Morgunblaðið - 25.07.2019, Síða 2

Morgunblaðið - 25.07.2019, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2019 Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. 595 1000 Krít Porto Platanias Village aaaa Frá kr. 159.9958. ágúst í 11 nætur Frá kr. 189.995 Frábært hótel fyrir fjölskyldur og pör Flug frá kr. 79.900 Sæti báðar leiðirmeð tösku og handfarangri Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Það gengur vel. Við erum búnir að taka á móti sex þúsund tonnum af makríl á þremur vikum og erum að frysta á Japansmarkað núna. Það reiknaði enginn með að við gætum fryst á Japan í júlímánuði,“ sagði Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvar- innar í Vestmannaeyjum (VSV). Vel hefur viðrað til veiða sunnan við Eyjar þar sem skipin hafa aðal- lega verið að og makríllinn verið vænn. Þrjú skip leggja upp hjá VSV. Þau eru Ísleifur VE, Kap VE og Huginn VE. Allur aflinn er unninn og frystur í landi. Sigurgeir kveðst vera bærilega bjartsýnn á markaðshorfur varðandi makrílafurðir. Þá hafi gengi krón- unnar verið hagstæðara útflutningi en það var í fyrra, þótt krónan hafi styrkst aðeins í gær. Makrílvinnsla hófst hjá Síldar- vinnslunni í Neskaupstað (SVN) á laugardag en þá kom Margrét EA með fyrsta farm vertíðarinnar, 840 tonn. Alls er búið að taka á móti tæp- lega 3.000 tonnum til vinnslu af fjór- um skipum síðan vertíðin hófst. Gunnþór Ingvason, framkvæmda- stjóri SVN, sagði að veiðarnar gengju ágætlega. Skipin hafa verið austur í Rósagarði og víðar á miðum fyrir austan og einhver við Eyjar. Bræla hafði aðeins tafið frá veiðum. Makríllinn hefur að mestu verið stór og vel haldinn. Reynt er að heilfrysta sem mest hjá SVN. Gunnþór segir að sala sé ekki haf- in en menn séu þokkalega bjartsýnir varðandi markaði. Auk skipa sem lönduðu makríl til vinnslu landaði Hákon EA 650 tonnum af frystum makríl hjá SVN í vikunni. Vel gengur við makrílveið- arnar og útlitið þykir gott  Frysta á Japansmarkað í Eyjum  Makríllinn vel haldinn Morgunblaðið/Árni Sæberg Makríll Það lifnar yfir í sjávarpláss- unum þegar makrílvertíðin hefst. Skálar eitt og tvö í álverinu í Straumsvík eru í gjörgæslu, náið er fylgst með þeim og er öryggi starfsmanna í fyrirrúmi, segir Reinhold Richter, aðaltrún- aðarmaður starfsmanna, í samtali við mbl.is um fund yfir- stjórnar með starfsmönnum álvers- ins í gær þar sem farið var yfir stöðu mála í kjölfar hættuástands sem skapaðist í kerskála þrjú á sunnu- dag. Reinhold kveðst sáttur við við- brögð yfirstjórnar álversins. „Það er líka nýtt súrál sem er betra og byrjað að blanda saman við þetta súrál sem olli þessum vand- kvæðum. Þannig að þetta horfir allt til betri vegar. […] Það sem ég veit að er í gangi núna er að ker sem eru í gjörgæslu – út af því að þau eru lé- leg eða veik – þau verða tekin út úr rekstri ef það myndast óeðlilega mikill hiti í þeim.“ Hann segir öll störf tryggð og að ákveðið hafi verið að stefna að því að endurræsa skála þrjú þegar það er tímabært. Öryggi í fyrirrúmi í Straumsvík Ál Tveir kerskálar í „gjörgæslu“.  Starfsfólki var kynnt staða mála Á meðan þreyttir ferðalangar settust niður á Rauðasandi og nutu kvöldsólarinnar á dögunum var ungur drengur í hópnum, Sindri Hrafn Steinarsson, hugfanginn af flygildinu sem sveif um loftið. Fylgdist hann með hverri hreyfingu og taldi í fyrstu að þarna væri furðufugl á ferð. Flygildin fanga huga unga fólksins Ljósmynd/Ólafur Már Björnsson Snorri Másson Guðni Einarsson Starfsmenn Olíudreifingar ehf. unnu við það í gærkvöld að hreinsa upp skipagasolíu sem rann úr tanki olíu- flutningabíls sem valt á Öxnadals- heiði um hádegisbil í gær. Slysið varð skammt vestan Grjótár. Í bíln- um og tengivagni hans voru 30.000 lítrar og var búið að ná rúmlega 17.000 lítrum í gærkvöld, að sögn Harðar Gunnarssonar, fram- kvæmdastjóra Olíudreifingar. Hann sagði að áfram yrði unnið að því að hreinsa upp olíuna sem fór niður næstu daga. Búið var að koma fyrir búnaði sem safnar olíunni saman. „Aðgerðirnar gengu mjög vel. Mjög fljótt kom mikill mannskapur á vettvang og þetta gekk í raun eins vel og hægt var í þessum aðstæð- um,“ sagði Vigfús Bjarkason, varð- stjóri Slökkviliðs Akureyrar. Þegar Vigfús kom á vettvang var stýrishús olíubílsins illa farið. Bíllinn lá á hliðinni utan vegarins. Ekki þurfti að beita klippum til að ná öku- manninum út úr stýrishúsinu. Hann komst þó ekki þaðan af sjálfsdáðum. Ökumaðurinn var fluttur á Sjúkra- húsið á Akureyri. Ekki fengust upp- lýsingar um líðan hans í gærkvöld. Skipagasolía er dísilolía ögn minna hreinsuð en sú sem sett er á bíla. Lokað var fyrir umferð um Öxna- dalsheiði vegna slyssins og henni beint um Strákagöng, Héðinsfjarð- argöng og Múlagöng á Tröllaskaga. Langar biðraðir mynduðust og stýrðu björgunarsveitarmenn um- ferð um Strákagöng og lögreglu- menn stýrðu við Múlagöng en hvor tveggja jarðgöngin eru einbreið. Umferð var síðan hleypt um Öxna- dalsheiði þegar aðgerðum á vett- vangi var lokið. Olía hreinsuð upp eftir slys í gær  Lokað fyrir umferð um Öxnadalsheiði vegna slyssins  Ökumaðurinn fluttur á sjúkrahús á Akureyri Öxnadalsheiði Ökumaður slasaðist þegar olíubíllinn valt. Um 30.000 lítrar af olíu voru í bílnum. Búið var að ná rúmlega 17.000 lítrum í gærkvöld.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.