Morgunblaðið - 25.07.2019, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 25.07.2019, Qupperneq 14
14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2019 Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | Sími 551 3366 | Opið virka daga kl. 10-18, lokað um helgar í sumar “Super Control” aðhaldslínan okkar hentar svo vel undir allskonar fatnað þegar á að slétta aðeins úr línunum. Misty Stærðir: S-XXL Kjóll 12.850kr Stærðir: S-XXL Háar buxur 5.990kr Stærðir: S-XXL Samfella 9.850kr Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Að vanda verður nóg um aðvera um verslunarmanna-helgina. Þjóðhátíð í Vest-mannaeyjum verður væntanlega sú fjölmennasta eins og áður en Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri ÍBV, íþrótta- félagsins sem sér um Þjóðhátíð, segir sölu miða hafa gengið svipað vel og undanfarin ár. Undirbúningur flestra hátíða er nú þegar hafinn og þar er Þjóðhátíð að sjálfsögðu ekki undanskilin. „Undirbúningurinn gengur virkilega vel og þetta er allt saman á áætlun,“ segir Jónas Guðbjörn Jónsson, talsmaður þjóðhátíðar- nefndar. Hann gerir ráð fyrir að jafn margir mæti á hátíðina í ár og árið 2017 þegar gestir voru örlítið færri en í fyrra. Jónas segir nefndina fulla til- hlökkunar yfir komandi hátíð. „Við erum bara virkilega spennt og þetta er allt að smella.“ Takmarkaðar breytingar verða á dagskrá enda lítið vit í að breyta því sem virkar. Jónas segir helstu breytinguna þá að Laddi ætli að troða upp á milli atriða á laugar- dagskvöldinu, vonandi við góðar undirtektir. Boat Tours munu sigla á milli lands og Eyja ásamt gamla Herj- ólfi svo fleiri komist til Eyja en ella. Óljóst er hvort nýr Herjólfur verður tekinn í gagnið fyrir verslunarmannahelgi. Hörður seg- ir það þó ekki koma að sök. Börnin tekin með í drulluna Í Bolungarvík verður Evrópu- meistaramótið í mýrarbolta haldið um verslunarmannahelgina en mótið hefur ýmist verið haldið í Bolungarvík eða á Ísafirði síðan 2003. Þar veltast ungir sem aldnir um í drullusvaði og keppa um meistaratitilinn. Að sögn Charlottu Rósar Sig- mundsdóttur, „drullusokks“ hátíð- arinnar, nokkurs konar fram- kvæmdastjóra í stígvélum, verður enn meira um að vera á hátíðinni í ár en áður og þétt dagskrá alla helgina. Krakka- og unglingamót verður í fyrsta skipti haldið sam- hliða mýrarboltanum, þrátt fyrir að hátíðin sé ekki fjölskylduhátíð, eins og Charlotta tekur skýrt fram. „Það er stundum erfitt fyrir börn að fylgjast með foreldrum sínum veltast um í drullunni og mega ekki vera með,“ segir Char- lotta. Þegar Charlotta, sem hreppti Evrópumeistaratitilinn árið 2017, er spurð hvað sé skemmtilegast við mýrarboltann þarf hún að hugsa sig aðeins um. „Það er kannski það að festast í drullunni, týna skónum þínum og fá rauða spjaldið,“ segir hún og hlær. „Svo er það náttúrlega þessi óheflaða stemning sem myndast.“ Ævintýri og jaðaríþróttir Ef útihátíðaglaðir ætla norður á land er þeim helst bent á að fara til Akureyrar. Þar er fjölskyldu- hátíðin Ein með öllu haldin ásamt íslensku sumarleikunum en þar er keppt í ýmsum íþróttum, bæði þeim sem eru yst á jaðrinum og þeim vinsælli. Ennþá norðar verður að finna rólegri en þó býsna fjöruga hátíð eða ævintýri réttara sagt; Síldaræv- intýri á Siglufirði. Þar mun heyrast undurfögur tónlist og gestum gefst kostur á að berja augum fornbíla og myndlist. Þar verður einnig blásið til hinna einstöku bjórleika þar sem gestum býðst að spreyta sig á ýms- um þrautum. Hið árlega unglingalandsmót verður nú haldið á Höfn í Horna- firði. Þar hafa ungmenni á aldrinum 11-18 tækifæri á að keppa í íþrótta- greinum, sama hvort þau eru skráð í íþróttafélag eður ei. Á kvöldin verður svo boðið upp á kvöldvökur með vinsælu tónlistarfólki. 50 hljómsveitir á ættarmóti Fyrir þá sem kjósa að sleppa við umferðaröngþveiti helgarinnar og vilja dvelja í þægindum stór- borgarinnar verða tónleikar í miðbæ Reykjavíkur, nánar tiltekið úti á Granda. Það er tónlistarhá- tíðin Innipúkinn sem um ræðir og hefur hún verið haldin síðan 2002. Á Norðanpaunki, árlegu ættar- móti pönkara á Laugarbakka, munu hvorki meira né minna en 50 hljóm- sveitir stíga á pall og hlýtur það að teljast nokkuð vel útilátin dagskrá. Til að fara á ættarmótið þarf að skrá sig í ættina en árlegt félags- gjald er sjö þúsund krónur. Fyrir þau sem vilja ekki sjá vímugjafa um þessa helgi, sem gjarnan einkennist af því að fólk fær sér í glas, er kjörið að skella sér í Vatnaskóg á Sæludaga KFUM og KFUK eða á Kotmót Hvíta- sunnukirkjunnar í Fljótshlíð. Neistaflug verður á sínum stað í Neskaupstað en helgin þar verður smekkfull af vinsælli tónlist, rappi, poppi og ballöðum. Á Flúðum verður svo að finna fjölskylduhátíð þar sem brenna verður, brekkusöngur, Leikhóp- urinn Lotta og fleira sem börn og fullorðnir kunna að hafa gaman af. Fyrir valkvíðna má líta á kortið hér að ofan til þess að fræðast um hátíðir verslunarmannahelgarinnar. Drulla, bjórleikar og pönktónlist Morgunblaðið/Eva Björk Drullusvað Keppendur Evrópumeistaramótsins í mýrarbolta verða vægast sagt skítugir við athæfið. Búist er við sex til átta hundruð manns í ár. Hátíðir um verslunarmannahelgina 2019 Unglingalandsmót UMFÍ HÖFN Í HORNAFIRÐI Vímuefnalaus fjölskylduhátíð þar sem börn og unglingar á aldrinum 11-18 ára reyna fyrir sér í fjölmörgum íþróttagreinum og samhliða er boðið upp á fjölbreytta afþreyingu fyrir alla fjölskylduna. DJ Sura, Úlfur Úlfur, Salka Sól, Daði Freyr, Bríet, Una Stef og GDRN. Aldurstakmark: Nei. Mótið sjálft er opið ungmennum á aldrinum 11-18 ára. Mótsgjald er 7.000 kr. Sæludagar KFUM og KFUK VATNASKÓGUR Vímulaus fjölskylduhátíð. Dagskrá hennar er í anda sumarbúðastarfs KFUM og KFUK og á að höfða til fl estra aldurshópa. Páll Óskar. Aldurstakmark: nei. Verð: 3.000 kr. fyrir 7-12 ára, 6.000 kr. fyrir 13 ára og eldri. Síldarævintýri á Siglufi rði SIGLUFJÖRÐUR. Prjónakaffi , bjórleikar, myndlistar- sýning, listasmiðjur, fornbílasýn- ing og ýmislegt fl eira er á meðal þess sem fi nna má á Siglufi rði þessa helgina. Þorvaldssynir, tríóið Regína, Eva Karlotta, Herra Hnetusmjör, DJ Egill Spegill og Meginstreymi. Aldurstakmark: Nei. Verð: Ókeypis. Norðanpaunk LAUGARBAKKI Árlegt ættarmót pönk- ara á Laugarbakka Vestur-Húnavatnssýslu. Á hátíðinni koma 50 hljómsveitir fram. Aldurstakmark: Nei. Árlegt félagsgjald er 7.000 kr. Evrópumeistaramótið í mýrarbolta BOLUNGARVÍK Mótið er haldið um verslunar- mannahelgina hvert ár og hefur verið haldið á Ísafi rði og Bolungarvík síðan 2004. Flóni, Anton Lini, Flósi V, DJ Kolka, Ásta, Bellstop, Högni, Rúnar Breki og The Swan Holmes. Aldurstakmark: 18 ára til þátttöku í boltanum og á dansleiki. Keppn- isarmband: 6.500 kr. Ballarmband: 5.500 kr. Kotmót Hvítasunnukirkjunnar KIRKJULÆKJARKOT Í FLJÓTSHLÍÐ Kristilegt fjölskyldumót sem haldið er af Hvítasunnukirkj- unni á Íslandi. Samhliða því er haldið kristilegt barnamót fyrir börn fædd 2007-2016. KK, Samuel Ljungblahd og Kristine Bærendsen. Aldurstakmark: Nei. Verð: Frítt. Neistafl ug NESKAUPSTAÐUR Viðburðir helgarinnar í Neskaup- stað verða af ýmsum toga. Má þar helst nefna Barðsneshlaup, kassabílarallý, golfmót, hverfagrill og sápubolta. Nýdönsk, Papar, Matti Matt, Einar Ágúst, Daði Freyr, Eyþór Ingi, ClubDub, Mannakorn og upprennandi austfi rskt tónlistarfólk. Aldurstakmark: Fer eftir viðburðum. Helgararmband: 9.900 kr. Ein með öllu og íslensku sumarleikarnir AKUREYRI Alls kyns jaðaríþróttir, þrekraunir, útivist og leikir. Skemmtidagskrá með tónleikum og dansleikjum. Omotrack, Svala Björgvins, ClubDub, Flóni, Jónas Sig, Friðrik Dór, Greta Salóme og fl eiri. Aldurstakmark: 18 ára á tjaldsvæðin. Þjóðhátíð í Eyjum HERJÓLFSDALUR Brenna á Fjósakletti á föstudegi, fl ugeldasýning á laugardegi og brekkusöngur á sunnudegi. Bjartmar, Herra Hnetusmjör, Huginn, GDRN, ClubDub, Jói Pé og Króli, Sprite Zero Klan, GRL PWR, Flóni, Foreign Monkeys, Svala Björgvins, Egill Ólafs, Sverrir Bergmann, Brimnes, Bandamenn, Stuðlabandið, Albatross, Halldór Gunnar, Stjórnin, Páll Óskar, Friðrik Dór, Jón Jónsson, Á móti sól, Killer Queen, FM95BLÖ og Séra Bjössi. Aldurstakmark: Nei. Helgarpassi 24.900 kr. eftir 27. júlí en 19.900 fyrir þann tíma. Yngri en 14 ára: frítt Innipúkinn REYKJAVÍK: BRYGGJAN BRUGGHÚS OG MESSINN GRANDA Haldin árlega frá árinu 2002 innandyra í miðborg Reykjavíkur. Between Mountains, Blóðmör, Dj Flugvél & geimskip, Frikki Dór, Hildur, Joey Christ, Jónas Sig, Kælan mikla, Matthildur, Moses Hightower, Sprite Zero Klan, Sturla Atlas, Una Schram, Valdimar og Vök. Aldurstakmark: 20 ára. Verð: 6.990 kr. Flúðir um versló FLÚÐIR. Fjölskylduhátíð sem inniheldur brennu, brekkusöng, Leikhópinn Lottu, Barsvar, furðubátakeppni og fl eira. Eyþór Ingi, Stuðlabandið, Hildur, Bríet, Aron Can, Pálmi Gunnarsson, Made In Sveitin. Aldurstakmark: 23 ára á tjald- svæðið. Helgarpassi á böllin kostar 7.990 kr. Fjölbreytt dagskrá er á landsvísu um versl- unarmannahelgina. Sama hvort fólk leitar eftir fjölskylduskemmtun eða barnlausri, inniveru eða útiveru, hreyfingu eða kyrrsetu þá munu allir áreiðanlega geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Svo er auðvitað hægt að elta veðrið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.