Morgunblaðið - 23.07.2019, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 2019
Shriharikota. AFP. | Indverjar skutu á loft
burðarflaug með brautarfar og lendingarfar í
gær og gangi áform þeirra eftir verður Ind-
land fjórða landið til að senda lendingarfar á
yfirborð tunglsins, á eftir Bandaríkjunum,
Sovétríkjunum og Kína.
„Allir Indverjar eru mjög stoltir núna!“
sagði Narendra Modi, forsætisráðherra Ind-
lands, í yfirlýsingu um geimskotið á Twitter.
„Stórmerkileg stund sem verður skráð í ann-
ála stórkostlegrar sögu okkar!“ bætti hann
við. Modi segir að landið sé nú á meðal helstu
„geimvelda heimsins“ og hefur lofað að senda
mannað geimfar á braut um tunglið árið 2022.
Í fyrstu tunglferð Indverja, Chandraya-
an-1, fór ómannað geimfar á braut um fylgi-
hnöttinn fyrir ellefu árum til að leita að
merkjum um vatn.
Önnur tunglferð Indverja, Chandrayaan-2,
hófst í gær klukkan 2.43 að staðartíma (kl.
9.13 að íslenskum) þegar geimflaug var skotið
frá Satish Dhawan-geimvísindastöðinni á eyj-
unni Shriharikota. Ram Nath Kovind, forseti
Indlands, og 7.000 aðrir gestir fylgdust með
geimskotinu ásamt börnum sem veifuðu fána
landsins.
Yfirborð tunglsins rannsakað
Burðarflauginni var skotið á loft með
brautarfar, lendingarfar og geimvagn. Gert er
ráð fyrir því að brautarfarið verði á braut um
tunglið í um ár, taki myndir af yfirborðinu,
leiti að merkjum um vatn og rannsaki loft-
hjúpinn.
Lendingarfarið er nefnt eftir Vikram
Sarabhai, föður geimrannsóknaáætlunar Ind-
verja, og stefnt er að því að það lendi á tungl-
inu í byrjun september. Í farinu er geimvagn
sem nefnist Pragyaan. Honum verður fjar-
stýrt á tunglinu og gert er ráð fyrir því að
hann ljúki rannsóknunum á 14 jarðdögum,
eða u.þ.b. hálfum tungldegi (tímanum sem
það tekur tunglið að snúast um möndul sinn).
Metnaðarfull en tiltölulega ódýr
Kumar Krishen, fyrrverandi vísindamaður
NASA, sagði það lofsvert að indverska geim-
vísindastofnunin skyldi takast á hendur svo
metnaðarfullt verkefni sem Chandrayaan-2
væri. „Við þurfum að hafa í huga að geimferð-
um fylgir áhætta því að margir leiðangrar
hafa mistekist og mörg mannslíf tapast,“
sagði hann.
Undirbúningur tunglferðarinnar kostaði
jafnvirði 17,5 milljarða króna, miklu minna en
sambærilegar geimferðir annarra landa. Til
samanburðar má nefna að allar Apollo-ferðir
NASA kostuðu samtals rúma 100 milljarða
dala, jafnvirði 12.500 milljarða króna, en þá
voru geimfarar sendir til tunglsins á árunum
1969 til 1972.
Heimildir: ISRO, NASA
– kortleggja steindir og svæði við suðurskautið
– rannsaka yfirborðið og lofthjúpinn
Auka þekkingumanna á uppruna og þróun tunglsins:
– staðfesta vísbendingar um ís
Tæknilegt markmið
Markmið vísindarannsóknanna
Lendingarfarið
lækkar flugið
Geimvagninn Pragyan
Sólarknúinn
Á að rannsaka yfirborð suðurpóls tunglsins
Drægi 500 metrar
27 kg
Fyrirhuguð lending á tunglinu:
Í september, 48 dögum
eftir geimskotið
Lendingar-
farið Vikram
1.471 kg
Verður í
notkun í
14 daga
Braut um tunglið
Brautarfar
2.379 kg
Lendingarfar
Burðarflaugin
GSLVMk-III
Er alindversk
Leiðangur Indverja til tunglsins: Chandrayaan-2
NÝJA DELHÍ
Skotið á loft
frá Sriharikota
á Indlandi
„Allir Indverjar eru mjög stoltir núna“
Indverjar skjóta
ómönnuðu geimfari
til tunglsins og ætla
að senda þangað
mannað brautarfar
Keppandi stekkur ofan af 22 metra hárri brú í ána Drin í þorpinu Dol, um
nítján kílómetra frá borginni Gjakova í Kósóvó. Brúin er frá átjándu öld og
vinsæll áfangastaður ferðamanna. Stökk- og dýfingarkeppni var fyrst
haldin á brúnni árið 1954 og hún hefur verið haldin á hverju sumri síðustu
árin eftir hlé á árunum 1999 til 2014.
AFP
Stokkið fram af hárri brú
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Bresk dagblöð segja að minnst sex
ráðherrar og aðstoðarráðherrar búi
sig undir að segja af sér á næstu dög-
um vegna brexitstefnu Boris John-
sons ef hann verður leiðtogi Íhalds-
flokksins og næsti forsætisráðherra
Bretlands.
Póstkosningu um 160.000 skráðra
félaga í Íhaldsflokknum lauk í gær og
úrslitin verða tilkynnt í dag. Kosið var
á milli Johnsons og Jeremy Hunts
utanríkisráðherra og talið var líkleg-
ast að sá fyrrnefndi færi með sigur af
hólmi. Gert er ráð fyrir því að sigur-
vegari leiðtogakjörsins taki við emb-
ætti forsætisráðherra af Theresu
May á morgun.
Philip Hammond fjármálaráðherra
sagði á sunnudag að hann myndi
segja af sér áður en Boris Johnson
yrði forsætisráðherra vegna brexit-
stefnu leiðtogaefnisins. Johnson hef-
ur lofað því að Bretland gangi úr Evr-
ópusambandinu 31. október, jafnvel
þótt ekki náist nýr samningur um út-
gönguna. Hammond og fleiri ráð-
herrar og þingmenn Íhaldsflokksins
eru hins vegar andvígir útgöngu án
samnings, segja að hún myndi hafa
mjög alvarlegar afleiðingar fyrir
efnahag landsins. David Gauke dóms-
málaráðherra hefur einnig sagt að
hann hyggist segja af sér þegar nýr
leiðtogi tekur við. Þá tilkynnti sir Al-
an Duncan aðstoðarutanríkisráð-
herra í gær að hann hefði ákveðið að
segja af sér vegna væntanlegra
breytinga á brexitstefnu ríkisstjórnar
Íhaldsflokksins.
Ríkisstjórnin felld?
Ríkisstjórn Íhaldsflokksins er nú
aðeins með þriggja sæta meirihluta á
þinginu vegna úrsagna þingmanna úr
flokknum. Hammond og fleiri íhalds-
menn á þinginu hafa gefið til kynna að
þeir myndu fella ríkisstjórnina frekar
en að samþykkja útgöngu Bretlands
úr ESB án samnings. Sautján þing-
menn Íhaldsflokksins snerust á sveif
með stjórnarandstöðunni í vikunni
sem leið og samþykktu tillögu um að
hindra að næsti forsætisráðherra
gæti slitið þingi eða sent það heim
tímabundið til að knýja fram útgöngu
án samnings. Talið er þó að erfitt yrði
fyrir þingmennina að hindra útgöngu
án samnings því að eins og staðan er
núna gengur Bretland sjálfkrafa úr
ESB 31. október nema samningur ná-
ist eða ef sambandið samþykkir að
fresta útgöngunni.
2007
20101997
1990
1979
2016
2019
Theresa May
2016-2019
Forsætisráðherrar Bretlands frá 1979
David Cameron
2010-2016
Gordon Brown
2007-2010
Tony Blair
1997-2007
John Major
1990-1997
Margaret Thatcher
1979-1990
Verkamannaflokkurinn
Íhaldsflokkurinn
Ráðherrar í Bret-
landi boða afsögn
Eru andvígir stefnu Boris Johnsons í brexitmálinu
Vill „stöðva brexit“
» Jo Swinson, 39 ára þing-
kona, hefur verið kjörin leið-
togi Frjálslyndra demókrata,
fyrst kvenna.
» Swinson hét því í gær að
gera allt sem í valdi sínu stæði
til að „stöðva brexit“.
AFP
Leiðtogi Swinson fagnar kjörinu.
Donald Trump Bandaríkjaforseti
sagði í gær að ekkert væri hæft í
fullyrðingum embættismanna
klerkastjórnarinnar í Íran um að
leyniþjónustumenn hennar hefðu
leyst upp hóp Írana sem hefðu
njósnað fyrir bandarísku leyni-
þjónustuna CIA. Írönsk yfirvöld
sögðu í gær að alls hefðu sautján
Íranar verið handteknir frá mars
á síðasta ári og nokkrir þeirra
hefðu verið dæmdir til dauða en
aðrir fengið langa fangelsisdóma.
Klerkastjórnin heldur því fram að
mennirnir hafi látið CIA í té upp-
lýsingar sem varði meðal annars
her Írans og
kjarnorkustöðv-
ar landsins.
Trump sagði á
Twitter að þess-
ar fullyrðingar
Írana væru „al-
rangar“, „lygar
og áróður“.
Mikil spenna
hefur verið í
samskiptum
landanna eftir að Trump ákvað
fyrir rúmu ári að draga Bandarík-
in út úr kjarnorkusamningi sex
landa við Íran.
DONALD TRUMP NEITAR FULLYRÐINGUM ÍRANA
Donald
Trump
Segjast hafa leyst upp njósnahóp CIA