/72/EB sem tilheyrir orkupakk- anum koma m.a. fram þau markmið reglugerð- arinnar og í 59. lið stendur eft- irfarandi: „Þróun raunverulegs innri markaðar á sviði raforku, með net sem tengt er um allt Bandalagið, skal vera eitt af helstu markmiðum þessarar til- skipunar og stjórnsýsluleg mál- efni varðandi samtengingar yfir landamæri og svæðisbundna markaði skulu því vera eitt helsta verkefni eftirlits- yfirvalda, í náinni samvinnu við stofnunina eftir því sem við á.“ Nú hefur ríkisstjórnin stund- að hinar ýmsu loftfimleika- kúnstir, með einhliða fyr- irvörum án nokkurs raunverulegs vægis, og núna þjóðaratkvæðagreiðslu um lagn- ingu sæstrengs, en það breytir ekki því að með því að innleiða orkupakkann þá samþykkjum við Íslendingar að vinna að þessum markmiðum sem fram koma í reglugerðunum. Orku- stefna Evrópusambandsins er nefnilega ekkert flókin og kem- ur hún glöggt í ljós við lestur orkupakkans; Markmiðið er að efla innri markað með orku þar sem samtengingar á milli landa gegna lykilhlutverki. Það er því í besta falli skammsýnt að ætla að ganga inn í þetta sam- komulag og sleppa því að tengj- ast Evrópu. Að þessu sögðu vil ég þó fagna því að þingmaður Sjálf- stæðisflokksins leitist við að finna flöt á orkupakka- umræðunni en þá ætlast ég einnig til þess að þessi sami þingmaður kynni sér málið vel og átti sig á því að það er til lít- ils að ætla ríkisstjórnum fram- tíðarinnar að taka ákvörðun. Það verður að ná niðurstöðu núna og fyrsta skrefið í þeirri vegferð er að þjóðin kjósi um hvort orkupakki þrjú verði inn- leiddur eða ekki og næsta skref er að þingheimur virði þá nið- urstöðu sem úr atkvæðagreiðsl- unni kemur. Það er ekki að ástæðulausu að Miðflokkurinn lagði nótt við dag í pontu og gerði sitt ýtrasta til að upplýsa þing og þjóð um innihald pakk- ans. Orkuauðlind okkar Íslend- inga er í húfi og með auknum loftslagsvanda og áhuga á grænni orku eykst bara virði hennar. Orkan á að tilheyra Ís- lendingum, engum öðrum, og okkur þingmönnum ber skylda til að standa vörð um hana og afhenda þjóðinni ákvörð- unarvaldið. Það er enginn ann- ar en þjóðin sem á að taka ákvörðun um þetta mikilvæga mál. »Orkuauðlind okkar Íslendinga er í húfi og með auknum lofts- lagsvanda og áhuga á grænni orku eykst bara virði hennar. Anna Kolbrún Árnadóttir Höfundur er þingmaður Miðflokksins. annakolbrun@althingi.is Virðum þjóðarvilja Eftir Önnu Kol- brúnu Árnadóttur Í fyrri grein fjallaði ég um umhverfismál og notaði þau sem dæmi til að draga fram skaðsemi svokallaðra ímyndarstjórnmála eða sýndarstjórnmála. Því stærra og sýni- legra sem viðfangs- efnið er, þeim mun meiri eru áhrifin. Eitt af stærstu við- fangsefnum samtímans er gríðarmikil fjölgun förufólks. Þróunin hefur haft mikil áhrif á Vesturlöndum og valdið verulegu álagi í mörgum samfélögum. Í máli sem snýst um líf milljóna manna hafa viðbrögðin því miður fyrst og fremst byggst á sýndarpólitík frem- ur en staðreyndum og lausnum. Raunveruleikinn Árið 2015, þegar straumurinn náði nýju hámarki, fór ég í ferð til Mið-Austurlanda til að kynna mér aðstæður af eigin raun. Í Líbanon fór ég í flóttamannabúðir og ræddi við þá sem þar bjuggu og stjórn- endur og starfsfólk á hverjum stað. Í búðum Palestínumanna hitti ég vinveitta menn umkringda vörðum með hríðskotariffla (hersveitir líb- anska hersins neituðu að fara inn í búðirnar en ég fékk fylgd íslenskrar lögreglu). Annars staðar átti ég samtöl við starfsmenn Sameinuðu þjóðanna og hinna ýmsu hjálpar- stofnana. Á Möltu heimsóttum við sameiginlega stjórnstöð flótta- mannahjálpar Evrópuríkja á Mið- jarðarhafssvæðinu og hittum skip- verja Landhelgisgæslunnar sem hafði tekið að sér verkefni á Mið- jarðarhafi. Það var áhugavert að ræða við fólk sem vinnur alla daga að því að leysa málin og mun fróðlegra en að tala við embættis- eða stjórn- málamenn sem skipaðir hafa verið yfirmenn stofnananna eftir pólitísk hrossakaup. Það er tilefni til að skrifa nokkrar greinar um lærdóminn en ég læt þrjú atriði nægja að sinni. 1. Glæpagengi stjórna fólksflutn- ingunum Langflestir sem koma á bátum yf- ir Miðjarðarhafið gera það eftir að hafa keypt far hjá glæpagengjum sem selja hvert sæti dýru verði. Fyrir það fæst eitt björgunarvesti og sæti á ofhlöðnum bát sem oft er ekki haffær. Algengt var að menn þyrftu að greiða sem nemur 10.000 evrum fyrir sætið. Þeir sem koma frá Norður-Afríku greiða fargjaldið með fyrirheiti um að björg- unarskip muni sækja þá rétt utan 12 mílna landhelgi. Hverjum báti fylgir gervi- hnattasími sem hringt skal úr þegar komið er út fyrir landhelgina. Glæpagengin selja í raun far með björgunarskipum og hafa jafnvel samband við þau um hvar eigi að taka á móti fólkinu. 2. Evrópulönd hvetja til hættu- fararinnar Tíðindi af því hvert best sé að leita dreifast hratt á internetinu. Flestir glæpahópanna eru með Fa- cebook-síður sem auglýsa ferðirnar og áfangastaðina. Þegar Evr- ópulönd, einkum Þýskaland og Sví- þjóð, opnuðu landamærin 2015 stór- jókst sala hinna hættulegu ferða til Evrópu. En ef ferðin kostar 10.000 evrur á mann, hvers vegna kaupir fólkið þá ekki bara flugferð beint á áfanga- stað? Það er vegna þess að fólkið fær ekki vegabréfsáritun. Það er „ólög- legir innflytjendur“. Þess í stað standa Evrópulöndin í raun fyrir því brjálæðislega fyrirkomulagi að hvetja fólk til að leita til hættulegra glæpamanna. Þeir fá stórfé fyrir vonina um að þeir standi við fyrir- heit um að fara með karla, konur og börn í lífshættulega för. Fólk sem kemst alla leið getur svo átt von um hæli. Þetta er fjöldatakmörkunin sem Evrópulöndin beita því öllum er ljóst að ef opnað yrði fyrir að fólk kæmi með flugi myndu móttöku- löndin ekki ráða við það. Straum- urinn yrði endalaus og breytingin á samfélögunum yrði strax augljós. Velferðarkerfi Vesturlanda, sem mörg eru þegar gjaldþrota, fengju ekki við neitt ráðið. Í stað þess að leita skynsamlegrar stefnu og veita aðstoð í flótta- mannabúðunum beita Evrópulönd þessari grimmilegu aðferð til að tak- marka fjöldann. Það fellur hins veg- ar ágætlega að sýndarmennskunni. Það að taka á móti fólki eftir svaðil- för hefur mun meira sýndargildi en að afgreiða landvistarleyfi milljóna manna í flugstöðvum. 3. Börn í sérstakri hættu Einu vorum við vöruð við umfram annað. Það var að taka upp sér- stakar reglur um móttöku barna. Þar sem slíkt var gert leiddi það til stórfelldrar aukningar þess að börn væru tekin með í hættuförina eða send ein af stað. Það er líka algengt að þau fari í fylgd glæpamanna sem sérhæfa sig í að flytja börn til landa þar sem þeim er svo ætlað að sækja um hæli fyrir fjölskylduna alla. Það er svo þekkt að börnin skila sér ekki öll á áfangastað, ekki aðeins vegna þeirrar hættu sem bíður þeirra á ferðalaginu heldur einnig vegna þess að andstyggilegir glæpa- hópar þiggja greiðslu frá foreldr- unum en selja svo börn í þrældóm eða annars konar mansal. Bandaríkin Umræða um landamæraeftirlit í Bandaríkjunum er nú mjög sam- bærileg við umræðu um hinn mikla straum förufólks sem leitað hefur til Evrópu undanfarin ár. Nýverið birtu fjölmiðlar um allan heim mynd af manni og barni sem höfðu drukknað við að reyna að komast yfir á í Mexíkó á leið sinni til Bandaríkjanna. Það hefur ekki verið venjan að birta myndir af látnu fólki í fjölmiðlum. Ekki eru birtar myndir af fórnarlömbum morða til að vekja athygli á hættunni sem fylgir glæp- um eða af fórnarlömbum slysa. Myndin var þó líklega birt vegna fordæmisins sem gefið var með birt- ingu skelfilega sorglegrar myndar af dreng sem hafði drukknað við strendur Grikklands. Tilgangurinn var hins vegar sá að hafa áhrif á stjórnmálaumræðu í Bandaríkjunum. Víða var látið að því liggja að harmleikurinn væri af- leiðing stefnu Bandaríkjaforseta. Umræðan var svo sett í samhengi við það sem menn leyfa sér nú að kalla „einangrunarbúðir“ fyrir inn- flytjendur í Bandaríkjunum. Ekkert nýtt Eftirlit með komu fólks á suður- landamærum Bandaríkjanna er hins vegar ekki nýtilkomið. Afstaðan til þess virðist hins vegar fyrst og fremst markast af því hver er bú- settur í Hvíta húsinu hverju sinni. Á meðan Barack Obama átti þar heimili voru að jafnaði 30-40.000 manns í lokuðum innflytjendabúð- um við landamærin. Börn voru færð fremst í röðina þegar kom að brott- vísun fólks. Fleirum var vísað úr landi í tíð Obama en nokkru sinni áður. Þá hentaði hins vegar ekki sýndarstjórnmálamönnum að benda á það. Þótt fólkið á myndinni hafi ekki farist innan landamæra Bandaríkj- anna hefur fjöldi fólks látist við að reyna að fara ólöglega yfir landa- mærin undanfarna áratugi. Árið 1987 dóu að minnsta kosti 87 manns innan landamæranna eftir að hafa farið ólöglega yfir þau. 2012, árið sem Obama var endurkjörinn, voru þeir að minnsta kosti 463. Milli 1998 og 2017 dóu ekki færri en 7.216 manns eftir að hafa farið yfir landa- mærin, án þess að leitast væri við að nota myndir af hinum látnu í pólit- ískum tilgangi. Ekki er vitað hversu margir fórust á leiðinni. Með því að benda á þetta er ég ekki að gagnrýna stjórn Obama. Nú hvetja gagnrýnendur hins vegar til þess að ólöglegir innflytjendur fái full réttindi í Bandaríkjunum. Hvað eru menn raunverulega að segja? Vilja þeir að landamæri landsins verði opnuð fyrir öllum sem þangað vilja koma? Þeir virðast a.m.k. ekki þora að segja það enda ljóst að af- leiðingin yrði óviðráðanlegur straumur fólks frá öllum löndum suður af Bandaríkjunum og víða úr heiminum til landsins. En á meðan það er ekki opinber stefna eru skila- boðin þau að fleiri eigi að leggja í lífshættulega för til að fá þau rétt- indi sem því fylgja að komast alla leið. Áhrifin Hver voru raunveruleg áhrif við- bragðanna við birtingu hinnar hræðilega sorglegu ljósmyndar frá Grikklandi? Ekki þau að heimila fólki að koma með flugi, ekki að bæta aðstæður í flóttamannabúðum heldur þau að hvetja enn fleiri til að leggja í hættuför eins og þá sem kostað hafði þúsundir mannslífa. Ástralir tóku hins vegar upp þá stefnu að stöðva eða snúa við bátum glæpamanna sem reyndu að smygla fólki til landsins. Áhrifin urðu þau að glæpagengin gátu ekki lengur selt fólki slíka hættuför og mun færri létu lífið fyrir vikið. Síðar mun ég fjalla betur um hvaða lausnir reynast best. Það sem þarf á að halda eru sanngjarnar og skýrar reglur sem fylgt er eftir, ekki sýndarmennska sem setur fólk í lífs- hættu. Niðurstaða Í vestrænni stjórnmálaumræðu eru hlutirnir nú orðnir svo öfug- snúnir að þeir sem raunverulega leita lausna, leita leiða til að takast á við stærstu vandamál samtímans með það að markmiði að gera sem mest gagn, eru úthrópaðir fyrir að fylgja ekki sýndarpólitík sem þó er oft til þess fallin að gera illt verra. Hvergi er litið til heildaráhrifa eða langtímaáhrifa. Ekki er leitað raunhæfra lausna. Þess í stað er pólitískri stefnu breytt í trúarbrögð. Svo er lagt blátt bann við því að segja, jafnvel að hugsa, það sem fell- ur ekki að kennisetningunni. Iðu- lega snúast aðgerðir ekki um raun- verulega umhyggju fyrir öðrum heldur sjálfsupphafningu eða til- raunir til að koma höggi á andstæð- inga. Þegar það fer saman að keppnin snýst um að vera betri en aðrir og að hún byggist á pólitískum trúar- brögðum verður þróunin óhjá- kvæmilega sú að samkeppni verður um að vera hreinni í trúnni en hinir. Fyrir vikið versnar ástandið jafnt og þétt. Eðli sýndarstjórnmála Það að fólk sé mótfallið óraunhæf- um markmiðum þýðir ekki að það taki ekki vandamálin alvarlega. Þvert á móti. Alvöru vandamál krefjast alvöru lausna. Á tímum skyndimiðlunar er erfitt að eiga við áhrif sýndarstjórnmála. Rök og lausnir þarfnast yfirlegu. Sýndarstjórnmál eru tafarlaus. Áhrif raunverulegra aðgerða birtast hægt og taka oft langan tíma. Sýndaráhrif birtast strax. Ef við viljum raunverulega hjálpa fólki, ef við viljum raunverulega bjarga jörðinni, þá eru sýndar- stjórnmál ekki leiðin til þess. Við slík verkefni þarf að líta til stað- reynda og raunverulegra lausna. Eftir Sigmund Davíð Gunnlaugsson »Hvergi er litið til heildaráhrifa eða langtímaáhrifa. Ekki er leitað raunhæfra lausna. Þess í stað er pólitískri stefnu breytt í trúar- brögð. Svo er lagt blátt bann við því að segja, jafnvel að hugsa, það sem fellur ekki að kennisetningunni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Höfundur er formaður Miðflokksins. Sýndarmennska í innflytjendamálum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.