Morgunblaðið - 25.07.2019, Qupperneq 1
F I M M T U D A G U R 2 5. J Ú L Í 2 0 1 9
Stofnað 1913 173. tölublað 107. árgangur
Láttu lífið leika við þig í sófa frá Vogue fyrir heimilið.
Komdu og skoðaðu, mikið úrval. Síðumúla 30 - Reykjavík
Hofsbót 4 - Akureyri
NOMA 3 SÆTA
AFAR FORN
KALEIKUR MEÐ
LÆKNINGAMÁTT
END OF SENTENCE
ATVINNUBLAÐ
MORGUN-
BLAÐSINS
KVIKMYND 64 FINNA VINNUBREIÐABÓLSTAÐUR 16
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Um 520 herbergi bætast við hótel-
markaðinn í Reykjavík frá júní til
áramóta. Þá bætist við að minnsta
kosti 51 hótelíbúð á tímabilinu.
Þetta kemur fram í samantekt í
Morgunblaðinu í dag. Staðan var
könnuð hjá fimm nýjum hótelum en í
tveimur tilvikum er verið að fjölga
herbergjum á núverandi hótelum.
Nærri flugvellinum
Þá er áformað að opna 150 her-
bergja Marriott-hótel við Leifsstöð í
haust. Alls eru þetta 670 herbergi.
Verkefnin voru hafin þegar tví-
sýnt varð um WOW air. Eina breyt-
ingin er að ekki verður af samnýt-
ingu tveggja húsa í Skipholti undir
hótel. Að öðru leyti virðast áformin
vera óbreytt í meginatriðum.
Miðað við að hvert hótelherbergi í
miðborginni kosti 25 milljónir í
byggingu hleypur fjárfestingin á 12-
13 milljörðum. Við það bætist kostn-
aður við yfir 50 nýjar hótelíbúðir.
Samkvæmt tölum Hagstofunnar
lækkaði nýtingarhlutfall hótelher-
bergja á landinu í maí úr 58% í 56%
en framboðið jókst um 13%, úr 9.200
herbergjum í 10.500 herbergi.
Sama staða í Kaupmannahöfn
Jóhannes Þór Skúlason, fram-
kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjón-
ustunnar, segist vænta þess að eftir-
spurnin aukist í kjölfar aukins
framboðs á hótelherbergjum. Þar til
jafnvægi næst geti aukin samkeppni
leitt af sér hagstæðara verð á gist-
ingu. Til dæmis sé svipuð staða nú
fyrirséð í ferðaþjónustu í Kaup-
mannahöfn. Flugframboð muni hafa
mikil áhrif á hversu langt þetta tíma-
bil verður á Íslandi.
Fjöldi nýrra hótela
að koma í notkun
Um 670 hótelherbergi bætast við á markaðinn á hálfu ári
Ný veitingahús
» Á næstum vikum verða veit-
ingahúsin Lóa og Stökk opnuð
við nýtt CenterHótel á Lauga-
vegi 95-99 við Snorrabraut.
» Áformað er að opna fleiri
veitingahús á nýju hótelunum
sem eru að koma á markað.
MFjöldi nýrra hótela … »6
„Seðlabanki Íslands stendur vel
og ég tek við mjög góðu búi hvað
varðar efnahagsstjórnina og al-
menna stöðu þjóðarbúsins,“ sagði
dr. Ásgeir Jónsson hagfræðingur,
sem forsætisráðherra skipaði í gær
í stöðu seðlabankastjóra til fimm
ára. Skipunin tekur gildi 20. ágúst.
Embætti seðlabankastjóra var
auglýst 20. febrúar sl. Sextán um-
sóknir bárust og drógu þrír um-
sóknirnar til baka. Umsækjendur
voru því 13, ellefu karlar og tvær
konur. Hæfnisnefnd mat þá Arnór
Sighvatsson, Ásgeir Jónsson, Gylfa
Magnússon og Jón Daníelsson mjög
vel hæfa til að gegna embættinu.
Forsætisráðherra boðaði níu um-
sækjendur í viðtöl. »36
Morgunblaðið/Hari
Seðlabankastjóri Tekur við 20. ágúst.
Dr. Ásgeir Jónsson
seðlabankastjóri
Nokkur reynsla er nú komin af dróna frá
Siglingaöryggisstofnun Evrópu sem Land-
helgisgæsla Íslands (LHG) hefur notað um
mengun. Hann hefur einnig nýst til að fylgj-
ast með brottkasti og hvar menn hafa verið
að veiðum. »10
prófunar og eftirlits. Dróninn hefur m.a. ver-
ið notaður til að fylgjast með umferð á mið-
unum og til að taka myndir af hugsanlegri
skeið til eftirlits úti fyrir Austurlandi. Georg
Lárusson, forstjóri LHG, sagði að stofnunin
hefði unnið að því að fá drónann hingað til
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Mannlaus dróni hefur auga með fiskimiðunum
Svo getur farið
að Icelandair
Group verði ekki
til í þeirri mynd
sem við þekkjum
fyrirtækið nú ef
ekki tekst að
auka framlegð á
vettvangi fyrir-
tækisins. Þetta
segir Jón Karl
Ólafsson, fyrr-
verandi forstjóri fyrirtækisins og
núverandi stjórnarformaður
TravelCo, í samtali sem birt hefur
verið í Viðskiptapúlsinum, hlað-
varpi ViðskiptaMoggans.
Hann segir að laun flugstéttanna
séu í raun ekki of há en að Ice-
landair sé í þeirri stöðu, sökum
þeirra kjarasamninga sem félagið
er bundið af, að flugmenn og flug-
freyjur skili of fáum vinnustundum
miðað við keppinauta fyrirtækisins
erlendis.
Segist hann trúa því að forsvars-
menn fyrirtækisins rói nú öllum ár-
um að því að ná fram breytingum á
samningunum enda sé það ekki að-
eins fyrirtækinu heldur viðsemj-
endum þess einnig fyrir bestu.
Auka þarf framlegð
hjá Icelandair Group
Jón Karl
Ólafsson