Morgunblaðið - 25.07.2019, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 25.07.2019, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2019 HLUTHAFAFUNDUR HluthafafundurHBGranda hf. verður haldinnfimmtudaginn 15. ágúst 2019 í höfuðstöðvum félagsins aðNorðurgarði 1, 101Reykjavík og hefst hann klukkan17:00. Fundurinn fer framá íslensku. Dagskrá 1. Tillaga umað staðfesta ákvörðun stjórnar um kaup félagsins á öllu hlutafé í sölufélögum í Japan, Hong Kong og ámeginlandi Kína, sem og þjónustufélagi á Íslandi með útgáfu nýrra hluta í HBGranda hf. 2. Tillaga stjórnar til breytinga á grein 1.1. samþykkta félagsins þess efnis að nafn félagsins verði Brim hf. 3. Önnurmál. Aðrar uppýsingar Hver hluthafi á rétt á að fá ákveðin mál tekin til meðferðar á hluthafafundi ef hann gerir um það skriflega eða rafræna kröfu til félagsstjórnar á netfangið hluthafafundur@hbgrandi.ismeð það löngum fyrirvara að unnt sé að taka málið á dagskrá fundarins. Þannig skulu óskir hluthafa liggja fyrir eigi síðar en kl. 17:00 mánudaginn 5. ágúst 2019, þ.e. 10 dögum fyrir fundinn. Á hluthafafundum fylgir eitt atkvæði hverri einni krónu í hlutafé. Eigin bréf félagsins njóta ekki atkvæðisréttar. Atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á fundarstað. Hluthafar sem ekki eiga kost á að sækja fundinn geta: a) veitt öðrum skriflegt umboð b) greitt atkvæði skriflega Þeim hluthöfum sem hyggjast nýta sér annan hvorn þessara kosta er bent á að kynna sér á heimasíðu félagsins hvernig þeir skuli bera sig að. Þar er að finna leiðbeiningar um skráningu og form skjala og hvernig þeim skuli skilað til félagsins. Dagskrá, tillögur og öll skjöl sem lögð verða fyrir fundinn eru hluthöfum tiltæk á íslensku, á heimasíðu félagsins og á skrifstofu félagsins á venjulegum skrifstofutíma. Endanleg dagskrá og tillögur verða birtar viku fyrir fundinn. Allar nánari upplýsingar um fundinn má finna á vefsíðu félagsinswww.hbgrandi.is Stjórn HBGranda hf. Þórsmörk finnst mér verafallegasti staður á Ís-landi. Þetta er einstök vinumlukin jöklum og þang- að er ekki fært nema fara yfir straumþungar ár á vaði. Ferðir í þessa fallegu náttúruvin verða því alltaf talsverð ögrun, en þær gera Merkurtúra líka að ævintýrum sem eru alveg rómuð,“ segir Berg- sveinn Theodórs- son, viðburða- haldari og leiðsögumaður á Selfossi. Sem strákur fór hann oft og stundum daglega í Þórs- mörkina og sumrin og naut þá bræðra sinna; þeirra Guðna og Hlyns, sem voru rútubílstjórar hjá Austurleið sem fór daglegar ferðir í Húsadal í Þórsmörk. „Ég ólst upp á Hvolsvelli og fór oft á sumrin með bræðrum mínum á morgnana inn í Mörk. Var þar allan daginn, stundum einn eða með vinum mínum. Við þekktum fólkið sem vann í gestahúsinu, það gaf okkur nesti fyrir daginn – og svo var haldið á spennandi staði. Til dæmis var ég orðinn sér- staklega laginn við að klifra upp í Snorraríki; sem er hellir hátt uppi í hamravegg innst í Húsadalnum. Ég þekkti holurnar í klettunum, hverja og eina, vissi í hverri þeirra var besta gripið og tók þetta alveg eins og Tarsan í trjánum. Var enga stund að lesa mig upp sléttan vegginn,“ segir Bergsveinn og heldur áfram: „Á þessu rölti fór ég líka að taka eftir því óvenjulega í náttúrunni og nam líka hverjar væru hættur hennar. Í seinni tíð geri ég mér æ betur grein fyrir því hvað þessir Þórsmerkurdagar voru lærdóms- ríkir og mótuðu mig mikið. Einnig ýmsar ferðir með foreldrum mín- um, til dæmis inn í Fljótshlíð, inn á Emstrur, Fjallabak og víðar um Rangárvallasýsluna. Í albúmum fjölskyldunnar eru til margar skemmtilegar myndir frá tíma sem nú er orðinn að dýrri minningu.“ Maður er manns gaman og oft er óviðjafnanleg stemning í Þórs- mörk. Margir eiga skemmtilegar minningar um tjaldútilegur þar eða söng og spilirí við varðeld und- ir bláhimni blíðsumarsnætur, eins og sungið er um í frægu lagi. „Mik- ið óskaplega var oft skemmtilegt í Mörkinni og er raunar enn. Já, á þessum skemmtilegu stundum um sumarnætur fór maður stundum að sperra sig aðeins ef maður, þá ung- lingur, sá fallegar stelpur. Í Mörk- inni vaknar allt til lífsins.“ Þórsmörkin er ævintýri Landið mitt! Tími sumarleyfa er nú í algleymingi og þá er tilvalið að bregða undir sig betri fætinum til þess að lifa og njóta. Margir eiga sína eftirlætisstaði sem er gaman að heimsækja – jafnvel aftur og aftur enda ber alltaf eitthvað nýtt fyrir augu, eins og fólk segir hér frá. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Mörkinni Hin fagra vin í skjóli jöklanna skiptist í tvo megindali og það er í Húsadalnum sem Bergsveinn er öllum aðstæðum kunnugur frá fyrri tíð. Bergsveinn Theodórsson „Strandir eru staðurinn til að njóta,“ segir Halla Heimisdóttir, íþróttakennari í Mosfellsbæ. „Ég er ættuð úr Norður- firði og var þar í sveit hjá frænd- fólki mínu á Val- geirsstöðum í tíu sumur eða svo. Fyrir nokkrum dögum var ég með manninum mínum og börn- unum okkar fyrir vestan og leit þá á fornar slóðir. Fann aftur notalega tilfinningu æskuáranna þegar ég gekk um sendna fjöruna fyrir botni Norð- urfjaðar, þar sem litlum bárum skolar á land. Fór svo líka í sund- laugina í Krossnesi, sem þar stend- ur í flæðarmálinu á alveg einstökum stað. Allt eru þetta einstakir staðir í firði sem er umlukinn fjöllum og er ævintýraheimur fyrir mér. Það gild- ir raunar um Vestfirðina alla; lands- hluta þaðan sem ég er ættuð.“ Í dag er Árneshreppur á Strönd- um vinsæll ferðamannastaður yfir sumartímann, en Halla minnist þess frá sínum dögum nyrðra að þar sáust tæplega túristar. „Tímarnir breytast og mennirnir með, eins og máltækið segir,“ segir Halla. „Margt fyrir norðan er þó með sama svip og áður; hvað sem verður nú þegar stendur til að reisa þarna virkjun og fara í ýmsar fram- kvæmdir. Ég mæli alveg eindregið með því að fólk fari á Strandirnar; komi sér úr stressinu í borginni og nái jarðtengingu í fallegu um- hverfi.“ Morgunblaðið/Sigurður Bogi Strandir Miðnætursólin við Drangaskörð er nánast ólýsanlega falleg að sjá. Staðurinn til að njóta Halla Heimisdóttir Bæjarhátíð Grundfirðinga, Á góðri stundu, hefst í dag og stendur fram á laugardagskvöld. Í dag verður haldið barnaball, en af dagskrárliðum morg- undagsins má nefna golfmót, harm- onikkuball og brekkusöng við kirkju bæjarins. Á laugardaginn verður svo fjölskyldudagskrá í bænum, Lions- menn bjóða upp á fiskisúpu, sölu- markaður verður í samkomuhúsi Grundarfjarðar og svo endað með kvöldvöku, bryggjuballi og stórdans- leik með Stjórninni. Bæjarhátíð í Grundarfirði Morgunblaðið/Sigurður Bogi Grundarfjörður Kirkjufellið í baksýn. Á góðri stundu Hin árlega Drusluganga verður í Reykjavík næstkomandi laugardag, 27. júlí, og verður lagt af stað kl. 14:00 frá Hallgrímskirkju. Efnt er til þessa viðburðar í því skyni að vekja athygli á kynferðisofbeldi og öllum birtingarmyndum þess sem og að færa ábyrgð kynferðisafbrota frá þol- endum yfir á gerendur. Einnig til að sýna brotaþolum kynferðisofbeldis samstöðu og krefjast betra réttar- kerfis og bætts samfélags. „Druslugangan fordæmir alla þöggunartilburði samfélagsins. Aldir þöggunar eru liðnar, þöggun verður ekki liðin áfram. Kynferðisofbeldi verður að ræða opinberlega. Við druslur sættum okkur ekki við sam- félag sem samþykkir kynferðisof- beldi með þöggun og aðgerðaleysi, sama hvort við erum þolendur, að- standendur eða almennt á móti kyn- ferðisofbeldi,“ segir í tilkynningu. Drusluganga á laugardag Á móti ofbeldi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.