Morgunblaðið - 25.07.2019, Side 8

Morgunblaðið - 25.07.2019, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2019 Okkur hættir til að kynda undirspennu og eftirvæntingu vegna atburða eða uppákoma sem eru á döfinni og þykir stundum ómissandi hluti af dæminu. Hver hefur ekki verið í erlendum stórmark- aði þar sem þeir spila Jingle Bells á hæsta strax í októ- ber, og það í löndum sem ljúka jólunum af á dagsparti.    Slíkur uppþembdur útblásturvæntinga er örugglega til þess fallinn að valda fráhvarfs- einkennum hjá börnum, sem trúa því tveimur mánuðum síðar að jólin séu loks komin og enn síður svo horfin samdægurs.    Þannig andrúmsloft var uppi íbandarískri pólitík síðustu vik- ur um boðaða þingyfirheyrslu yfir Robert Mueller saksóknara sem rannsakaði „rússagaldurinn“ í tvö ár með 50 hjálparkokkum.    Demókratar og fjölmiðlar þeirraspiluðu tilheyrandi Jingle Bells frá morgni til kvelds vikum saman.    En í lok aðventu Muellers varengu líkara en að einhver hefði stolið jólunum frá þeim. Mueller hafði fyrir löngu skilað doðranti sem fáir lásu. Og nú átti að búa til bíómynd upp úr honum. Það varð hreint flopp. Ekkert mynd- rænt gerðist og saksóknarinn var ekki meira en svo með á nótunum í yfirheyrslunni, sem enn stendur.    Mueller á glæsilegan feril aðbaki en haft er á orði vestra að demókrötum hafi tekist að hafa hann af honum á lokametrunum. Það var ekki fallega gert. Og ekki ætlunin. Robert Mueller Vond stjórn væntinga STAKSTEINAR Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is Mán.–Fös. 09–17 Glæsilegar danskar innréttingar í öll herbergi heimilisins Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Samstarfsnefnd um sameiningu Borgarfjarðar- hrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar hefur tilkynnt að at- kvæðagreiðsla um sameiningu sveitarfélaganna fari fram hinn 26. október 2019 og verður kosið sama dag í öllum sveitarfélögunum. Fram kemur í tilkynningu í Lögbirtingablaðinu að atkvæðagreiðslan fari fram eftir ákvæðum laga um kosningar til sveitarstjórna eftir því sem við getur átt. Helstu forsendur fyrir sameiningu sveitarfélaganna er að finna á vefnum svaustur- land.is og verða þær kynntar í aðdraganda at- kvæðagreiðslunnar á prentmiðlum, vefmiðlum og á íbúafundum, segir í tilkynningunni. Sameining þessara fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi hefur verið til skoðunar undanfarin misseri. Í skýrslunni Sveitarfélagið Austurland – stöðugreining og forsendur tillögu um sameiningu má finna greiningu og hugmyndir um mögulega framtíðaruppbyggingu sveitarfélagsins, verði sameining samþykkt. Greiningin er m.a. byggð á upplýsingum frá sveitarfélögunum, vinnu starfs- hópa og vinnu á íbúafundum. sisi@mbl.is Kosið um sameiningu í október  Fjögur sveitarfélög á Austurlandi sameinuð? Morgunblaðið/Golli Seyðisfjörður Eitt fjögurra sveitarfélaga á Aust- urlandi sem mögulega verða sameinuð í haust. Smíði tveggja nýrra gámaskipa Eimskips stendur yfir í Kína. Skipin hafa fengið nöfnin Brúarfoss og Dettifoss. Búarfoss verður fyrr afhentur og síðan Dettifoss. Skipstjóri á Brúar- fossi verður Bragi Björgvinsson, sem nú er skipstjóri á Goðafossi. Bragi og áhöfn hans munu sigla skipinu heim til Íslands og er áætl- að að heimferðin taki einn mánuð. Morgunblaðið fékk þær upplýs- ingar í gær hjá Eimskip að smíðin væri í takt við væntingar og af- hending yrði á fjórða ársfjórðungi þessa árs. „Það er ljóst að afhend- ing skipanna hefur eitthvað tafist frá upphaflegum plönum og eru margar ástæður fyrir því eins og gengur og gerist í skipasmíði,“ seg- ir í svari Eimskips. Eimskip undirritaði samning um smíðina við kínversku skipasmíða- stöðvarnar í janúar 2017. Samn- ingsverð hvors skips nemur um 32 milljónum dollara, sem er um 4.000 milljónir íslenskra króna á gengi dagsins í dag. sisi@mbl.is Tekur mánuð að sigla Brúarfossi til Íslands Ljósmynd/Eimskip Nýsmíði Nýju skipin verða stærstu skip íslenska flotans, 26.500 brúttótonn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.