Morgunblaðið - 25.07.2019, Síða 4

Morgunblaðið - 25.07.2019, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2019 Komið í verlslanir! 2. HEFTI LESTRARKENNSLUBÆKUR KYNSLÓÐANNA Gískur fjár- festir hefur dregið til baka tilboð sitt í eyjuna Vigur á Ísa- fjarðardjúpi. Þetta herma heim- ildir Morgun- blaðsins en Bæjarins besta fjallaði fyrst um málið. Þar var rætt við Davíð Ólafsson fasteignasala, sem sagði að þar með væri ekki víst að Grikkinn væri hættur við kaup á eyjunni. Þrír hefðu áhuga á henni og könnuðu nú möguleika á fjár- mögnun. Þá sagði í frétt Bæjarins besta að bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefði á fundi undirstrikað vilja til að ríkið keypti Vigur. Fram kemur á fasteignavef Morgunblaðsins að yfir 10 þúsund gestir heimsæki Vigur árlega. Húsakostur sé vel yfir 700 fermetrar og bjóði upp á mikla möguleika og tækifæri í ferðaþjónustu. Vigur seljist í heild sinni, að frátöldu sumarhúsi á eyj- unni. Grískur fjárfestir dregur til baka tilboð sitt í Vigur Nýi Herjólfur hefur siglingar síð- degis í dag. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Vegagerð- inni. Þar segir að fyrsta ferð nýs Herj- ólfs verði frá Vestmannaeyjum klukkan 19.30. Aðstaða í Vest- mannaeyjahöfn hefur verið bætt svo ferjan geti hafið siglingar án þess að tekin sé áhætta með skemmdir á ferjunni. „Aðstaðan í Vestmannaeyjahöfn verður svo bætt enn frekar í haust með uppsetningu enn öflugri „fend- era“ sem eiga ekki bara að tak- marka skemmdir eða aðra löskun á nýju ferjunni heldur munu líka auð- velda stjórnendum skipsins að leggja að og frá. Það gæti því einn- ig stytt þann tíma sem tekur að leggja að. Reiknað er með að það verk verði unnið á haustmánuð- um,“ segir enn fremur í tilkynn- ingu. Nýr Herjólfur hefur siglingar í dag Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Nýr fallturn Húsdýra- og fjölskyldu- garðsins sem tekinn var í notkun síðla síðasta sumars er bilaður og hefur verið lokaður frá því á föstu- dag. Er þetta í annað sinn sem turn- inn bilar í sumar að sögn Sigrúnar Thorlacius, aðstoðarforstöðumanns Húsdýra- og fjölskyldugarðsins. Unnið er að því að komast að því hvað er í ólagi í turninum. Þá hefur „sleggjan“ svonefnda, sem fengin var úr Skemmtigarð- inum í Smáralind sem hefur verið lokað ekki verið gangsett, en unnið er að því að koma henni af stað. Fjórir af átta bílum sem yngri gestir garðsins geta keyrt um bílabraut eru bilaðir og beðið er eftir varahlutum. Bílarnir eru einnig tiltölulega nýir. Flestir gestanna afslappaðir Ekki var hægt að hefja uppsetn- ingu sleggjunnar fyrr en í vor, en steypa þurfti plan undir hana og þá þurfti frost að vera farið úr jörðu. „Sleggjan hefur aldrei farið í gang. Það hefur verið unnið að því að koma henni í gang í allt sumar. Það þarf að uppfylla alls kyns öryggis- atriði áður en hún fer í gang. Bæði þessi tæki eru viðkvæm og með fullt af skynjurum og nemum. Þegar eitt- hvað fer er svolítið flókið að komast að því hvað er að,“ segir Sigrún. Hún bendir á að tækin séu mörg hver framleidd á Ítalíu, séu viðkvæm fyrir hitabreytingum hér á landi og þar að auki mæði mikið á þeim enda hafi veður verið gott í sumar og aðsókn góð. Aðspurð segir hún það von- brigði að fallturninn hafi ekki virkað sem skyldi enda sé um nýtt tæki að ræða. „Þetta er nýtt tæki. Hann var settur upp í fyrrasumar nýr og það eru mikil vonbrigði þegar hann bil- ar,“ segir Sigrún. Fólk sé samt al- mennt séð rólegt og afslappað í garðinum. Aðrir séu þó ekki jafn ánægðir með stöðu mála. Fallturninn nýi hefur bilað tvisvar í sumar  Bíða varahluta í fjóra af átta bílum bílabrautarinnar Morgunblaðið/Hari Fjör Fallturninn er ekki í notkun þessa dagana sökum bilunar. Hann var vígður undir lok síðasta sumars, en hefur bilað tvisvar í sumar. BAKSVIÐ Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Nærri tvöfalt fleiri, á leið á milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals, kjósa að aka Víkurskarð en spár Vegagerð- arinnar gerðu ráð fyrir. Þetta kemur fram á vef Vegagerð- arinnar. Þar er greint frá því að spáin hafi verið gerð áður en verðskrá fyrir Vaðlaheiðargöng var gefin út en í dag kostar ein ferð fyrir fólksbíl 1.500 krónur sem þarf að greiða raf- rænt innan þriggja tíma. Spáðu tólf prósentum Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni spáðu sérfræðingar stofnunarinnar að aðeins um 12% ökumanna myndu fara um Víkur- skarð eftir opnun Vaðlaheiðarganga sem stytta þjóðveg 1 frá Akureyri til Húsavíkur um sextán kílómetra. Það sem af er ári hafa þó 22% ökumanna valið að fara lengri leiðina. Það eru að meðaltali 400 bílar á dag það sem af er ári en sam- kvæmt spánni var aðeins gert ráð fyrir um það bil 250 bílum á dag. Friðleifur Ingi Brynjólfsson, sér- fræðingur hjá Vegagerðinni, segist búast við að þessi tala standi nokkuð stöðug á árinu að öllu óbreyttu. „Nema það verði einhver stór vakning,“ segir Friðleifur. „Ég held að hlutfallið verði það sama þeg- ar árinu lýkur, af því að meiri hluti ársins er nú liðinn og allt er komið fram,“ segir hann. Eins og við er að búast hefur um- ferð aukist yfir sumartímann en í júní og það sem af er júlí hafa 900 bílar að meðaltali farið um Víkur- skarð eða rúmlega 27% af umferð á milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals, samkvæmt upplýsingum Vegagerð- arinnar. „Þetta er miklu hærra en ég hefði haldið þó að allar upplýsingar hefðu legið fyrir,“ segir Friðleifur. Fjöldinn olli vonbrigðum Valgeir Bergmann Magnússon, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðar- ganga, segir í samtali við Morgun- blaðið að það hafi valdið vissum von- brigðum að fleiri hefðu ekki farið hlutfallslega um göngin það sem af er ári. Hann segist þó vera þolinmóður og bendir á að enn sé framkvæmdum ekki lokið í göngunum og nú sé verið að reyna að laga og bæta ýmislegt. Segir hann að næst á dagskrá sé að reyna að greina umferðina og ástæður þess að fólk velur lengri leiðina og finna leiðir til þess að fá fleiri til að nota göngin, sem hann bendir á að sé bæði styttri og örugg- ari leið. Verðið ekki endilega ástæðan „Við vitum ekki enn hvort þetta sé út af því að gjaldið sé svo hátt eða vegna þess að tæknin við að inn- heimta sé svo flókin eða vegna þess að útlendingar eru með stillt á Google Maps þar sem göngin eru ekki enn skráð,“ segir Valgeir. Hann staðfestir að það komi til greina að endurskoða gjaldskrána en býst ekki við að slíkt verði gert á þessu ári. Hann bætir við að verðið sé ekki sá þáttur sem hann telji að hafi mest áhrif og bendir á að þegar göngin hafi verið opnuð í desember sl. hafi aðeins 14% ökutækja farið um göngin þrátt fyrir að gjaldfrjálst hafi verið að aka í gegnum þau. Hann tel- ur að í mörgum tilvikum sé upplýs- ingaskortur ástæðan fyrir því að fólk fer Víkurskarð en einnig kveðst hann vita til þess að há álagning bílaleiga á veggjaldið hafi fælandi áhrif á ferða- menn sem kjósi oft að aka lengri leið- ina til að komast hjá henni. Kveðst hann vita til þess að sumar bílaleigur rukki ferðamenn um 4.500 krónur fyrir að fara í gegnum göng- in. „Við erum ekki að skipta okkur af því hvaða álagningu bílaleigurnar setja en ég hef séð umræður þar sem ferðamenn vara aðra við því að fara göngin af því að bílaleigur rukki svo hátt gjald,“ segir Valgeir. 22% velja Víkurskarð  Nærri tvöfalt fleiri en gert var ráð fyrir kjósa að aka Víkurskarð í stað Vaðla- heiðarganga  Framkvæmdastjóri ganganna leitar ráða til að fjölga ferðum í þau Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Vaðlaheiðargöng Hlutfallslega færri fara um göngin og fleiri um Víkurskarð en spár höfðu gert ráð fyrir. Valgeir Bergmann 12% ökutækja áttu að aka um Víkurskarð samkvæmt spá Vegagerðarinnar 2011 og 2012. 22% ökumanna hafa ekið um Víkurskarð á árinu eða um 400 ökutæki á dag. 27% ökutækja óku um Víkurskarð í júní og það sem af er júlí eða um 900 ökutæki á dag. UMFERÐ UM VÍKURSKARÐ »

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.