Morgunblaðið - 25.07.2019, Síða 10
SVIÐSLJÓS
Teitur Gissurarson
teitur@mbl.is
Flugvéladróni frá Siglingaöryggis-
stofnun Evrópu af gerðinni Hermes
900 hefur nú í nokkra mánuði verið í
umsjá Landhelgisgæslu Íslands
(LSH) sem hefur notað hann í eftirlit
á Austurlandi. „Þetta er ísraelskt
apparat með fjórtán metra vænghaf
og er um 1,2 tonn að þyngd,“ segir
Georg Kr. Lárusson, forstjóri LSH, í
samtali við Morgunblaðið, spurður
um tryllitækið.
„Hann getur flogið 800 kílómetra
frá stjórnstöð og aftur til baka,“ segir
Georg sem segir
að LSH hafi í um
ár unnið að því að
fá drónann hingað
til lands til próf-
unar og eftirlits.
„Við höfum
notað þetta til að
hafa eftirlit með
sjónum, umferð á
miðum og meng-
un.“ Inntur eftir
frekari upplýsingum um þetta segir
Georg að græjan góða hafi nýst í eft-
irlit „með brottkasti til dæmis, í eftir-
lit með ferðum skipa og báta, hvar
menn hafa verið á veiðum og svoleið-
is, og sömuleiðis til að taka myndir af
hugsanlegri mengun“.
Ætla að fá dróna aftur
„Við höfum leyfi til að fljúga þessu
á og út frá norðausturhorninu,“ segir
Georg en eins og oft er með viðlíka
flugtilraunir gilda víðtækar takmark-
anir á því hvar dróninn má fljúga.
„Við gerum ráð fyrir því að það muni
þróast með tímanum, og að það verði
meira tillit tekið til þessara tækja.
Eins og er megum við fljúga út frá
Egilsstöðum og út á norðausturhorn
landsins.“
Spurður um yfirráð yfir tækinu og
hvort von sé á að LSH fái varanleg
umráð yfir því kveður Georg nei við
og segir: „Við höfum verið með tækið
frá því í apríl og verðum með það út
ágúst.“
Spurður hvort það felist ekki mikið
hagræði í því að geta notað drónann
fremur en að þurfa að nota mannaðar
flugvélar í aðgerðirnar segir Georg
að mjög vel hafi gengið að vinna með
drónann en að það krefjist hins vegar
töluverðs mannafla. „Þá í að stjórna
þessu, vinna úr gögnum, sinna við-
haldi og svo framvegis.“
Segir hann að nokkur hópur sé á
Egilsstöðum í tengslum við dróna-
verkefnið, og segir að LSH líti á
þetta sem „gríðargóða reynslu“ og
„mikinn feng að fá að taka þátt í
þessu“.
Eins og sjá má á meðfylgjandi
myndum er dróninn sem um ræðir
engin smásmíði, og ekki hinn hefð-
bundni áhugamannadróni. Segir
Georg að því sé nauðsynlegt að hafa
flugbraut til afnota þegar dróninn er
settur á loft, þó hún þurfi ekki að
vera sérstaklega löng.
Aðspurður segir Georg að vonir
séu bundnar við að þetta sé ekki í síð-
asta skipti sem viðlíka dróni verður á
Fróni: „Við sjáum fyrir okkur að í
framtíðinni muni þetta hugsanlega
leysa af hólmi hefðbundna flugvél
LSH, en það gerist ekki alveg á
næstu árum.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Tryllitækið Mögulegt er að í framtíðinni leysi slíkt tæki af hefðbundna flugvél Landhelgisgæslunnar. Nokkur mannskapur fylgir drónanum, enda ekki fyrir hvern sem er að vinna með slíka græju.
Ísraelskur dróni í eftirliti á Íslandi
Flýgur 800 kílómetra frá stjórnstöð Er með fjórtán metra vænghaf Vegur 1.200 kílógrömm
Á flugi Ísraelski dróninn getur flogið 800 kílómetra frá stjórnstöðinni.
Georg Kr.
Lárusson
Fyrir austan Myndarlegur mannlaus dróninn er dreginn út á flugbraut á Egilsstaðaflugvelli fyrr í vikunni.
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2019
m.
M18 FUEL™ skilar afli til að saga
á við bestu bensínknúnu keðjusagirnar.
POWESTATE™ mótor.
REDLINK PLUS™ yfirálagsvörn.
REDLITHIUM-ION™ rafhlaða.
Sveigjanlegt rafhlöðukerfi sem virkar
með öllum Milwaukee ® M12™ rafhlöðu
M18 FCHS
Alvöru keðjusög
fráMilwaukee
vfs.is
VERKFÆRASALAN • SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • DALSBRAUT 1, AKUREYRI • S: 560 8888